Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 3
Miðvik'udágúr' 12Vjiiní 1991 Tíminn 3 Fáir taka þátt í landgræðslu og starfsemi skógræktar: Um 45% þeirra sem þátt taka búa í dreifbýli í könnun, sem Gallup á íslandi framkvæmdi dagana 3. til 7. maí þessa árs, kemur fram aö um 80% aðspurðra vilja láta auka fjár- framlag til landgræðslu. Könnunin var styrktarverkefni Gallup fýrir umhverfisnefnd Rotary- umdæmisins á íslandi og Átak í land- græðslu. Af 1000 manna úrtaki sem valið var úr þjóðskránni svör- uðu 695 einstaklingar á aldrinum 15 til 75 ára. Þar af voru 53% að- spurðra karlar og 43% konur. Alls töldu 43% aðspurðra að gróð- ureyðing fari vaxandi hér á landi en 32% töldu hana vera svipaða og hún hefði verið undanfarin ár. Einnig taldi 31% aðspurðra að lausagangur búfjár og ofbeit væru helstu orsök uppblásturs og gróð- ureyðingar en 32% töldu að veður- far sé orsök þessa. Um 39% höfuð- borgarbúa og 36% þeirra sem búa í öðru þéttbýli en Reykjavík álitu að ofbeit og lausagagur búfjár væru helsta orsök gróðureyðingar og uppblásturs en einungis 19% þeirra sem búa í dreifbýli voru þeirrar skoðunar. Þeir töldu aftur á móti að veðurfar væri orsakavaldurinn eða um 49% aðspurðra. Um 17% álíta að sorpmál séu helsti umhverfisvandi íslendinga og sami fjöldi telur að það sé slæm umgengni almennt. Um 12% telja að það sé loftmengun en 15% segj- ast ekki vita hver séu helstu vanda- málin. Dálítill mismunur er á skoð- unum fólks í sambandi við þessi mál og fer mismunurinn þá aðal- lega eftir búsetu því 16% höfuð- borgarbúa telja mesta umhverfis- vandamálið vera útblástur úr bfl- um. í dreifbýli telja 12% það vera meginvandamálið og 10% eru sam- sinnis því í þéttbýli. Aftur á móti telur fólk í þéttbýli sorpmál vera helsta vandamálið eða um 27% en í Reykjavík telja um 17% það vera vandamál. Fólk var einnig spurt hvort það hefði tekið þátt í landgræðslu eða starfsemi skógræktar. Þar svöruðu 80% neitandi. Athyglisvert er að fleiri karlar hafa tekið þátt í land- græðslu og starfsemi skógræktar eða um 25% á móti 15% þátttöku kvenna. Einnig kemur það fram í könnuninni að flestir sem taka þátt í slíkri uppbyggingu landsins eru á Arlegi umferðarskólinn: Hætturnar í umferðinni Þessa dagana eru fimm og sex ára böm frædd um mikilvægar umferð- arreglur fyrir gangandi fólk, hjólreið- ar og nauðsyn þess að nota bílbelti og bflstóla. Fræðslan fer fram í grunn- skólum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps. í Reykjavík standa námskeiðin til 25 júní en í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi standa námskeiðin til 19.júní. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu sem umferðarráð sendi frá sér nýlega. Þar segir jafnframt að um fræðsluna sjái lögreglumenn og fóstmr. Hvert barn er boðað tvisar og er kennt í um eina klukkustund í hvort skipti. Þá em foreldrar hvattir til að fylgjast vel með hvenær umferðarfræðslan verði í skólanum þeirra þannig að ekkert 5 eða 6 ára bam verði af þess- ari ómissandi tilsögn, eins og segir í fréttatilkynningunni. Þar segir enn fremur að í ágústmán- uði sé fyrirhugað að fara með um- ferðarskólann til Akraness, Vest- mannaeyja og á Snæfellsnes. -HÞ Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar: „Hvíti víkingurinn“ frumsýndur í haust í fréttatilkynningu frá dreifíngaraðila myndarinnar kemur fram að „Hvíti vfldngurinn“ sé mesta stórvirltíð á sviði íslenskra kvikmynda til þessa. Heildarkostnaður við gerð myndarinnar er 420 milljónir íslenskra króna. Myndin er stærsta samstarfsverkefni Norðurland- anna fímm á sviði kvikmyndagerðar og fyrsta verkefnið þar sem fulltrúar allra landanna gegna lykilstörfúm. Hrafn Gunnlaugsson skrifar sög- una og handritið að „Hvíta víkingn- um“ og leikstýrir myndinni, sem er alfarið leikin á íslensku og tekin að verulegu leyti hér á landi. Frá Sví- þjóð eru Tony Forsberg kvikmynda- tökumaður og Sylvia Ingemarsson klippari. Finninn Ensio Suominen hannar leikmyndir og Daninn Hans- Erik Philip semur tónlist. Aðalfram- leiðandi myndarinnar er Dag Alve- berg frá Filmeífekt A/S í Noregi. Leikarar í kvikmyndinni eru flestir íslenskir. Erlendu leikaramir lærðu hins vegar hlutverk sín á íslensku. Stærstu hlutverkin eru í höndum komungra leikara. Gottskálk Dagur Sigurðarson 17 ára leikur Ask, sem aldrinum 35 til 44 ára eða um 27% og um 45% þeirra sem þátt taka búa í dreifbýli. Þátttakendur voru spurðir sím- leiðis og 64% þeirra búa í Reykjavík og á Reykjanesi en 36% úti á lands- byggðinni. Það er sama hlutfall skiptingar íbúafjölda og nú er á landinu. Reikna má með að skekkj- úr í niðurstöðum vegna úrtaksins geti verið á bilinu 2 til 4%. Þá var einnig miðað við 95% öryggi og 700 svör. Frá umhverfisráðuneytinu: Magnús Jóhannesson siglinga- málastjórí hefur verið ráftinn aðstoöarmaftur Eifts Guðnason- ar umhverfísráðherra. Magnús er fæddur 23. mars 1949 á ísafirði. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1969. Prófí í efnaverkfræði frá Háskólanum í Manchester 1973. MSC-prófi í verkfræfti frá sama skóla 1974. Magnús hefur verift siglinga- málastjóri frá 1. janúar 1985. Þar hefúr hann unniö að um- hverfísmálum, umgengni á sjó og við hafnir. Magnús tekur sér ieyfi frá starfi siglingamáia- stjóra á meftan hann dvelur í umhverfísráðuneytinu. Magnús er kvæntur Ragnheiði Her- mannsdóttur æfingakennara. Þau eiga tvð bðm. -aá. r SKÍL KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSISTERKU EMH Á ENGAN SINN LÍKA EMH er einkaleyfisverndaður höggbúnaöur frá Skll, sem gerir borun í steinsteypu svo létta, að því trúir enginn nema reyna það sjálfur. ALHLIÐA B0R- 0G SKRÚFUVÉL MEÐ EMH 6845H - 500 vatta mótor -13mm patróna - allt að þreföld ending á steinborum - stiglaus hraðarofi frá 0-1500 sn/mín ■báðar snúningsáttir í Ólafur konungur TVyggvason, sendir til að kristna íslendinga. Maria Bonnevievar var aðeins 16 ára þegar hún lék hlutverk Emblu. Hún hefur síðan leikið í annarri kvikmynd og er upprennandi stjama f Noregi, heimalandi sínu. Með önnur stór hlutverk fara EgiII ólafsson, Tomas Nordström, Þor- steinn Hannesson, Helgi Skúlason, Bríet Héðinsdóttir, Flosi Ólafsson og fleiri. Því hefur verið fleygt að .Hvíti víking- urinn" sé fyrsta íslenska „alvörumynd- in“. Frumsýningin er fyrirhuguð síðari hluta septembermánaðar. -j* SKIL - KRAFTVERKFÆRI ER HANDHÆG HEIMILISHJÁLP. Eigum ávallt fjölbreytt úrval SKIL rafmagnshandverkfæra og fylgihluta jaínt til iðnaðar- sem heimilisnota. SÖLUAÐILAR VÍÐA UM LAND. I ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.