Tíminn - 30.05.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn
M.'O .* ‘ n X ~ ' r » I i « i 7
Fimmtudagur 30. júní 1991
Davíð Oddsson segir að ef stjórnin geti ekki lagalega rift einhliða stuðningsaðgerðaþætti búvöru-
samningsins þá blasi það við að hún muni boða bændurtil viðræðna um niðurskurð eða frestun:
Vill Davíð rýra hlut
Fyrir kosningar gagnrýndi Davíð Oddsson nýja búvörusamninginn einkum fyrir það hve hann
væri óhagstæður bændum. Nú lætur hann að því liggja að stuðningsaðgerðaþáttur samningsins
verði tekinn til endurskoðunar — með hag ríkissjóðs í huga Tímamynd: Arni Bjarna
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lýsti því yfir á Alþingi í gær að sér
þætti það blasa við, ef í ljós kæmi
að ríkisstjómin værí bundin af
stuðningsaðgerðaþætti búvöru-
samningsins, að teknar yrðu upp
viðræður við bændur um að draga
úr eða fresta þeim þætti. Davíð
sagði að gerð svo viðamikils
samnings hefði verið óheppileg
rétt fyrir kosningar. Samningur-
inn værí með fyrirvara um laga-
breytingu á Alþingi og ef sú laga-
breyting myndi ekki ganga fram,
þá væri það spuming hvort samn-
ingurinn væri ekki þar með allur
fallinn úr gildi.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra talaði á undan Davíð og sagði
hann í upphafi ræðu sinnar að hann
vildi ítreka það sem hann hefði áður
sagt, að hann vildi standa við og
framfylgja búvörusamningnum.
Sjálfstæðismenn væru vanir að
standa við gerða samninga. Davíð
Oddsson sagði í samtali við Tímann í
gær að éícki væri hægt að skilja orð
sín á Alþingi f gær á þann hátt að
hann væri ósammála Halldóri Blön-
dal.
Eins og Tíminn greindi frá í síðustu
viku þá hefur farið fram lögfræðileg
athugun á því hvort ríkisstjómin sé
bundin af búvörusamningnum, og
sagði Davíð Oddsson að álit ríkislög-
manns um það væri komið og yrði
rætt á ríkisstjómarfundi á morgun.
Aðspurður sagði hann að stjórnin
hefði með því verið að kanna stöðu
sína í málinu, því nauðsynlegt væri
að hún vissi nákvæmlega hver staða
hennar væri. „Samningurinn var
gerður þrátt fyrir að einn af stjómar-
flokkunum væri honum andvígur.
Hann var gerður með fyrirvara um
samþykki Alþingis og það er nauð-
synlegt að ríkisstjórnin viti hvað
felst í málatilbúnaði af þessu tagi,“
ði Davíð.
ræðu sinni á Alþingi í gær, sem
flutt var undir liðnum stefnuræða
forsætisráðherra, sagði Davíð Odds-
son að búvörusamningurinn væri
gerður með fyrirvara um lagabreyt-
ingar á Alþingi. „Spurning er hvað
felst í þessu. Þýðir þetta í raun al-
mennur fyrirvari um samninginn
allan eða bara tiltekna þætti hans
sem þurfa lagabreytingar við? Mætti
þá ekki segja um leið að þessar laga-
breytingar hljóti eins og annað efni
samningsins að vera slík forsenda
samningsins, að gangi þær ekki
fram, vegna þess að hið nýja Alþingi
kjósi ekki að samþykkja lagabreyt-
ingamar, þá sé samningurinn þegar
úr gildi fallinn."
Þá sagði Davíð að í stuðningsað-
gerðaþætti samningsins væri um aö
ræða miklar fjárskuldbindingar.
,Auðvitað hlýtur ríkisstjórn, sem
tekur við völdum í landinu og þarf
að huga að stórkostlegum halla rík-
issjóðsins, að taka atriði eins og
þetta til skoðunar. Ef að niðurstaðan
væri sú að ríkisstjómin væri algjör-
lega bundin af þessum þætti sérstak-
lega, þá gæti hún engu að síður tek-
ið það upp við viðsemjandann, með
skírskotun til þess ástands sem væri
í ríkisbúskapnum þá væri óhjá-
kvæmilegt og í þágu landsins alls og
þar með viðsemjandans, að draga úr
eða fresta þessum þætti. Mér finnst
það blasa við að þessir kostir séu
færir,“ sagði Davíð Oddsson.
Eins og áður sagði þá er álit ríkis-
lögmanns komið í hendur forsætis-
ráðherra og verður kynnt í ríkis-
stjórninni á morgun. Erfitt er að
skilja þessi orð Davíðs á annan hátt
en þann að ríkislögmaður telji
stjórnina vera bundna af stuðnings-
aðgerðaþætti samningsins, og virð-
ist Davíð því vera að boða bændur til
viðræðna um niðurskurð.
Aðspurður sagði Halldór Blöndal að
ekki væri hægt að skilja það svo að
landbúnaðarráðherra og forsætis-
ráðherra væm ósammála um það
hvort standa ætti við búvömsamn-
inginn eða ekki. „Ég er þegar byrjað-
ur að efna búvörusamninginn, en
það er náttúrlega svo um allt sem lít-
ur að samþykki Alþingis, að Alþingi
hefur síðasta orðið, og það er þeim
kunnugt sem gerðu þennan búvöm-
samning," sagði Halldór.
Jón Helgason, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, sagði að þessi yfir-
lýsing forsætisráðherra hefði komið
honum mjög á óvart, því hann hafi
þar með algjörlega ómerkt ummæli
landbúnaðarráðherra. Jón sagði að í
síðustu viku hefðu fulltrúar bænda-
samtakanna kynnt ráðuneytum
búnaðarsambanda búvömsamning-
inn, m.a. vegna jákvæðrar afstöðu
núverandi landbúnaðarráðherra til
hans. „Það er algjör forsenda fyrir
því starfi að þeir geti treyst því sem í
samningnum stendur. Ekki það,
eins og hæstvirtur forsætisráðherra
sagði, að það ætti nú allt að taka til
endurskoðunar og niðurskurðar,“
sagði Jón.
Hann sagði að samningurinn
byggðist á því að sauðfjárbændum
væri ætlað að skera niður íjárstofh
sinn, en í staðinn skuli þeir studdir á
margvíslega vegu, til þess að finna
sér nýjan starfsvettvang. „Fyrir
bónda, sem á að minnka sinn bú-
stofn og draga úr sínum tekjum, þá
er það auðvitað úrslitaatriði, að
hann geti haft nokkuð rökstudda
von eða vissu fyrir því að við fyrir-
heitin um stuðning við leit að nýjum
möguleikum verði staðið. Að öðmm
kosti hlýtur hann að gefast upp,“
sagði Jón Helgason.
Jón sagði að það væri mikill mis-
skilningur að hægt væri að taka
þetta atriði til endurskoðunar og
niðurskurðar, þetta væri undir-
stöðuatriði samningsins. Jón sagði
að þrátt fyrir góðar yfirlýsingar land-
búnaðarráðherra, þá væri það land-
búnaðarráðherra nauðsynlegt,
vegna ummæla utanríkisráðherra,
að fá algjörlega ótvíræða yfirlýsingu
frá forsætisráðherra um það að við
búvörusamninginn yrði staðið. „Svo
kemur reiðarslagið. I staðinn fyrir að
forsætisráðherra standi nú við bakið
á flokksbróður sínum, þá kemur
hann og segir að ríkisstjórnin hljóti
að taka stuðningsaðgerðimar til
endurskoðunar, sem er algjör for-
senda samningsins," sagði Jón.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver-
andi landbúnaðarráðherra, sagði að
víðtæk samstaða hefði náðst um
samninginn og því yrði ekki trúað að
óreyndu að ríkisstjórnin væri svo
gæfulaus að ætla að henda slíkri
sáttargjörð frá sér.
—SE
Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins sker
úr um hvalveiðitillögu íslendinga í dag:
BNA-mönnum leyfðar
veiðar, okkur ekki?
Ósamræmi í málflutningi ráðherra á Alþingi:
SÉRSTAKT STEFNU-
SKJAL EÐA ÓFULL-
GERT MINNISBLAÐ?
Tækninefnd Alþjóða hvalveiði-
ráðsins tók ekki afstöðu til beiðni
Bandaríkjamanna um meiri veiði-
kvóta til handa Inúítum í Alaska.
Hún fékk sömu örlög og beiðni ís-
lendinga — var vísað til ráðsins
sjálfs.
Bandaríkjamenn fóru fram á að
Inúítar mættu veiða 54 Grænlands-
sléttbaka ár hvert næstu þrjú ár. ís-
lendingar og Norðmenn lögðu þá til
að kvótinn yrði aðeins veittur í eitt
ár í senn. Ekki þrjú eins og verið
hefur hingað til. Með því hefðu
Bandaríkjamenn neyðst til að sækja
um kvóta á hverju ári. Það er vita-
skuld viðkvæmt fyrir þá þjóð sem
fremst gengur í að friða hvali.
Tækninefndin tók ekki afstöðu til
málsins, sendi það beint til ráðsins
sjálfs. Beiðni Bandaríkjamanna bíða
þó að öllum líkindum önnur örlög
en beiðni íslendinga. Beiðni Banda-
ríkjamanna verður nær örugglega
samþykkt í dag, en beiðni íslendinga
felld.
íslenskir hvalveiðimenn segja að
gangi þetta eftir, muni sjást í
hnotskurn hversu langt Hvalveiði-
ráðið hefur borið af réttri leið —
þeirri leið sem mörkuð er í stofn-
skrá þess. Flest aðildarríki ráðsins
ætla markmið og hlutverk ráðsins
að koma í veg fyrir allar veiðar í at-
vinnuskyni. Aðeins megi leyfa veiðar
frumbyggja, eins og af þjóðfræðile^-
um áhuga. Hin aðildarríkin, og ís-
land meðal þeirra, ætla hlutverk
ráðsins að koma á skynsamlegri nýt-
ingu hvala. í atvinnuskyni. -aá.
Utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra eru ekki samstíga í túlkun á
því hvers konar skjal liggi tii
grundvallar landbúnaðarstefnu
stjómarinnar. Utanríkisráðherra
telur það vera sérstakt stefnuskjal
og vitnaði í það í ræðu sinni fyrr í
vikunni, en í þingskapaumræðu í
gær mátti heyra það á forsætisráð-
herra að um væri að ræða ófullgerð
minnisblöð flokkanna sem stjóm-
arandstaöan ætti enga heimtingu á
aö fá að sjá.
Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður
Framsóknarflokksins, hóf þing-
skapaumræðuna og krafðist þess að
þingið fengi afhent þetta skjal, þar
sem utanríkisráðherra vitnaði í það
í ræðu sinni aðfaranótt þriðjudags-
ins. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra kom því næst í pontu og sagði
að þarna væri aðeins um minnis-
blöð stjórnmálaflokka að ræða, sem
ekki væri búið að fullganga frá.
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, kom skömmu
síðar í' pontu og benti á að þessi
ófullgerðu minnisblöð hefði utan-
ríkisráðherra kallað sérstakt stefnu-
skjal ríkisstjórnarinnar og spurn-
ingin væri því sú hvort hér væri um
oftúlkun að ræða af hálfu utanríkis-
ráðherra. Fleiri stjórnarandstæð-
ingar tóku undir þá skoðun að ef
um sérstakt stefnuskjal stjórnar-
innar væri að ræða þá væri það op-
inbert skjal og því bæri að afhenda
þinginu það. Landbúnaðarráðherra
vildi ekki tjá sig um hvort hann
hefði séð þetta skjal og utanríkis-
ráðherra þagði þunnu hljóði í gær-
dag. —SE