Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 9. apríl 1991 Þriðjudagur 9. apríl 1991 :: Tíninn 9 ' Niðurstöður þýskra og breskra sérfræðinga um gróðurhúsaáhrif hérlendis í framtíðinni: Afleiðingar gróðurhúsaáhrifa vægari hér en víða annars staðar Gróðurhúsaáhrifin eru staðreynd og má rekja hluta þeirra loftslags- og veðurfarsbreytinga sem orðið hafa á jörðinni undanfarna áratugi til þeirra. Talið er að um helming eða tvo þriðju hluta þeirra veðurfarsbreytinga sem koma til með að verða á næstu árum megi rekja til koltvísýrings, sem er aðalorsakavald- ur gróðurhúsaáhrifanna, en afgangurinn skrifast á aðrar lofttegundir. Hins vegar mun hitastig hækka minna hér- lendis en víða annars staðar vegna gróður- húsaáhrifanna, ef marka má niðurstöður breskra og þýskra sérfræðinga. Ástæðan mun vera sérstök sjávarskilyrði á Norður- Atlants- hafi við ísland. Þetta kom fram á norrænni námsstefnu sem haldin var á vegum fslensku vatnafræðinefndarinnar með aðstoð Orku- stofnunar og Veðurstofu íslands í síðustu viku. Tveir sérfræðingar í veðurfars- og gróður- húsaáhrifum, Ulrich Cubasch frá Þýskalandi og Howard Cattle frá Bretlandi, héldu fyrir- lestra á námsstefnunni um svokölluð hring- rásar-reiknilíkön, sem eru reiknuð veðurfars- líkön af jörðinni í heild. Þessi líkön gera mögulegt að reikna út með nokkurri ná- kvæmni þau áhrif sem aukin gróðurhúsaáhrif munu hafa á jörðina einnhverja áratugi fram í tímann. Bæði líkönin sem kynnt voru á nám- stefnunni voru reiknuð með hliðsjón af tvö- földun á koltvísýringsmagni í andrúmsloftinu. Samkvæmt niðurstöðum þessara sérfræð- inga, en reiknilíkön þeirra gáfu mjög svipaðar niðurstöður, mun minni hækkunar hitastigs vegna gróðurhúsaáhrifanna gæta hér á landi en haldið hefur verið fram og má skrifa hluta þess á þá staðreynd að við erum umkringd sjó sem kemur til meö að taka við hitastigsbreyt- ingum og draga úr hækkun hitastigs og einn- ig vegna sérstakra veðurfarsaðstæðna á Norð- ur- Atlantshafi. Samkvæmt þessum niðurstöðum má búast við að hitastig hækki um 2-3 gráður á Celsíus á jörðinni við tvöföldun koltvísýrings í and- rúmsloftinu. Einnig segja niðurstöður þessar að afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna muni gæta á mun lengri tíma en gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Hvernig verða gróðurhúsaáhrifín til? Þegar jarðefnaeldsneyti, þ.e. einkum olía, gas og kol, er brennt berst koltvísýringur út í and- rúmsloftið. Koltvísýringur þessi, ásamt koltví- sýringi sem kemur annars staðar frá, safnast saman og myndar lag sem teppir hitageisla frá sólu niðri við jörðu með þeim afleiðingum að hiti eykst á jörðu niðri og veðurfar breytist. Þetta nefnist „gróðurhúsaáhrif“ og dregur nafn sitt að samsvarandi fyrirbæri í gróður- húsi. Áður en iðnvæðing hófst var magn koltvísýr- ings um 280 hlutar í hverjum milljón hlutum rúmmáls lofts. Árið 1980 var magnið 340 hlutar í hverjum milljón hlutum og nú eykst magnið hraðar en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að hækkun hita gæti mest á heimskautum jarðar og geti valdið því að yfirborð sjávar hækkaði um einhverja tugi sentimetra. Breyting verður einnig á úr- komu vegna þess að úrkomumynstur stjórn- ast af hitamun milli hitabeltis- og heim- skautasvæða. Mörk uppskerusvæða og skóg- lendis munu færast til hærri breiddargráða. Ekki er hægt að spá fyrir fyrir um hvaða áhrif heitari sjór hefur á vistkerfi hafanna, fiskveiðar og fæðukeðjurnar en þau verða víðtæk. Áhrifin verða líklega alvarlegust á hitabeltis- svæðum jarðar, þar sem loftslag er heitt og þurrt. Einnig mun yfirborðshækkun sjávar geta haft þau áhrif að hafnarborgir og íand- búnaðarhéruð sem standa á láglendum strandsvæðum fara í kaf og efnahagsleg, fé- lagsleg og pólitísk uppbygging í mörgum löndum myndi riðlast. Talið er að þær veður- farsbreytingar sem orðið geta muni valda t.d. tíðari stormum, flóðum og þurrkum sem víða geta haft mjög alvarlegar afleiðingar. Spár um veðurfarsbreytingar eru þó aldrei mjög nákvæmar og gætir töluverðra óvissu- þátta við útreikninga fram í tímann. Eftir Guðrúnu Erlu Ólafsdóttur " Hægari gróðurhúsaáhrif hérlendis en haldið hefur verið fram Haukur Tómasson, forstjóri Vatnsorkudeild- ar Orkustofnunar, er formaður íslensku vatnafræðinefndarinnar, hann segir að þau líkön sem kynnt voru á námsstefnunni í síð- ustu viku gefi svipaðar niðurstöður og banda- rískt líkan sem kynnt var hérlendis fyrir ári. „Niðurstaða af þessum almennu hringlíkön- um, en þau eru kölluö GCM- model þar sem þau taka alla Iofthringrásina á jörðinni eftir eðlisfræðilegum lögmálum með þeim breyt- ingum sem reiknað er með að verði á þessu, eru þær að um hækkandi hitastig verði að ræða undir flestum kringumstæðum en þær tölur eru lægri en þær sem nefndar voru áður. Nú er talað um hækkun um 2-3 gráður,“ sagði Haukur. Haukur sagði að það sem athyglisvert væri við niðurstöður þessara sérfræðinga væri að þær benda til að hækkun hitastigsins verði ekki jöfn yfir alla jörðina. „Þeir töluðu báðir um kuldapoll á Norður-Atlantshafi nálægt ís- landi, sem dregur úr hækkun hitastigs hér, þannig að hækkun gæti orðið lítil sem engin. En í þennan líkindareikning vantar t.d. að gera ráð fyrir golfstraumnum svo að ekki er hægt að taka þessu sem algerri staðreynd.“ Samkvæmt þessum líkönum eru sérstök sjávarskilyrði á Norður- Atlantshafi sem verða til þess að hitastigshækkun verður lítil hér, en hitastigshækkun verður töluvert mikil í Norð- ur-Skandinavíu. Hafið tekur mikið af varman- um og dregur því úr áhrifum hans, þetta ásamt áhrifum breytinga sem vænta má á vindkerfum jarðar gæti orðið til þess að sums staðar hlýnar ekkert eða jafnvel kólnar. Svipuð skilyrði mun vera að finna við Norður- Kyrra- haf. „Það er sérstakt fyrirbæri hér á Norður-Atl- antshafinu. Samkvæmt flestum niðurstöðum um gróðurhúsaáhrifin á hitastig að hækka meira á norðurhveli jarðar en á svæði á Norð- ur-Atlantshafi, sem er m.a. kringum ísland, þar mun hitastigshækkun ekki verða eins Líklega verður fsland ekki skógi vaxið milli fjalls og flöru á næstu árum, en þessi tré eru þóengu að sfður íslensk. Myndin erfrá Hallormsstaðaskógi. mikil, samkvæmt niðurstöðum þeirra reikni- líkana sem sagt var frá á námsstefnunni,“ sagði Haukur Tómasson einnig Hækkun á yfirborði sjávar og aukin orka í gufuhvolfi jarðar Sjórinn tekur hitann, en það mun valda hækkun hitastigs sjávar og því hækkun á yfir- borði sjávar, einnig mun yfirborð sjávar hækka ef jöklar taka að bráðna vegna hækk- unar lofthitastigs. „En slíkt gerist þó á mjög löngum tíma, lengri en hingað til hefur verið spáð um samkvæmt þessum niðurstöðum. Þær tölur sem verið er að tala um á hækkun yfirborðs sjávar bendi til þess að slíkt muni ekki hafa áhrif hérlendis," segir Haukur. Gróðurhúsaáhrifin hafa þær afleiðingar, eins og áður sagði, að hitageislun jarðarinnar kemst ekki jafnauðveldlega út úr gufuhvolfinu og gerir það að verkum að geislunin endur- kastast á milli andrúmsloftsins og jarðaryfir- borðsins oftar en hún gerir í dag. Þetta þýðir að orkan í neðstu lögum gufuhvolfsins vex og veldur það meiri uppgufun og hraðari hring- rás á vatni. Þetta getur haft alvarlegar afleið- ingar sums staðar á jörðinni en fyrir okkar breiddagráðu er talið að þetta valdi aukinni úrkomu, þó verður líklega ekki um verulega aukningu að ræða. Aukin skýjamyndun getur dregið úr hitastigsaukningu Að sögn Hauks Tómassonar er einn stærsti óvissuþátturinn í útreikningum þeim sem hér hefur verið tæpt á, sá að ekki er vitað um hve mikil aukning verði á skýjamyndun, eða hvort einhver verður. Aukin skýjamyndun mun draga úr þeirri hitastigsaukningu sem gert er ráð fyrir að muni verða, en ástæðan er sú að ský draga úr inngeislum sólar til jarðarinnar og endurkasta hluta af geislum áður en þeir ná til jarðarinnar og virkar þá til kólnunar ef skýjamyndun vex. „Það kom fram eitt erindi frá Danmörku um að skýjamyndun hefði aukist vegna agna í loftinu sem væntanlega eru að mestu leyti komnar frá brennslu á olíu og kolum, en það virkar eiginlega í öfuga átt þ.e. minnkar hit- unina, dregur úr henni. Þetta er stærsti óvissuþátturinn í þessum reikningum, þ.e. hvað verður með skýjamyndanir,“ sagði Haukur. Samnorrænt verkefni - könnun á afleiðingum gróðurhúsaáhrifa á fyrir vatnsbúskap Norðurlanda Markmið námsstefnunnar sem hér er sagt frá var að veita svör um hvert stefnir í veðurfari og vatnafari á norðurslóðum, hvaða breytinga megi vænta og innan hvaða óvissumarka þær breytingar eru. Námsstefnan var fyrsti þáttur umfangsmikils samvinnuverkefnis á vegum vatnafræðistofnana og vatnafræðinefnda Norðurlanda, sem beinist að könnun á afleið- ingum gróðurhúsaáhrifa á vatnsbúskap Norð- urlanda. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings var megintilgangur ekki að fá endanlegar niður- stöður um þetta mál heldur að vatnafræðing- ar og veðurfræðingar á Norðurlöndum gætu fengið beint samband við þá sem eru að vinna að gerð veðurfarslíkana og skiptast á skoðun- um við þá. „Þessir reikningar virðast helst benda til þess að það verði einhver töf á hitastigs- hækkun hérna og einnig að hún verði minni. Ástæðan mun fyrst og fremst vera sú að við erum úti í miðju hafi og hafið virðist koma til með að gleypa mikið af þessari hækkun hérna, en hún mun skila sér að lok- um en það getur orðið hitastigshækkun annars staðar áður en hennar verður vart hérna. Almenn útkoma úr þessum reikningum seg- ir að úrkoma muni aðeins aukast en hins veg- ar getur töluvert brugðið út af á ýmsum land- svæðum og það er ekkert hægt að segja um hvernig hún muni dreifast þannig að hún breytist ekki endilega svo mikið hérna,“ sagði Trausti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.