Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 4
4Tíminn Föstudagur 19. apríl 1991 UTLONDi Viöraeöum Gorbatsjovs og Kaifu lokiö: RAUNVERULEGUR ÁRANGUR ENGINN Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, Iuku seint í gær að jap- önskum tíma maraþonviðræðum um yfirráð fjögurra Kúrileyja, án árangurs að heitið getur. {sameiginlegri fréttatilkynningu frá þeim segir að Sovétríkin ætli að minnka þann herafla, sem þeir hafa á eyjunum, á næstu fimm ár- um, en Japanar höfðu krafist að allt herliðið færi frá eyjunum. Japanskir hernaðarsérfræðingar teíja að Sovétmenn hafi 15 þús- und hermenn og 40 MIG-23 orr- ustuþotur á eyjunum. í tilkynn- ingunni segir einnig að þjóðirnar tvær ætli að vinna að því að gera friðarsamning sín á milli, sem formlega bindi enda á seinni heimsstyrjöldina, en Japanar setja yfirráð yfir Kúrileyjunum fjórum sem skilyrði fyrir undirritun slíks samnings. Japanar setja yfirráð eyjanna einnig sem skilyrði fyrir víðtækri efnahagsaðstoð við Sov- étríkin. Sovétmenn hertóku eyjarnar af Japönum í seinni heimsstyrjöld- inni og þær eru mjög táknrænar, þar sem þær minna á hverjir sigr- uðu og hverjir töpuðu. Gorbatsjov sagði eftir viðræð- urnar í gær að hann vonaðist eftir Bandarískir hermenn, mest yerk- fræðingar, fóru inn í Norður- írak í gær til að leita að heppilegum stöðum fyrir griðasvæðin sem ákveðin hafa verið handa kúnh'sk- um flóttamönnum. Að mörgu þarf að gæta, Ld. að nóg vatn sé á staðnum og að griðasvæðin hafí ekki slæm áhrif á umhverfíð, en búist er við að allt að 100 þúsund manns geti leitað hælis á hveiju griðasvæði, en þau munu verða sex eða sjö. Líklegasti staðurinn fyrir griðasvæðin mun vera frjósamur dalur sem teygir sig í vestur og austur frá íraska landa- mærabænum Zakho sem er um 16 km frá tyrkneska landamærabænum Sil- opi. Komið hefur til tals að gera flug- braut í Silopi sem yrði aðalbækistöð bandarískra, breskra og franskra her- manna. Þeir hermenn, sem munu fara inn í írak, munu í mesta lagi verða 13.000, en skyndiárásarsveitir, sem ætlað er að ráðast inn í írak ef íraski stjómarherinn gerir árásir á griða- svæðin, verður þá líklega í Silopi. Þá munu herflugvélar og herþyrlur vera í reglubundnu eftirliti yfir svæðunum. írösk stjómvöld og Sameinuðu þjóð- imar gerðu með sér samning í gær um að Sameinuðu þjóðimar settu upp að hægt væri að halda Kyrrahafs- ráðstefnu ekki seinna en árið 1993 með fulltrúum Indlands, Kína, Japans, Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna þar sem rædd yrðu efna- hags- og öryggismál svæðisins. Japanar hafa tekið hugmyndum um slfka ráðstefnu kuldalega. Kaifu segir að Japanar séu tilbún- ir til að ræða efnahagsmál ein- göngu, en ekki hernaöar- eða ör- yggismál, því Japan ætli sér ekki að verða hernaðarveldi á ný. Utanríkisráðherrar landanna undirrituðu í gær samning milli ríkjanna sem kveður á um sam- vinnu milli þeirra á fjölmörgum sviðum, allt frá umhverfismálum og menningu til tækni og efna- hagsmála. Japanar ætla að setja upp fræðistofnun í Moskvu og Sovétmenn hafa ákveðið að taka saman lista yfir þá 60 þúsund jap- önsku stríðsfanga sem létust í Sovétríkjunum frá lokum seinni heimsstyrjaldar til ársins 1956, en þá var öllum japönskum stríðs- föngum í Sovétríkjunum sleppt. griðasvæði í írak fyrir þá íraka sem flú- ið hefðu til írans og Tyrklands. írösk stjómvöld hafa harðlega fordæmt Bandaríkjamenn, Breta og Frakka fyrir að ætla sér að setja upp á eigin spýtur griðasvæði í írak og þannig blanda sér í innanríkismál íraka á ólöglegan hátt. Hins vegar sagði utanríkisráðherra ír- aka í gær að hann vonaðist til að mark- mið Bandaríkjamanna, Breta og Frakka væri eingöngu mannúðlegs eðlis og að góð samvinna tækist á milli þeirra og Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að þeir muni eins fljótt og auðið er koma griðasvæðunum sínum undir stjóm Sameinuðu þjóðanna. Tálað hefur ver- ið um að af því geti orðið eftir u.þ.b. tvo mánuði. Rafsanjani, forseti írans, sagði í gær að íranir mundu ekki senda írösku flótta- mennina, sem komið heföu til írans, aftur til íraks fyrr en öryggi þeirra væri tryggL Talið er að allt að milljón íraskir Kúrdar og sjítar hafi flúið til írans. ír- anir hafa ekki enn brugðist við þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna, Breta og Frakka að setja upp griðasvæði fyrir Kúrda við tyrknesku landamærin. Þeg- ar hugmynd Breta um slík griðasvæði kom fyrst upp á pallborðið sögðu þeir að samskonar svæði ætti að mynda í Suður-írak fyrir sjíta. Reuter-SÞJ Einnig ætla Sovétmenn að finna allar grafir stríðsfanganna. Búist er við að Gorbatsjov fari frá Fyrir sovéska fulltrúaþinginu ligg- ur lagafrumvarp til afgreiðslu, sem veitir öllum Sovétmönnum sjálf- krafa rétt til að yfirgefa Sovétríkin og gefur þannig öllum sem vilja möguleika á aö flytjast búferlum til annarra landa. Hingað til hefur sá háttur verið hafður á að Sovétmenn fá við sextán ára aldur vegabréf sem gildir innan Sovétríkjanna, en erf- iðleikum hefur verið bundið að fá „venjulegt" vegabréf. Þingið mun koma saman í næsta mánuði til að ræða frumvarpið, en menn telja að það verði ekki gert strax að lögum, þar sem búist er við að allt að sex milljónir manna mundu strax nýta sér tækifærið og flytja. Það mundi valda gífurlegu öngþveiti. Afar slæmt efnahagsástand og pól- itísk ólga eru helstu ástæðurnar fyr- ir flóttavilja fólksins. Meðalmánað- arlaun í Sovétríkjunum eru 270 rúblur (459 dollarar samkvæmt Japan í dag til Suður-Kóreu þar sem hann mun ræða við forseta landsins, Roh Tae-woo. gengisskráningu stjórnvalda, sem er ekki rétt, og um 12 dollarar á svarta markaðinum). Stjórnvöld í Vestur- Evrópu óttast straum sovéskra inn- flytjenda, en taliö er að þeir muni helst leita til Þýskalands. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hins vegar lagt mikið upp úr grundvallarmann- réttindum ferðafrelsis og hafa ýjað að því að ferðafrelsi sovéskra borg- ara sé grundvöllur fyrir víðtækri efnahagsaðstoð af hálfu Bandaríkj- anna við Sovétríkin. Árið 1990 fluttu 452 þúsund manns frá Sovétríkjunum, samkvæmt töl- um frá sovéska innanríkisráðuneyt- inu. Flestir fóru til ísraels, eða tæp 60%, en 31,3% fóru til Þýskalands. Árið 1989 fóru hins vegar ekki nema 235 þúsund manns. Flóttafólkinu fer fjölgandi samhliða versnandi efnahags- og stjórnmálaástandi. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit DIYARBAKIR, TyiWandi - YRr- maður herafla bandamanna, sem vinnur að því að setja upp giiöasvæði í frak fyrir kúrdíska Róttamenn sem eru viö landa- mæri Tyrldands, mun hitta hers- höfðingja íraska stjómarhersins í dag í íraska landamærabænum Zákho. BAGDAD - frösk stjómvöld gerðu í gær samning við Sam- einuðu þjóöimar um samvinnu í hjálparstarfi I Irak, þó aðallega í Norður-frak. frakar hafa fondæmt áætlanir Bandarfkjamanna, Breta og Frakka um að seQa upp griðasvæði (Norður- frak. Diptö- matar (Ankara (Tyrklandi sögðu í gær að bandarískir hennenn væru að leita að heppilegum stöðum f Norður-frak fýrir griða- svæðin, en þau elga að geta veiti allt að 700 þúsund fióttamönnum mat, skól, læknisaöstoð og vemd fyrir iraska stjómarhem- um. DAMASKUS - Taismenn kúrd- ískra uppreisnarmanna i Norður- frak sögðu um miðjan dag f gær að ekki hefði komið til átaka milli stjómarhersins og uppreisnar- manna í einn og hálfan sólar- hring. NIKÓSÍA - Rafsanjani, forseti ír- ans, sagði í gær að íranir mundu ekki sertda irösku flóttamennina aftur tii fraks fyrr en öryggi þeirra væri að fúllu tryggt Allt að ein milljón íraka hafa flúið undan her Saddams Hussein til (rans. BAGDAD - frösk stjómvöld buðu í gær í annað sinn öllum Kúrd- um, sem tóku þátt i uppreisninni gegn þeim, sakaruppgjöf. Sakar- uppgjöfin nær eingöngu til upp- reisnarinnar, en ekki ýmissa glæpa sem framdir vom f upp- lausnarástandinu, s.s. moiða, nauðgana og þjófriaðar. SAUBIYA, Kúvæt - Einhver fjöldi bandarískra landgönguliða mun verða eftir í Kúvæt og Saudi-Ar- abíu til frambúöar, en Banda- rfkjamenn munu ekki setja upp herstöövar i þessum iöndum, að sögn undirhershöföingja f her Saudi-Arabíu. LONDON - Bresk stjómvöld sögðu í gær að þau æfluðu að leita eftir hjálp iraskra stjómvalda við að fielsa vestræna gísla í Líb- anon i staðinn fyrir aðstoð við írösku flóttamennina i íran. JERÚSALEM - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra fsraels, sagði í gær að fsraelsmenn ætluðu að hugleiöa hvort Evrópubandalag- ið gæti tekið þátt í friðarráðstefnu sem yrði haldin tif að leysa Pal- estfnumálið. Hann sagði þó að EB gæti ekki fengið ákvöröunar- vaid ef þeir fengju að vera meö á slikri ráðstefnu. TOKYO - Maraþonviðræður milli Gorbatsjovs Sovétforseta og Kaiiú, forsætisráðherra Japans, tóku enda í gær. Engin lausn fékkst á deilunni um yfirráð fjög- urra Kúriieyja sem Sovétmenn hertóku af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni, en deilan kem- ur í veg fyrir undirritun friðar- samnings milli ríkjanna og víð- tæka efnahagsaðstoð Japana við Sovétmenn. LONDON - Hlutfall atvinnulausra i Bretlandi var i mars 7,4%, miö- að við 7,0% i febrúar. Þetta er mesta aukning m8li mánaða frá þvi byrjað var að fyigjast ná- kvæmlega með fjölda atvinnu- lausra árið 1971. Þetta er mikið áfall fyrir stjóm ihaldsmanna. Reuter-SÞJ Irakar semja við S.Þ.: Griöasvæöi handa Kúrdum undirbúin Gorbatsjov Sovétforseta tókst ekki að fá efnahagsaðstoð hjá Japönum. Staða hans er mjög erfið og spuming hvort hann sé ekki að falla á tíma. Sovétríkin: Straumur flóttamanna yfirvofandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.