Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 10
fíminn Föstudagur 19. apríl 1991 Stefnt að því að bjóða út byggingu tengibyggingar á Landspítalanum á morgun: Hefur mikla þýðingu fyrir áframhald framkvæmda Á morgun er stefnt að því að bjóða út næsta hluta K-byggingar Landspítalans, sem er tengigangur og skiptir hann miklu máli fyrir samgöngumál innan spítalans. Að sögn Árna Björnssonar, fyrrverandi formanns Læknaráðs Landspítalans, er bygging þess- arar tengibyggingar grundvallarframkvæmd fyrir áframhald byggingaframkvæmda á Landspítalalóðinni. Að sögn Bjarna Frímannssonar verkfræðings er stefnt að því að auglýsa eftir tilboðum í verkið á morgun. Kostnaðurinn við allt verkið er áætlaður 276 milljónir króna, miðað við byggingarvísi- tölu 176,5 stig. Tengibygging þessi er nauðsynleg til þéss að unnt sé að ráðast í framkvæmdir við að reisa síðari áfanga K- byggingarinnar. Þetta tengi- mannvirki mun koma í stað þess tengimannvirkis sem nú er á milli eldhúss og aðalbyggingar við norðurhlið hennar, þar sem síðari áfangi K-byggingar mun rísa. Auk þess að vera nauðsyn- legur hluti af samgöngukerfi spítalans er byggingunni ætlað að leysa ýmsar brýnar þarfir í húsnæðismálum spítalans. Fyr- irhugað er að í byggingunni verði sérstakt rými fyrir rúm- þvottastöð og geymslur og þvott matarvagna. Einnig verður rými fyrir líndreifistöð, en núverandi húsnæði hennar er allt of lítið. Að sögn Bjarna Frímanssonar munu framkvæmdir hefjast um mitt næsta sumar og stefnt er að því að þeim verði lokið á seinni hluta næsta árs. Árni Björnsson, fyrrum formað- ur Læknaráðs Landspítalans, sagði að bygging þessarar tengi- byggingar hefði mjög mikla þýð- ingu, vegna þess að það sé stað- festing á því að byggingu K- byggingar verður haldið áfram. „Þegar það var ákveðið á sínum tíma að byggja K-bygginguna upp í áföngum, þá seinkaði það heildarlokum byggingarinnár. Fram til þessa hefur fengist fremur lítið fé til framkvæmda en á síðustu tveimur árum hefur orðið bragarbót þar á. Þessi tengigangur sem nú hefur verið ákveðið að reisa er grundvallar- framkvæmd fyrir áframhald byggingarinnar," sagði Árni. Hann sagði að einnig væri þetta mikli samgöngubót fyrir sam- göngur innan spítalans. í K-byggingunni er fyrirhugað að skurðstofur spítalans verði staðsettar í framtíðinni, ásamt röntgendeild, gjörgæsludeild og krabbameinsdeild. Þegar er búið að taka hluta af byggingunni í notkun fyrir krabbameinsdeild- ina. Hluti af þeim hluta verður notaður sem bráðabirgðahús- næði fyrir rannsóknarstofur spítalans þangað til að næsti áfangi í byggingu Landspítala- lóðarinnar hefur verið ákveðinn, sem væntanlega verður rann- sóknastofubygging. Aðspurður sagði Árni Björnsson að búast mætti við að það tæki 5-6 ár að byggja þessar byggingar og koma þeim í gagnið, en auðvitað færi það eftir hversu miklu fé yrði í það varið. Bygging tengi- gangsins sé mikilvægur áfangi og hafi mikla þýðingu í sam- bandi við áframhald fram- kvæmda. —SE Akureyri: Náttúrufræöi i fjorutiu ar Við grasafræðideild Náttúrufræði- stofnunar Norðurlands er nýlega Iokið að prenta útbreiðslukort fyrir allar villtar blómplötur og byrkninga á íslandi, alls um 450 tegundir. Nærri 300 manns hafa unnið að gerð þessara korta en byijað var á veridnu árið 1973. Nú þessa dagana heldur stofnunin upp á 40 ára af- mæli sitt. Náttúrugripasafnið á Akureyri var sett á fót árið 1951, í kjölfar fjölsóttar dýrasýningar. Náttúrugripasafnið og Lystigarðurinn á Akureyri samein- uðu starfsemi sína árið 1987 og úr varð Náttúrufræðistofnun Norður- lands. Stofnunin er til húsa að Hafn- arstræti 81 og vinna þar fjórir fast- ráðnir starfsmenn. Starfsemin skipt- ist í þrjár megindeildir: grasafræði- deild, jarðfræðideild og lystigarð. Að undanförnu hefur meginstarf grasafræðideildarinnar verið gerð fyrmefndra útbreiðslukorta um villt- ar blómplöntur. f jarðfræðideildinni er unnið, í samvinnu við ýmsa aðila, að rannsóknum á hopunarsögu norðlenska jökla og eins að skrán- ingu skriðufalla á íslandi. í lystigarð- inum er sífellt unnið að endurbót- um. Verið er að endurskipuleggja og tölvuvæða skráningu á plöntusafni garðsins. Nærri lætur að rúmlega 400 tegundir og afbrigði erlendra og innlendra plantna séu í honum. -sbs. Leikföng sýnd í Árbæjarsafni Á kjördag, laugardaginn 20. príl, verða opnaðar tvær nýjar ýningar í Árbæjarsafni. Annars egar er um að ræða sýningu á ömlum Ieikföngum barna, en essi sýning er í tengslum við Jstahátíð barna. Hins vegar erður opnuð sýning á Reykjavík- irmyndum Jóns Helgasonar dskups, en nýverið kom út bók á ’egum safnsins og íslandsmynda ;f. með myndum Jóns af gamla niðbænum í Reykjavfk. Að sögn Unnar Bjarkar Lárus- dóttur, safnvarðar á Árbæjarsafni, sem hefur haft veg og vanda af leikfangasýningunni, á safnið orð- ið talsvert af leikföngum sem eru frá árunum fyrir og eftir seinna stríð. Hún sagði þessi leikföng gefa ágæta innsýn inn í líf og leiki barna fyrr á árum. Hún sagðist vona að þessi litla sýning í Árbæj- arsafni gæti kallað fram Ijúfar minningar hjá fullorðnu fólki og fólki á miðjum aldri sem á sínum tíma lék sér með svipuð leikföng og sjá má á sýningunni. Reykjavíkurmyndir Jóns Helga- sonar biskups eru meðal mestu dýrgripa safnsins. Þær geyma ómetanlegar upplýsingar um húsaskipan í miðbæ Reykjavíkur á síðustu öld. Sigfús Halldórsson tónskáld mun kynna myndirnar. Safnið verður opið milli kl. 13 og 17 á laugardaginn. Veitingar verða seldar í Dillonshúsi. Aðgangur að safninu er ókeypis. -EÓ Kosningamiðstöðin okkar er að Borgartúni 22 símar 620358 -620360 -620361 Akstur á kjördag: Símar 620356 -620357 Komið í kosningakaffi og takið þátt í lokasókninni Framsóknarflokkurinn .. .............. Lið SPRON, sem varð í öðru sæti íslandskeppninnnar, náði mestum hagnaði yfir árið 1994, en klaufavilia í upphafi sló þá út af laginu. Úrslit Samnorrænu stjórnunarkeppninnar: Heilbrigðlslöggjöf kom mörgum í bobba Norðurlandaúrslit í Satnnorrænu stjómunarkeppninni, sem haldin er á vegum Alþjóðasamtaka viðskipta- og hagfræðinema, AIESEC, vom haldin í Helsinki 13. apríl sl. og kepptu þar tvö lið frá íslandi, lið Út- flutningsráðs og SPRON. Liðin stóðu sig ágætlega og lentu í sjötta og sjöunda sæti. Lið sem kom frá finnska fyrirtækin Regulus, sem sérhæfír sig í framleiðslu á vömm fyrir sjúkrahús, sigraði í keppninni en það lið sigraði líka í úrslitum í fyrra. Verkefni liðanna í þessari úrslita- keppni var að framleiða tvær gerðir af saunaofnum, litla stærð fyrir heimili og svo aðra stærri sem ætl- uð er til nota í klúbbhúsum og fyrir- tækjum. Þessar vörur áttu liðin að framleiða og selja annars vegar á heimamarkaði í Finnlandi og hins vegar á útflutningsmörkuðunum í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Eins og venja er þá voru ýmis ljón í veg- inum og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum var á miðju ári 1995 tekin upp ný heilbrigðislöggjöf sem setti liðin í erfiða aðstöðu varðandi sölumál enda þurftu þau þá að fram- leiða úr nýju og mun dýrara hráefni en áður. Lið Útflutningsráðs hafnaði í sjötta sæti og náði það mestum hagnaði yfir árið 1995, þó svo að áðurnefnd reglugerð hafi gert mörgum lífið leitt. SPRON náði mestum hagnaði fyrir árið 1994 en það háði þeim mikið að þeir gerðu klaufavillu í birgðaútreikningi fyrsta tímabilið sem sló þá illilega út af laginu. Mikil og almenn ánægja var með keppnina í ár og þótti saunalíkanið vera sérlega vel heppnað enda hann- að af Finnum, en keppnin fór fram í Helsinki, eins og áður sagði. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.