Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Fimmtudagur 19. apríl 1991 SJÁVARÚTVEGUR________ Spænski fiskveiðiflotinn er of stór eftir dr. Wolfgang von Geldem, þingskipaöan aðstoðarmann landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Þýskalands Nokkrum ummælum greinarínnar „Aflatakmarkanir ógna flski- mönnum í Vigo“ (er birtist í F.A.Z. 7. janúar sl.) verður ekki látið ómótmælt. Það er staðreynd að síðan komið var á 200 sjómflna flskveiðilandhelgi þjóða, frá miðjum sjöunda áratugnum til loka hans, hafa mörg Evrópuríki misst hefðbundin fiskimið sín í veru- legum mæli. Þetta hefur leitt til mikilla efnahagsörðugleika í strandhéruðum þessara landa. Spánverjar eru ekki einir um að hafa orðið fyrir þessu, þetta hefur einnig bitnað á öðrum miklum físk- veiðiþjóðum, svo sem Portúgal og Stóra-Bretlandi. Úthafsveiðar Þjóð- verja og öll Norðursjávarstrandhér- uðin hafa einnig orðið illa fyrir barðinu á þessu. Með sársaukafullri aðlögun var dregið úr sóknargetu fiskveiðiflotans í Sambandslýðveld- inu Þýskalandi með aðstoð frá því opinbera að því marki að samsvaraði minnkuðum aflamöguleikum. Þessi mjög svo nauðsynlega aðlög- un sóknargetu fiskveiðiflotans hefur aftur á móti ekki enn átt sér stað á Spáni. Þess vegna er spænski fisk- veiðiflotinn nú sem fyrr of stór og fiskistofnar illilega ofveiddir. Fiski- mennirnir eru þannig sjálfir að svipta sig því sem stendur undir lífs- björginni. Þetta á einnig í verulegum mæli við um fiskveiðar Spánverja ýti fýrir ströndum Namibíu. Þar hafa lýs- ingsstofnarnir á síðustu árunum fyrir sjálfstæði Namibíu verið svo of- nýttir að þeir þarfnast nú aðkallandi verndar. Það að staðreyndin um of- veiði hafi verið borin til baka af hálfu Spánverja í FAZ.-greininni er ein- ungis hægt að skýra með því að menn viti ekki um hvað málið snýst. Hún byggir á nýjustu fréttum um afla spænskra skipa sem stundað hafa ólöglegar veiðar í fiskveiðilög- sögu Namibíu. Oskiljanleg er sú aðdróttun Spán- verja að Evrópubandalagið vilji að fiskveiðum verði hætt, þar sem það framlengi ekki neina fiskveiðisamn- inga við önnur ríki né geri nýja samninga. Hið sanna í málinu er þveröfugt! EB er alltaf að gera fisk- veiðisamninga við Afríkuríki sem nýtast engum meira en spænska fiskveiðiflotanum. Til þessa hafa ver- ið gerðir 15 slíkir samningar sem greiddar eru fyrir úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins um 300 millj- FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Lausar eru til umsóknar kennarastöður í hjúkrun- arfræði og skyldum greinum á sjúkraliðabraut, íslensku, ensku, frönsku (1/2 staða) og sér- kennslu þroskaheftra. Staða bókasafnsfræðings á skólabókasafni er ennfremur laus til umsóknar. Með tilvísun til laga númer 48, 1986, er einnig auglýst til umsóknar kennsla í ensku, félags- fræði, sálfræði, stærðfræði og þýsku. Umsóknir berist til skrifstofu skólans fyrir 15. maí 1991. Upplýsingar veita skólameistari í síma 96- 42095 og yfirkennari í síma 96-41720. Skólameistari. A KJORFUNDUR W í KÓPAVOGI Kjörfundur í Kópavogi vegna alþingiskosning- anna 20. apríl hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Kjörstaðir eru tveir: í Kársnesskóla fyrir kjósend- ur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir vestan Hafnarfjarðarvegar og í Kópavogsskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir austan Hafnarfjarðarvegar. Kjósendur eru beðnir að framvísa persónuskil- ríkjum á kjörstað ef kjörstjórn óskar. Aðsetur kjörstjórnar verður í Kópavogsskóla. Kjörstjómin í Kópavogi, Jón Atli Kristjánsson Sólveig Helga Jónsdóttir Siguijón Davíösson ónir marka á ári! Einnig er sú staðhæfing alröng að eftir að Spánn gekk í Evrópubanda- lagið, geti erlendir samkeppnisaðil- ar frá Rómönsku Ameríku, Afríku og Austur-Evrópu selt afla sinn þar í landi án þess að tollar séu lagðir á hann. Þvert á móti er það rétt að — eins og stjórn Sambandslýðveldisins — spænska stjórnin sækir árlega til framkvæmdanefndar EB, um (sjálf- stæðar) tollaívilnanir til þess að tryggja markaðsaðföng. En spænsk- ir fiskimenn stunda rányrkju á fiski- stofnum án þess að taka nægilegt tillit til skammtíma markaðsmögu- leika. Þannig voru til dæmis smokk- fiskstofnar við Falklandseyjar grimmilega ofveiddir þótt tregða væri á sölu. Afleiðingarnar voru miklar birgðir af frystum smokkfiski á Spáni og var meira að segja sótt til Brússel um fjárhagsaðstoð vegna birgðasöfnunar og aðstoðin veitt. Skynsamlegri veiðar til lengri tíma litið hefðu getið viðhaldið endurnýj- unarmöguleikum stofnsins með minni sókn í hann og jafnframt komið í veg fyrir röskuh á markaðn- um. Nokkur orð að lokum um hugs- anlega afskráningu/fánaskipti spænskra skipa. Slík ráðstöfun yrði Spánverjum ekki í hag í fiskveiðilög- sögu Evrópubandalagsins, því af- skráð skip myndu ekki mega veiða þar lengur. Afskráð skip, sem áður sigldu undir spænskum fána, hafa í skjóli kjarafána veitt á hafsvæði því er Norðvestur- Atlantshagsfiskveiði- samtökin (Nafo) hafa séð um að stjórna veiðum á, án þess að þurfa að hlíta reglum samtakanna (afla- kvótum, tæknilegum ráðstöfunum til verndar fiskveiðistofnum o.s.frv.), þar sem hið nýja heimaland þeirra er ekki aðili að Nafo eins og EB. Ég tel þetta háttalag afar varhugavert, því það leiðir til þess — sem þegar má sjá merki um — að einnig á þessum hafsvæðum er stunduð til- Iitslaus rányrkja á fiskistofnum og að þess verður ekki langt að bíða að þeim verði eytt. Þann tíma sem ég hef annast mál er varða fiskveiðistefnu Þjóðverja í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyti Sambandslýðveldisins, sé ég það og hef miklar áhyggjur af, hvernig fiskistofnar um allan heim eru ofnýttir með ábyrgðarlausu at- hæfi eða vanrækslu. Mér gremst þetta þeim mun meira vegna þess að í Þýskalandi gerum við allt sem við getum til þess að vernda fiskistofn- ana — einnig vegna umhverfis- verndarsjónarmiða (með því t.d. að við styðjum eindregið kvóta sem byggjast eingöngu á ráðleggingum sérfræðinga/vísindamanna, kvóta sem fiskimenn okkar hafa á síðustu árum þar að auki aðeins nýtt að 70%) en verðum þó að taka afleið- ingunum eins og aðrir, ef að því kemur að ekkert verður eftir til að veiða. Ég mun með öllum ráðum beita mér fyrir því að svo langt verði ekki gengið, heldur takist okkur innan ramma Evrópubandalagsins, með skilningi og stjórnmálaþrýst- ingi ef með þarf, að aðlaga fiskveið- arnar nýjum aðstæðum þannig að þær verði viðunandi frá sjónarhóli umhverfisverndara og jafnframt við- hlítandi efnahagslegur grundvöllur, til lengri tíma litið, fyrir það fólk sem þetta bitnar á. bíla ekki ganga að óþörfu! Útbástur bitnar verst á börnum... UMFERÐAR RÁO Kvöld-, nætur- og hdgidagavarsla apóteka f Reykjavik 19.-25. apríl er í Laugamesapóteki og Árbæjarapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Uppfýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slm- svari 681041. Hafnartjöröur Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðmm tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavíkur Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vcstmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Setfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á iaugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og timapant- anir i slma 21230. Borgarsprtaiinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sim- svara 18888. Ónæmisaðgerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafharfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sátfræöistööin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hrfngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartækningadelld Landspltalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnart>úöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðln: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælíð: Eftir umtall og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitaii: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspltali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknlshéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyrt- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sfmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Hejmsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarfiörður Lögreglan simi 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafiörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.