Tíminn - 11.04.1991, Síða 9

Tíminn - 11.04.1991, Síða 9
Fimmtudagur 11. apríl 1991 Tíminn 9 Dreifing Palestínumanna eða samningaviðræðumar lagðar niður. ísraelar gætu haldið áfram að stjóma með vopnavaldi — en yrði hátt Til hvers myndi leiða slík uppgjöf viðræðna eða neitun annars hvors aðilans að koma til samningavið- ræðna? ísraelum kann vel að vera fært að halda, með vopnavaldi, vest- urbakkanum og Gaza, og að sigra hvaða Iíklega samsetningu Araba- ríkja sem er í styrjöldum í framtíð- inni. En verðið fyrir það yrði hátt og færi hækkandi. Jafnvel á þeim augnablikum sem ísraelsmenn fögnuðu hvað mestri velgengni gætu þeir ekki neytt vilja sínum upp á allan Arabaheiminn, eða jafnvel upp á Arabagrannríkin. Verðið yrði stöðug barátta og síaukin einangrun sem hefði eyðandi áhrif á ísrael. Með því að halda dauðahaldi í her- numdu svæðin hefðu ísraelar í raun tveggja kosta völ. Annar kosturinn væri að halda áfram að gegna hlut- verki hernámsvaldsins yfir kúguðu fólki. Hinn kosturinn væri að inn- lima herteknu svæðin og veita íbú- unum ísraelskan borgararétt. Ef svo færi yrði ísrael fljótlega eitt sam- bandið enn af þjóðar- og trúarhóp- um með mismunandi hagsmuni, þar sem gyðingar kæmu í stað ma- rónítanna sem áður réðu lögum og lofum, og ríkið myndi líklega að lok- um hljóta sömu örlög og Líbanon. Kjósi Arabar að fylgja 60 ára stefnu dæma þeir komandi kynslóðir Eins og ísraelar hljóta Arabar — bæði Palestínumenn og aðrir — nú að hafa gert sér grein fyrir að þeir geta ekki þvingað fram vilja sinn með afli. Hvað Palestínumennina varðar er þess vegna andstæði kost- urinn við samningaviðræður jafnvel enn óþægilegri en fyrir ísraelsmenn. Þeir gætu fylgt þeirri stefnu, sem múftinn af Jerúsalem dró upp fyrir meira en 60 árum, sem PLO hefur fylgt áratugum saman og harðlínu- menn krefjast enn að sé fylgt, þ.e. engin málamiðlun og engin undan- látssemi, heldur aðeins látlaus bar- átta fyrir útrýmingu ísraels og allra stofnana þess, og í staðinn komi ar- abískt Palestj'nuríki, þar sem arab- ískir Palestínugyðingar, ef einhverjir lifa af, gætu fundið sér stað sem trú- arlegur minnihlutahópur. Arabískir stjórnendur ríkja og aðrir leiðtogar gætu valið þessa stefnu. Þeir gætu fordæmt enn eina kynslóð Palestínumanna, og komandi kyn- slóðir, til að lifa við fátækt og vesöld, til að halda fast við pólitíska skoðun sína, og þjónað sem útungunarvél fyrir bardagamenn framtíðarinnar í endalausu stríði. Þetta myndi líka krefjast síns gjalds: óþarfa þjáningar mörg hundruð þúsunda manna og eitrun andrúmsloftsins meðal Pal- estínumanna, og þar með Araba- ríkja, að því marki þar sem engin al- varleg tilraun, og þar af leiðandi engin raunveruleg framför, er möguleg í átt að betra og frjálsara lífi. Bæði ísraelar og Palestínumenn verða að spyrja sjálfa sig hvort þetta sé það sem þeir kjósa sjálfum sér, bömum sínum og bamabörnum til handa. Allt þetta myndu Arabar vera til- leiðanlegir til að þola í þeirri von að til endanlegs stríðs kæmi þar sem ísrael yrði lagt í rúst og Palestína endurreist. Ef svo ólíklega færi að til slíkrar lokaorrustu kæmi, gætu að yísu endalokin orðið eyðilegging ísraels. En sé litið á ástand vopna- búnaðar yrðu endanleg úrslit áreið- anlega eyðilegging Palestínumanna sjálfra og margra granna þeirra. Tilslakanir af beggja hálfu nauðsynlegar til að fá friðsamlega sam- bóð Meðal bæði ísraelsmanna og Araba em menn og konur sem em reiðu- búin að viðurkenna raunvemleik- ann og íhuga tilslakanir til að ná friðsamlegri sambúð, án þess að af- sala sér minnsta réttlæti til málstað- ar andstæðingsins. Af ísraela hálfu þýðir þetta að draga sig til baka frá öllum svæðum sem þeir náðu á sitt vald 1967 — tilslökun sem þegar hefur verið samþykkt í reynd þegar ísraelar féllust á ályktun Sameinuðu þjóðanna 242. Af Araba hálfu er það aðeins ríkis- stjórn Egyptá, ef frá em talin skammvinn sinnaskiþti PLO, sem hefur gefið fullt og formlegt sam- þykki sitt við því að nálgast málin á þennan hátt, með einhverri bældri og óljósri hvatningu frá öðmm ríkj- um Arabaríkja sem hlynnt em Vest- urlöndum. Þar fyrir utan er það svo að þó að margir talsmenn séu fúsir til að tala í einkaviðræðum eða á er- lendum tungumálum um samn- ingaviðræður í þessa vem, em allar opinberar yfirlýsingar heima fyrir enn í besta falli færðar fram í vand- lega tvíræðu máli, þar sem sérhverri tilslökun gæti verið, og var oft, snar- lega afneitað þegar öfgamenn krefj- ast nánari skýringa. Þessar óljóst orðuðu yfirlýsingar hafa verið ákaft gripnar á lofti, túlk- aðar og fegraðar af áhyggjufullum friðarleitendum, ísraelum og öðr- um, sem grannskoða sjóndeildar- hringinn í leit að merkjum sem gefa vonir. En keðjan af tvíræðni og af- neitun myndi aðeins auka á áhyggj- ur þeirra sem ekki treysta góðum vilja Araba og trúa að friðarleikir þeirra séu í besta falli auglýsinga- blekking og í versta falli löngun til að koma sér betur fyrir áður en loka- stríðið til afmáunar ísraels hefst. Það er mikið talað meðal Araba um stríð og ákafur stuðningur Palest- ínumanna við Saddam Hussein hef- ur styrkt þessa tortryggni. Má greina nokkur von- arteikn — bæði Arabar og ísraelar þreyttir Það er ekki nema ein leið sem aðil- arnir geta forðað sér eftir frá eyði- Ieggjandi og sjálfseyðileggjandi val- kostum, og það er með samninga- viðræðum í átt til friðar. Þrátt fyrir augljósar hættur og erfiðleika sem fylgja núverandi ástandi, má greina nokkur vonarteikn. Bæði Arabar og ísraelar sýna merki þreytu, báðir að- ilar eru farnir að gera sér sársauka- fulla grein fyrir takmörkun þess sem þeir geta áunnið með offorsi. Hugs- andi fólk í báðum fylkingum hafa lit- ið til þeirrar framtíðar sem bíður þeirra, ef haldið verður áfram á sömu braut, og þeim líst ekki á það sem þeir sjá. Og utan svæðisins get- ur núverandi alþjóðlegt hugarfar slökunarstefnu og samstarfs stöðvað utanaðkomandi innblöndun og æs- andi áhrif sem hafa svo lengi blásið í glæður allra ágreiningsmála og hindrað sérhverja tilraun til að ná samningum. Það er ótrúlegt að þessar hagstæðu kringumstæður, sérstaklega þær síðastnefndu, verði fyrir hendi um alla eilífð og það væri viturlegt að grípa tækifærið á meðan það gefst. Ágreiningur Araba og ísraela er ekki eina né blóðugasta vandamálið í Mið-Austurlöndum, né heldur er það skv. nýjustu skilgreiningu það sem skiptir mestu máli. Hins vegar vekur það mesta athygli. Vegna þess að ísrael er gyðingaríki vekur það sterkar tilfinningar víða um heim, bæði til stuðnings og andúðar, og vekur geysilega forvitni. Vegna þess að það er tiltölulega opið þjóðfélag, býður það upp á tækifæri sem eru einstæð í heimshlutanum, bæði til að æsa upp og seðja þá forvitni. Ef hægt væri að setja niður þennan ágreining, myndi það ekki leysa grunnvandamál Mið- Austurlanda, en það gæfi fólkinu sem býr þar og einnig öðrum heimshlutum, tíma, tól og orku til að fást við þau. | LEIKHÚS Ást — girnd og glæpir STUDENTALEIKHUSIÐ Á meðan við snertumst: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hungurdansarinn: Sindrí Freysson. Ein, tvær, þrjár jafnvel fjórar: Bergljót Amalds. Leikstjóri: Ásgeir Slgurvaldason Lýsing: Jóhann Pálmason, Egill Örn Ámason Tónlist og leikhljóð: Eyþór Arnalds Sýningarstaður: Tjarnarbær. Stúdentaleikhúsið er tekið til staría á ný eftir nokkurra ára hlé. Þrír ein- þáttungar voru frumsýndir á þess vegum s.l. laugardag. Höfundar eru allir liðlega tvítugir og eru þetta þeirra fyrstu verk sem sviðsett eru. Heildarheiti allra þáttanna er Menn, menn, menn, sem segir ekki mikið annað en það að allir fjalla þeir um menn og mannlegar tilfinn- ingar. Fyrsta verkið, Á MEÐAN VIÐ SNERTUMST, hefst með lokakafla samfara og að þeim loknum tekur við einskonar uppgjör elskendanna tveggja, þar sem hinn samofni mannlegi tilfinningaþáttur ást og eigingirni er þungamiðjan. Hvar endar ástin og hvar tekur eigingirn- in við? Unga manninn Má leikur Daníel Haraldsson og er hinn mesti sjálfs- elskupúki og þolir ekki að ástin hans, Arna sem Edda Jönsdóttir leikur, eigi sinn eigin heim, heim ljóðanna til að hverfa inn í. Það verður að segjast eins og er að þetta verk, þrátt fyrir góðan ásetn- ing, nær ekki að lifna við á sviðinu nema til hálfs. Kemur þar allt til. Textinn er ansi staglkenndur, Ieik- stjórnin, þar sem lítið er gert til skapa ástríðufullt andrúmsloft og leikurinn sem er frekar slakur. Það er greinilegt að meðgöngutími þessa verks hefur verið of stuttur, því efniviðurinn sem safnað hefur verið er nokkuð góður en krefst betri úrvinnslu. Hungurdansarínn Þessi leikþáttur segir frá karlmanni sem fer á veiðar og leggur net sín á skemmtistað og hreppir happafeng, að hann telur. Finnur nefnist mað- urinn og fáum við bæði að kynnast hans ytri og innri manni. Fengurinn er listakonan Dögg. En spurning er: Veiddi Finnur eða var hann veiddur? Hver veiðir hvern þegar upp er stað- ið. Dögg, sem aðeins átti að vera stundargaman, sest upp og verður ráðgáta. Hún er þessi torræða kona, sem veldur karlmönnum hugar- angri. Mörgu athyglisverðu og spaugi- legu er velt upp í Hungurdans- aranum og samleikur þeirra Vals F. Einarssonar og Atla Rafns Sigurðs- sonar, sem ytri og innri maður Finns er stórgóður, það geislar af þeim leikgleðin. Telma Tómasdóttir leikur Dögg og gerir það af tign og hófsemd. Ásta B. Stefánsdóttir sýnir okkur Dögg hina innri stutta stund og skil- ar því með sóma. Það er greinilegt að hér hafa leikar- ar og leikstjóri betur fundið sig en í fyrsta einþáttungnum. Eina tvær þijá og jafnvel fjórar í þessum leikþætti leiðir höfundur saman fjórar konur frá mismunandi tímum mannkynssögunnar. Þrjár þeirra eiga það sameiginlegt að bíða þess að verða refsað fyrir glæpi sína. Sú frá 5. öld verður grýtt fyrir hór- dóm. Sú frá 16. öld mun brennd vegna meintra galdra og þeirri frá öldinni sem leið mun drekkt vegna skírlífisbrots. En nútímakona bíður eftir löglegri fóstureyðingu á sótt- hreinsuðu sjúkrahúsi og hefur að því er virðist ekki þungar áhyggjur. Þessi hugmynd að leiða saman ólíka tima er hér gerð í þeim til- gangi að leiða mönnum fyrir sjónir hversu mannanna boð og bönn eru léttvæg í tímans rás, þar sem glæpur í dag getur jafnvel orðið dyggð á morgun. Auk þess sem við heyrum sjónarmið kvennanna þá koma einnig við sögu karlar í hlutverki böðla og dómara að ógleymdum teljaranum sem svo er nefndur og brýtur upp sýninguna oftar en einu sinni þegar hann dregur á eftir sér líkvagninn og telur og telur og hann varpar líka fram þeirri spurningu hvort það skipti máli hvort harð- stjórar hafi drepið fleiri eða færri. Skyldi það skipta máli hvort Hitler drap fleiri en Stalin. Sá er færri deyddi, er hann betri en hinn? Það margt vel hugsað í þessum þætti Bergljótar og ágætlega útfært á sviðinu. Leikararnir stóðu sig vel, sérstaklega skal getið Brynhildar Björnsdóttur sem rauðhærða konan og Sigríðar Kristinsdóttur sem sú dökkhærða frá 5. öld og ekki síst Mats Jónsson í hlutverki teljarans. Að lokum vil ég óska Stúdentaleik- húsinu góðs gengis á komandi ár- um. „Það er komið til að vera,“ segir Melkorka Ólafsdóttir í ágætlega unninni leikskrá. Vonandi eru það orð að sönnu. Gísli Þorsteinsson Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.