Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 9. apríl 1991 LESENDUR SKRIFA .. Draumur eða veruleiki Um fcvöldiö 24. febrúar gekk mér óvenju illa að sofna, en þegar ég vaknaði um morguninn hafði mig víst dreymt draum, sem mér fannst þó veruleiki, og fer hann hér á eftir. Ég var staddur í stórmarkaði og er- indið var að skoða brauðbökunarvél sem átti að spara þeim sem hana ætti ótaldar þúsundir. Geðþekkur maður sýndi mér gripinn og taldi upp næstum óteljandi kosti hans og að lokum færði hann mér heilan hlaða af uppskriftum sem hann ætl- aði að gefa mér ef af kaupunum yrði. Þegar ég hafði fengið blöðin í hend- ur kom inn í búðina ungur og hvat- legur maður sem virtist þekkja af- greiðslumanninn vel og töluðu þeir um að langt væri síðan þeir hefðu hist. Fljótlega barst talið að flokks- málum og spurði afgreiðslumaður- inn hinn hvernig honum iitist á for- mannsslaginn. „Biddu fyrir þér, maður, aldrei hefði mér dottið í hug að stærsti flokkur landsins yrði fyrir því að annars flokks afglapi ætti hlut að því hver yrði formaður flokks- ins.“ „Hvað ert þú annars að tala um, segðu mér nánar af þessu." „Það var fyrir nokkru að Jón Baldvin og Davíð voru í kokteilpartíi og vin- kona mín, greind og pólitísk, var þar bakkadama. Hún sá þá að þeir Jón og Davíð voru í samræðum, gekk til þeirra og bauð þeim glös. Hún heyrði strax að samtalið var áhuga- vert og færði sig ekki lengra frá en að hún heyrði orðaskil, en leit auð- vitað í aðra átt. Það fyrsta sem hún heyrði var þetta: Jón B.: „Þú trúir náttúrlega á skoð- anakannanir." Davíð: ,Að vissu marki." Jón B.: „Þótt útlitið hjá Sjálfstæðisflokknum sé gott þessa stundina fær hann aldrei meirihluta eftir kosningar." Davíð: ,Aldrei að vita þegar fólkið er að losa sig við óvinsælustu stjórn allra tíma og þótt eitthvað vanti upp á meirihlut- ann eigum við nú þinn flokk vísan." Jón B.: „Það kemur aldrei fyrir að Alþýðuflokkurinn fari í ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar og ég er viss um ef Þorsteinn verður áfram formaður eftir kosningar verður sett nýtt met í hve langan tíma tekur að mynda stjórn.“ Davíð: „Fórstu réttu megin fram úr í morg- un?“ Jón B.: „Það geri ég alltaf. Bryndís mín sér um það.“ Davíð: „Það er mikilvægt að eiga góða konu.“ Jón B.: „Sleppum nú öllu gríni. Það er löngu orðið ljóst að ef þú værir formaður flokksins myndi dæmið sem ég nefndi áðan snúast við og eftir kosningar yrði sett hraðamet í myndun ríkisstjórnar á íslandi." Nokkur þögn varð og Jón B. sýndi á sér fararsnið. Þá snýr Dav- íð sér að Jóni B. og segir: „Hefurðu rætt þetta við mág þin?“ ,Að sjálf- sögðu," svaraði Jón B. Davíð horfði glansandi augum á spegilmynd sína sem blasti við honum og sagði með festu: „Þetta mál verður að fara í at- hugun." „Þá erum við sammála," sagði Jón B., klappaði á öxlina á Dav- íð og bætti við: „Stjórnmálamenn verða alltaf að grípa tækifærin þegar þau bjóðast ella búa þau til.“ Búðarmaðurinn hafði hlustað með athygli og sagði svo: „Mér þykir þú segja tíðindi, en hvað finnst þér? Er ekki nokkuð gefandi fyrir tryggan fylginaut? Hefur pabbi þinn ekki sagt þér hve allt gekk vel hjá Sjálf- stæðisflokknum þau þrjú kjörtíma- bil sem kratarnir voru með í stjórn? Þá leystust öll mál án nokkurra sviptinga." „Jú, eitthvað rámar mig í það,“ sagði sögumaðurinn, „heid- urðu kannski að Jón meini að end- urnýja það góða samband? Það ligg- ur áreiðanlega í loftinu, því Jón er skýr þótt hann sé krati og ef þeim foringjum tækist það þá yrði nú ekki lengur hlustaö á eitt framsóknarj- arm og ekki heldur eytt mánuðum í þjóðarsáttarpíp og mjúku málin yrðu flest sett í skúffur þar sem þau eiga heima. Þá gætu átt við hin fleygu orð, sem mig minnir að standi í helgri bók, nei líklega er það í Passíusálmunum, skiptir ekki máli, en þau hljóða svo: „Hugsi hver um sjálfan sig, sína hnúta leysi." Sögumaðurinn, sem hafði auðsjá- anlega hlustað með athygli, sagði hálffeimnislega: „Ja, þú ert eiginlega búinn að breyta skoðun minni." Búðarmaður: „Þakka þér fyrir, vinur, reyndar var það nú ætlunin, því við sem eldri erum vitum að sterkur Sjálfstæðisflokkur verður að standa saman af sterkum „bissnismönn- um“ og eins og Jón B. sagði, fólki sem þorir að grípa tækifærin þegar þau bjóðast, en allur orðaflaumur um manngildi, samhjálp, bræðralag og hvað það nú heitir, á bara að not- ast á hátíðum og tyllidögum." Mér fannst nú eiginlega að erindi mitt væri búið að taka of langan tíma, þokaði mér í áttina til búðar- mannsins og ætlaði að segja honum að mér þætti vélin of dýr til að nota hana bara fyrir mig og konu mína, er hann sneri sér að mér og sagði: „Já, ég skil. Þér finnst þú þurfa að hafa konuna þína með í ráðum. Ég bið kærlega að heilsa konunni þinni og segðu henni að ég hafi í höndun- um tölulegar sannanir frá Ameríku og Þýskalandi fyrir því að eftir því sem hún eigi fleiri og fullkomnari heimilistæki geti hún aukið sparnað Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 og 84844 sinn í réttu hlutfalli. 'Paktu það ekki þannig að ég búist við að hún sé nísk að eðlisfari, nei, nei, bara þessi, þú veist, sjálfstæða hagsýna húsmóðir, er það ekki, vinur?" Rétti mér svo höndina, þakkaði mér fyrir innlitið og sagðist vonast eftir að sjá mig og konu mína fljótlega. Allt í einu var þetta horfið sem ég hafði heyrt og séð. Ég stóð úti á ber- angri, napur vindur gnauðaði í kringum mig, ég fékk olíubragð í munninn. Hugsanir mínar voru óskipulegar, ég sá fyrir mér myndir úr Persaflóastríðinu, limlest börn, dáið fólk í hrönnum, gróðurvana land, eigrandi dýr. Hvar var ég? Hvað hafði komið fyrir? Það þyrluð- ust upp í huga mínum hugsanir allt frá bernsku og til dagsins í dag. Höfðu öll fyrirheitin sem við gerð- um á ungmennafélagsárunum brugðist? Allt í einu mundi ég eftir sögunni sem ég hafði heyrt í búð- inni um kokteilpartíið. Var það hugsanlegt að íslensku lýðræði gæti stafað hætta af því að framagjarnir menn, sem kynnu að grípa tækifær- in á réttum augnablikum, tækju völdin og létu sig litlu varða um þá arfleifð sem hér hefur dafnað, þrátt fyrir þær hörmungar sem dunið hafa yfir fólk og fénað á öllum öld- um, bæði fyrir tilverknað manna og höfuðskepna? Gat það verið að nú ætti að fara að varða leiðina sem liggur beint að brunni gróðahyggj- unnar, án tillits til landamæra, land- verndar, samhjálpar eða manngild- is? Nú fann ég meira fyrir næðingn- um sem ég minntist á, mér fannst hann nísta inn að beini, svo að ég ætlaði að hraða mér heim. Ég Ieit í kringum mig, en það sem ég sá var auðn og tóm, hvorki dimmt né bjart. Engin kennileiti. Hvert átti ég að fara? En þegar þessi síðasta hugs- un flaug um huga min, fann ég hlýj- an andardrátt við vanga minn og sagt var með raddblæ sem ég þekkti: „Ertu lasinn, það er kominn dagur.“ Ég opnaði augun og sá þá að kona mín beygði sig niður að mér. Ég var víst ekki gáfulegur á svipinn þegar ég sagði: „Hvar hef ég verið?“ og er víst ekki búinn að jafna mig á því ennþá. Ég verð að játa það að þessi draumur hafði mikið á mig og þess vegna birti ég hann. Ég vona að þið fólk til sjávar og sveita, sem lesið þessar óblaðamannslegu línur, hafið fleira í huga þegar þið takið mikils- verðar ákvarðanir en „á hverju græði ég mest?“ og þessi orð mín eiga ekki síst að ná til ykkar, unga og glæsilega fólk, sem nú eruð að taka við ábyrgðinni og þurfið ýmist að rífa eða tjasla við þá vankanta sem við þessi eldri höfum reist og töld- um að yrði varanlegt í bráð og lengd. Kannski eru draumar úr tísku og kannski hefur enginn áhuga á að spá í drauma, en eins og ég sagði í byrjun, finnst mér þessi í sérflokki. Einn að vestan Frjálshyggjumenn í varnarstöðu Próf. Ólafur Björnsson skrifar langloku um fyrrum samstarfs- mann sinn, dr. Benjamín H.J. Ei- ríksson. Náði hún yfir nærfellt fjór- ar síður í Morgunblaðinu 21. mars sl. í orði kveðnu fjallar grein Ólafs um ný- útkominn feikna doðrant eftir Benjamín, „Rit 1935-68“, en í reynd er greinin eins konar umrit- un á sögunni til málsbóta fyrir þá félaga báða. Þeir hafa í áratugi boð- aö viðskiptafrelsi af miklu kappi. Hagsmunir eru þama í veði, því að kaupsýslumenn vilja hafa óbundnar hendur um vöruverð, en bankar um vaxtaprósentu. Með jafnvægi í efnahagsmálum, segir Ólafur, á Benjamín við það „að verðlag, gengi, vextir og aðrar efna- hagsstærðir séu látnar ákvarðast af framboði og eftirspurn á markaðin- um“. Þessir þættir mega sem sagt hækka eins og markaðurinn þolir, en kaupgjald hins vegar ekki, nema framleiðni aukist. Andstæða slíks hagkerfis að mati Benjamíns er svo- nefnd miðstýring. Þetta er með öðr- um orðum hin grímulausa frjáls- hyggja, sem einn snjallasti rithöf- undur landsins kallaði „frelsið til að stela, arðræna". Hún átti um tíma nokkurt fylgi í Sjálfstæðisflokknum, en hinir hyggnari í þeim röðum hafa yfirgefið hana. Nú vill svo til að þeim félögum gafst tækifæri til að koma frjáls- hyggju sinni í framkvæmd, þegar Benjamíni var falið að semja álits- gerð 1949 um umbætur í efnahags- málum og þeim síðan báðum að ganga frá löggjöf um sama efni. Fjármálaráðherra um þetta leyti var Björn Ólafsson heildsali, maður fylginn sér jafnt í viðskiptum sem pólitík. Meginatriðiö í tillögum þeirra Benjamíns og Ólafs var gengislækk- un krónunnar um nálega 43%, sem gerð var í mars 1950. Það átti að tryggja „jafnvægið". í samræmi við launamálakenningu þeirra var svo lögfest skerðing verðlagsuppbóta á kaupgjald. Fengum við hið boðaða jafnvægi í efnahagsmálum? Nei. Verðbólga, sem verið hafði 2,7% árið 1949 (og enn lægri 1948), tífaldaðist árið 1950, varð 27,2% (árleg meðaltöl). Þegar á því ári (1950) þurfti nýjar ráðstafanir til bjargar atvinnuveg- unum. Með öðrum orðum, grípa varð til „miðstýringar". Þessi málalok munu hafa valdið því að nýir menn voru kallaðir til í Við- reisn 1960: Jónas Haralz og Jón Sig- urðsson. Báðir voru raunar, eins og Benjamín, fyrrum sósíalistar, sem fóru vestur um haf og snérust til frjálshyggju. Þess vegna varð fram- hald á verðbólgu og gengislækkun- um, uns vaxtaokrið á 9. áratugnum olli nær algeru hruni atvinnuveg- anna. Þjóðarsátt launþegasamtak- anna bjargaði því sem bjargað varð. Frjálshyggjuliðið er farið að þynnast sem fyrr sagði — með Hannes Giss- urarson í fylkingarbrjósti! Sannleikurinn er sá að óheftur markaðsbúskapur fær ekki staðist. Fólk, sem hefir velferðarkerfi, vill ekki öryggisleysið og arðránið sem óheftur markaðsbúskapur hefir í för með sér. Verðlagskannanir hafa leitt í ljós að verðmismunur milli versl- ana og þjónustufyrirtækja er mikill, allt að 85%, stundum um eða yfir 100%. Slíkt er óhugsandi á sam- keppnismarkaði. Kaupfélögin gátu lengi vel haldið niðri vöruverði, en eiga nú í vök að verjast vegna vaxta- okursins. Samvinnumaður Niðjamót! Það hefur færst mikið í vöxt á und- anförnum árum að fólk sem er skylt hefur komið saman og haldið niðja- mót. Þetta er ágætt, því heimsóknir fólks til frændfólks eru að leggjast af, fólk hefur annað með tímann að gera. Þessi mót hafa oft verið kölluð ættarmót. Það er slæmt orð yfir þessar samkomur, því það er ættar- mót með fólki sem er skylt og er það gamalt orð um svipmót fólks. Ég legg eindregið til að þessi mót verði kölluð niðjamót, ágætt orð sem skilst vel. Gætum vel að tungu okk- ar, ekki veitir af, því nóg er af bögu- mælum. Hólmfríður Gísladóttir Kvöld-, nætur- og helgídagavarsla apóteka I Reykjavik 5. apríl tll 11. apríl er I Apótekl Austurbæjar og Bneiðholts Apóteki. Það apó- tek sem fyrr er nefrít annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 2200 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í slmal B888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhálíðum. Sim- svari 681041. Hafnaríjörður Hafnaríjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. A helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. SeHoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. Læknavakí Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sefljamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráðleggingar og tímapant- anir I simá 21230. Borgarspitalinn vaktfrá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndlveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I sím- svara 18888. Ónæmisaögetðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Selljamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sími 612070. Gatðabæn Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafríarijörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræöilegum efnum. Slmi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspital! Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspltalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhliö hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknarlími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartfmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Settjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabífreiö sími 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrablll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreiö sími 3333,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.