Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 12. júní 1991 Finnbogi Rútur Hálfdánarson, formaður Félags lyijafræðinga, segir að stjórnvöld hafi gefist upp við að ná fram sparnaði: Engin læknisfræðileg rök fyrir að hætta að greiða sýklalyf Eins og fram kom í Tímanum í gær hefur heilbrigöisráðherra gefið út nýja reglugerð um þátttöku almanna trygginga í lyfjakostnaði sjúklinga. Samkvæmt henni er sjúklingum gert að greiða mun stærri hlut en áður. Skatturinn skal skila 400 milljónum á árinu. í staðinn gefst ríkisstjómin upp við að ná fram spamaði í kerfinu. Ttminn innti Finnboga Rút Hálfdánarson, formann Félags lyfja- fræðinga, um álit þeirra á nýju regiugerðinni og þeirri stefnubreyt- ingu sem hún boðan „Okkur líst bölvanlega á mörg atriði í henni og almennt held ég að lyfja- fræðingar séu hræddir við þessar breytingar. Þá sérstaklega það að sjúkrasamlagið, eða almannatrygg- ingamar, skuli nú ekki borga neitt í fúkkalyfjum, og fleiri Iyfjum. Þetta er þar að auki veruleg hækkun á greiðsluhluta sjúklings, miklu meiri en stjómvöld láta af. Þau tala um 13% hækkun á fastagjaldi, sem er rétt. En um leið stytta þeir tímabilið niður í 60 daga þannig að nær væri að tala um 67% hækkun. Þetta mun leiða til einhverrar hag- ræðingar, læknar hafa kannski stund- um skrifað á of mikið magn í einu. En því fylgir Iíka að lyfin verða í minni pakkningum, sem eru hlutfallslega dýrari og oftar þarf að afgreiða. Apó- tekarar hafa vitaskuld af því einhvem hag, en á móti kemur aukin vinna. í heildina er engin spamaður að þessu, aðeins kostnaður fyrir sjúklinga. Það er kannski ekki óeðlilegt að stytta tímabilið. En þá átti ekki að hækka fastagjaldið um leið og láta eins og styttra tímabil auki ekki kostnað sjúk- linga." Hvað með að hætta að borga sýkla- lyf? „Það eru engin læknisfræðileg rök fyrir því að hætta að borga sýklalyf. Það em aðeins peningaleg rök fyrir því. Þetta kemur til með að snerta al- menning mjög. Mörg þessara lyfja kosta mjög lítið og em í kringum 1.000 kr. skammturinn, það er rétt. En mörg þeirra kosta mjög mikið. Til dæmis ákveðin lyf sem em mikið not- uð við, og hafa reynst mjög vel gegn, þvagfærasýkingum. Þau em jafnvel gefin í langan tíma. Þar getur verið spuming um 20.000 kr. útgjöld í hvert skipti. Ég segi ekki að það sé algengt, en það er þó töluvert um það. Varðandi neflyfin þá er margt fólk með mjög þrálátar ofnæmisbólgur og æðabólgur í nefi og nefholi. Þessi lyf, sem em nauðsynleg, em dýr. Kosta í kringum 5.000 krónur skammturinn. Ég get líka nefnt pencillín, sem er mikið notað áslysadeildum. Skammt- urinn af þeim kostar um 3.000. Ég skil ekki hvers vegna stjómvöld taka þessi lyf úL Reglugerðin sem er í gildi miðar við að fólk þurfi ekki að borga nauðsynleg lyf. Stjómvöld rétt- læta aðgerðimar með því, að það sé of mikið notað af sýklalyfjum á íslandi og mikið skrifað út á þau. Það er kannski eitthvað til í því, án þess það hafi verið sannað. Um leið segja stjómvöld, það er of mikið notað af kröftugum og dýmm sýklalyfjum. Sem er heldur ekki sannað. En samt er ráðist á þann sem þarf að borga lyf- in og nota þau. En það em ekki þeir sem skrifa út lyf. Það gera læknamir. Stjómvöld virðast hafa gefist upp við að beita þá aðgerðum til þess að fá þá til að skrifa minna út.“ Hvað með lyfjakortin sem allir skulu bera til að sjúkrasamlagið greiði? „Það mun kosta geysilega skriffinsku að skylda alla til haía lyfjakort. Þetta verður mjög erfitt fyrir TVygginga- stofhun, sjúklingana og lyfsalana. Ég skil ekki alveg tilganginn með því, t.d. hvað varðar hjartalyfin. Þau em ekki notuð við neinu öðm en hjartasjúk- dómum." Hvað með að hætta að greiða fyrir lausasölulyf? „Ráðherra virðist ekki skilja hvað lausasölulyf em. Hann talar um að það séu lyf sem fást í stórmörkuðum. Það er náttúrlega tóm vitleysa. Það fást engin lausasölulyf í stórmörkuð- um. Þar em að vísu seld vítamín og önnur fæðubótarefni. En ekki það sem við köllum venjulega lausasölu- lyf, lyf sem hægt er að kaupa í apóteki án lyfseðils. En þessi aðgerð mun bitna mikið á gamla fólkinu og örykj- unum. Þetta fólk þarf t.d. mikið að nota hægðalyf. Ég er hræddur um að þetta muni bitna á sjúklingum. í sumum tilfellum munu þessar að- gerðir stjómvalda beina notkuninni að kröftugri og dýrari lyfjum. T.d. er vægasti sterinn seldur í lausasölu. Hann mun sjúkrasamlagið ekki borga. Sterkari stera er ekki hægt að fá í lausasölu og sjúkrasamlagið kem- ur til með að borga þá. Það er hætt við að notkunin beinist til þeirra," segir Finnbogi Rútur Hálfdánarson, for- maður Félags lyfiafræðinga. -aá. er- lendra ferðamanna hingað til lands í suman Þjóöverjar og Bretar í sókn Tæplega 35 þúsund erlendir ferðamenn hafa komið til lands- ins fyrstu fimm mánuði þessa árs. Það er 2,8% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á feröamönnum frá Bretlandi og meginlandi Evrópu og segir Magnús Oddsson, mark- aðsstjóri Fcrðamálaráðs, þetta af- rakstur markaössetningar á stuttum ferðum hingað til lands. í fyrra varð metár í fjölda er- lendra ferðamanna til íslands, þá urðu þeir 142 þúsund. Miðað við þær bókanir, sem nú liggja fyrir, bendir allt til 5% aukningar ofan á metárið í fyrra. Áætlaðar gjald- eyristekjur af komu erlendra ferðamanna hingað í ár eru áætl- aðar á bilinu 12 til 13 milljarðar samanborið við 11,1 milljarð í fyrra. „Okkar skýringar á þessari aukningu eru að nú sé að nást verulcgur árangur markaðssetn- ingar á stuttum ferðum frá Þýskalandi og Bretlandi. Og í fyrsta skipti í nokkur ár er Banda- ríkjamarkaður að bæta við sig; doilarinn er að styrkjast, Banda- ríkjamenn eru famir að hreyfa sig meira og Flugleiðir hafa aukið ferðatíðnina,“ sagði Magnús Oddsson í samtali við Tímann í gær. Það sem af er þessu ári hafa þýsldr ferðamenn aukið hiut sinn um 28%, þeir bresku um 21% og Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um 8%. Hins vegar hefur gestum frá Norðuriöndunum fækkað um 14%. Þá bendir til að veruleg aukning verði á ferðalögum íslendinga um sitt eigið land í sumar. -sbs. íþróttasamband fatlaðra: Þakkar fyrir „gullmolann“ íþróttasamband fatlaðra þakkar þeim ijölmörgu sem aðstoðuðu við að unndirbúa og auglýsa söfnunar- stórhátiðina „Gullmolann" á Hótel íslandi 26. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem starfsfólki Hótel ís- lands, klúbbum matreiðslumeist- ara, skemmtikröftum og listamönn- um eru færðar sérstakar þakkir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp matreiðslumeistara sem töfruðu fram einstaklega glæsilegan kvöld- verð, eins og segir í tilkynningunni. -HÞ Islenska stálfélagið: Stefnir aö inn- flutningi á brota- járni tilbræöslu Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri íslenska stálfélagsins, telur borga sig að flytja til landsins Samvinnuháskólinn á Bifröst. Á skóiahátíö Samvinnuháskólans á Bifröst 25. maí sl. vom (annað sinn brautskráöir rekstrarfræðingar frá skólanum. Síðastliðið skólaár var hið þriðja sem stofnunin starfar á háskólastigi. Alls vom 37 nemendur brautskráðir með prófgráðuna rekstrarfræðingur eftir tveggja vetra nám á háskólastigi. Bestum árangri náði fvar Ragnarsson. Fast á hæla honum komu Helgi F. Kristins- son og Stefán Ö. Valdimarsson. í ræðu rektors, við þetta tækifæri kom fram að meiri féstu gætir nú í starfi skóians en undanfarin ár. Þá hafa enda veriö gerðar miklar breytingar og tilraunir í skólanum. Þá kom fram aö unnið er að þróunaráætlun fýrir skólann. Einn liður í henni er bygging nemendagarða. Hefur verið sótt um lán tfl Húsnæðisstofnunar ríkisins til þeirra. Þá er stefrit að því að stofna framhaldsdeild við skólann. Þar skal vera eins vetrar nám er veiti gráðuna BBA, Bachelor of Business Administration. Áætlað er að kennsla hefl- ist haustið 1994. Mikil aðsókn er að skólanum nú sem undanfarin ár. Umsækjendur fleiri en hægt er aö taka við. - Myndin er af brautskráðu rekstrarfræðingunum. -aá. brotajám til bræðslu í verksmiðju féiagsins svo framleiðslugetu verk- smiðjunnar sé fulinægt. „Þetta miðast við að við tökum á móti efn- um sem ekki þarf aö leggja neina vinnu í heldur er hægt að setja beint í bræðsluofninn," sagði Páll í samtali við Tímann í gær. Verksmiðja íslenska stálfélagsins hóf starfsemi í janúar sl. og á ári getur hún brætt upp um 60 þúsund tonn. Að sögn Páls Halldórssonar falla hér á landi til 18 til 20 þúsund tonn af brotajárni á ári. Nú stefna forráðamenn íslenska stálfélagsins að því að stefna inn brotajárn svo framleiðslugetunni sé fulinægt. í dag er lftjll verðmunur á innfluttu brotajámi og því sem aflað er hér heima. Þessi litli verðmunur felst í að setja má innflutta járnið beint í bræðsíu en heimafengna járnið þarf áður að fara í gegnum hreinsun vegna ým- issa óæskilegra snefilefna. „Þetta byggist einnig á því að við náum samfelldum rekstri allan sólar- hringinn. Með því næst veruleg hagræðing til lægri rekstrarkostn- aðar,“ sagði Páll. -sbs. _ er til af góðum Kartöflubændur eiga 2000 tonn af góðum matarkaratöflum frá fym ári og því ætti ekld að þurfa að flytja Inn kartöflur í sumar. Þetta kcmur fram í könnun sem landbúnaðarráðu- neytið lét gera. Samkvæmt könnuninni er mest til af kartöflum af tegund- unum gullauga og premiere. Miðað við fyrirliggjandi 2000 tonn verður nóg til af innlend- um kartöflum í sumar eða þar til ný uppskera kemur á mark- aðinn. Haldist veðráttan óbreytt gæti þaö orðið kringum 20. júlf. Þegar þessi tími árs er kominn er geymsluþol kartaflna farið að rýrna og því mikilvægt að þær fái bestu mögulega meðhöndl- un. Kartöflur eru kælivara og því verður að meðhöndla þær samkvæmt því. í stefnu Neyt- cndasamtakanna er fallist á bann við innflutningi á land- búnaðarvörum þegar innlenda framleiðslu er að hafa. „Ekki er ástæða til að ætla annað en hægt verði að bjóða upp á innlendar gæðakartöflur i sumar. Þó er Ijóst að dreiflngar- aðilar verða að gera miklar krðf- ur tíl þeirra kartaflna sem mark- aðssettar verða. Ekki er líðandi að markaðssettar verði kartöflur sem eru byrjaðar að skemm- ast,“ segir í tilkynnlngu frá landbúnaðarráðuneytinu og Neytendasamtökunum. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.