Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.04.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 1 i- / HÖGG- /32? RÍKKSKIP Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga . DEYFAR Verslió hjá fagmönnum NÚTÍMA FLUTNINGAR PÓSTFAX Hainarhusinu v Tryggvogotu. S 28822 1 91-68-76-91 Haaarsböföa l - s. 67-67-44 TVÖFALDUR1. vinningur Iíminn FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1991 Steingrímur Hermqnnsson forsætisráðherra telur eðlilegt að sveitarfélögin taki pneiri þátt í að viðhalda hér öflugu velferðarkerfi: I hvað fara skatta- hækkanir Reykvíkinga? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í viðtali við blaða- menn Tímans á útvarpsstöðinni Aðalstöðinni í gær að hann teldi að sveitarfélögin í landinu yrðu að taka meirí þátt í að viðhalda velferðar- kerfinu. Hann benti á að þrátt fyrir að tekjur Reykjavíkur hafi aukist um 35% milli áranna 1985-1989 á fostu verðlagi, sé borgin með slaka þjón- ustu við aldraða og sjúka í heimahjúkrun. Forsætisráðherra vitnaði til fréttabréfs VSÍ, „Af vettvangi", en þar kemur fram að skattar í Hafn- arfirði á hvem íbúa hækkuðu milli áranna 1985-1989 um 40% milli ára á föstu verðlagi. Næstmestar skattahækkanir urðu í Reykjavík og Seltjarnarnesi, eða 35%. „Það er auðvitað rétt sem borgar- stjórinn í Reykjavík segir að þessir auknu skattar komi vegna meiri veltu og meiri aðstöðugjalda. Engu að síður hlýtur maður að spyrja sig: Var ekki hægt að lækka fasteigna- skattana og útsvarið miklu meira en gert var? Tekjuaukningin hefur verið svo gífurlega mikil. Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér alls ekki grein fyrir að sveitarfélögin hefðu hækkað sína skatta svona gífurlega. Nýlega var skipt upp verkefnum milli ríkissjóðs og sveitarfélaganna og þá tók ríkissjóður yfir miklu meiri hluta af heilbrigðiskerfinu. Það er enginn vafi á því að í raun og veru þyrfti að færa eitthvað af tekj- um frá sveitarfélögunum til að borga fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem ríkið borgar í dag. Séu þessar tölur í fréttabréfi VSÍ hafðar í huga er ábyggilegt að við getum haldið hér á landi óbreyttum heildarskött- um. Við þurfum bara að nýta pen- ingana betur en gert hefur verið." Hafa framsóknarmenn útfært nánar þessa hugmynd um breyt- ingar á tekjum sveitarfélaga? „Nei, við viljum gera það með samkomulagi. Við viljum setjast niður með sveitarfélögunum yfir þessu dæmi. Það á að vera sameig- inlegt áhugamál ríkisins og sveit- arfélaganna að viðhalda velferðar- kerfinu. Hvers vegna er t.d. ekki byggt meira af ódýrum íbúðum fyr- ir aldrað fólk í Reykjavík? Hvers vegna er ekki byggð upp í Reykja- vík öflug heimahjúkrun, sem sveit- arfélög eins og Kópavogur og Hafn- arfjörður hafa gert með miklum ágætum? Ég tel að sveitarfélögin, með sínar miklu tekjur, þurfi að koma meira inn í slíka þætti vel- ferðarkerfisins," sagði Steingrím- ur. -EÓ Bíll og götusóp- ur lentu í árekstri Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Bú- staðavegar og Flugvallarbrautar síð- degis í gær. Slysið varð með þeim hætti að lítill götusópur, sem var að sópa við gatnamótin, beygði í veg fyrir bfi sem ók vestur Bústaðaveg- inn. Ökumaður bfisins og ökumað- ur götusópsins voru fluttir á slysa- deild, en ekki var talið að þeir væru alvarlega slasaðir. Innan við mínúta leið frá því að slysið varð þar til sjúkrabfiar voru komnir á staðinn, en slökkvistöðin í Reykjavík er ein- mitt rétt við áðurnefnd gatnamót. —SE Svipuö þátttaka og í síðustu kosningum Klukkan 17 í gær höfðu 4139 greitt atkvæði utan kjörfundar hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík í gær. Þetta mun vera svipaður fjöldi og í kosningunum fyrir fjór- um árum síðan. í fyrradag og á þriðjudaginn komu mjög margir til að greiða atkvæði, en í gær voru þeir heldur færrí. Opið er hjá borgarfógetaembætt- inu, Stigahlíð 6, milli kl. 10-12, 14- 18 og 20-22. Á kjördag, laugardag- inn 20. aprfi, getur fólk, sem býr ut- an Reykjavíkur, greitt atkvæði utan kjörfundar í Reykjavfk milli kl. 10- 12 og 14-18. -EÓ Tilboð opnuð í gerð jarðganga um Breiðadals- og Botnsheiðar: ÍSTAK VAR MEÐ UEGSTA BOÐIÐ ístak sf. átti lægsta tilboðið í gerð jarðganga um Breiðadals- og Botnsheiðar, en tfiboð í gerð þeirra voru opnuð I gær. Titboð ístaks er uppá 2.474 milljarða króna, en kostnaðaráætlun sér- fræðinga Vegagerðar ríkisins var 3.013 milljarðar. Alls bárust 7 til- boð. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra sagði tilboð Istaks vera mjög álitlegt, en geng- ið verður til samninga um ganga- gerðina í byrjun sumars. „Það er mjög ánægjulegt að ís- lenskur aðili er með lægsta tilboð- ið. Þetta eru traust fyrirtæki með öfluga bakhjarla og því er tilboðið mjög álitlegt. Það er skynsamleg ráðstöfun, sem beinbfnis sparar peninga, að vinna þetta af fullum krafti og á sem stystum tíma. Sum tilboðin eru að vísu mjög lík, þannig að ekki er hægt að útiloka að nokkur tími fari í að bera þau saman. En við höfum sett markið á undirritun verksamninga í byij- un sumars og þá verður ekki aftur snúið,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon samgönguráðherra. ístak býður í gerð ganganna í púkki með þremur norrænum fyr- irtækjum. Tilboðin sem bárust voru alls 7. Þau komu frá einu fe- lensku fyrirtœki til viðbótar, Krafttaki, en það fyrirtæki annað- ist gerð ganganna um Ólafsfjarð- armúla. Hin tilboðin komu frá Tilboðin opnuð f gær. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra og Ólafur Steinar Valdimarsson ráðu- neytisstjórí bera saman bækur. búlgörskum, þýskum, ítölskum og skandinaviskum fyrírtækjum. Hæsta tilboðið kom frá þýska fyr- irtækinu Biilfinger + Berger og hljóðaði uppá 4.102 milljarða. Sumir erlendu tilboðsaðilana voru með felenska undirverktaka. Jarögöngin um Brciðadais- og Botnsheiðar verða í það heila 8,7 tólómetrar. Framkvæmdir við gerð þeirra hefjast i sumar og þeim á að }júka i árslok 1995. Gangamunnamir vera þrír: í botni Tungudals, inn af Skutulsfirði; í Timamynd: Ami Bjama botni Breiðdals við Önundaríjörð og ioks í botni Breiðdals f Súg- andafirði. Jarðgöngin veröa þriggja arma með gatnamótum inni í miðju fjalli og munu tengja saman Flateyri, Suðureyri og ísa- 0örð. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.