Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 26. júní 1991 Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna á Gaddstaðáflötum við Hellu hefst í dag: Viðamikiö mót á stórbættum velli Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna hefst á Gaddstaðaflöt- um við Hellu í dag. Milli 500 og 600 keppnishross koma fram á mótinu, en í það heila segist Fannar Jónasson mótsstjóri búast við um 1000 hrossum. En hvað með fólk? „Með mannskapinn vitum við ekki, en værum ánægð ef það kæmu eitthvað á bilinu 5 til 7 þúsund. Ef veðrið verður gott koma hugsanlega fleiri.“ Mótið verður sett kl. 10 að morgninum og í dag verða hryssudómar eingöngu á dagskrá mótsins. Fara þeir fram á aðal- velli Gaddstaðaflata. Á morgun, fimmtudag, verða hryssudómar á aðalvelli. Á ung- Iingavelli verður forkeppni í yngri flokki unglinga og á brekkuvelli forkeppni í B-flokki gæðinga og forkeppni í tölti. Á föstudag verða á aðalvelli stóðhestar dæmdir, hryssur með afkvæmi sýndar og undanrásir kappreiða verða um kvöldið. Á unglingavelli verður forkeppni í eldri flokki unglinga og á brekkuvelli forkeppni í A-flokki gæðinga. Klukkan 18 um kvöldið fara mótsgestir saman í útreiða- túr að Reyðarvatnsréttum á Rangárvöllum þar sem grillað verður. Fararstjóri verður Sig- urður Haraldsson í Kirkjubæ. Á laugardag verður öll dagskrá- in á aðalvelli. Sýning kynbóta- hrossa og kynbótahryssna verður þennan dag mótsins og úrslit í kappreiðum. Á kvöldvöku verður sýning hrossa frá einstökum bú- um, auk sérstakrar þingmanna- keppni, en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna reyna með sér í kappreiðum. Á sunnudag verða úrslit móts- ins. Mótinu lýkur klukkan 17 þann dag. „Aðstaðan hér á Gaddstaðaflöt- um hefur mikið verið endurbætt síðastliðið ár. Þannig er aðstaða fyrir áhorfendur orðin miklu betri en hún var. Hér verða næg tjaldstæði og í stærsta tjaldi landsins getur fólk fengið veit- ingar,“ sagði Fannar Jónasson. Aðgangseyrir inn á Fjórðungs- mótið, fýrir allan tímann, er 5000 krónur. Frá og með kvöld- vökunni á laugardagskvöld kost- ar 3000 krónur og inná úrslitin á sunnudag kostar 2000 krónur. -sbs. Heilbrigóishópur BSRB mótmæl- ir sumartokun sjúkrahúsa: Mannekla og léleg kjör HeiJbrigðishópur BSRB mót- mæiir harölega að enn skuli koma tíl sumariokana á sjúkra- húsum í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsunum stafa þessar lok- anir annars vegar af manneklu og hins vegar af of litlum fjár- veitíngum. Sýnt hefur verið fram á að spamaður innan sjúkrahúsanna kemur fram sem aukinn kostn- aður annars staðar í heilbrigðis- kerfinu. Þegar upp er staðið verður spamaður hjá opinberum aðilum enginn, þar sem aðeins er um tðfsrslu á Bármagni að neða. Þjáningar og óþægindi sjúklinga og aðstandenda þeirra, vegna þessara aðgerða, eru aftur á móti ómældar og ófyrirsjáan- legar. Að áliti heilbrígðishóps BSRB eru ástæður fyrir mannekiu fyrst og fremst léfeg launakjör, crfið vinnuaðstaða og mikið vinnu- álag, sérstakkga meðan á sumar- lokunum stendur. Brýnt er að tekið veröi á þessurn málum í samningunum í haust Komið hefur fram að til þess að hægt sé að opna deildimar aftur í haust þarf á aukaflárveitingu að halda. Skorar heflbrigðishópur BSRB á stjómvöld að tiyggja heilbrigðisstofnunum það fjár- magn sem þær þurfa tfl eðiflegs reksturs út árið. -js Verkalýðsfélagið Baldur telur verulegt svigrúm vera til kaupmáttaraukningar nú í haust: STJÓRNVÖLD AÐ SLÍTA FRIÐINN Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Baldurs á Vestfjörðum, sem hald- inn var 13. júní síðastliðinn, var samþykkt ályktun um kjaramál. í ályktuninni segir að með samn- ingum um þjóðarsátt hafi verkalýðs- hreyfingin tekið frumkvæðið í stjórnun efnahagsmála og að þjóð- arsáttin hafi verið gerð til þess að af- stýra glundroða í þjóðfélaginu og hruni atvinnuveganna. Megintil- gangi samningsins hafi verið náð m.a. með lækkun verðbólgu, vaxta og stöðugleika í efnahagsmálum. Einnig segir að miðað við þær horf- ur, sem nú eru í gengismálum, þá ætti að vera verulegt svigrúm fyrir kaupmáttaraukningu í haust. í ályktuninni er varað við þeim til- burðum, sem nýlega hafa komið fram í vaxtahækkunum og hækkun- um á opinberri þjónustu, og eru þessar hækkanir taldar geta valdið verðhækkunarskriðu og eyðilagt þann mikilsverða árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Jafn- framt segir í ályktuninni að ef stjórnvöld taki ekki strax í taumana með betra fordæmi en sýnt hefur verið undanfarnar vikur, hafi þau slitið friðinn og hrifsað til sín og fjármagnseigenda þann hagnað, sem átti að vera til skipta við kjara- samninga nú í haust. Kjarasamn- ingarnir í haust þurfa að byggjast á efnahagsumhverfi sem framlengir þann stöðugleika, sem ríkt hefur og sem skilar verkafólki auknum kaup- mætti með launajöfnun í þjóðfélag- inu og skattleysi á framfærslulaun. Rit um Jón forseta gefið út: „Jón Sig- urðsson og Geirungar" Ritið ,4ón Sigurösson og Geirung- ar“ kom út á 180 ára afmæli Jóns forseta, 17. júní. Höfundur er dr. Lúðvík Kristjáns- son, rithöfundur og fræðimaður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur ritið út. í ritinu beinir dr. Lúðvík sjónum að ungum samherjum Jóns forseta, sem stofnuðu leynilegt félag í Kaup- mannahöfn árið 1972 undir nafninu ,Atgeirinn“ og kölluðu félagsmenn sig oft Geirunga. Var hlutverk þess „... að halda uppi vörn fyrir landi voru og réttindum þess...“ Lúðvík Kristjánsson er þjóðkunnur fræðimaður og rithöfundur. Hann hefur m.a. samið ,Á slóðum Jóns Sigurðssonar" og „íslenskir sjávar- hættir" 5. bindi. -SIS Hrafn formaður Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var hald- inn 18. júní s.l. Hrafn Gunnlaugs- son var kjörinn formaður, Snorri Þórisson varaformaður og ritari, og Ari Kristinsson gjaldkeri. Vara- menn í stjóminni eru Ágúst Guð- mundsson og Sigurður Pálsson. Lögfræðingur sambandsins er Tómas Þorvaldsson. í Sambandi íslenskra kvikmynda- framleiðenda eru öll þau fyrirtæki sem vinna að framleiðslu á íslensk- um bíómyndum. Fulltrúi sambandsins í stjórn Kvik- myndasjóðs er Hrafn Gunnlaugs- son. Um þessar mundir vinnur nefnd að endurskoðun laga um Kvikmynda- sjóð íslands og hefur formaður sam- bandsins verið skipaður í þá nefnd af menntamálaráðherra. -js Samsýning ísl. myndlistarmanna í Þýskalandi: ÍSLENSK SAMTÍMA- MYNDLIST í KÖLN Sýning á íslenskri samtímalist verður opnuð í Kölnischer Kunst- verein í Köln þann 7. júlí næst- komandi. Sýningin er hluti stærra verkefnis á vegum 63 þýskra sýn- ingarsala þar sem ætlunin er að sýna samtímalist frá 20 Evrópu- löndum. Yfírskrift verkefnisins er Kunst Europa. Á sýningunni verða sýnd verk eft- ir Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Ingólf Arnarsson, önnu Guðjónsdóttur, Tuma Magn- ússon, Finnboga Pétursson og Rögnu Róbertsdóttir. Kölnischer Kunstverein er mjög virtur sýningarsalur og hefur hann verið í fararbroddi þýskra sýning- arsala á undanförnum árum. Það er því mikill heiður fyrir ísland að íslensk myndlist skuli hafa verið valin til sýningar þar og gæti sýn- ingin haft afgerandi áhrif á kynn- ingu íslenskrar myndlistar í Þýska- landi. Listasafn íslands hefur aðstoðað við undirbúning sýningarinnar af íslands hálfu. Þjóðverjar greiða hluta af kostnaði vegna hennar, en menntamálaráðuneytið, Eimskipa- félag íslands og Vátryggingafélag íslands hafa einnig veitt verkefn- inu fjárhagslegan stuðning. —UÝJ Ungdómurinn lét ekki sitt eftir liggja viö gróöursetninguna á Keflavíkurflugvelli. 40 ár frá undirritun varnarsamnings íslands og Bandaríkj- anna. Umhverfisátak á Keflavíkurflugvelli: Vamarliðið í gróðursetningu Um þessar mundir eru liðin rétt 40 ár frá undirritun vamarsamnings íslands og Bandaríkjanna. Á þess- um tímamótum hefur verið hrund- ið af stað átaki í umhverfísmálum á Keflavíkurílugvelli og hófst átakið 15. júní sl. Átakið hófst með hátíðlegri athöfn þar sem fulltrúar íslands og Banda- rikjanna, ásamt Qölmörgum vamar- liðsmönnum, gróðursettu tré þar sem væntanlegur skrúðgarður vall- arsvæðisins verður. íbúar svæðisins og félagasamtök þeirra hafa safriað fé til kaupa á plöntum og tekið að sér að halda verkinu áfram, með því að taka í fóstur einstakar plöntur og reiti. Vamarliðsmenn og aðrir gerðu sér ýmislegt til skemmtunar þegar átak- ið hófst, 15. júní. Verið var með trúða- og flugdrekasýningu, hijóm- sveit lék létta tónlist og útigrillin voru tekin fram í góða veðrinu. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.