Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. apríl 1991 Tíminn 7 Páll Pétursson: ÞETTA GÆTIGERST Stuttri en dauflegri kosningabaráttu er að ljúka. Það sem öðru fremur nefur einkennt hana er það hve mál- flutningur stjómarandstöðunnar hefur verið óskýr. Við framsóknarmenn höfum hins vegar verið afdrátt- arlausir í málflutningi okkar til Evrópumálefna, efna- hags- og atvinnumála þannig að kjosendur hafa að- gang að fyrirætlunum okkar og geta tekið afstöðu til okkar á þeim grundvelli. Sjálfstæðismenn hafa á hinn bóginn forðast að greina frá fyr- irætlunum sínum kæmust þeir til valda. Þeir hafa varist allra frétta af áformum sínum þótt þeir hafi verið þráspurðir og forðast allar stefnumarkandi yfir- lýsingar. Þetta ber þó ekki að skoða svo að sjálfstæðismenn hafi ekki stefnu eða áætlanir í hinum ýmsu málaflokkum, þeir vilja bara fela áformin fyrir kosn- ingar. Morgunblaðið birti sunnudag- inn 14. aprfl mjög athyglisvert Reykjavíkurbréf en þau eru skrif- uð af ritstjórum blaðsins. Bréfið fjallar um þá herkænsku að þegja um fyrirætlanir fyrir kosningar og þar segir orðrétt: „Sjálfstæðis- menn eru t.d. gagnrýndir fyrir stefnuleysi í þessum kosningum. En þegar litið er til baka hafa sjálfstæðismenn slæma reynslu af því að leggja fyrir kjósendur nákvæmar tillögur fyrir kosning- ar um það hvað þeir hyggjast fyr- ir eftir kosningar." Heppnast feluleikurinn? Skoðanakannanir benda til mik- illar fylgisaukningar Sjálfstæðis- flokksins þannig að laumuspilið virðist gefast þeim vel. Því miður eru horfur á að þeir fái svo mik- inn þingstyrk að þeir geti mynd- að stjórn með hvaða einum flokki sem er. Nærtækast er að dómi margra sjálfstæðismanna að end- urvekja samstarf við Alþýðu- flokkinn. Innan Alþýðuflokksins eru einnig sterk öfl sem telja slíkt samstarf eftirsóknarvert. Ég tel það ómaksins vert að reyna að glöggva sig á hver yrði stefna slíkrar samsteypustjórnar og draga ályktanir af því sem við- komandi flokkar hafa sagt og gert. ísland í EB Hvað varðar afstöðuna til Evr- ópubandalagsins er háskinn mestur. í báðum flokkum eru sterk öfl sem vinna að inngöngu íslands í EB. Afstaða íslands til EB ræðst í næstu ríkisstjórn. Þess vegna eru kosningarnar þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið. Alþýðu- flokkurinn segir í stefnuskrá sinni „fsland í A-flokk“ bls. 51. „Alþýðu- flokkurinn útilokar ekki aðild að Evrópubandalaginu." Fyrrum að- stoðarmaður viðskiptaráðherra, Jóns Sigurðssonar, Birgir Árna- son hagfræðingur, skrifar hverja greinina á fætur annarri um ágæti þess að ganga í EB. Þetta mundi hann ekki gera án vitundar og vilja frænda síns og leiðtoga Jóns Sigurðssonar. Innan Sjálfstæðisflokksins hljóma svipaðar raddir. Ragn- hildur Helgadóttir alþingismað- ur, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Evrópunefnd Alþingis, berst op- inberlega fyrir inngöngu íslands í EB. „Aldamótanefnd" Sjálfstæð- isflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar lagði til að ísland sækti um aðild. Þægasti vika- drengur Davíðs Oddssonar, Sveinn Andri Sveinsson, maður sem Davíð valdi til að taka sæti í borgarstjórn í síðustu kosning- um og sem hann lét hafa frum- kvæði að því að safna liði til að velta Þorsteini Pálssyni úr for- mannsstóli, skrifaði grein í Pressuna. Greinin heitir: „EB versus framsóknarmennska". Niðurlag hennar er: „Það er því Ijóst að með aðild að Evrópu- bandalaginu tækju íslendingar stórt skref inn í nýja öld frjáls- ræðis og framfara. Það sem meira er: aðild að Evrópubánda- Iaginu yrði banabiti framsóknar- mennsku á íslandi." Þessi dæmi nægja um hugsun- arháttinn, svona mönnum er ekki treystandi fyrir að með- höndla hagsmuni íslands eða standa vörð um sjálfstæði þess eða auðlindir. Þjóðarsátt rofin Ef svo færi að sjálfstæðismenn mynduðu stjórn með Alþýðu- flokknum má gera ráð fyrir að frjálshyggjan kæmist í öndvegi í efnahagsmálum. Hin frjálsa sam- keppni mundi taka við af jafn- vægi og stöðugleika þeim sem nú ríkir og verðbólgan blossa upp að nýju. Verðlag yrði gefið frjálst, aðilar vinnumarkaðarins látnir einir um samninga og þjóðar- sáttin færi út í veður og vind. Þjóðin varð vitni að því í vetur hvernig Davíð og Þorsteinn veittu þjóðarsáttinni tilræði við afgreiðslu bráðabirgðalaga og höfðu nær sprengt hana í loft upp. Að fenginni reynslu má einnig ganga að því vísu að ástand ríkisfjármála mundi versna stórlega. Alltaf þegar sjálf- stæðismenn hafa komið nærri stjórn efnahagsmála hafa þeir komið öllu í klúður. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs- son, hefur tekið upp baráttu fyrir að einkavæða ríkisbankana og fengið hljómgrunn hjá Sjálfstæð- isflokki. Landsbanki og Búnaðar- banki yrðu væntanlega afhentir einkaframtakinu, fjölskyldunum 14, sem sífellt sölsa meiri eignir og völd undir sig. Sjálfsagt yrði ríkið að gefa milljarða með þess- um tveimur bönkum, eins og Jón Sigurðsson lét gefa með Útvegs- bankanum við afhendingu hans. Þá mundi hávaxtastefnan fá að blómstra í skjóli frjálshyggjunnar. Dökkar horfur í atvinnumálum Hvað varðar þróun atvinnumála eru horfur einnig óglæsilegar ef þessir herrar ná saman. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarút- vegsmálum er óskýr. Þar á bæ eru menn ekki sammála. Alþýðu- flokkurinn hefur hins vegar skýra stefnu. Hann stefnir á veiðileyfasölu. Veiðileyfasala yrði landsbyggðinni ákaflega þung- bær. Menn yrðu að borga ríkinu fjármuni fyrir hvern einasta ugga sem á land væri dreginn. Fisk- veiðarnar eru einkum stundaðar á landsbyggðinni, þannig að hér yrði nær eingöngu um lands- byggðarskatt að ræða. Davíð hef- ur haldið því fram að lands- byggðin væri baggi á Reykjavík. væntanlega mundi hann hætta því ef allsherjar veiðileyfasala yrði að veruleika. í landbúnaðarmálum eru sjálf- stæðismenn ekki einhuga. Það eru hins vegar Alþýðuflokks- menn. Búvörusamningur er gall- aður en hann er orðinn staðreynd og því verður að bæta hann og þróa. Alþýðuflokkurinn vill rifta honum og taka til baka þau fyrir- heit um fjármögnun sem lauslega er drepið á í samningnum. Ef- laust yrði leyfður innflutningur á búvöru, enda er það stefna krata og margra sjálfstæðismanna. At- vinnumálastefna Alþýðuflokksins og sjálfstæðismanna hlýtur að leiða til mikils atvinnuleysis á Iandsbyggðinni. Sjálfstæðisflokk- urinn hamaðist gegn Atvinnu- tryggingarsjóði útflutnings- greina svo og Hlutafjársjóði sem núverandi ríkisstjórn notaði til að koma atvinnulífinu á réttan kjöl eftir viðskilnað Þorsteins Pálssonar. Ekki er líklegt að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haldbær úrræði þegar hann hefði komið útflutningsatvinnuvegunum á kaldan klaka nú frekar en þá. Áfram framsókn Hér hefur verið dregin upp dökk mynd af því sem gæti gerst og sennilega gerist eftir kosningar ef Framsóknarflokkurinn fær ekki nægilegan þingstyrk til að Ieiða næstu ríkisstjórn. Við fram- sóknarmenn óskum eftir að fá tækifæri til að halda áfram á þeirri braut sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hef- ur þrætt. Braut jafnvægis og stöðugleika í efnahagsmálum með mjög lágu verðbólgustigi, auknum hagvexti og vaxandi kaupmætti almennings ásamt traustri varðstöðu um sjálfstæði íslands sog réttindi þess í samfé- lagi þjóðanna. LESENDUR SKRIFA Einkavæðing Seðlabankans Þeir félagar dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem virðast sam- mála um flesta hluti, hafa nú báðir kveðið sér hljóðs og krafist einkavæð- ingar á ríkisbönkunum tveim, Bún- aðarbanka og Landsbanka. Það hefir lengi verið eitt helsta áhugamál þess arms í Sjálfstæðisflokknum, sem kennir sig við ,Jrjálshyggju“. Rök þeirra eru þau að íslenska ríkið eigi ekki að reka nema einn banka. Að því leyti hafa þeir nokkuð til síns máls. Farsælli leið yrði þá að sameina Bún- aðarbankann og Landsbankann, en einkavæða Seðlabankann. Skal ég færa þessum orðum mínum stað. Hlutafélagsform viðskiptabanka hef- ir eldd gefist að öllu leyti vel hérlend- is. Útvegsbankinn kom ekki óskaddur frá viðskiptum sínum við Stöð 2, svo að ekki sé minnst á Dagsbrún. Þá er og vitað að bæði Verslunarbanki og Alþýðubanki stóðu nokkuð höllum fæti um tíma. Það hvatti til samein- ingarinnar. Landsbankinn er hins vegar elsti banki þjóðarinnar. Hann er þeirra stærstur og nýtur óskoraðs álits og trausts á erlendum vettvangi. Við höfum ekki efni á því að leggja hann niður í núverandi mynd. Við getum það hreinlega ekki, nema glata tiltrú. Það er alls engin meginregla eða ófrávíkjanleg hefð, að seðlabanki, banki bankanna, sé ríkisrekinn. Frægasti seðlabanki heims, Eng- landsbanki, var hlutafélag í hvorki meira né minna en 252 ár (1694- 1946). Á því tímaskeiði varð Bretland stórveldi og breska pundið sterkasti gjaldmiðill heims. Stjóm Verka- mannaflokksins þjóðnýtti bankann eftir síðari heimsstyrjöld. Hefir ýmis- legt snúist á verri veg fyrir Bretum. Bandaríski dollarinn náði forustu, síðar þýska markið og japanska jenið. Seinustu 2-3 ár hefir hreint vaxtaok- ur viðgengist í Bretlandi. Það átti öllu öðru fremur sök á falli hins mikla leiðtoga þeirra, Thatcher, enda snerta vextir hverja fiölskyldu í landinu öllu. Seðlabanka lslands hefir verið meira hagsmunasvæði stjómmálamanna en aðrir bankar. Þrír flokkar eiga fúll- trúa í bankastjóm. Einn hefir setið í 30 ár, annar í mörg kjörtímabil, hinn þriðji er nýráðinn til 7 ára. Slík stofn- un vill staðna og verða mosavaxin. Með nýjum lögum má marka skýrt verksvið og valdsvið Seðlabankans og tryggja samvinnu hans við stjóm rík- isfjármála. Ef við tækjum slíkt skref, þyrftum við ekki að „opna fjármagns- markaðinn" og lúta leiðsögn Brussels um verð gjaldmiðilsins. Það er neyð- arúrræði, uppgjöf og flótti frá vand- anum. Bankastarfsmaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.