Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 12. júní 1991 Miðvikudagur 12. júní 1991 Tíminn 9 sóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá: HREMMINGUM MOGILSAR LOKI0> GRUNDVÖLLUR LOKS TRAUSTU R Eftlr Helga Þórhallsson_____________t,™****^ Aö Mógilsá er ræktaö mikið af trjáplöntum. Mest er ræktaö af svonefndu rússalerki,*sem náö hefur ailt aö 15-20 metra hæö f Guttormslundi í Hallormsstaöarskógi. Hér sjást nokkrar alaskaaspir sem notaðar hafa verið sem móðurplöntur fyrir græölinga. Næst öspunum stendur Jón Loftsson skógræktarstjóri og í forgrunni sést Ámi Bragason, forstööumaöur skógræktarstöðvarinnar aö Mógilsá. Starfsemi Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins er nú að komast í fullan gang eft- ir hlé, sem varð vegna deilna og uppsagna starfsmanna á árinu 1990. Málið, sem snertir deilur um rannsóknaverkefni fyrrverandi starfsmanna, er ennþá í höndum ríkissaksóknara. „Við horfum fram á við og hugsum lítið um þetta og það háir okkur ekkert. Við höldum áfram með eldri verkefni og erum einnig komin með ný,“ sagði Árai Bragason, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar ríkisins á Mógilsá, er blaðamenn voru boðaðir þangað í gær. Áherslubreytingar Á fundinum kom fram að með þeirri upp- stokkun, sem orðið hefur hjá rannsókar- stöðinni, hafi gefist tækifæri til að endur- meta starfið og gera áherslubreytingar. Þar starfa nú um 13 sérfræðingar og sex þeirra eru fastráðnir. Árni sagði að áherslubreyt- ingarnar fælust helst í því að ráðinn var sérfræðingur sem sinnir landgræðslu- skógum og vistfræðirannsóknum tengd- um birki. Umsjón með þessum rannsókn- um hefur Ása L. Aradóttir. Árni segir þetta vera algerlega nýtt svið og rannsóknir á þessu sviði séu nýjar og hafi ekki verið sinnt af hálfu Skógræktarinnar áður. Árni segir starfsemina vera í sífelldri þróun, eins og sé eðlilegt í rannsóknarstörfum. Hremmingum lokið „Við mannabreytingarnar sem urðu feng- um við mikil viðbrögð frá öðrum aðilum, þar á meðal frá starfsmönnum Skógræktar ríkisins. Það eru engar deilur innan Skóg- ræktar ríkisins, því þær eru úr sögunni," segir Árni. Hann segir menn hafa séð það að deilurnar hafi háð allri starfseminni og þá ekki eingöngu á Mógilsá, heldur líka annars staðar innan Skógræktar ríkisins. Þess vegna hafí myndast um það góð sam- staða að skapa starfseminni farsælan grundvöll. „Ég kom hingað eftir að deil- urnar höfðu náð hámarki og það má segja að enginn hafi skilið lengur að öllu leyti í hverju þær fólust." Árni segir að m.a hafi margs konar smáatriði ráðið þar ferðinni. Nú segir hann að tekist hafi gott samband við m.a. Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, bændaskólana á Hvanneyri og á Hól- um, Garðyrkjuskólann og Landgræðsluna og samstarfið sé eflaust betra heldur en nokkurn tímann hafi verið áður. Hann seg- ir það skýrast af því að allir hafi verið til- búnir að hjálpa Rannsóknarstöðinni á Mó- gilsá af stað á nýjan leik. Árni segir byrjun- ina og þróunina síðan ganga betur en nokkur þorði að vona. Hann segist hafa haldið að minnst tvö ár þyrfti til að koma starfseminni aftur af stað, en sjái nú fram á að starfsemin verði komin á mjög gott skrið nú í sumar og næsta vetur. Um það hvort rannsóknarstöðin heyrði undir landbúnaðarráðuneytið eða um- hverfísráðuneytið, eins og rætt hefur verið um, kvað Árni það ekki skipta neinu máli hvað rannsóknaráherslur snerti. Hann sagðist hafa sínar skoðanir á því máli, en vildi ekki tjá sig um þær. 130 tegundir prófaðar Ámi sagði að unnið væri að ýmsum fleiri málum en landgræðsluverkefnum. Hann sagði að á næstunni yrði lögð áhersla á svo- kallaðar „tegunda- og kvæmarannsóknir". Hann sagði að þær fælu í sér að ákveðið tré væri valið af ákveðnu svæði og væri tekið fræ af því, sem væri kallað kvæmi. Hann sagði að undanfarin ár hefðu verið prófaðar um 130 trjátegundir og kvæmi hafi verið prófuð frá u.þ.b 1000 stöðum á jörðinni. Þessar rannsók- ir segir Ámi því ganga út á það að finna hvar hentugast sé að sækja efnivið. Á þessar rann- sóknir hefur verið lögð höfuðáhersla, segir Ámi. Hann segir að nú starfi að þessum rann- sóknum skógfræðingamir Aðaisteinn Sigur- geirsson, sem er að ljúka doktorsritgerð sinni þessa dagana, og Þórarinn Benedikz skógfræð- ingur. Hann segir þá skoða allar tegundir og þetta verkefni sé ekkert síður fyrir hefðbundna skógrækt en Landgræðsluna. Ámi sagði að stöðugt væm í gangi ræktunartilraunir, sem Sigvaldi Ásgeirsson sæi um. Jafnhliða þessu sagði hann að unnið væri að rannsóknum á meindýrum í skógum, sem dr. Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur sjái um, en þær hóf meðal annarra Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstöðumaður á Mógilsá. Gjöf frá Noregskonungi Blaðamönnum var boðið að skoða skógrækt- arsvæði Rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá. Það kom fram, að stöðinni var komið á fót fyr- ir andvirði gjafar, sem ólafur Noregskonungur færði íslendingum 1961, og var skilyrði henn- ar það að fénu yrði varið til að efla skógrækt á íslandi. Skógræktarstöðinni var valinn staður að Mógilsá á Kjalamesi og hófst bygging henn- ar vorið 1964. Skógrækt hófst þar um svipað leyti og er undravert hversu gróskumikill skógur hefur risið á svæði stöðvarinnar frá þessum tíma. 15 þúsund hektarar Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði við þetta tilefni að þau verkefni, sem beint væri til Skóg- ræktar ríkisins, væm sífellt að aukast Þar átti hann aðallega við verkefni sem tengjast rækt- un bænda. í því sambandi gat hann verkefnis á Fljótsdalshéraði, sem felur í sér ræktun um 15 þúsund hektara á svæði fyrir ofan Egilsstaði. Hann sagði þetta vera stærsta verkefni í skóg- rækt, sem hleypt hefði verið af stað. Jón sagði tengsl garðyrkjubænda við rannsóknaraðila vera tryggð með stofhun svonefhds fagráðs, sem er ráð þeirra aðila sem málið snertir. Hér sést rússalerki í tugþúsundavís. Kannski verða þessar litlu plöntur einhverntímann uppistaða mikils skógar. Árni Bragason, forstöðumaður að Mógilsá, sýndi blaðamönnum skóg skógræktarstöðvarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.