Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 26. júní 1991 Miðvikudagur 26. júní 1991 Tíminn 9 Innflutnings- og einangrunarstöð fyrir alifugla tekin til starfa. Nýir varp- og kjötstofnar í rsektun: vaxa hraðar Á Hvanneyri í Borgarfirði er innflutnings- og einangrunarstöð fyrir alifugla tekin til starfa. Fyrirtækið var stofnað sérstaklega að frumkvæði eggja- og kjúklingabænda til að koma á fót og reka slíka stöð, en henni er ætlað að verða miðstöð kynbóta á alifuglum hérlendis. Stöð þessi markar tímamót í sögu eggja- og kjúklingaframleiðslu hér á landi. Eitt helsta markmiðið með stofnun stövarinnar er að lækka framleiðslukostnað á eggjum og kjúk- lingum án þess að slakað sé á kröfum um gæði. Sameignarfélagið Stofnungi Stofnungi sf. sér um rekstur stöðvarinnar. Stofnungi sf. er sameignarfélag Félags eggja- framleiðenda og Félags kjúlingabænda. Fram- kvæmdastjóri Stofnunga sf. er Eiríkur Einars- son, en Ólöf Erla Bjarnadóttir sér um hænsn- in. Fyrirtækið leysti til sín þrotabú ísunga með aðstoð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Byggingar ísunga höfðu þá staðið ónotaðar á Hvanneyri í þrjú ár. Um áramótin var hafist handa við að koma upp aðstöðu til frjóeggja- innflutnings sem stæðist ýtrustu kröfur um heilbrigði og öryggi. í mars á þessu ári komu svo fyrstu frjóeggin til landsins og nú þegar hafa 36.000 egg verið flutt inn. Framleiðsluaukning með nýjum stofnum Með innflutningi á frjóeggjum er ekki ver- ið að bæta innlendu stofnana. Þeir verða látnir víkja fyrir einstaklingum af svipuðum stofnum, sem náð hafa hærra ræktunarstigi og þjóna betur þeim kröfum sem gerðar eru til eggja- og kjúklingaframleiðslu um verð og gæði. Um er að ræða tvær tegundir stofna til innflutnings: holdastofn og varp- stofn. Núna eru rúmlega 5.000 ungar af varpstofn- inum í einangrun í stöðinni. Næstu þrjár sendingar af frjóeggjum verða af holdastofni. Með nýja varpstofninum er búist við að afurð- ir á hverja varphænu aukist úr 13-14 kg af eggjum í 17-18 kg. Fóðurþörfin er minni en hjá innlenda varp- stofninum, meðalþyngd eggjanna er meiri og varptími hænsnanna hefst fyrr, þannig að uppeldistíminn styttist. Með nýja holdastofn- inum er fóðurþörfm minni en hjá innlenda stofninum, án þess þó að það komi niður á vaxtarhraða eða stærð fuglanna. Þá er vaxtarhraðinn mun jafnari en innlenda stofnsins, sem auðveldar uppeldi fuglanna, eykur hagkvæmni og gæði afurðanna. Bara með því að skipta um stofna má reikna með 15-18% kostnaðarlækkun í framtíðinni. Framræktun óhagstæð Ekki er talið hagkvæmt fyrir greinarnar að framrækta stofnana. Því verður stöðugt að flytja inn frjóegg fyrir nýja foreldrafugla til að hindra úrkynjun. Framræktun innlendu varp- og holdastofn- anna hefúr orsakað úrkynjun, sem lýsir sér m.a. í lélegri fóðurnýtingu og háum fram- leiðslukostnaði í eggja- og kjúklingafram- leiðslu. Til að fullnægja eftirspurn framleiðenda er búist við að flytja þurfi til landsins frjóegg fyr- ir varpstofninn einu sinni á ári, en þrisvar á ári fyrir holdastofninn. Náið samstarf við yfirdýralækni Stjórn Stofhunga sf. hafði náið samstarf við embætti yfirdýralæknis um hvaða land yrði fyrir valinu þegar að innflutningi nýrra stofna kæmi. Að vandlega athuguðu máli urðu norskir stofnar fyrir valinu. Þeir þóttu sam- eina kosti afurðasemi og heilbrigðis. Heilbrigðisþátturinn er ekki síður mikilvæg- ur en afurðasemi stofnanna, þar sem ýmsir hænsnasjúkdómar hafa ekki enn borist hing- að til lands með tilheyrandi erfiðleikum og kostnaði. Af þessum sökum er innflutningur á frjóeggjum vandmeðfarinn og gæta verður fyllsta öryggis. í kjúklingaframleiðslu er notaður stofn sem nefnist Hvítur Plymouth Rock. Samtökum ali- fuglabænda í Noregi hefur tekist að bæta af- urðasemi stofnsins verulega. Dregið hefur ver- ið úr fóðurþörfmni án þess að það komi niður á vaxtarhraða eða stærð fuglanna. Vaxtarhrað- inn hefur aukist og eldistíminn styst til muna. í eggjaframleiðslu er notaður hænsnastofn sem nefnist Hvítir ítalir. Norðmenn hafa náð góðum árangri með stofninn undanfarin ár. Kíló á hverja varphænu hefur aukist um tvö kíló og meöalþyngd eggjanna aukist. Þá hefst varptími hænsnanna fyrr, þannig að uppeldis- tíminn styttist. Bólusetning við Mareks-iömunarveiki leyfð Innflutnings- og einangrunarstöðin á Hvann- eyri er beinlínis hönnuð með það í huga að draga sem mest úr hættunni á útbreiðslu nýrra sjúkdóma. Dýralæknar hafa stöðugt eft- irlit með starfseminni og tekin eru sýni reglu- lega til að fylgjast með heilbrigði fuglanna. Fram til þessa hefur ekki verið leyft að bólu- setja alifugla við svonefndri Mareks-lömunar- veiki hér á landi. Veiki þessi hefur valdið tölu- verðum búsifjum meðal eggja- og kjúklinga- bænda. í mars 1991 veitti yfirdýralæknir leyfi fyrir notkun bóluefnisins. Allir ungar í inn- flutnings- og einangrunarstöðinni verða bólu- settir þegar þeir koma úr klekjaranum. Vonir standa til að þetta nýfengna leyfi verði til þess að vanhöld minnki og muni ásamt nýjum stofnum lækka framleiðslukostnað. minna verpa meira Ingu Sigurðar- dóttur Ný reglugerð um alifuglarækt í október 1990 var gefin út ný reglugerð um alifuglarækt, sem ætlað er að tryggja hollustu alifuglaafurða og bæta heilbrigðisástandið í alifuglaframleiðslunni í víðum skilningi. Með heilbrigði er þarna bæði átt við sjúkdóma, sem upp kunna að koma, og vellíðan fugl- anna. Reglugerðin leysir af hólmi gamla reglugerð, nr. 225 frá árinu 1950, sem var orðin úrelt. í þeirri nýju er í fyrsta sinn kveðið á um að *4" í WmSm.. H L - x ^ xx, . > 'Lív • -W ■m Frá innflutnings- og einangrunarstöð Stofnunga sf. á Hvanneyri. dýralæknir með sérþekkingu á alifuglasjúk- dómum starfi við embættið. Honum er ætlað að sinna vörnum og sjúkdómsgreiningu, auk þess að hafa umsjón með reglubundnu efirliti á alifuglabúum. Þá verða öll eggja- og kjúk- lingabú héðan í frá að hafa fullgilt rekstrar- leyfi til að framleiða á almennan markað. freglugerðinni eru ýmis ákvæði sem miða að því að hindra að smit berist á milli einstakra framleiðsluþátta alifuglaræktarinnar. Má þar nefna fjarlægðarmörk milli bygginga, sótt- hreinsun og hvfld eldishúsa'. Gefinn er frestur til að uppfylla skilyrði um fjarlægðarmörk til 1. janúar 1994. í reglugerðinni felst m.ö.o. aukinn hvati til þess að einstakir bændur sérhæfi sig í rekstri stofnbúa, útungunarstöðva eða framleiðslu á neyslumarkað eins og algengt er víða erlendis. Fjögurra þrepa ferill Ferillinn frá innflutningi til bónda er um 18 til 20 mánaða langur, í fjórum aðskildum þrepum. f honum felst hvati til aukinnar sér- hæfingar innan greinanna. í Danmörku er t.d. stuðst við þennan sama feril. Útungun og einangrun stofnfugls á Hvanneyri stendur í 14 til 16 vikur. Þaðan fara ungamir á stofnbú. Þar fer uppeldi stofnfugls fram, svo og varp. Eggin þaðan fara á útungunarstöðvar sem sjá um útungun á framleiðslufugli. Ungar þaðan fara svo til bænda sem holdakjúklingar eða eru aldir upp til að verða varphænur. Eiríkur Einarsson segir að eftir rúmlega tvö ár verði hinir nýju stofnar teknir við af þeim, sem fyrir eru hér á landi, og komnir á flest, ef ekki öll, eggjaframleiðslu- og kjúklinga- bú. Ekki aðför að gamla íslenska hænsnastofninum Sá misskilingur hefur gert vart við sig að með innflutningnum sé verið að gera skipu- lega aðför að gamla íslenska hænsnastofnin- um. Það er ekki rétt. íslenski hænsnastofninn hefur aldrei verið nýttur í alifuglaræktinni hér á landi. Fyrir nokkmm árum var talið að hann væri að deyja út. Honum var komið til bjargar og að sögn Stefáns Aðalsteinsonar hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er hann búinn að ná sér vel á strik. Vestur-íslendingar hafa óskað eftir að fá nokkur hænsni af þeim stofni til að rækta upp í sínum heimkynnum, og Tlmamynd; SIS ekki verður þess langt að bíða að af því geti orðið. Eiríkur Einarsson, framkvæmdastjóri Stofn- unga, segir að hingað til hafi allt gengið að óskum í starfi fyrirtækisins. Hann var mjög bjartsýnn á framtíð þess: „Þetta er mjög stórt skref, sem stigið hefur verið, og í raun nýr kafli í sögu alifuglaræktar hér á landi. Ég er af- ar bjartsýnn á framtíð Stofnunga og tel að það hafi framtíðina fyrir sér.“ Sagði Eiríkur Ein- arsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.