Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. apríl 1991 Tlminn 5 Sjómenn á Hjaltlandi senda alvarleg skilaboð til íslendinga byggð á biturri reynslu af sjávarútvegsstefnu EB: Upphafið að endalokunum komist EB í landhelgina „Þeir kunnu illa ástandinu eins og það var orðið. Það var jafn mik- ilvægt að falsa skýrslur, Ianda framhjá, henda góðum fiski fyrir borð og hvað annað til að geta komist af. Öllum þeirra málum var stjórn- að frá Brussel og þeir voru aldrei spurðir að neinu. Þeirra mesta áhyggjuefni var þó að Spánverjar voru að hefja veiðar á miðunum þeirra eftir áramótin. Þeir sögðu Spánverjana vera ekkert annað en sjóræningja af verstu gerð og að þeir hefðu ekki einu sinni fyrir því að falsa skýrslur; þeir gerðu þær ekki nema af illri nauðsyn og þekkt væri að eftirlitið á Spáni lygi með þeim eftir þörfum.“ Það er Ólafur Sigurðsson matvæla- fræðingur sem hér mælir fyrir munn hjaltlenskra sjómanna f grein í síð- asta tölublaði Sjómannablaðsins Vík- ings. Síðastliðin tvö ár hefur Ólafur starf- að að gæðastjóm við fiskvinnslu á Hjaltlandseyjum. Þar kynntist hann af eigin raun hvemig sjávarútvegs- stefna EB hefur farið með fiskimið og sjávarútveg heimamanna. Um leið og fiskimiðin em þurrkuð upp, mega heimamenn tileinka sér undarleg- ustu vinnubrögð, aðeins til að halda í við aðkomumennina. Þar, sem áður mátti fá mikinn afla, er ekkert að hafa. Þeir, sem einu sinni lönduðu góðum afla, koma nú með hálfúldna ugga. Helmingnum af aflanum er hent fyrir borð. Ólafur bætir við: „Þeir báðu mig um að skila því til ís- lands að ef Spánverjar eða aðrar Evr- ópuþjóðir kæmust inn í íslenska fisk- veiðilögsögu yrði það upphafið að endalokunum fyrir okkur. Eg vil taka undir orð hjaltlenskra sjómanna, því þeir tala af dapurri reynslu. Ofveiðin þama hefur verið samviskulaus. Danir voru nýlega sakaðir um að stunda nótaveiðar á þorskseiðum og lengi mætti telja ásakanir og gagn- ásakanir vinaþjóðanna í Evrópu- bandalaginu. Sjómenn þessara þjóða hugsa til ís- landsmiða sem gullkistu. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst að ef ekki á fyrir okkur að liggja að vera í aðgerð með uppþvottahanska og skátahnífa verðum við að halda þess háttar sjómennsku fyrir utan lög- sögu okkar. Þeir hafa af illri nauðsyn lært aðrar venjur við fiskveiðar en við þekkjum til. Ef þeir fá aðgang að miðunum hér við land, hvort sem um er að ræða takmarkaðan aðgang eða eitthvað annað, tel ég að kominn sé tími til að athuga hvort ekki sé rétt að stíma í land og gera hallarbylt- ingu.“ Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi í Reykjavík. Tveir framsóknanmenn úr Reykjavík áþing. Raunhæfur möguleiki: Ungt fólk til ábyrgðar Effir Slgnínu Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarfólk í Reykjavík á nú raunhæfa möguleika á að koma tveimur fulltrúum flokksins inn á þing. Árið 1949 vann sú merka kona Rannveig Þorsteinsdóttir fyrst þing- sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Þeim kosningasigri gleyma okkar eldri félagar seint. Við höfiim valið ungt og dugmikið fólk, Finn Ingólfsson og Ástu R. Jóhann- esdóttur, til að leiða listann í borg- inni. Ég hef starfað mikið með þeim og treysti þeim afar vel til þess að vinna að hagsmunamálum borgar- búa og landsmanna allra. Við höfum líka fundið það að unga fólkið treystir Framsóknarflokknum núna best og metur það að við treystum unga fólkinu til áhrifa. Eftir 40 ára bið er aftur í sjónmáli að fá dug- mikla framsóknarkonu á þing fyrir flokkinn í Reykjavík. Ég skora því á framsóknarfólk að þjappa sér saman um B-listann laugardaginn 20. aprfl og vinna ötullega að kjöri Finns og Ástu. Andlát Maðurinn, sem lést í umferðarslysi á Laugavegi sl. miðvikudag, hét Jón S. Halldórsson, 32 ára gamall, til heimilis að Austurströnd 10, Sel- tjamamesi. Jón var einn af þekktustu rallöku- mönnum landsins og átti að baki fjölmarga sigra. Hann lætur eftir sig unnustu, en saman áttu þau eitt barn. Hársnyrtistofur maka krókinn á þjóðarsáttartíma: Hækka um 3% umfram laun og 7% umfram vísitölu Margar hársnyrtistofur hafa s.I. níu mánuði hækkað verð á þjón- ustu sinni langt umfram almennar verðlags- og launahækkanir í landinu. Verðlagsstofnun kannaði í marsmánuði verðlag á 126 hár- snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu og hækkun þess frá því í júní í fyrra, þ.e. í nfu mánuði. I ljós kom að verð þessarar þjónustu hefur á einstökum stofum hækkað um allt að 28%. En meðalhækkun hjá þeim öllum er 10,6%, á sama tfma og laun hafa hækkað um 7,5% og vísitala framfærslukostnaðar aðeins um 3,9%. Sex þessara 126 hársnyrtistofa hafa ekki hækkað verðskrár sínar og aðrar 23 hækkað verð um 1-5% að meðaltali. Hátt í helmingur stofanna hefur aftur á móti hækk- að verðskrárnar yfir 11%. Þar af eru 33 stofur með 11-15% hækk- anir, 18 stofur með 16-20% hækk- anir og 6 stofur hafa hækkað verð- taxta sína um 21% og allt upp í 28% á þessu níu mánaða tímabili. Þessar hækkanir eru meðaltalstöl- ur yfir verðhækkanir tíu þjónustu- liða. Hækkun þeirra er hins vegar nokkuð mismunandi. Athygli vekur, að bæði klipping og hárþvottur hefur hækkað 2% meira fyrir hár kvenna en karla. Raunar hefur klipping kvenna að meðaltali hækkað mest af öllu, er rúmlega 12% dýrari en fyrir níu mánuðum og tæplega 1496 dýrari ef klippt er eftir „nýrri línu“, þ.e. heldur en eftir „nýrri línu“ í fyrra- sumar. Fyrir karlana hafa báðir þessir klippingaflokkar, sem og hárþvottur, hækkað 2% minna sem fyrr segir, og klipping barna minnst, eða 9,5%. Állt eru þetta meðaltalstölur. Gífurlegur verðmunur var hins vegar á milli hársnyrtistofa fyrir einstök verk. Þannig kostaði klipp- ing kvenna allt frá 800 kr. og upp í 2.760 kr. (245% munur) og „nýja línan“ frá 950 kr. upp í 3.090 kr. Fyrir karla kostaði sama þjónusta 800-1.980 kr. og 900-1.985 kr. Fyr- ir karlana er verðmunurinn því um helmingi minni. Á engu var hlutfallslegur verð- munur þó meiri en á hárþvotti, eða frá 150 krónum og allt upp í 630 krónur — og aldrei þessu vant nánast sama verð fyrir konur og karla. Verðmunur á permanenti var tvö- faldur, frá 2.270 kr. upp í 4.600 kr., m.v. stutt hár. Að meðaltali reyndist rúmlega tvöfaldur verðmunur á ódýrustu og dýrustu hársnyrtistofunum. Níu stofur skáru sig nokkuð úr með hátt meðalverð: Hjá Matta, Hár og förðun, hjá Dúdda, á Kirkjutorgi, Kompaníið, Jói og félagar. Og þrjár stofur Salon VEH trónuðu svo á „verðtoppnum" með um 50% hærra verð heldur en meðalverð hjá öllum hinum. -HEl Verð á fóðurvörum og girðingarefni lækkað eða nánast staðið í stað í eitt ár: Fóðurblanda lækkað um 10% á tæpu ári Kúafóðurblanda er nú að meðaltali 9,7% ódýrari heldur en í maí í fyrra, samkvæmt könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert á tæplega tveim tugum sölustaða víða um land. Verðlækkun á fóðurlýsi er ennþá meiri, eða 12,7%. Meðalverð á fiskimjöli og kálfafóðri hefur nokkurn veginn staðið í stað. Og svipað á við um nokkrar tegundir girðingarefnis og mótatimbur. Verulegur verðmunur reyndist hins vegar á milli einstakra sölu- staða. T.d. um 39% á fiskimjöli, 25% á fóðurblöndu, 31% á girðingarneti og mótatimbur kostaði t.d. 52% meira hjá Kf. ísfirðinga heldur en Kf. Húnvetninga. Einnig virðist athyglisvert, að tonn af sekkjuðu fiskimjöli, sem fæst fyrir 33.000 kr. hjá Frosta í Súðavík, skuli kosta 13.000 kr. meira, eða 46.000 kr., í Kf. ísfirðinga. Um tíu þúsund króna verðmunur er á fóðurblöndutonninu þar sem það er dýrast, hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa, og ódýrast, hjá KEA á Akur- eyri., Fiskimjölið er aftur á móti 2.400 kr. dýrara á Akureyri en Egils- stöðum. Tonn af sekkjaðri kúafóðurblöndu - 1) heimsend 2) mjöl - kostar núna í aprfl sem hér segir: Fóðurblandan Rvk. 42.257 Jötunn Rvk. 42.268 Mjólkurfélag Rvk. 42.330 Dalakjör, Búðardal 47.250 Kf. Borgnesinga 44.521 Kf. Saurbæinga, Skriðul. 47.000 1) Kf. ísfirðinga 48.800 Kf. Húnvetninga, Bl. 43.400 Kf. Skagfirðinga, Skr. 40.180 2) Kf. Eyfirðinga, Ak. 39.790 Kf. Þingeyinga, Hús. 42.820 Kf. Héraðsb., Reyðarf. 41.384 2) Kf. Héraðsb., Egilsst. 49.980 Kf. A-Skaftf., Höfn 46.440 Kf. Árnesinga, Self. 46.400 Kf. Höfn, Selfossi 46.200 Kf. Rangæinga, Hvolsv. 46.100 1) Norðlendingar virðast samkvæmt þessu almennt njóta mun hagstæð- ari kjara við fóðurblöndukaupin heldur en kúabændur á Suðurlandi og í Dölum. Verð á fiskimjöli er einnig mjög í hærri kantinum á Suðurlandi, en hins vegar í lægri kantinum í Borgarnesi, Búðardal, á Skagaströnd, Höfn og hjá Mjólkur- félagi Reykavíkur, þótt það sé svo langódýrast í Súðavík. Á engu fannst meiri verðmunur en hreinsuðu fóðurlýsi, eða 65%. Fimm lítra brúsi kostar 535 kr. hjá M.R. og Lýsisfélagi VE. En hins vegar allt upp í 813-848 kr. hjá Höfn á Selfossi, Kf. á Blönduósi og hjá Kf. Saurbæinga. Á kálfafóðri var aftur á móti mjög lítill verðmunur, eða mest 4%, milli sölustaða. - HEI HafharQörður: Blfhjól og bifreið Ientu í árekstri á gatnamótum Hjallabrautar og Rcykjavflcurvegar f Hafnarfirði síðdegis í gær. Ungur piltur, sem ók bifhjólinu, var fluttur talsvert slasaður á slysadefld Borgarspít- alans. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirðl eru þessl gatnamót býsna hættuleg og mörg umferð- arslys sem þar hafa orðið. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.