Tíminn - 30.05.1991, Page 8

Tíminn - 30.05.1991, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. maí 1991 Nú er mikill órói í Júgó- slavíu, ríkjasambandinu á Balkanskaga sem á upphaf sitt við lok fyrri heims- styrjaldar en var endanlega komið saman í alþýðulýð- veldið Júgóslavíu eftir síð- ari heimsstyrjöld undir stjórn Josips Broz Titos. Þjóðirnar í þessum ríkjum hafa löngum eldað grátt silfur og eftir að losnað hefur um harðan aga kommúnismans hefur aldagamalt hatur komið á ný upp á yfirborðið. Þar kynda undir ákafír og þjóð- emissinnaðir leiðtogar hinna ýmsu þjóða og veit- ist létt að æsa upp landa sína á hverjum stað. Fyrstu fómarlömb þessa hatursfulla andrúmslofts em biandaðar fjölskyldur, þar sem makamir em sinn af hvom þjóðeminu og bömin heyra hvomgu tii, fremur en báðum. Hér segir frá heimsókn blaða- manns The Sunday Times til smábæjar í Króatíu, rétt við dyr Serbíu. Járnrimlarnir fyrir gluggunum á heimili þeirra veita vernd gegn grjóthnullungum, en ekki for- dómum. Zoran og Ivana Manolic hafa orðið fangar blandaðs hjóna- bands í landi sem er tætt og togað í af ýmsum þjóöarbrotum. Ivana er Króati, 38 ára gömul sölukona í gúmmíverksmiðju og gift Serba. Hún er örvæntingar- full vegna þess trúarbragðaof- stækis sem hefur skilið að fjöl- skyldur, eyðilagt vináttu og fært Júgóslavíu á ystu nöf borgara- styrjaldar. „Líttu á rimlana fyrir gluggunum," segir hún við blaða- mann og bendir. „Svona lítur líka út í sálinni okkar“. Tvær leturgerðir, þrenn trúarbrögð, fímm þjóðemi og mörg þjóðarbrot Júgóslavía er ríki sem skiptist eftir tveim leturgerðum, þrenn- um trúarbrögðum, fimm þjóðern- um og fjöldanum öllum af þjóðar- brotum. Nú er ríkjasambandið á barmi þess að liðast í sundur. Þeir sem hafa valið að leiða hjá sér ævafornan fjandskap, sem áður fyrr lagði blátt bann við blönduð- um hjónaböndum, eru nú skot- spónn þeirra sem kynda undir tortryggni. „Við erum enn heil og einhuga fjölskylda, en við finnum utanað- komandi öflin sem reyna að rífa okkur í sundur," segir Ivana. Hún og fjölskylda hennar búa í króa- tíska bænum Vukovar, á bakka Dónár gegnt Serbíu. Hún segir að allir tali um stjórnmál sí og æ. Jafnvel fjölskyldur þeirra hjóna heimta að þau taki afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. Afleið- ingin er sú að þau hitta tæpast ættingja sína lengur. Reyndar er Vukovar orðin brennipunktur í fjandskap Serba og Króata og fjölskyldan sem vitn- að er til, er svo hrædd um að verða fyrir aðkasti fyrir að segja það sem í brjósti býr, að hún fer þess á leit við blaðamann að hann nefni ekki þeirra rétta nafn. í þessum litla bæ má sjá söluskála, þar sem seld voru serbnesk dagblöð en glugg- arnir hafa verið sprengdir úr. Líka má sjá leifar króatisks lögreglu- bfls, götóttan eftir byssukúlur, þar sem hann liggur umhirðulaus og minnir á morð á 12 króatiskum lögreglumönnum rétt utan við bæinn fyrir skemmstu. Júgóslavneski herinn hefur nú heimild til að skerast í leikinn í átökum óbreyttra borgara og afvopna þá. forseta Serbíu, og Franjo Tudjman, forseta Króatíu, verður háttað, en þeir hafa báðir kynt undir þjóðern- istilfinningu landa sinna. Milosevic, sem gengur undir nafninu „Slobo einræðisherra" vegna þess að hann vill halda sig við ósveigjanlega marxistarstjórn, hefur sakað Króatíumenn um að stunda hryðjuverk gegn ríkjasam- bandinu. Á móti hefur Tudjman, sem áður var liðsforingi í skæru- liðaher Títós og er nú eldheitur óvinur kommúnista, ráðist gegn hinum „óða bolsévisma" Milosev- ics og ásakað Serba um að reyna að stofna til stríðs. Þetta einvígi verður háð þar til leyst verður deilan um hver skuli gegna forsetaembætti Júgóslavíu næstu árin, en skv. stjórnar- skránni á það að falla í hlut lýð- veldanna á víxl og nú var röðin komin að Króötum. Milosevic er ákveðinn í að koma í veg fyrir það. Þar til sú lausn finnst neyðist Manolic-fjölskyldan og aðrar í sömu aðstöðu til að standa af sér uppespaða fordóma nágranna sinna. Hvað Ivönu varðar eru það áköll sonar hennar sem hryggja hana mest. „Dusan kom heim úr skólanum í gær og sagði að við skyldum öll lýsa okkur Ameríkana eða Þjóðverja eða Marsbúa og fara og búa einhvers staðar langt í burtu," segir hún. Þjóðemishatrið hefur skilið að fjölskyldur Manolic-fjölskyldan er þó enn saman. Þjóðernisaðskilnaðurinn sem nú er iðkaður í Júgóslavíu hefur reynst sumum fjölskyldum of þungur í skauti. í skuggalegum kaffihúsum króatíska þorpsins Drnis, sitja nú eftir eiginmenn með sárt ennið og drekkja sorg- um sínum í slivovica- koníaki ým- ist í 17 króatiskum börum eða þrem serbneskum. Króatiskur eigandi eins veitinga- hússins var í fimm ár giftur serb- neskri konu. Hún er nú farin frá manni sínum með tvö börn þeirra. .Astandið var einfaldlega of erfitt fyrir hana,“ segir hann dapur. Hann viðurkennir að síð- asta rifrildið þeirra hefði verið um hvort ætti að skrá börnin þeirra sem Króata eða Júgóslava á manntalinu. Daglegt líf óvinveittra þjóðarbrota í Júgóslavíu gegnsýrt hatri: Fjölskyldur splundrast Skólakrakkar skipa sér í fylkingar eftir þjóðemi - og slást í skólanum á 13 ára gamall sonur Manolic-hjónanna, Dusan, sífellt á hættu að verða fyrir barðinu á slagsmálahundum af báðum þjóð- ernum, þar sem hvor hópurinn um sig hefur drukkið í sig þjóðern- isáróðurinn sem samræðurnar við kvöldverðarborð fjölskyldunnar snúast um. í nemendaskrám við alla skóla er skráð þjóðerni foreldr- anna svo að það er auðvelt að ganga úr skugga um í hvorum þjóðernishópnum nemandinn á heima, eða hvað? Ivana segir að sum börnin reyni að halda sig utan við deilurnar og Dusan sé eitt þeirra. En þarna sé um styrjöld milli tveggja stríðandi fylkinga að ræða og hann viti ekki hvorri hann eiginlega tilheyri. „Dusan hefur alltaf litið á sig sem Júgóslava," segir móðir hans. „Hann talar ekki mikið um það, en ég veit að hann heldur að hann gæti orðið næsta fórnarlamb hvors aðilans sem er.“ Þegar Zoran og Ivana kynntust í skóla var ævagömul andúð milli Serba og Króata enn við lýði. En Tító marskálkur, sem stjórnaði landinu í 35 ár, til dauðadags 1980, beitti kommúnisma við að bræða saman ólík samfélög í eina þjóð. Nú eru kommúnisminn og júgó- slavneska ríkjabandalagið á fall- anda fæti og hatrið milli þjóða, sem Tító bældi niður harðri hendi, brýst nú aftur út margeflt. Tugir manna hafa fallið í trúar- bragðaátökum sem hafa vakið ótta um að borgarastyrjöld sé í þann veginn að brjótast út. Margir serbneskir og króatiskir Tító marskálkur stjórnaði Júgóslavíu í 35 ár, til dauöadags 1980, og beitti kommúnisma til að bræða ólík samfélög í eina þjóð. Nú sýnir ungur Serbi honum fyrirlitningu á þennan hátt, en Titó var Króati. stjórnmálamenn eru sannfærðir um að það „friðar“samkomuleg sem gert hefur verið og veitt hern- um heimild til að hafa afskipti af öllum óbreyttum borgurum og af- vopna þá, muni ekki standast með- an ofsafengnar ásakanir ganga fram og aftur milli þjóöernissinn- aðra leiðtoga. Hins vegar hefur samkomulagið gefið smáhlé eftir margra vikna spennuástand. Þjóðemissinnaðir leiðtogar kynda undir Framtíðin fer eftir hvernig sam- skiptunum milli tveggja umset- inna forseta, Slobodan Milosevic,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.