Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 15
■Miðvikudagur 12: júrií 1991 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Körfuboltaskólar: Pétur kennir í Digranesi Körfuknattleiksdeild Breiða- bliks í samvinnu við Pétur Guðmundsson, landsliðsmann í körfubolta, standa fyrir körfuboltaskóla fyrir drengi og stúlkur alls staðar að af land- inu. Skólinn hófst í gær, en stend- ur til laugardags. Krakkar fæddir 1977-1980 æfa kl. 14-17 og krakkar fæddir 1973-1976 æfakl. 18.30-21.30. í skólanum verða fjölbreyttar æfingar og keppnir á hverjum degi. Vegleg verðlaun verða veitt í lokin. Allir þátttakendur fá körfuboltaboli og fleira. Skólinn er starfræktur í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Birgir leiðbeinir krökkum í Borgarnesi Körfuboltaskóli UMSB verður haldinn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi dagana 18.-21. júní. Piltar og stúlkur fædd 1979-1982 æfa kl. 16- 19, en þeir sem fæddir eru 1974-1978 æfa kl. 19-22. Aðalþjálfari í skólanum verð- ur Birgir Mikaelsson, þjálfari og leikmaður úrvalsdeildarliðs Skallagríms. Þátttaka tilkynnist í íþrótta- miðstöðina í Borgarnesi í síma 93-71444 fyrir kl. 16 sunnu- daginn 16. júní. Golf: Opna Búfiskmótið og stigamót á Hellu Á laugardaginn verður haldið á Strandarvelli á Hellu opna Búfiskmótið í golfi og hefst það kl. 8.00. Leiknar verða 18 hol- ur með og án forgjafar. Auk hefðbundinna verðlauna verða ýmis önnur verðiaun veitt, en það eru allt veiðiverð- laun í Rangárnar 1992. Jafnframt þessu móti fer fram stigakeppni til landsliðs. Skráning í stigamótið fer fram í golfskálanum fimmtu- daginn 13. júní kl. 16-20 og í Búfiskmótið föstudaginn 14. júní kl. 13.30- 20.00 í síma 98- 78208. Siglingar: Siglt frá Reykjavíkurhöfn í Fossvog Laugardaginn 1. júní fór fram að- fararkeppni sjómannadagsmóts á kjölbátum. Siglt var frá Reykjavík- urhöfn í Fossvog. Sunnudaginn 2. júní fór síðan fram sjómannadags- mót, bæði á kjölbátum og kænum. Veðrið lék við keppendur, þótt vindur hefði mátt vera meiri. Mótið var haldið af siglingafélaginu Ými í Kópavogi í tengslum við dagskrá við Kópavogshöfn. Úrslit urðu sem hér segin Abfararkeppni kjölbáta: Bátur Skipstjóri Félag 1. Mardöll Bjami Hannesson Vogur 2. Dögun Steinar Gunnarss. Brokey 3. Eva Áskell Agnarsson Brokey Sjómannadagsmót, kjölbátar. 1. Svala Garðar Jóhannsson Ýmir 2. Mardöll Bjami Hannesson Vogur 3. Borg Benedikt Alfonsson Brokey Sjómannadagsmót Kcenur opinn fíokkur: 1. Finn Guðmundur Björgvins. Ýmir 2. Star Rúnar Steinsson Ýmir Jón Leví Hilmarsson Ýmir 3. Laser Páll Hreinsson Ýmir Sjómannadagsmót optimist: 1. Guðni D. Kristjánsson Ýmir 2. Ragnar Þórisson Ýmir 2. Snorri Valdimarsson Ýmir ?L FAHR Hákon Sverrisson úr Breiðabliki átti ágætan leik með unglingalandsliðinu gegn Wales í gærkvöld. Tímamynd PJetur Spúrs ARMÚLA 11 - 1SB REYKJAVlK - SlMI S1-SS15QO - FAX 31-6803-45 LANDSLIÐID TIL SKOTLANDS OG í C-KEPPNI í PORTÚGAL Góð slóttuþyrla skiptir öllu móli • deutz fahr sláttubyrlur eru nfösterkar og endingargóöar, og hafa reynst fslenskum bændum einstaklega vei. • deutz fahr siáttubvriur eru meö öiium festingum og búnaöi sem barf til aö ten^ja knosara viö begar börf er á. • deutz fahr siáttubvriúr eru fáanlegar meö vökvalyftibúnaöi bannig aö ökumaöur getur fært vélina f og úr flutnings- og vinnslustööu án bessa aö yfirgefa ekiissæti traktorsins. • deutz fahr sláttubvriur eru fáaniegar f vinnslubreiddum i,65m, i,85m, og 2,iomi • DEUTZ FAHR sláttubyrlur eru fáanlegar fyrir frambyggt brítengi og afiúrtak. Vlnnslubreiddir 2,i0m, 2,45m og 2,65m íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum, sem taka mun þátt í landskeppni í Skotlandi og C- Evr- ópubikarkeppni í Portúgal, hefur verið valið. Á sunnudaginn verður keppt í Skotlandi gegn heimamönnum, ír- um, N-írum og Wales-búum. Dag- inn eftir verður haldið til Viseu í Portúgal, en helgina 22.-23. júní verður þar haldin C-Evrópubikar- keppni. Þar verður keppt gegn eftir- töldum þjóðum: Karlar: Danmörk, Holland, írland, Noregur og Portúgal. Konur: Aust- urríki, Danmörk, írland, Noregur og Portúgal. Eftirtaldir einstaklingar hafa verið valdir til þátttöku í þessum mótum. Konur: Súsanna Helgadóttir, Guð- rún Arnardóttir, Þuríður Ingvars- dóttir, Ólöf Þ. Magnúsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Martha Ernst- dóttir, Ingibjörg ívarsdóttir, Sunna Gestsdóttir, Þórdís Gísladóttir og íris Grönfeldt. Karlar: Einar Þ. Ein- arsson, Egill Eiðsson, Gunnar Guð- mundsson, Finnbogi Gylfason, Jón Stefánsson, Jóhann Ingibergsson, Ólafur Guðmundsson, Daníel Smári Guðmundsson, Friðrik Larsen, Hjörtur Gíslason, Jón Oddsson, Ein- ar Kristjánsson, Sigurður T. Sig- urðsson, Pétur Guðmundsson, Vé- steinn Hafsteinsson, Unnar Garð- arsson, Sigurður Einarsson og Guð- í Skotlandi, en þar mun Unnar mundur Karlsson. Garðarsson kasta spjótinu í hans Sigurður Einarsson keppir þó ekki stað. BL 3-5 í kvöld: VÍKINGAR TIL EYJA Fjórða umferð 1. deildarkeppn- innar-Samskipadeildar íslands- mótsins í knattspyrnu hefst í kvöld með leik ÍBV og Víkings í Eyjum kl. 20.00. Ánnað kvöld verður stórleikur þegar toppliðin Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Þá leika einnig Stjarnan og Víðir í Garða- bæ. Á föstudagskvöld lýkur umferð- inni með leikjum Fram og KA á Laugardalsvelli og UBK og FH á sandgrasvellinum í Kópavogi. Staðan í 1. deild- SAMSKIPADEILDINNI Valur .......3 3 0 0 5-0 KR...........3 2 Breiðablik .3 2 ÍBV..........3 2 Víkingur.....3 KA .........3 Stjarnan.....3 FH...........3 Fram .......3 0 1 2 3-5 1 Víðir........3 0 0 3 1-8 0 Mjólkurbikarkeppnín knattspyrnu: Fylkismenn leika gegn Skagamönnum — í 3. umferð keppnjnnar Dregið hefur verið í 3. umferð Mjólkurbikarkeppninnar i knatt- spyrnu, en leikirnir fará fram þriðjudaginn 25. júní. Keflvík- ingar tryggðu sér sæti í 3. um- ferðinni með 1-0 sigri á Grindvíkingum í fyrrakvöld. Eft- irtalin lið leika saman: Huginn-Þróttur Nes. Þór Ak.-Tindastóll Dalvík-Leiftur Þróttur R.-ÍBK ÍA-Fylkir Haukar-ÍK í næstu umferð bætast 1, deild- arliðin tíu í hópinn. BL ERLENDIR PUNKTAR • Hinn 42 ára gamli hnefa- leikakappi, George Foreman, er nú að velta þeim möguleika fýrir sér að berjast við sjálfan Mike iy- son. Fyrir vikið á Foremarj að fá í sinn hlut 15 milljónir dala, eða 915 milljónir íslenskra króna. • IanBranfoot, þjálfari fr í Crys- tal Palace, hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri enska 1. deildarliðsins Southampton. • Ian Portefield var í gær (ráðinn framkvæmdastjóri Chelsea, í ensku 1. deildinni í knatts|pyrnu. BL EM unglingalandsliða í knattspyrnu: Þórður misnotaði dauðafæri Johnsonfékk hjartaáfall Joe Johnson, fyrrum heimsmeistari í snóker, var fluttur á sjúkrahús í heimalandi sínu Englandi í gær- kvöld, eftir aö hann haföi fengið hjartaifall. Johnson, sem er 38 ára gamall, fær að fara heim af sjúkrahúsinu eftir 10 daga. Johnson, sem komið hefur hingað til lands að sýna íþróttina, varð heimsmeistari 1986, eftir óvæntan sigur á Steve Davis. BL ísland og Wales geröu marka- laust jafntefli í unglingalands- leik í knattspyrnu á Varmárvelli í Mosfellsbæ í gærkvöld. Leik- urínn var liður í undankeppni Evrópumóts U-18 ára landsliða. Jafnræði var með liðunum, en ís- lenska liðið var þó sterkara liðið á vellinum. Besta marktækifæri leiksins féll ís- lenska liðinu í skaut, en Þórður Guðjónsson Skagamaður skaut yfir af markteig 10 mín. fyrir leikslok, en hann var þá einn gegn markverði. ísland hefur nú 2 stig í riðlinum, en Englendingar eru efstir með 7 stig, Belgar hafa 3 stig, en Walesbú- ar hafa 2 stig eins og okkar strákar. BL Frj álsar íþróttir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.