Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 19. apríl 1991 VETTVANGUR 8888 g§ |ggjg|j s™jggjS&ffigíg ' " s Bjarni Hannesson: „Málefnaleg henging Það sem af er, hefur kosningabar- áttan valdið vonbrigðum, enda kannski ekki nema von, kosninga- stjórar Sjálfstæðisflokksins eru orðaðir við að hafa keypt frá USA löngu úrelt kosningabaráttuskipu- lag frá Nixonsárunum, sem byggist aðallega á að ata andstæðingana auri en leggja lítið eða ekkert fram sjálfir, má þar benda á kosninga- stefnuskrá sem helst mætti líkja við eftirgreint, á hæfilega kurteislegu líkindamáli, að kosningaplaggið sé eins og „fjöldi brimrotaðra mar- hnúta sem rotast hafa á ströndum staðreyndanna, ásamt fáeinum hugsjónalegum marglyttum og hvort tveggja vindþomað í næðingi sögulegrar þróunar og reynslu, og jafnvel glorstoltin fjörutófa gæti vart nýtt sér til nytja“. Lítið betra tekur við með aðal- ræðu flokksformannsins, ætla mætti, með hæfílegri illgimi að vísu, að hún hafi einnig verið sam- in af kosningastjómnum með ráð- gjöf frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Hannesi Hólmsteini, kurteisin frá Gylfa og skýjaglópshátturinn frá H.H. og „Jörundarbrandaramir" frá honum sjálfum. Þessar samlíkingar finnast mér við hæfi eftir að hafa hlustað 3 sinnum á ræðu Davíðs Oddssonar (hér eftir nefndur D.O. og greinarritari B.H. og Jörundar-brandarar = J-brand- arar) og smitast af hinum „pólitíska siðgæðisstaðli" sem hann virðist nota á stuðningsmenn núverandi stjórnar, þar margendurtekur hann slagorðið „stjórn hinna glötuðu tækifæra" (líklega þýðingarvilla úr USA prógramminu) þrátt fyrir það að augljóst sé og auðsannanlegt að stjómarferill ríkjandi stjómar er betri en stjómarferill nokkurrar ríkisstjómar x D manna frá upp- hafi þess flokks. En þegar spurt er um líklega stjórnarhætti D.O., ef af yrði, þá virðist hann engin ráð hafa og sára- litla þekkingu á landsmálum og forðast sem mest að fjalla um þau, en framleiðir misviturlega ,J- brandara" teksem dæmi það sem er föst rútina í upphafi funda þar til B.H. „hengdi" hann með fjölliða fyrirspurnum um fáein mikilvæg stórmál, kemur hér brandarinn orðréttur: „Ég hef reyndar sagt áður að ég hef gaman afþeirri sögu um Win- ston Churchill, er það var sagt við hann, er ekki svo að það kitlar þig svolítið, að þegarþú kemur á fund- inn, þá er allaf troðfullur salur, og hann sagði, jú, það kitlaði mig svo- lítið í byrjun, þangað til ég áttaði mig á því, að ef ætti að hengja mig eftir þessa ræðu, þá kæmu helm- ingi fleiri." Þessi brandari féll út á 4. fundi, hann mun hafa vitað að þegar var búið að hengja hann málefrialega. Miðað við hinn bráðsmitandi „pól- itíska siðgæðisstaðal" D.O. þá get ég ekki annað en kallað hina að lík- um sjö sinnum notuðu aðalræðu D. 0. annað en „pólitískt fjörutófufóð- ur“ en hins vegar eru svör við fyrir- spurnum sem grípa á hans hjartans mál eins og Reykjavíkurborg, þá tekst honum snilldarvel upp. Fannst gullnáma? Orðrétt tilvitnun: „Það er líka nefnt að Reykjavík vaði í pening- um og að bersýnilega sé ekki um jafnauðugan garð að gresja hjá ríkisvaldinu. Og það er líka minnst á það að við sjálfstæðismenn í Reykjavík höfum líka byggt marg- vísleg marinvirki, sumir kalla monthús, gæluverkefni, menn neíha ráðhús, menn nefna Kringl- una, Perluna, sumir kalla hana Skopparakringlu, menn geta nefnt Borgarleikhús, menn geta nefht 6 milljarða Nesjavallavirkjun, menn geta nefnt húsdýragarð, skauta- svell, gervigrasvöll og hvað eina sem menn gætu nefnt, en hvenær fóru sjálfstæðismenn út í það að byggja slíka hluti, byrjuðum við á því þegar við tókum við 1982? Nei þaðgerðum við ekki, við byrj- uðum á því að stoppa af skatta- hœkkunarskriðu vinstrimanna, síðan fórum við að greiða niður skuldir, bæði borgarsjóðs og allra fyrirtækja borgarinnar sem voru mjög skuldsett og eru skuldlaus núna, við seldum Bæjarútgerðina og hættum að borga hundruð milljóna króna með henni, fengum í staðinn peninga fyrír Bæjarút- gerðina, ef við tökum á 7 árum sem við fengum fyrir Bæjarútgerð- ina og það sem við hefðum greitt með henni, miðað við 30 ár þar á undan, þá er þar kominn kostnað- urinn við ráðhús (Hér kemur inn stuttur J-brandari, en svo er haldið áfram) og við hættum ekki við að byggja aðra hluti sem voru mikil- vægir líka, við höfum á sama tíma byggt 20 bamaheimili, við höfum byggt skóla út um alla borg, byggt við skóla, og byggt 7 nýja skóla, byggt fjöldann allan af heimilum fyrir aldraða með þjónustumið- stöðvum, nokkrar heilsugæslu- stöðvar og svo mætti áfram telja, þannig við löguðum til fyrst, rétt eins og við gerum heima hjá okkur, við löguðum til fjárhagslegan grundvöll sem heimilin, í þessu til- viki Reykjavíkurborg, byggðiá, áð- ur en við fórum að gera? (Hættir í miðri setningu, hefur líklega skynjað að þetta var orðin nokkuð stór skammtur af lofi um vel- gengni Reykjavíkurborgar og séð að það var farín að þyngast brúnin á fundargestum, það var fólk utan höfuðborgarsvæðisins sem er svipt arðinum af vinnu sinni af þessum marglofuðu höfuðborgarbúum, grípur D.O. þá til þess að segja all- langan J-brandara þá kom eftir- greint frammíkall frá greinarrit- ara.) B.H. Dettur þér í hug að allra pen- inganna sem í þetta fóru sé aflað á Reykjavíkursvæðinu, hvaðan held- urðu að aurarnir komi? D.O. Hvað sagðirðu? B.H. Dettur þér í hug að þess fjár- magns, sem þessar framkvæmdir kostuðu, sé aflað innan Reykjavík- ursvæðisins? D.O.Eina sem ég veit að þegar ég tók við fyrir 9 árum, þá voru þessir peningar ekki til, það þurfti að hækka skatta ár frá ári, ár eftir ár, samt var skuldastaðan mikil, ég tel að Reykjavík hafi verið staðsett á sama punkti á íslandi, undir stjórn vinstri manna og undir minni stjórn. / „Hengingin!“ B.H. gerði fjölliða fyrirspurn til D.O., sem ef svarað yrði, skýrði allt l að 3/4 af því hvers vegna þessi „gull- náma“ varð allt í einu til á Reykja- víkursvæðinu, ásamt fjöldamörgu um efnahagsmál og álmál. D.O. reyndi allt hvað hann gat til að sleppa við að svara, en allmikið orðaskak varð út af fyrirspurnun- um m.a; þetta. B.H.Ég skal sleppa þér við að svara meginatriðunum í þessu þangað til á næsta fundi, en svar- aðu spumingunum um Seðlabank- ann. D.O. Hvað segirðu ? B.H.Svaraðu þá spumingunum um Seðlabankann, ég skal sleppa þér við hinar, þú ættir að vera mað- ur til þess að svara þeim héma. D.O. Það ætti að vera líklegt. Les upp fyrirspumina. Hvaða álit hefur Davíð Oddsson á hagfræðilegri þekkingu sem fram kemur í opinberum gögnum Seðla- banka íslands. Bætir viö: Hvað frá upphafi? B.H. Ég vildi gjaman vita. Spum- ingin er ef þú vilt fá viðauka eða skýringu á þessari spumingu þá er hún þessi. Þú keppir til þess markmiðs að verða með æðstu valdamönnum þjóðarinnar og því ætturðu að vera búinn að kynna þér ýms gögn er varða hag þjóðarinnar og þar með það, að það þarf oft að athuga gögn með því viðhorfi, hvert er baksvið gagnanna og hversu vel þau em unnin og skýrð af þeim sem lögðu þau fram og þetta er spuming hvort þú ert farinn að kynna þér þetta eða átt það eftir. Engin svör. Engin svör fengust á 3ja fundi hjá D.O. og taldi B.H. þýðingarlaust að ganga frekar á hann og tel að feng- inni reynslu D.O. algerlega ófróðan um landsmál, gengismál og raunar flest það sem nauðsynlegt er stjórn- málamaður á landsvísu þarf að vita, og niðurstaða er sú að D.O. eigi hvergi að koma nálægt landsstjórn a.m.k. næstu 4 ár, en ef hann vill þiggja fræðslu um landsmál, bæði til lands og sjávar, og hagmál, ut- anríkisverslun og alþóðlega fjár- málaþróun o.fl., þá ætlar B.H. að bjóða honum það og verður fróð- legt að vita hvort hann vill það þiggja, það mun örugglega verða haldbetri þekking en það sem kosningastjórar hans hafa látið hann hafa í „nesti“ í landsreisuna. Játningar Morgunblaðsins! Það er nýlunda að Morgunblaðið sé farið að stunda , játningar" í stfi við margfræg réttarhöld sem Sta- lín lét halda á sínum tíma, en svo nöturleg er málefnafátækt Sjálf- stæðisflokksins í núverandi kosn- ingabáráttu að einstætt mun vera, enda óvanalegt að ríkjandi stjóm hafi tekist það vel til við lands- stjómina að augljóst og auðsann- anlegt er aö best muni vera á öllum lýðveldistímanum frá 1944. Orðréttar tilvitnanir Mbl. 7. apríl. R-bréf. 1991. ,pað er óviðunandi með öllu að frambjóðendur skjóti sér undan þeirri skyldu að reifa stærstu mál þjóðarinnar fyrir kosningar, afótta við kjósendur." Mbl. 14. apríl. R-bréf. 1991. „í kjölfar mikils kosningaósigurs Sjálfstæðisflokksins í þingkosning- unum 1978 fylgdi umtalsverð sjálfsgagnrýni innan flokksins. „íþeim umræðum, sem þá fóru fram og m.a. var haldið uppi af mörgum þeirra manna, sem nú eru í forystusveit flokksins, en þá töldust til hinna yngri manna, var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að ganga til kosninga með ítarlega stefnuskrá og gera kjós- endum grein fyrir því fyrir kosn- ingar. Þessi sjónarmið urðu ofan á í flokknum og þegar kom að kosningunum í desember 1979 var þeim fylgt eftir. Þá lagði Sjálfstœðisflokkurinn fram ein- hverja þá ítarlegustu stefnuskrá í efnahags- og atvinnumálum, sem nokkur stjómmálaflokkur hefur lagt fram og nefndist leift- ursókn gegn verðbólgu. Þessi stefnuskrá var lögð fram í anda þeirra umrœðna, sem fram höfðu farið innan flokksins og áður var vikið að. Haustið 1979 nam fylgi Sjálfstæð- isflokksins í skoðanakönnunum um 50% og sumir töldu jafnvel, að flokkurinn ætti möguleika á að ná meirihluta áAlþingi í kjölfar þeirr- ar óvinsœlu og misheppnuðu vinstri stjómar, sem setið hafði að völdum frá hausti 1978. Andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins tókst hins vegar að snúa leift- ursókninni gegn flokknum og nið- urstaða varð sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk rúmlega 35% at- kvæða. Eftir þá lífsreynslu þarf kanski engum að koma á óvart, þótt bæði Sjálfstœðisflokkurinn og aðrir flokkar fari sért hægt í að segja kjósendum fyrir kosningar hvað þeir hyggist fyrir eftir kosningar. “ (Til hamingju Morgunblaðsmenn, fullkominjátning, meðkveðju.Ath. B.H.) Fjórði fundur Greinarritari vildi vera fullviss á því fyrir hvað D.O. stæði í stjórn- málum á landsvísu og fór á fjórða fund D.O. í Vestmannaeyjum og lagði fyrir hann fyrirspurn orðrétt. „Fyrirspurn til Davíðs Oddssonar frá Bjarna Hannessyni með fyrir- framþökk fyrir svörin. Inngangur eða skýringar á spurn- ingu. Að gefnum þeim forsendum að „sanna" mætti að gengi íslensku krónunnar hafi verið 7% of hátt skráð að meðaltali síðustu 10 ár, þá er spurningin eftirgreind. Hvað hefur staður eins og Vest- mannaeyjar „tapað“ miklum verð- mætum á verðlagi 1/11991 síðustu 10 ár? Hverjar af neðangeindum upp- hæðum telur Davíð Oddsson að séu sennilegastar hvað rauntap varðar (Athugist, þetta eru heildarupp- hæðir yfir 10 ára tímabil.) 500 milljónir (síðan koma upp- hæðirnar í röð með 500 milljóna „þrepum" upp í 3.000 milljónir) enda á 3.500 milljónum króna. Að loknu svari á þessari spurningu gerir fyrirspyrjandi Bjarni Hannes- son eina mjög stutta fyrirspum sem má örugglega svara með já eða nei af hálfu Davíðs Oddssonar. Athugist 7 fylgiskjöl fylgja fyrir- spurninni 6 samhljóða og afhent voru á fundi Davíðs Oddssonar á Akranesi 5/4 1991. Svar D.O. við þessari fyrirspurn var það að hann vissi það ekki og gæti þess vegna ekki svarað. B.H. benti þá á fylgiskjal no. 7 sem er rit um hag- og byggðaþróun 1973 til 1990 þar sem upplýsingar vom „nægar" til þess að svara mætti. Að síðustu vísar B.H. til fyrra mats á hæfni D.O. í stjórnmálum á lands- vísu og gerði síðan eftirgreinda fyr- irspum, orðrétt. „Ef þú ættir fimm ára strák og sportbfi fyrir utan húsið, myndir þú láta hann fá bfilyklana og segja við hann að hann mætti hafa hann að láni næstu fjögur ár?“ Svar D.O. var nei, og að mati greinarritara á svar kjósenda að vera nei, og ákvörðun sú að afhenda ekki Davíð Oddssyni lyklana að landsstjórnar- völdum sökum nálega algerrar fá- fræði um landsmál. Þó að hann hafi dugað allvel sem borgarstjóri er sú kunnátta alger- lega ónógur gmndvöllur til afskipta af landstjórninni a.m.k. næstu fjög- urár. Hvað á að kjósa? Fyrir landsbyggðarmönnum þarf ekki að skýra hvert arðurinn fer af vinnu þeirra og nú ætla sjálfstæðis- menn og alþýðuflokksmenn að vinna að tilfærslu þingmanna frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis, sem em endalok, ef af yrði, allra vona á því að landsbyggðarmenn geti rétt hlut sinn hvað lífskjör varðar, það er að vísu unnið laumu- lega að þessu en það er á stefnu- skrá, þótt því sé ekki veifað í kosn- ingabaráttunni. Ef landsbyggðarmenn kjósa sér hlutverk „fjörutófunnar“ í h'fslq'ör- um fyrir sig sjálfa og sín afkvæmi í nútíð og framtíð, þá kjósa þeir x D eða x A. Það gildir í raun einnig fyrir landslýð allan, þessir flokkar em Lfidegastir til afsals á full- veldi íslands gagnvart EB og/eða hugsanlegs markaðssvæðis Amer- íkurflqa, með þeim afleiðingum að íslendingar þurfi að lifa á snöpum í jaðri þeirra hagsvæða. Varist því að kjósa x D eða x A. Steff nuleysið er stef na fyrir. Þess vegna er þaö út af fyrir slg skynsamlegt hjá sjálfstæðismönn- um aö lýsa ekki yfir noinni sérs- takri stefnu í þessarí undírstööuat* vinnugrein. Þaö heldur öiium dyr- um opnum og hver frambjóöandi getur verlö meö sina eigin stefnu. Daviö sagöi reyndar í sjónvarps- þættinum aó innan Sjálfstæöis- flokksins væm svo margir hags- munaaöilar úr sjávarútvegínum að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.