Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. júrií ÍÓ91 I .'•! Spurt er: Hvað meinar Jón Baldvin með samfloti við Norðmenn í EES-viðræðum? Slappara NATO og nýtt 9 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra játaði því aðspurður, í viðtali við Tímann s.l. fóstudag, að ein meginástæðan fyrir samfloti íslendinga og Norðmanna í viðræðum EB og EFTA um Evrópskt efnahagssvæði séu sameiginlegir öryggishagsmunir. Þ.e. að sterk staða íslands og Noregs hvað varðar öryggissamstarf í Evrópu styrki stöðu landanna í viðræðum við EB. Einnig segir ráðherrann, aðspurður um fundi sína með utanríkisráðherr- um landa EB í tengslum við utanrík- isráðherrafund NATO í síðustu viku: „Ég notaði tækifærið til að ræða sameiginlega öryggishagsmuni og benti utanríkisráðherrum Evrópu- bandalagsins á það að samningar um Evrópskt efnahagssvæði væru ekki mál sem snerist einungis um tolla, fisk og landbúnað. Heldur einnig samstöðu þessara þjóða þegar kemur að þýðingarmeiri hlutum hvað varðar ffamtíð öryggissamstarfsins, ekki síst í Norður-Evrópu." Nú velta menn því fyrir sér hvemig túlka megi þessi ummæli Jóns Bald- vins. Það liggur fyrir, að ísland er að- ili að Atlantshafsbandalaginu og sér- fræðingar, sem Tíminn hefur haft samband við, gerðu ráð fyrir að land- ið myndi gegna meginhlutverki í evr- ópskum öryggismálum áfram, eins og það hefur gert, og verða áfram að- alvettvangur öryggissamstarfs innan Evrópu. Sjálfstætt öryggisbandalag Evrópuríkja er ekki talið vera á döf- inni, þó svo talsmenn þess séu til staðar innan Evrópubandalagsins. Að sögn Steingríms Hermannsson- ar, formanns Framsóknarflokks og talsmanns hans í utanríkismálum, meta forystumenn Evrópubandalags- ins mikiís veru íslands í NATO og er ekki laustvið að þeirvilji ýmislegtfyr- ir ísland gera með hliðsjón af því. „í viðræðum sem ég átti við ýmsa leiðtoga Evrópubandalagsins, t.d. Kohl og Thatcher, kom fram að þess- ir forystumenn mátu mikils að við værum í Atlantshafsbandalaginu og vildu augljóslega eitthvað fyrir okkur gera í því sambandi," segir Steingrím- ur. „Ég hins vegar taldi ekki koma til greina að blanda þessu tvennu saman og tel varasamt að vera með kröfur um betri samninga af þessum ástæð- um.“ En nú spyrja menn sig hvort Jón Baldvin sé að því. Með hliðsjón af um- mælum hans um sterka stöðu íslands hvað varðar öryggismál í Evrópu og framtíð öryggissamstarfs og áður- nefhdum staðreyndum þess efnis að Atlantshafsbandalagið verður að öll- um líkindum áfram meginvettvangur öryggissamtarfs Evrópuríkja, mætti hæglega draga þá ályktun að ráðherra sé að gefa í skyn við samningsaðila innan EB að ef ekki náist góðir samn- ingar muni vera íslands í Atlantshafs- bandalaginu verða endurskoðuð af hálfu íslenskra stjómvalda. Stjómvöld og embættismenn tala óskýrt í málinu og fást ekki ótvíræð svör við því, hvað er átt við þegar tal- að er um sterka stöðu íslands í örygg- ismálum, sem helgast m.a. af land- fræðilegri legu landsins, í sömu and- rá og talað er um samninga við Evr- ópubandalagið um Evrópskt efnahagssvæði. Getur ísland, í sam- floti með Noregi, notað öryggishags- muni sem einhvers konar tromp í viðræðum um Evrópskt efnahags- svæði? „Ég held að það sé út af fýrir sig eðli- legt að draga þá ályktun að þegar það kemur að því að meta stöðuna í heild sinni, þá koma náttúrlega pólitískir þættir inn í þessar viðræður. Og bak- grunnurinn er m.a. staða íslands sem Evrópuþjóðar, staða fslands út frá hemaðarlegu sjónarmiði og svo framvegis. Það er væntanlega út frá þeim skilningi sem ráðherra hefur komið inn á þetta," segir Gunnar Gunnarsson í utanríkisráðuneytinu, en hann var með Jóni Baldvin Hanni- balssyni á fundi utanríkisráðherra NATO í Kaupmannahöfn í síðustu viku. GS. Unnið að nýjum vísitölugrunni sem verða á til- búinn um áramót. Núgildandi grunnur vitlaus: Bíllinn rangt metinn í vísi- tölugrunninum Tveir menn játa stórsmygl á hassi: REYNDU AÐ FLYTJA INN ALLT í ALLT 15.5 KG Sveinn Torfi Sveinsson verkfræð- ingur hefur reiknað út að bíllinn eigi að gilda 1,94 stig í vísitölu- grunninum, en ekki 1,5 stig eins og Hagstofan reiknar með. Samkvæmt útreikningum Sveins Torfa eru heimilin í landinu 61.805. Fólksbílaeign landans er 119.731 bflar. Þetta gerir 1,94 fólksbfla á fjöl- skyldu. Því ætti hlutur fólksbfls að vera 1,94 samkvæmt þessu, en ekki 1,5. Hér er því um töluverða skekkju að ræða. Kostnaður vegna eigin bifreiðar er 396 þúsund kr. á ári, ef reiknað er með hlutfallinu 1,5. Hins vegar er kostnaðurinn 512 þúsund á ári, ef reiknað er með 1,94. Hér er því um töluverðan mun að ræða, eða 116 þúsund krónur á ári. Reiknað er með að matarkostnaður heimilanna sé 480 þúsund krónur á ári eða ívið lægri en kostnaður vegna bifreiðar, ef miðað er við 1,94. Því er, samkvæmt niðurstöðu Sveins Torfa, dýrara að reka bfl en kaupa sér í matinn. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri sagði í gær að ekki væri rétt að taka út aukningu á einhverri einni vörutegund í vísitölugrunninum og fullyrða að vægi hennar í neyslunni aukist að sama skapi. Skoða verði aðra vöruflokka líka. Þar að auki væru talsvert margir fólksbflar ekki í eigu einstaklinga, heldur fyrir- tækja. Hallgrímur segir að vafalaust hafi orðið breytingar á samsetningu vísi- tölugrunnsins frá þeim tíma sem hann var tekinn upp. Þær breyting- ar munu koma fram þegar vísitalan verður reiknuð út frá nýjum grunni um næstu áramót. Hallgrímur sagðist búast við að vægi matvöru hefði minnkað í nú- gildandi grunni, en vægi annara hluta aukist — hugsanlega bflsins þar með. Neyslukönnun var gerð á árunum 1985-1986 og nýr vísitölugrunnur síðan ákvarðaður út frá niðurstöð- um hennar árið 1988. Ný neyslukönnun var gerð árið 1990. Enn er verið að vinna úr henni, en búist er við að nýr vísi- tölugrunnur taki gildi um næstu áramót. Lögum samkvæmt á að endurskoða vísitölugrunninn ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. —SIS Vjftamikill innflutningur á hassi hef- ur nú verið upplýstur af fíkniefna- deild Iögreglunnar. Tveir reykvfskir karlmenn, annar fertugur og hinn 45 ára, hafa játað að hafa reynt að flytja inn 10 kg af hassi í maí s.l. Sá yngri játaði einnig að hafa áður smyglað inn 5.5 kg af sama efni. Mennimir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald 17. maí s.I. til 19. júní. Var öðr- um sleppt á sunnudag og hinum á mánudag. Þeir hafa aldrei komið við sögu fíkniefnalögreglu áður. Málavextir eru með þeim hætti að þann 3. maí finnur hollenska fíkni- efnalögreglan hassið í vélarhlutum, sem tvímenningamir höfðu keypt þar í landi til að leyna efninu og flytja hingað til Iands. íslensku fíkniefhalögreglunni var til- kynnt um efnið og síðan var unnið sameiginlega að rannsókn málsins. Lagt var hald á efnið, þannig að það kom aldrei hingað til lands. Var fljót- lega ljóst að karlmennimir tveir tengdust málinu. Vömsendingin fer frá Hollandi 9. maí og kemur hingað til lands 13. maí. Annar maðurinn sækir sendinguna í toll og er síðan gripinn þar sem hann er að koma vör- unum fyrir í bflskúr í Reykjavík. Hinn maðurinn er síðan handtekinn í framhaldi af því. Hefst þá rannsókn málsins af fullum þunga og leiðir hún í ljós að mennimir tveir hófu að und- irbúa ferðina í apríl s.l. Hlutverk eldri mannsins átti að vera fjármögnun, en sá yngri átti að sjá um dreifingu á efn- inu. Rannsóknin leiddi einnig í Ijós að í maí 1989 fór sá yngri til Hollands og keypti þar 3.5 kg af hassi. Hann keypti þar bfldmslu og faldi efnið í henni og sendi með skipi hingað heim. Síðan sótti hann bílinn, en komst að því að efnið var ónýtt. Einnig fór sá yngri til Hollands í apríl árið 1990 ásamt öðr- um manni og keypti þar 2 kg af hassi. Hann flytur það sjálfúr heim með far- angri og sá sem fór með honum, þrí- tugur Reykvíkingur, sá um að dreifa meirihluta af því efni. Hann hefur ekki komið við sögu fíkniefnadeildar áður. Er þá ljóst að annar maðurinn, sá yngri, hefur staðið að smygli á sam- tals 15.5 kg af hassi, þar af 3.5 kg af ónýtu efni, frá árinu 1989. Er málið talsvert viðameira en áður var talið. -GS. Náttúruiyf unnin úr hreindýrshomum í Magadan: ■ ■■ * lyf sem mælast ekki í blóðinu A blaðamannafundi með sérfræð- ingunum frá Magadan, sem stadd- irvoruhérá landi til þ es s að kynna sér íslenskan landbúnað, kom það fram að tim 60.000 hreindýr eru í Magadan og að það er ekki eln- gongu kjötíð á dýrunum sem er nýtt, heldur lika homin. Úr þeim eru búin til vinsæl náttúrulyf. Þessi lyf eru sögð vera örvandi og mælast ekki í blóði þeirra einstak- linga sem taka þau. íþróttamenn í Sovétríkjunum eru sagðir neyta náttúrulyíjanna, því þeir telja sig ná betri árangti í íþróttum með neysiunni. Þorsteinn Tómasson hjá Rann- sóknarstofnun iandbúnaðarins sagði að það væru einkum Austur- landabúar, sem keyptu þessi lyf, og þau væru nokkuð dýr. Neytendur þar eystra teldu iyfin góð til þess að auka almenna hreystí, bæði andlcga og líkamlega. Þorsteinn sagði að deiia mættí um það hvort þetta væru lyf eða heilsubætandi cfni. Þetta væri kannski svipað og ginseng, sem er náttúruafurð og selt er hér á landi. Hann sagði að efnið væri hvetjandi og tekið inn á vissan hátt sem lyf. Þetta væri þó náttúrieg afiirð og myndi því ekki mælast sem citt- hvað neikvætt í blóðinu hjá þelm sem neyttu þess. -UÝJ Tóti trúður skemmtir fólki á skemmtun Átaks gegn áféngi. Skemmtun Átaks gegn áfengi var vel sótt Laugardaginn 25. maí síðastiiðinn hélt Átak gegn áfengi fjölskyldu- skemmtun í Vinabæ. Markmiðið með skemmtuninni var að fá fólk á öllum aldri tíl þess að koma og skemmta sér saman. Um 300 manns tóku þátt í skemmtuninni og gafst hún mjög vel. Jón Guðbergsson, fulltrúi Áfengis- varnaráðs, stjórnaði skemmtuninni. Margir skemmtikraftar komu fram og má þar nefna Bjartmar Guðlaugs- son, Tóta trúð og nemendur úr fim- leikadeild Ármanns; töframaður sýndi listir sínar og sigurvegarar í „Free Style“ keppninni ‘91 sýndu dans. Hljómsveitin Diddi lék síðan fyrir dansi. Margir af skemmtikröft- unum gáfu vinnu sína. Aðgangseyr- ir, svo og allar veitingar, voru fríar. Stórstúka íslands, Áfengisvarnaráð, Ábyrgð, Mjólkursamsalan, Magnús Th. Blöndal, Sól hf. og Almenna auglýsingastofan hf. styrktu skemmtunina. Áætlað er að fleiri svona skemmt- anir verði haldnar, þar sem þátttaka var mjög mikil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.