Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 10
lOTÍminn Miðvikudagur 12. júní 1991 Dómsmálakerfið í Brasilíu í molum: Fátæklingar í Brasilíu taka lögin í sínar hendur Oft er talað um réttlætiskennd almennings, en smáglæpa- mennirnir sem hafa hreiðrað um sig í fátækrahverfum Brasilíu fá hroll þegar þeir heyra þessi orð. „Pega, mata, lyncha“ er kjörorð æðandi lýðs sem hefur ekki annað ofar í huga en að lúskra eða brenna til dauða smáþjófa og nauðgara. Kjörorðið merkin „Grípið hann, drepið hann, gangið frá honum.“ Þetta kjörorð nær aldrei eyrum Femandos Collor, hins unga og vel efnum búna forseta Brasilíu, sem talar heilmikið um að gera land sitt að fyrsta heims ríki. En almenning- ur í Iandi hans, sem löngu er búinn að fá sig fullsaddan af sívaxandi efnahagskreppu og algerlega óstarf- hæfu dómskerfi, er farinn að taka réttlætið í sínar hendur og beitir við það sömu aðferðum og tíðkuðust á miðöldum. Aftökur án dóms og laga Nú er algengt að almenn réttlætis- kennd brjótist út í aftökum án dóms og laga um gervalla Brasilíu. Al- gengastar eru þær í bænum Salva- dor í ríkinu Bahia í norðausturhluta landsins, þar sem herlögregla viður- kennir að slík lögleysa eigi sér stað a.m.k. þriðja hvern dag. Og tölurnar hækka, í aprílmánuði einum voru þær 19 og létu flest fórnarlömbin lífið. Á öllu síðasta ári var þessi full- næging réttlætisins framkvæmd 105 sinnum. f flestum þessara dómlausu full- nægingarmála eru fómarlömbin vel þekktir glæpamenn og oftast eru þau viðbrögð við nauðgun eða drápi á bömum. Án undantekninga em það fátæklingar sem taka málin í sínar hendur og em svo refsiglaðir. í Salvador halda 70% íbúanna til í fátækrahverfum, oft í vesælum hreysum úr plasti, sem hróflað er upp meðfram illa þefjandi ám. Oft má sjá blóðslettur á götunum, þar sem jafnvel hundarnir em vonleys- islegir að sjá. í sumum hverfum er ofbeldið svo allsráðandi að þeir sem þangað koma verða að greiða verndarfé, strætisvagnar fara um í lestum und- ir lögregluvemd og ökumenn gefa í á ferð um hverfin af ótta við að það bjóði hættunni heim á árás ef þeir hægja ferðina. Yfirmaður herlögreglunnar í Salva- dor viðurkennir að ástandið sé svo spennuþrungið að ekkert megi út af bera svo að ekki fari allt í bál og brand. • Nýlega barði óður múgur tvo únga bræður sundur og saman eftir að þeir höfðu stolið þrem dollumm úr búð í fátækrahverfi í Salvador. Skömmu áður hafði 15 ára piltur á bifhjóli verið barinn til dauða eftir að hann ók á einhvern af slysni. Ástandið er að vísu verst í Salvador, en er ekki ósvipað í öðmm borgum. Nýlega ók bflþjófur á stolna bflnum á tré í Ríó de Janeiro. Fimmtíu manna hópur viðstaddra batt þjóf- inn við tré, lagði til hans með hníf- um, hellti yfir hann bensíni og kveikti í. Tálsmaður mannréttindahópsins „Nefnd um frið og réttlæti" segir að ekki þurfi mikið til svo að réttlæta megi lögleysuna, ekki þyrfti meira til en úri væri stolið eða deila risi við Dómstóll götunnar hefurfellt úrskurö sinn. Þessir menn eru sagðir hafa ver- iö viðriðnir eitur- lyfladreifingu og samborgarar þeirra í Ríó de Janeiro út- deila refsingunni. granna. „Þetta fólk berst fyrir lífi sínu og veit aldrei hvaðan næsta máltíð kemur. Þegar ástandið er því- líkt er kjúklingur eða nokkrir doll- arar dýrmæti og litið á þjófnað á því sem alvarlegan glæp.“ Aumur orðstír dómstólanna Fullnæging lögleysisdómanna sýn- ir hversu algerlega fátæklingamir hafa gefið upp alla von um opinbert réttlæti. Aumur orðstír dómstól- anna varð enn aumari nýlega þegar upplýstist að dómarar og lögfræð- ingar væru flæktir í margmilljón dollara svindl í félagslega trygginga- kerfinu. Vonbrigðin vegna dómstólakerfis- ins rista svo djúpt að í þrjú skipti á þessu ári hefur skrfll kveikt í lög- reglustöðvum á Salvador-svæðinu og dregið þaðan út fanga til að hljóta refsingu almennings. Maria Upajareida er félagsfræðing- ur sem lítur á almannarefsingar sem vitnisburð um óánægju hinna fá- tæku vegna vanhæfni yfirvalda til að leysa vanda þeirra. Aukin áfengis- neysla eykur líka á tilfinningahit- ann. Dómsmálaráðherra Brasilíu, Jarbas Passarinho, segir réttlætisfullnæg- ingu almennings auðmýkjandi fyrir ríkisvaldið, en hann bætir við að hans staða sé lík því að vera stillt upp við vegg án þess að geta nokkuð aðhafst. Fjórir af fímm eftir- lýstir glæpamenn Það kemur sjaldan fyrir að lögregl- unni takist að ná einhverjum úr höndunum á ofstopahópunum, auk þess að hún er of illa launuð og finn- ur ekki hjá sér hvatningu til að ráð- v.v*v*v. v.v.v.v % % %. ast gegn 300 manna æstu liði. Auk þess viðurkennir lögreglan að í fjór- um tilfellum af fimm sé um eftir- lýsta glæpamenn að ræða. Tcilsmaður Amnesty International skellir skuldinni á lögregluna fyrir að skapa ofbeldisandrúmsloft. Hann segir þá sem í hlut eiga vera vana pyntingum lögreglunnar og mann- drápum. „í þeirra augum er blóð al- vanaleg sjón," segir hann. Um leið og lögreglustjórinn í Sal- vador flettir í gegnum skrá þar sem skráð eru dráp á börnum, bankarán og almannarefsingar, segir hann sitt eina ráð til að stemma stigu við of- beldinu væri að setja fleiri menn í eftirlitsferðir. En lögreglumennirnir auka frekar á ótta íbúanna en traust til yfirvaldanna. Þegar höfð voru viðtöl við götu- böm nýlega kom fram að mörg þeirra vildu verða lögreglumenn, „svo að við getum rænt án þess að lenda í fangelsi," var skýringin. Ný- lega var lögreglustöð í Bahia lokað eftir að í ljós kom að þaðan var stjórnað einum stærsta bflaþjófa- hópi Brasilíu. Stolnu bflarnir voru geymdir á bflastæði lögreglunnar. Lýðurinn hefur fyllst hroka við að vera und- anþeginn réttlætinu En þó að lögreglan hafi ekki hrein- an skjöld hefur undanþágan frá réttlæti gefið lýðnum vissan hroka. Kaupmaður einn sem spurður var um almannadóma svaraði hryss- ingslega: „Þetta er bara auga fýrir auga.“ Hann rekur litla búð í ein- hverju ofsafengnasta hverfinu og játaði að hafa tekið þátt í fullnæg- ingu almannadóms. Hann kallaði það „sameiningaraðgerð samfélags- ins“. Ekki taka allir þessum aðgerðum með sama jafnaðargeðinu. Maria er móðir fimm barna. Hún segir: „Þegar mér var sagt að einhver hefði verið bundinn við kross og barinn til bana, sögðu allir að hann hefði átt það skilið vegna þess að hann hefði drepið svo marga. En innst inni fannst mér að það sé enn rangt að taka líf annarra." Myndi dauðarefsing eitthvað bæta? Almannadómsfullnægingar hafa svo aftur á móti átt sinn þátt í því að aftur er farið að ræða um að taka upp dauðarefsingu. Nýjustu skoð- anakannanir sýna að flestir eru henni meðmæltir. Dauðarefsing var tekin upp í Bras- ilíu í upphafi tuttugu og eins árs einræðisstjórnar hersins sem stóð allt til ársins 1985. Andstæðingar hennar og þeir sem börðust fyrir mannréttindum sökuðu stjórnina um að beita henni sem ógnun gegn pólitískum andstæðingum. Jafnvel rómversk-kaþólska kirkj- an, sem heldur því fram að hún hafi 80% þjóðarinnar innan sinna vé- banda, er klofin í afstöðu sinni til dauðarefsingar. Á árlegum biskupa- fundi tókst kirkjunnar mönnum ekki að koma sér saman um áiykt- un gegn dauðarefsingu vegna þess að biskuparnir 305 í landinu reynd- ust ósammála í afstöðu sinni. Talsmaður Amnesty International segir að fólk sé þegar farið að ræða um það sín á milli, að ef ríkisvaldið hafi rétt til að taka mannslíf, eigi það líka þann rétt. Hann segir að ef ríkisvaldið segi að dauðarefsing sé lausnin, gefi það bara manndráp- unum á götunum lögleiðingar- stimpil. ■ • Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavík 7.-13. júnl er I Arbæjarapotoki og Laugamesapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 2200 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls- og lyQa- þjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Sím- svari 681041. Hafnarfjöröur Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyrf: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apótekl sem sór um þessa vörslu, til W. 19.00. A helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakL Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandna Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, simi 28586. íMBKnaVOKE Læknavakt fyrir Reykjavfk, Setfjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. A Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapant- anir I sima 21230. Borgarspftalinn vaktfrá Id. 08- 17 alla virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sfmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I sim- svara 18888. Ónæmisaögeiðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heflsuvemdarstöö Reyfqavikur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garöabær Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafharfjoröur: Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sái- fræðilegum efnum. Slmi 687075. rahus Landspitalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadefldfo: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar ki. 15- 16. Heimsóknartiml fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hríngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartækningadeild Landsprtalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Allavirka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadelld 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn f Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga tl föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgídögum. - Vrfilsstaðaspitall: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jóscpsspitaii Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30._______________________________ Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkurtæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Sími 14000. Keflavik-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og ki. 19.00-19.30. Reykjavik: SeHjamames: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. HafnarQöröur. Lögreglan simi 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vesfmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyrí: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. fsaljöröur: Lögreglan sími 4222, slökkviliö simi 3300, bmnasimi og sjúkrabifreið sími.3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.