Tíminn - 12.06.1991, Page 16

Tíminn - 12.06.1991, Page 16
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvogotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 _ HÖGG- DEYFAR Verslið hiá fagmönnum U) varahlutir Hamarsböfóa I - s. 67-6744 Ií lllillll 260 milljón króna fjárveiting vegna r þrota fyrirtækja er að verða uppurin. íkisábyrgðar á launum starfsfólks gjald- Félagsmálaráðherra líst ekki á blikuna: til 30 •0 milljónir | gæti vantað í viðbót Samþykkt var í ríkisstjórn í gær tillaga Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra um að gjaldþrotahrinan í þjóðfélaginu verði skoðuð í víðu samhengi. 260 milljón króna fjárveiting þessa árs vegna ríkisábyrgðar á launum starfsfólks gjaldþrota fyrirtækja verður uppurín innan fárra vikna. Félagsmálaráðherra sagði í samtali við Tímann, að ekki værí inni í myndinni ábyrgð á launum starfsfólks þeirra fyrírtækja þar sem gjaldþrot er yfírvof- andi þessa dagana. „Ég gerði ríkisstjóminni grein þessu ári eru 260 milljónir til ráð- fyrir stöðunni eins og hún er. Á stöfunar vegna ríkisábyrgðar á launum starfsfólks gjaldþrota fyrir- tækja, en allt stefnir í að sú fjárveit- ing verði uppurin innan fárra vikna. Þá er ég aðeins að tala um þau gjaldþrot sem orðin eru, burt- séð frá þeim sem em yfirvofandi. Ef þau koma til, gæti þurft til viðbótar að minnsta kosti 200 til 300 millj- ónir vegna ábyrgðar ríkisins á launum starfsfólksins,0 sagði Jó- hanna. Gjaldþrotamálin voru rædd í víðu samhengi á ríkisstjómarfundinum. Var samþykkt tillaga frá Jóhönnu um að félags-, viðskipta-, fjármála- og dómsmálaráðuneytin skoðuðu stöðu gjaldþrotamálanna almennt með hliðsjón af löggjöf um hlutafé- lög, gjaldþrot og ríkisábyrgð á launum. „Eins og við verðum vör við þetta er auðvelt að stofna fyrir- tæki á grundvelli hlutafjárlaga. Síðan lýsa menn sig gjaldþrota, stofna síðan nýtt fyrirtæki með sama rekstur og geta þannig bætt rekstarstöðuna. Þeir bera ekki ábyrgð á neinu nema sínu hlutafé. Einstaklingur, sem verður gjald- þrota, er hins vegar eltur lengi með sínar skuldir sem lenda aðeins á honum einum," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. -sbs. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að ríkið beri ekki ábyrgð á skuldum SR, nema samþykkt Alþingis um það liggi Ijós fyrir. Spurningin sé: Á að dæla áfram fé í fyrirtækið? í Tímanum í gær segir Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans: „Það er ótvírætt að rfldsvaldið ábyrgist skuld- ir Sfldarverksmiðja rfldsins.“ Tíminn innti Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra svara við þessu: „í lögum um Síldarverksmiðjur ríkisins segir: „Ríkissjóður ber eigi ábyrgð á þeim skuldum, sem Síldar- verksmiðjur ríkisins stofna til eftir 1. desember 1937, nema heimild sé veitt til þess af Alþingi." Þessi útgjöld, sem þarna er verið að tala um, eru útgjöld vegna fjárfest- inga, sem ekki hefur verið leitað til Alþingis um heimild fyrir. Þá breytir það að mínu mati engu þó stjórn verksmiðjanna sé kosin af Alþingi. Hitt er annað mál að þetta svarar ekki alveg spurningunni. Því enn er hugsanlegt að ríkið beri eigenda- „Galdramár ríkissaksókn- ara gegn Halli Magnússyni: Hallur Magnússon blaöamaður sagðl í samtali vlð Tímann að hann hefði ákveðið í samráði við iögmann aínn, Ragnar Aðal- steinsson, að áfrýja til Hæsta- réttar dómi Sakadóms Reykja- vðmr í máli álœruvaldsins gegn •ér. -js ábyrgð. Það er að segja: Verði Síldar- verksmiðjurnar gjaldþrota og í ljós kemur að þrotabúið á ekki fyrir skuldum, þá kann að vera að ríkið þurfi að greiða mismuninn sem eig- andi verksmiðjanna. En það er samt sem áður þannig að löggjafmn hefur ætlað að firra sig þessari ábyrgð. Ég ætla ekki að dæma um hver sé ábyrgð ríkisins, ég tel að um hana megi deila, og ég er ekkert betur til þess fallinn að fella dóma en aðrir. Éf á reynir mun ríkið vitaskuld halda því fram að lögin hafi einhverja merkingu. En Landsbankinn mun segja að það sé enginn munur á þessu fyrirtæki og öðrum ríkisfyrirtækjum. Á þetta ákvæði mun þó ekki reyna, ef það er rétt sem Landsbankinn segir, að fyr- irtækið eigi vel fyrir skuldum. Þetta mál fjallar um hvort dæla eigi peningum inn í fyrirtækið. Ef það nægir ekki til þess að fyrirtækið geti í sínum eigin rekstri greitt nið- ur skuldir sínar, þá auðvitað safnar það skuldum og getur endað með því að það eigi ekki fyrir þeim. Þá er spurningin: Ætla menn að láta ríkið fella niður einhverja peninga? Eða ætla menn að fara með fyrirtækið eins og hverja aðra síldar- og loðnu- verksmiðju?" segir Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra. - ai Landssamtök sumarbústaðaeigenda fæðast síðar í þessum mánuði: Réttlæti í raforkumálum er helsta baráttumálið Síðar í þessum mánuði verður haldinn stofnfundur Landssam- bands sumarbústaðeigenda. Frá þessu segir í Vinnunni, mál- gagni ASÍ. Að sögn Krístjáns Jóhannssonar, sem á sæti í undir- búningsnefnd, eiga samtökin að gæta réttar sumarbústaðaeig- enda, t.d. í raforkumálum, en í þeim segir Krístján ríkja mikið óréttlæti. Kristján Jóhannsson segir að á Suð- urlandi séu skráðir í fasteignamati 2800 sumarbústaðir, en aðeins 700 þeirra hafi rafmagn. Ástæðu þess að svo fáir séu með rafmagn segir Krist- ján vera hve heimtaugargjald er hátt. Það er, samkvæmt dreifbýlistaxta RA- RIK, röskar 200 þúsund krónur. Með þeirri upphæð er ekki aðeins greitt fyrir heimtaug heldur einnig fyrir stofntaug, þó hún sé jafnvel fyrir í við- komandi sumarbústaðahverfi. Segir Kristján afleiðingu þessa geta verið að meira kosti að fá raifmagn í sumarbú- stað en kaupa jörðina undir hann. í sveitarstjómarlögum segir Krist- ján að ekkert sé að finna varðandi rétt sumarbústaðaeigenda. „Allt þar til fyrir nokkrum árum þurftum við að standa í því að greiða sýsluvegagjöld af vegum heim að bústöðunum, þó við önnuðumst alk- framkvæmdir við þá sjálfir. Einnig get ég nefnt fast- eignagjöldin. Þau voru á sínum tíma 0,70%, en á sumarbústöðum fóm þau upp í 1,20%,“ sagði Kristján. Hann nefndi einnig önnur brýn hags- munamál sumarbústaðaeigenda, s.s. að gengið verði frá kaup- og leigu- samningum á ömggan hátt og sum- arbústaðalönd friðuð gegn ágangi bú- fjár. „Hlutföllin í sveitum landsins em að breytast svo mikið. Við sjáum til dæmis bara Grímsnesið. Þar em 1070 sumarbústaðir, en rúmlega 200 íbúar á kjörskrá. Ég tel fulla ástæðu til að sumarbústaðaeigendur hafi með sér einhver samtök til að gæta réttar síns,“ sagði Kristján Jóhannsson -sbs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.