Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. apríl 1991 Tírr nn 5 Frá fundi Steingríms Hermannssonar á Akureyri Steingrímur Hermannsson bregst við yfirlýsingum Davíðs Oddssonar um þjóðaratkvæði um EB einhvern tíma í framtíðinni: KOSNINGARNAR NÚ ERU ÞJÓÐARATKVÆÐIUM EB Á almennum stjórnmálafundi á Akureyri í fyrradag, sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, að kosningamar 20. apríl væru í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópubandalag- inu. Þessi yfirlýsing forsætisráðherra kom í kjölfar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar um að þegar þar að kæmi, í framtíðinni, að EB aðild kæm- ist á dagskrá, yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Stein- grímur Hermannsson hefur með yfirlýsingu sinni krafið aðra stjóra- málafiokka um skýra stefnu gagnvart aðild að Evrópubandalaginu, enda eigi kjósendur heimtingu á slíku þar sem sá farvegur sem samskipti ís- lands við Evrópu muni verða mótaður á næsta kjörtímabili. Það kann að virðast kaldhæðnislegt að á sama tíma og forsætisráðherra lýsir þessu yfir á fundi á Akureyri segir Morgunblaðið í ritstjórnar- grein: „Nú eru tvær vikur til kosn- inga. Fiskveiðistefnan er, ásamt EB- EFTA-málum, stærsta málefni, sem þessi þjóð þarf að taka afstöðu til. Það er óviðunandi með öllu, að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðarinnar fyrir kosningar, af ótta við kjósendur." Á fundinum á Akurreyri sagði Steingrímur Hermannsson m.a.: „Mér þótti einkennilegt að sjá í stefnuskrá Alþýðuflokksins að hann útilokar ekki aðild að Evrópubanda- Iaginu, enda séu yfirráð okkar yfir fiskimiðunum tryggð, eins og þar segir. En í stjórnarskrá Evrópu- bandalagsins, sjálfum Rómarsátt- málanum, er hins vegar skýrt kveðið á um að fiskimiðin utan 12 mílna eru sameign bandalagsþjóðanna. Við höldum ekki yfirráðum yfir fiskimiðum okkar með aðild að Evr- ópubandalaginu, það veit Jón Bald- vin manna best. Davíð Oddsson segir að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að EB, þegar þar að kemur. Ég segi; við skulum hafa þjóðarat- kvæðagreiðsluna 20. apríl og upp- Steingrímur Hermannsson: Málefnin munu ráða Á opnum stjórnmálafundi á Akur- eyri á sunnudaginn, sagði Steingrím- ur Hermannsson að Framsóknar- flokkurinn gengi óbundinn til kosn- inga og legði sem fyrr alla áherslu á málefnin, enda væri stefna flokksins skýr. „Ég mundi fagna áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Hins vegar bendir margt til að til þess hljóti þeir ekki fylgi, þó við fram- sóknarmenn virðumst ætla að bæta við okkur. Slíkt samstarf hlýtur þó að byggjast á nýjum málefnasamningi. Á málefnin höfum við framsóknar- menn alltaf lagt megináherslu. Við göngum óbundnir til þessara kosninga. Ég útiloka ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, ef viðunandi málefnasamningur næst. Helst vil ég þó áframhaldandi samstarf þeirra flokka sem nú sitja í stjórn,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. -aá. lýsa þjóðina um stefnu flokkanna í þessu máli. Stefna okkar framsókn- armanna er skýr, við erum alfarið á móti aðiid að ÉB og teljum allt dek- ur við hana hættulegt. Én Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn virðast halda að eina von þessa lands sé að skríða í kjöltuna á ÉB. Við vit- um að svo er ekki. Við getum lifað hér sem öflug þjóð í eigin landi. Við framsóknarmenn erum hlynnt- ir samvinnu þjóðanna og viljum eiga í frjálsum viðskiptum og sam- skiptum við aðrar þjóðir. Við viljum hins vegar gera það sem sjálfstæð öflug þjóð í eigin !andi.“ í samtali við Tímann eftir fundinn sagði Steingrímur: „Davíð Oddsson segir að um aðild að EB beri að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu, enda verði ekki tekin afstaða til hennar á þessu eða næsta ári. Það má rétt vera. En til þess gæti komið 1993, nú eru mörg ríki að taka ákvörðun um aðild að Eyrópubandalaginu. Ég segi já, það er rétt að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu og fræða þjóðina um stefnu flokkanna. Við skulum hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna með kosningunum 20. apríl. Stefna okk- ar framsóknarmanna er skýr, við er- um alfarið á móti aðild að Evrópu- bandalaginu." -aá/BC Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi og samstarfsmaður Davíðs Oddssonar: EB-AÐILD VÆRI FRAMFARASKREF Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur í kjölfar yfirlýsing- ar Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra um að kosið verði um stefnu stjómmálaflokkanna í EB málinu ítrekað að EB málið sé ekki á dagskrá. Davíð vísar til þess að þær samningaviðræður sem nú eru í gangi um evrópskt efnahagssvæði hafi ekki verið til lykta leiddar. Hvorki hann né aðrir foiystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa viljað ganga lengra en að segja að flokkurinn stefni ekki að aðild eða sé tilbúin til að framselja fískveiðiheimildir að svo komnu máli. Fjölmargir aðilar hafa orðið til þess að ráða í viðhorf sjálfstæðismanna til EB þegar aðstæður breytast og flokk- urinn telur tímabært að taka afstöðu í málinu. í því sambandi hefur verið talið að nýleg grein í Pressunni gefi haldbæra vísbendingu, en greinin er eftir Svein Andra Sveinsson, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og náinn samstarfs- og stuðnings- mann Davíðs Oddssonar til for- mennsku í flokknum. Þar segir hann m.a. ,Aðild að Evrópubandalaginu mundi ekki aðeins leiða af sér breyt- ingar á efnahagsafkomu þjóðarinnar heldur og róttækar breytingar á ís- lensku efnahags- og stjórnmálaum- hverfi. Frjálsræði atvinnufyrirtækja og einstaklinga yrði margfalt meira og miðstýring stjórnvalda mundi að miklu leyti hverfa. Ekki væri unnt að stjórna verðbólgu og vöxtum með handafli, ekki yrði unnt að valsa með gengið að geðþótta stjórnvalda, fyrir- greiðsla við valinkunn fyrirtæki mundi heyra sögunni til o.s. frv. Það er því ljóst að með aðild að Evr- ópubandalaginu tækju íslendingar stórt skref inn í nýja öld frjálsræðis og framfara. Það sem meira er... aðild að Evrópubandalaginu yrði banabiti framsóknarmennsku á íslandi." Á landsfundi sjálfstæðismanna fyrir tveimur árum birti Davíð Oddsson, nú formaður flokksins, sérstaka alda- mótaspá. í henni kom fram að um aldamótin yrði ísland orðið aðili að Evrópubandalaginu. Síðastliðið haust sagði Þorsteinn Pálsson, þá formaður flokksins, að íslendingar ættu að íhuga hvort rétt væri að sækja um að- ild að EB. Þrátt fyrir að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum viðri hugmyndir um inngöngu í EB er ljóst að flokkúr- inn stendur ekki heill að baki slíkum viðhorfum eins og ráða má af skrifum sumra þingmanna flokksins. -aá/BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.