Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 12. júní 1991 UTLOND Iraski stjómarherinn: Brytjar niður sjjta- múslima í Suður-írak Formælendur þýska utanríkisráðuneytisins sögðu í gær að írösk stjómvöld meðhöndluðu íraska sjítamúslima af „ótrúlegri grimmd“ og að íraski stjómarherinn stráfelldi þá í suðurhluta iandsins. Utan- ríkisráðherra Þýskalands, Hans- Dietrích Genscher, ræddi við fuil- trúa íraskra sjítamúslima í Bonn á mánudaginn og er mjög áhyggju- fullur, að sögn formælenda ráðuneytisins. Þeir sögðust hafa aðrar heimildir, sem styddu frásagnir sjítamúslimanna um grímmdarverk íraska stjóraarhersins. Formælendur þýska utanríkisráðu- neytisins sögðu að starfsmenn ráðu- neytisins mundu taka málið upp hjá Evrópubandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Ríkisrekna útvarpsstöðin í Teheran í íran greindi frá því í gær að íraskar herþotur vörpuðu sprengjum á flóttamenn sjíta, sem væru innikró- aðir í votlendi í suðurhluta íraks, og að íraski herinn væri að undirbúa lokasóknina gegn þeim. Útvarpið Fréttayfirlit SRINAGAR - Indverskar örygg- issveítir skutu 17 óbreytta borg- ara tll bana í míðborg Srinagar í gær, þar af elna aldraða konu og 10 ára gamlan dreng. Skothrfð öryggissveitanna tylgdí i kjölfar árásaraðskilnaðarsinna á örygg- issveitimar, að sögn vitna, og skutu öryggissveitamennimir á allt sem fyrir varð. ISTANBÚL - Leiðtogi kúrdískra uppreisnarmanna, Jalal Tala- baní, sagði í gær aö samninga- viðræður viö Saddam Hussein um sjálfestjómarhérað Kúrda í Norður- (rak gætu dregist f marga mánuði. Talabani sagði þetta skömmu eftir að dagblað iraska vamarmáianáðuneytisins, Qadissiyah, greindi frá þvi aö samningar við uppreisnarmenn væru á næsta leiti og að jákvætt andrúmsloft væri yfir viðræðun- um. BRÚSSEL * Haft er eftir heim- ildum í Atlantsbafebandalaginu (NATO) að Sovétstjómin hafi samþykkt að eyöa meira en 10 þúsund vopnum og vopnahlut- um, sem flutt vom úr Evrópu, og er þetta liður I samkomulagi til að liðka fyrir afvopnunarsamningn- um CFE, sem 22 riki Varsjár- bandalagsins og NATO gerðu með sér í Paris í nóvember sið- asöiðnum um takmörkun hefð- bundinna vopna f Evrópu Búist er við aö gengið veröi frá CFE- afvopnunarsamningnum á næstu vikum. MOSKVA - Háttsettur ráðgjafi Gorbatsjovs Sovótforseta sagði i gær aö sú efnahagsaðstoð, sem vestræn rlki vildu ekki láta Sovét- mönnum í té, gæti ekki oröið tH þess að leysa vanda sovésks efnahags, hvort sem hún væri með eða án strangra skilyrða. Hann sagði að spumingin snerist um hvort Sovétmenn fengju að- gang að ijármálamarkaöi heims- ins eða ekki. Sovétmenn þyrftu á lánum að halda, sem borguð yrðu aftur. Aðstoðarforsætisráð- herra Sovétrikjanna, Fyodor Senko, sagði i gær að sovéskur landbúnaöur væri í mikilli kreppu og ffamleiðsian hefðí minnkað í fyrsta sklpti i mörg ár. MANILA - Þrýstingur hélt áffam að aukast I gær f eldfjallinu Pin- atubo á Filippseyjum og búist var við öfiugu sprengigosi á hverri stundu. Bandarisk herfiugstöð, Clark, er talin í mikilli hæftu og jafnvel taldar líkur á að heimingur hennargeti grafist i hraun. Fimm- tán þúsund Bandaríkjamenn hafa veriö fluttir frá stöðinni, en rúmlega eitt þúsund manns uröu eftir og halda uppi öfiugri Öryggis- gæslu vegna ótta um að heima- menn fari ránshendi um stöðina, KARACHI - Aö minnsta kosti 116 létust á mánudaginn i Pakist- an vegna of mikilia hita og hafa þá alls 418 manns látist á siðustu tíu dögum, samkvæmt opinber- um tölum. Hitinn hefur farið i allt að fimmtiu gráður á selsíus, en mesti hiti, sem mælst hefur í Pak- istan, var 53 gráður árið 1919. Formælandi veðurstoiriunarinn- ar í Pakistan sagði að hitinn mundi fara lækkandi á næstu dögum, en mjög heitt yrði sarnt þangað tii monsúnrigningarnar hælúst um miðjan júli. Reuter-SÞJ sagði að um 100 þúsund vel vopnað- ir íraskir hermenn sæktu nú að flóttamönnunum. Fregn útvarpsins kom á sama tíma og stjórnarand- stöðuleiðtogi íraskra sjítamúslima, Ayatollah Mohammad Baqer al-Hak- im, hvatti til að sett yrðu upp sams- konar verndarsvæði fyrir flótta- menn sjíta í suðri eins og fyrir flóttamenn Kúrda í norðri. írönsk stjórnvöld telja að allt að ein milljón manns séu í felum í votlend- inu og stór hluti þeirra séu upp- reisnarmenn og liðhlaupar úr íraska hernum. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna í íran sögðu í síðustu viku að íraskir hermenn hefðu um- kringt flóttamennina til að koma í veg fyrir að þeir kæmust til írans og aðeins um 70 þúsund flóttamenn hefðu náð að forða sér yfir Ianda- mærin. í gær skýrðu þeir svo frá því að sjítar, sem flúið hefðu til írans, væru farnir að snúa aftur til íraks, þrátt fyrir fregnir um að sjítar væru stráfelldir af íraska stjórnarhernum. Reuter-SÞJ Flóttafólk frá frak í íran. Sprengjutilræði í Mflanó og Bologna Tvær sprengjur sprungu nærrí stofnunum á vegum Spánveija í borgunum Mflanó og Bologna á ítah'u í fyrrinótt. Fjórir lögreglu- menn slösuðust lítillega, en miklar skemmdir urðu af völdum sprengj- anna. Lögreglan fann sprengjuna í Mílanó áður en hún sprakk. Hún var fyrir utan skrifstofur spænska flugfélags- ins Iberia. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til, en þeim tókst ekki að gera hana óvirka áður en hún sprakk. Fjórir lögreglumenn slösuð- ust lítillega í sprengingunni, sem olli miklum skemmdum á skrifstof- um spænska flugfélagsins. Sprengj- an í Bologna sprakk við anddyri spænsks háskóla í borginni og olli nokkrum skemmdum á honum og næsta umhverfi en engu manntjóni. Þrjár sprengjur sprungu nærri spænskum stofnunum í Róm þann 28. maí síðastliðinn. Ein sprengjan sprakk við spænska sendiráðið og önnur við skrifstofur Iberia í borg- inni. Ekkert manntjón varð í spreng- ingunum. Skæruliðasamtökin ETA, sem berjast fyrir sjálfstæði Baska á Spáni, lýstu yfir ábyrgð sinni á til- ræðunum. Formælandi spænska sendiráðsins á Ítalíu sagði mjög lík- legt að ETA hefðu staðið að baki sprengjutilræðunum í gær. Reuter-SÞJ Pavlov dregur upp dökka mynd af efnahagsástandinu í USSR: Segir samt versta hjall- ann að baki Kristiansand í Noregi: 24 menn af „uppreisn- arskipinu“ urðu eftir Eþíópska flutningaskipið „Drottn- ingin af Sheeba“, sem siglt var til Kristiansand í Noregi í síðustu viku eftir að uppreisn hafði veríð gerð um borð, fór til Þýskalands í gær án 23 sjómanna og eins laumufarþega, sem beðið hafa um pólitískt hæli í Noregi. Uppreisn var gerð á skipinu þegar það var á siglingu á Ermarsundi á leiðinni til Bremen í Þýskalandi með kaffifarm frá Eþíópíu. Sjómennirnir urðu hræddir við að snúa aftur til Eþíópíu eftir að upp- reisnarmenn tóku stjórn landsins í sínar hendur úr höndum harðstjór- ans Mengistu Haile Mariam í lok maí. Þeir vildu ekki fara til Þýskalands og neyddu skipstjórann til að sigla til Noregs, þar sem þeir höfðu heyrt að Norðmenn væru miklir „mann- vinir". Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Valentin Pavlov, dró í gær upp dökka mynd af efnahagsástand- inu í Sovétríkjunum og sagði að næstu tveir mánuðir mundu ráða úrslitum um hvort takast mundi að koma á stööugleika í sovésku efnahagslífi eða ekki. Pavlov sagði það skipta miklu máli hvernig stjómmálaástandið í landinu þróaðist á næstu mánuð- um. Forsætisráðherrann taldi hins vegar að erfiðasti hjallinn væri að baki. Efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hefðu komið í veg fyrir algjört hrun, minnkað við- skiptahallann við útlönd og komið í veg fyrir hungursneyð. „Sovésk- ur efnahagur hefur ekki enn sýnt nein batamerki, en hraðminnk- andi framleiðsla hefur verið stöðv- uð á árangursríkan hátt,“ sagði hann. Pavlov, sem hefur sakað vestræna stjórnmálamenn og bankastjóra um að reyna að koma á frekari óróa í sovésku efnahagslífi, sagði að Sovétmönnum hefðu ekki bor- ist eins mikil lán og þeim hafði verið lofað. Þessu hafi þurft að mæta með því að minnka inn- flutning um 45%. Pavlov sagði að olíuútflutningur hefði minnkað um 49% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við árið í fyrra, timburútflutningur um 45% og járnútflutningur um 61%. Hann sagði að viðskiptahallinn fyrstu fimm mánuðina hefði verið 32,2%. Reuter-SÞJ Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.