Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 12. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. S(ml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifmg 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verö I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samvinnuhreyfingin Á undanförnum árum hefur samvinnuhreyfmgin gengið í gegnum erfíðleika- og umbreytingaskeið. Til rekstrarvanda saamvinnufyrirtækja lágu margar or- sakir. Meginástæðuna var að sjálfsögðu að rekja til þess að almenn skilyrði atvinnurekstrar versnuðu mjög fyrir u.þ.b. fjórum árum og komu ekki síst nið- ur á rekstri sem samvinnuhreyfingin var mjög bund- in við og tengdist margs konar skyldum og ábyrgð. Samvinnuhreyfingin hefur alla tíð verið landsbyggð- arbundin og átt mestan stuðning meðal alþýðufólks víðast hvar í landinu og verið lyftistöng sjálfsbjargar- vilja hinna mörgu dugandi einstaklinga sem hafa rækt staðfestu sína í sveit og við sjó hringinn í kring- um landið. Þjóðfélagsþróun nútímans hefur vegið gegn þessari búsetumynd og atvinnuuppbyggingu. Samvinnu- menn voru án efa óviðbúnir ýmsu því sem fylgdi í kjölfar slíkrar þróunar og haft hefur afgerandi áhrif á fjárhagsstöðu samvinnurekstrar. Að því leyti til má segja að félagslegt og rekstrarlegt skipulag sam- vinnuhreyfingarinnar hafi úrelst og gæti ekki staðið lengi. í rekstri samvinnumanna hafði heildarhyggja getað ráðið farsællega fram úr staðbundnum og tíma- bundnum erfiðleikum innan samvinnuhreyfingar- innar, en dagar þess háttar heildarhyggju eru liðnir, ekki af því að heildarhyggja standi ekki undir sínu sem hugsjónamál samvinnumanna, heldur af því að útfærsla hennar í framkvæmd verður að laga sig að háttum hverrar aldar. „When in Rome, do as the Ro- mans do“, segir enskt spakmæli. Hyggindi sem í hag koma eru ekki síður einkenni á samvinnumönnum en öðrum sem kunna fótum sínum forráð. Ár er nú liðið síðan Samband íslenskra samvinnufé- laga ákvað að reka deildir sínar í hlutafélagsformi. Til þessarar ákvörðunar lágu hagnýtar ástæður líðandi stundar sem býr svo vel að hlutafélagsforminu að til þess hljóta hagsýnir menn að grípa þegar það hentar betur en annað rekstrarform. Þetta þarf ekki að vera neinum samvinnumanni nein raun né andstæðingum samvinnuhreyfingarinnar neitt til að hlakka yfir, því að samvinnuhreyfmgin er ekki andstæði hlutafélögum og hefur lengst af átt þátt í hlutafélagarekstri á ýmsum sviðum. Þá skipu- lagsbreytingu sem orðið hefur á deildum Sambands íslenskra samvinnufélaga má líta á sem viðbót við það sem áður hefur verið gert í hagnýtum tilgangi og ekkert fráhvarf frá hugsjón samvinnumanna, heldur merki þess að samvinnuhreyfingin ætlar áfram að neyta framtaks síns til áhrifa og umsvifa í þjóðfélag- inu. Þrátt fyrir mikla fækkun kaupfélaga að tölu til, hef- ur kaupfélagshreyfingin úti um landsbyggðina verið að styrkja stöðu sína. Kaupfélögin eru meginstoð samvinnuhreyfingarinnar og meðan sú stoð á sér traustan grundvöll mun samvinnustarfsins lengi sjá stað á íslandi. Samvinnuhreyfingin á sér langa sögu og hefur lagt sitt af mörkum til framfara og uppbygg- ingar. En samvinnuhreyfingin hefur einnig orðið að þola mótlæti. Á því hefur hún jafnan sigrast með því að bregðast skynsamlega við vandanum. DV spyr nýja menntamálarað- herrann, Ólaf G. Einarsson, aö því í vikunni sem leið hvort hann ætli aft beita scr fyrir að einka- væða skólakeriið frekar en orðið cr. Ráðhcrrann svarar með því að segja: „Einkavæðing á fullan rétt á sér í skdlakerflnu. Ég mótmæB hins vegar aiveg að einkaskólar muni hafa í för með sér eitthvert val í nemendum þaonig að ein- ungis nemendur {svo) vel stæðra foreldra komist í þá. Siíkir skólar munu stuftla að samkeppni sem ríkisskólamir munu hafa gott Augnaþjónusta kerfinu. Þaft tekur því aft vísu etód að eyða miklu póftri á þessa fnllyrð- ingu, en tíl þess aft Garra verði ekki núift því um nasir að hann sé ófor- er það hans skoðun að meta verði eflir aðstæðum hversu rétimæt og skynsamJeg slfk úrræði eru. Að mati Garra fer það einkum etir þtírra, hvort hagkvæmt og sann- gjamt sé að hafa einhvers konar einkavæftingu í skólakcrfinu. En isstjóma frá því að innlend stjóm og þingræði var kmnið á 1904, að menntamálaráðhcm er að af þvf verður helst séð að hann ætli eldd að beita $ér fyrir einkavæðingu í skólakerflnu. Aft öðru leyti er „svarið*4 <ef svar skyidi kalla) afar varfæmisleg augnaþjónusta við einkavæðingarhugmyndir nýkapi- taiista. Er heldur ólíldcgt að nú- verandi menntamálaráöherra fari að taka undir þær i framkvæmd. Ólafur G. Einarsson er nógu h'fs- reyndur og kunnugur öUum að- stæðum til að skilja að einkavæft- ing íslenska skólakerfisins er ekki sériega brýnt verkefni fyrir ráft- herra fræðslumála. Káðherrann cr i það kunnugur íslcnskri skólasögu og þróun fræðslumála á þessari Öld og því iengra sem horft er til baka, að einkavæðing skóla hefur ekki maritað drýgst spor í framfar- ir á sviði Iræðsíu- og skólamála, svar ártð 1907, voru í eðH sínu skólabast- inbera. Að vísu er ósanngjamt að hafa uppi þennan samanburð á einkaskólum fyrri tíöar og óskaskói- ans, að því Ieytí að menn gætu freistast til að halda að einhvetju sé saman að jafna um tílganginn. Svo er auðvitað ekld aok þess sem fé- lagslegar aðstæöur em allt aftrar. Það sem er líkt með hinu frum- menn nútímans eru að tala umeraft þessirnýju skólamenn ætla aö sækja peninga tii almenningssjófta aft Saekja til almannasjóða ssú af bamaskólahaldi áður en Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráöherrann, dreli fræftshílögin í gegnum Alþihgi pilsfaldakapítalisml flokksins útfærður í skólakerfinu. Þegar vitrir menn réðu ólafur G. Emarsson segir að einka- væfting eigi fulian rétt á sér í skóla- almannavatds, ríJds og sveitarfé- hafi aldarinnar, Guðmundur Finn- bogason, Einar H. Kvaran, PáH Bri- em og umfram aUt Hanncs Haf- stein, sem íslendingar voru svo heppnir að ii fyrir ráðherra, þegar mest á reift aft þeir sönnuftu fyrir Einkaskólar hverra? Menntamálaráðherra hlýtur að tala um hug sér þegar hann mót- mæHr því að einkaskólar hafi f for með sér .æitthvert val“ á nemend- um, þannig að það vcrðí einungis böra hinna vel stæðu sem teidn verða í $Hka skóla. Einkaskólar hér á landi munu áreiðanlega velja nemendur eftir sínni eigin regiu og útiioka nemendur að sama skapi. Þar sem einkaskólar ætla öðrum um, þarf ckki að fara í grafgötur um að efnahagur foreldra skiptír máH um það hvaftan nemendur sKkra skóla kæmu. Garri Xívfflíffl’SfK.Síf VÍTT OG BREITT ■ ' .............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. Höfðingjabragur Þegar gamli Gústav Svíakóngur var nærri búinn að skjóta hof- meistara sinn í misgripum fyrir elginn sem rekinn var inn í rjóðrið þar sem kóngur beið með byssu sína þótti orðið tímabært að láta gamla manninn hætta að hefja veiðitímabilið með því að skjóta fyrsta elginn og hljóta klapp og að- dáun hirðarinnar fyrir vikið. Venja var að aðalbornir höfðingj- ar stunduðu veiðar á lendum sín- um og þótti undirsátum og al- múga gríðarmikið til þeirra afreka koma. Einvaldar tóku eðlilega öll- um öðrum veiðimönnum fram og stunduðu veiðarnar af meiri íþrótt en öðrum mönnum var unnt. Skipti þá litlu máii hvort þeir skutu eig eða hofmeistara eða jafn- vel ekki neitt, þeir voru meiri og betri en aðrir veiðimenn. íslandsfálkinn var löngum kon- ungsgersemi, enda sá konungs- verslunin um útflutninginn. Fálk- inn veiddi fyrir þjóðhöfðingja og aðra ekki. Veiðifálkar eru enn mikil dýrmæti meðal vellvellvellauðugra araba og eru notaðir til fugladrápa. Biskup- ar Múhameðs fara á veiðar með fálkum. Sumir Afríkuhöfðingjar eru sjálf- krafa mestu veiðimenn þjóða sinna og um sunnanveröa Asíu eru einstaka þjóðhöfðingjar dáðir fyrir snilldartakta í veiðiskap. Veiðimennirnir miklu í upplýstari hluta Evrópu er farið að sneiðast um þá stórhöfðingja sem hafa smekk fyrir að vera betur til íþrótta búnir hvað veiðiskap snertir en aðrir menn. Tító Júgó- slavíuforseti var einna síðastur evrópskra stórhöfðingja sem gekkst upp í að vera fyrstur og mestur þegna sinna á veiði- slóð. Hann skaut fjalla- tígra og þótti mikið til garpsskapar hans koma og myndir af hon- um með fjöðr- um skreyttan hatt, byssu í hendi og vinstri fótinn á hálsi ný- drepins tígurs vöktu þjóðarstolt með þegnum hans. Um það leyti sem miðaldahug- myndir um veiðisæld og færni æðstu höfðingja voru að deyja út fyrir austan haf magnaðist áhugi lslendinga á veiðum stórhöfðingja og stórbrotin fjölmiðlun nútímans fylgist með laxveiðum þeirra af meiri áhuga og þekkingu en nokkrum stjórnarathöfnum sömu herra. Hinir æðstu meðal herrafólksins hefja veiðitímabilin með allt fjöl- miðlagengið að baki sér og svo er hver urriðatittur sem kippt er á land með sveiflu veginn og mynd- aður og herrarnir sem fá lax tíunda hvaða flugu hann tók og veiði- menn fjölmiðlanna kannast svo of- boð vel við ensku nöfnin á flugun- um og þykir nú ekki skrýtið að hann hafi tekið einmitt þessa af- bragðsflugu, sem gafst svo vel hérna einu sinni. Almúginn bíður í ofvæni eftir enn fleiri afrekum herra sinna og svo eru forstjóramir og tannlæknamir og endurskoðendurnir og lána- og sjóðsstjórar að tygja sig og er enn mikilla tíðinda að vænta af bökkum rándým laxveiðiánna sem þjóðinni þykir svo undurvænt um að renni hennar bestu sonum til dýrðar. Gömlu góðu úrræðin Á meðan herraðir höfðingjar þreyta urriða og laxfiska í glæsileg- ustu veiðivötnum heimsins er eld- islaxinn gerður útlægur úr kerjum og lánastofnunum og milljarðar fara í súginn. Nokkrar aðrar at- vinnugreinar tengdar landbúnaði og sjávarútvegi eru settar í þrot. Rækjan er orðinn þungur baggi og nokkur byggðarlög em að komast á vonarvöl vegna gjaldþrota fisk- vinnslustöðva og útgerða. Fjölmiðlarar, sem em ekki eins vel að sér í atvinnuvegum og lána- stofnanafári og enskum nöfnum á fjöðrum hænsnfugla vöfðum á öngla, spyrja hvern framkvæmda- manninn og lánaúthlutunarstjór- ann af öðmm hvað hafi komið fyr- ir og verður fátt um svör en þau sem fást em óskiljanleg. Þó kom að skilningi á vandamál- unum og úrræðum á vandanum. Matthías Bjamason, alþingismað- ur og formaður Byggðasjóðs, gaf gamla og haldgóða skýringu á ósköpunum. Gengið er rangt skráð. Ef gengið verður skráð rétt, sagði Matthías í sjónvarpsviðtali, þá munu fyrir- tækin standa sig. Vandamálið er sem sagt rangt skráð gengi og gengisfelling mun leysa allan vanda gjaldþrotanna. Gömlu íhaldsúrræðin með sí- felldum gengisfellingum og til- heyrandi verðbólgufári er það sem Byggðastofnun leggur til og verði útgerðarauðvaldinu að góðu. En hvað gerir til þótt framleiðslu- atvinnuvegirnir fari Ijandans til? Málið er að herraþjóðin veiði lax og er það meira um vert en að ala lax. OÓ v v v v v v vv v v v v v v v v i;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.