Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. apríl 1991 Tfminn 13 1TVÖFALDUR1. vinningur ISLAND I EVROPU - UTAN EB Sjálfstæð þjóð á íslandi - „okkar l'slandi"! Stéfna Alþýðubandalagsins hefur verið afdráttarlaus frá upphafi. JAFNVÆGII BYGGÐ LANDSINS Samqöngubætur og samvinna sveitarfélaga. Vald og frumkvæði í hendur heimamanna. Verkefni og stofnanir út á landsbyggðina. OKKARISLAND - okkar hjartans mál! STÓRÁTAKí UMHVERFISMÁLUM Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar. Umhverfismat við allar framkvæmdir. Alþjóðlegur umhverfissáttmáli. ÁFRAMHALDANDI ÁRANGUR í MENNINGARMÁLUM Menningarsjóður til stórverkefna. Tvöföldun framlaga til vísinda. NÝ ÖRYGGIS- OG FRIÐARSTEFNA Afvopnun um allan heim. Öflug þátttaka í alþjóðlegu samráði og friðarstarfi. NÝ HUGSUNí SJÁVARÚTVEGSMÁLUM Burt með kvótakerfið. Allur fiskur á innlendan markað. Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk. SAMFELLDUR SKÓLADAGUR - DAGVISTUN FYRIR ÖLL BÖRN Einsetinn skóli, samfelldur skóladagur. Lengri skóladagur, skólamáltíðir. Jafn aðgangur allra barna að leikskólum. VÍÐTÆKT JAFNRÉTTI Jafnrétti kynja og þjóðfélagshópa til menntunar, starfa, launa og lífskjara. Atak í atvinnumálum fatlaðra. Jafn réttur allra á atvinnutækifærum. Jafnrétti í húsnæðismálum, félagsþjónustu og skólamálum. Réttaröryggi barna, úrbætur fyrir fötluð börn, umboðsmaður barna. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorirl LIFSKJARAJOFNUN - AUKINN KAUPMÁTTUR Stöðugleikinn er staðreynd. Næsta verkefni er að jafna lífskjör og skila árangrinum til launafólks. Það gerum við m.a. með hækkun skattleysismarka, óbreyttri heildarskattbyrði, hækkun barnabóta, húsaleigubótum, hátekjuskatti og skattlagningu fjármagnstekna. Matthías Johannessen |l eftir Matthías Johannessen Út er komin hjá Almenna bókafé- laginu bókin Sálmar á atómöld eftir Matthías Johannessen. Þetta eru 66 trúarleg ljóð og birtust 49 þeirra í samnefndum ljóðaflokki í bókinni Fagur er dalur 1966. Dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum í Kjós ritar inngang að þessum ljóðum þar sem hann lýsir þeim trúarviðhorf- um og trúartilfinningum sem í þeim speglast. Sálmar Matthíasar eru vissulega ólíkir þeim sem við höfum vanist og sungnir eru í kirkjum og gerir dr. Gunnar rækilega grein fyr- ir því. Hér eru engar trúfræðilegar kenningar og ekki heldur bænir, en hvað eina, bæði stórt og smátt, verð- ur skáldinu tilefni til lofgjörðar, eins og dr. Gunnar kemst að orði. „í Sálmum á atómöld er það skáld- ið sem talar við Guð. Meðal annars um lífsháskann sem ávallt er í nánd, í hverju atviki, í hverri minningu, í hverjum hlut, í hverju andliti. Lífs- háskinn felst í spurningunni um það hvort Guð sé nálægur í þessum heimi eða ekki. Er heimurinn yfir- gefinn, er maðurinn einn? Eða er allt þrungið návist Guðs?“ Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins: Duldir heimar í Nazcaeyðimörkinni í Perú er risa- mynd dregin í jarðveginn og er hún aðeins sýnileg úr lofti og gerð mörg- um öldum áður en maðurinn lærði að fljúga. Þetta fyrirbrigði og fleiri, sem eru handan skilnings tæknivæddra og rökhugsandi nútímamanna, er við- fangsefni bókarinnar Duldir heimar sem Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér. Kaflaheiti Dulinna heima gefa nokkra hugmynd um innihald bók- arinnar. Kaflarnir nefnast Atlantis: Leitin eilífa, en þar eru raktar sagnir um hið týnda eyríki sem sagt er að hafi sokkið í kaldar og myrkar öldur Atlantshafsins. Einnig er í þeim kafla myndafrásögn sem heitir Heimur hulinna dóma þar sem rætt er um Bermúdaþríhyrninginn og þau undur sem þar hafa gerst. Annar kafli bókarinnar heitir Leyndardóm- ar pýramíðans mikla og segir frá rannsóknum á þessum ótrúlegu mannvirkjum. Þeim kafla lýkur á myndfrásögn um margskonar forn og stórfengleg steinmannvirki. Hvað tákna jötunsteinar? er nafn þriðja kaflans og er þar viðfangsefnið með- al annars Stonehenge jötunsteina- hringurinn. í kaflanum Myndgátur á jörðu er fjallað um fyrirbrigði eins og risamyndina í Nazcaeyðimörk- inni og fleiri svipuð. Lokakaflinn: í holum heimi fjallar um hugmynd mannsins um neðanjarðarheim, sem er ævagömul og einnig ný. Ad- olf Hitler aðhylltist til dæmis þessa hugmynd og lét ríkið leggja fram fé til að færa sönnur á hana. Duldir heimar er skrifuð af höfund- um hins virta bandaríska útgáfufyr- irtækis Time-Life. Hún er 160 bls. að stærð, í stóru broti og mjög vegleg- ur prentgripur, skreytt fjölda glæsi- legra litmynda, teikninga og skýr- ingamynda. Setningu á íslensku og umbrot annaðist Ritsmiðjan sf. Honum fannst í lagi að keyra heim... Eftir einn-ei aki neinn! yUMFERÐAR RÁÐ BOKMENNTIR Sálmar á atómöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.