Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 26. júní 1991
er hdst ad ncfna FílajJ faknakra
virkur í fkikksstarfi í Reykjanes-
kjördæmi, boðar í DV f gaer a6
hann tnuni skriÉ* greinaflolck t þaú
blað um samninga EFTA og EB
um stofnun evrópsks efnahags-
svæðis.
ti8r stárkaupmanna, sem iöngum
sem önnur
Fyrirvarar
ar gangi í evrópsl® dnahagssvæötó EngÍlWl SÍgUr Unnítin
með þelm skilmálum sem bjóöast í Hér á Jandi hefur nú og oitast áöur
því efnL Hann heldur því fram aö nú veriö mest talaö um fyrirs'ara ísknd-
þegar hafi verið faUið frá þeim fyrir- inga um stefnuna f fiskveiðimálum
\tirum sem Steingrímur Hermanns- og fisksöiuraáhim. Jafnwl í þeira
son benti á í ræðu á Iciðtogafuniíi málum er allt í ðvissu, eins og nýjar
EFTA í Óstó 15. mars 1989 ura fréttir frá Lúxemborg bera vítai ura,
fjörfrelsið og fuOvddið ognúsl ver~ þrátt ferir dæmalausar skruroyfir-
virða þessa tyrirvara.
vert um málflutning Siguróar að
hann segir að þetta ffáhvarf ffá fyr-
sonarhafi veriö gert með samþykki uröar Helgasonar er furðulegt að
hans fStetogriras), en í andstöðu hann skuli wyna að þvo af Srfálf-
við Sjáifstæðisftótónmi. Nokkuð er stæðisflokknura og forystu hans
hér máluro biandið. Hvergi hefnr vfljann til þess að tengjast Evrópu-
komið fram nein yfiriýsing uro það bandalaginu og inngöngu f Evr-
hann hafi faflið ffá feróvönun sm- son hafM ffumfc^ði að þ^ í alda-
um, enda iiggur enginn samningur mótanefhd fiokfcsins að Sjálfstæðis-
tyrir í heild sem hcegt er að tala af- flokkurinn vifcli eldn útílofca aðild að
stöðu tíL Það sem fyrir Kggur eru EB. ValdaÖfi í Sjálfstæðisfloldmum
ýmsar hugmyndir að samnings- hafa verið helstu hvatamenn inn-
drögum á iausum blöðum, en engin göngu í EB og krefjast ákafast af öll-
hciid sera tetón hefur verið afstaða um að hvert það spor verói stígið
tfl. $em færir okkur nær þvf marki. Þar
flokksforystunnar
tógu um að teknir yrðu upp tvíhliða
samuingar við EB á sinni tíð, viröist
sú tifiaga hefur reynst sýodar-
óim halda áfram á sömu braut, þótt
einmht mætti telja að rótta augna-
IJavíd frumkvööull
og aðrm *em era sama sinms og
hann í flokknum, að belna skeytum
smtnn að flokksforystunni, minna
hana á sín eigin orð. Raunar efiur
Cani etód að Siguróur Helgason
floktónn sem hann hefur rótt bvrjað
a, Við sjáum hvað setur. Garri
Heiöursmenn án túlka
Ráðherrafjöld var samankomin í
Luxemburg í síöustu viku á sameig-
inlegum fúndi Evrópubandalagsins
og Efnahagsbandalags Evrópu og
sóttu nokkrir ráðherrar úr hverri
ríkisstjóm fundina ásamt ambassa-
dorum og aragrúa annarra embætt-
ismanna.
Mikið var látið af mikilvægi fúndar-
ins áður en hann var haldinn, á með-
an á honum stóð og ekki síst að hon-
um afloknum. Var þetta hinn merk-
asti fúndur og afgerandi um framtíð
Evrópu í bráð og lengd. Sérstaklega
unnu íslendingar mikinn sigur á
fúndinum, þar sem gengið var að öll-
um kröfum þeirra um friverslun með
fisk í ríkjum Evrópubandalagsins án
þess að þeir þyrftu að láta neitt í stað-
inn nema gagnkvæmar veiðiheimild-
ir. Norðmenn tóku að sér að leyfa
Spánverjum að fiska við Svalbarða og
í staðinn fengu íslendingar vilyrði
um að fa að veiða loðnu í grænlenskri
landhelgi. Betri kaup gerast ekki á
eyri alþjóðlegrar samvinnu.
Þetta eru að minnsta kosti fréttim-
ar sem sagðar vom og em sagðar af
fundi ráðherragengisins í Luxem-
burg.
Veiðíheimildir
og niðurgreiðslur
Brátt tóku aðrar og öðm vísi fréttir
að berast af fundi ráðherranna um
evrópska efnahagssvæöið. Ýmsir
þeirra, sem þátt tóku í fundinum,
kannast ekkert við það samkomulag
sem íslensku ráðherramir segja að
hafi náðst um veiðar Spánverja við
Svalbarða og veiðileyfi íslendinga við
Grænland. Margir erlendu ráðherr-
anna og embættismannanna kann-
ast meira að segja ekkert við að gert
hafi verið neitt samkomulag um
gagnkvæmar veiðiheimildir, frekar
en að Jón Baldvin kannist við að fara
að láta íslenska ríkissjóðinn fara að
greiða niður óseljanlegar landbúnað-
arafurðir bændakarla í Suður-Evr-
ópu. Enginn vill heldur kannast við
að veita eigi eiturspúandi 50 tonna
tmkkum leyfi ti! að andskotast yfir
Jón Baldvin og Davíð
Alpa Sviss og Austumkis, eins og
Þjóðverjar og ítalir héldu að þeir
væm búnir að fá vilyrði íyrir.
En það em gagnkvæmu veiðiheim-
ildimar sem varða íslendinga og er
heldur bagalegt að hafa enga hug-
mynd um hvemig þau mál standa.
Ríkisstjómir, embættismenn og
fjölmiðlar landanna í EFTA og EB
túlka samningana á mismunandi
vegu og á fundi, sem halda á í Strass-
burg í þessari viku, á að halda áfram
viðræðum um niðurstöður sem alls
ekki liggur fyrir hverjar em.
Ekkert stenst
Jón okkar Baldvin er viss í sinni sök
einsog fyrri daginn og segir hiklaust
að gert hafi verið heiðursmannasam-
komulag milli ráðherranna um
gagnkvæmu veiðiheimildimar og
það standi.
Það heiðursmannasamkomulag
virðist álíka mikils virði og það sem
gert var í Viðey og var úr sögunni
þegar lent var í Vatnagörðum.
Allt er á huldu um þetta heiðurs-
mannasamkomulag yfirleitt og einu
tveir mennimir í 21 ríki, sem túlka
það á sama veg, em Jón Baldvin
Hannibalsson og Davíð Oddsson.
Ekkert var sett á blað um sam-
komulagið og engu var handsalað.
Virðist þetta því eingöngu vera sam-
kvæmishjal heiðursmanna, sem
hver túlkar eftir sínu nefi og misskil-
ur eftir hentugleikum.
Ekki er rétt að segja að orðræðum-
ar á ráðherrafundinum í Luxemburg
hafi verið mistúlkaðar, því þær voru
alls ekki túlkaðar.
Svo vildi nefnilega til að þá vikuna,
sem fúndurinn var haldinn, voru
túlkar Evrópubandalagsins í verkfalli.
Sem endranær var talað tungum á
svo alþjóðlegri samkomu sem sam-
eiginlegur ráðherrafundur Evrópu-
bandalagsins og Fríverslunarbanda-
lags Evrópu er. Ekki skal málakunn-
átta ráðherranna dregin í efa og fæmi
þeirra til að yfirfaera hin flóknustu
milliríkjamál og tækniorðaforða at-
vinnuveganna og að skilja hver annan
er hafin yfir allar gmnsemdir. En
heiðursmannasamkomulag, sem gert
er við svona aðstæður, kann að bjóða
smáræðismisskilningi heim, eins og
Ld. þeim hvort einhliða aðgangur
Spánverja og annarra fiskislóðalausra
útgerðarþjóða að íslandsmiðum sé
nokkum verginn hið sama og gagn-
kvæmar veiðiheimildir við Svalbarða
með sérákvæðum um rétt þriðja ríkis
til veiða í grænlenskri lögsögu.
Á svipuðum nótum kann heiðurs-
mannasamkomulagið um sfyrkja-
kerfið að vera. Samkvæmt lauslega
þýddum misskilningi er það eitthvað
á þá lund, að íslendingar aðstoða
bændur í Suður-Evrópu með niður-
greiðslum til framleiðslu sinnar.
Samtímis verður íslenskum ylrækt-
arbænmdum settur stóllinn fyrir
dymar, til að auðvelda innflutning á
niðurgreiddum landbúnaðarvörum
fra Suður-Evrópu.
Sagt er að almenningur viti Iftið um
samninga EB og EES og hafi lítinn
áhuga á að fræðast um hvað úr öllu
þessu er að verða. Vel má það rétt
vera. En að ráðherrar, embættismenn
og fjölmiðlafólk skuli vera jafnvel enn
verr að sér um hvað verið er að semja,
varðandi framtíðarstöðu íslands og
Evrópu allrar, er forkastanlegt
Þá kröfu verður að gera til heiðurs-
manna, sem sækja málþing í útlönd-
um, að þeir greini á milli hvað er
kurteisishjal og hvað samningar.
OÓ
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin f Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
SkrifstofurrLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Lúxemborgarklúðrið
Nú er komið í ljós sem vita mátti, að fullyrðingar
Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar
um að Lúxemborgarfundurinn 18.-19. þ.m. haft skil-
að íslendingum árangri, voru blekkingar.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sögðu á mið-
vikudagsmorgun fyrir viku (19. júní) að kraftaverk
hefði verið unnið á næturfundi ráðherra EB og EFTA
um aðgengilega lausn á deilunni um fiskveiðimál í
samningum um myndun Evrópsks efnahagssvæðis. í
forystugrein Tímans var sagt af því tilefni á fimmtu-
daginn var, að kraftaverkatrú í milliríkjasamningum
væri ekkert nema skynvilla, þessi næturverk van-
svefta ráðherra væru nýjar blekkingar um framvindu
þessara mála.
Fundur sá, sem EFTA-ráðherrar boðuðu til nú í
byrjun vikunnar og stendur enn þegar þetta er ritað,
staðfestir það sem Tíminn hefur sagt um málið, að
niðurstaða fundarins 19. júní var tóm blekking. í
þessu samningsþófi hefur hvorki miðað aftur né
fram.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur raun-
ar dregið úr fullyrðingum um árangur og benti strax
á að ekkert skriflegt samkomulag lægi fyrir um eitt
eða neitt af því sem átti að heita samkomulag.
Þessi yfirlýsing sjávarútvegsráðherra hefði átt að
vera stjórnvöldum, hagsmunasamtökum og fjölmiðl-
um á íslandi viðvörun um að taka fullyrðingum Dav-
íðs Oddssonar með meiri varúð en reyndin hefur orð-
ið.
Eins og minnast má átti lykill að lausn deilunnar
(samkvæmt „heiðursmannasamkomulagi" nætur-
fundarins í Lúxemborg í fyrri viku) að liggja í því að
íslendingar færu að semja um veiðiheimildir fyrir
Evrópubandalagsþjóðir í íslenskri landhelgi eftir
formúlu þeirri sem kallast „gagnkvæmar veiðiheim-
ildir“. Auk þess ætluðu Norðmenn að ástunda ein-
hvers konar kvótavíxl hjá sér og hafa sem smurningu
á þessa nýju sókn útlendinga á íslensk fiskimið.
Svo fáránleg sem kraftaverkatrúin í Lúxemborg var
í sjálfri sér var þó ekki síður furðulegt hvernig við-
brögðin urðu hér heima á íslandi, þegar ströngustu
afneitarar gagnkvæmra veiðiheimilda í hópi útgerð-
armanna og stjórnmálamanna voru farnir að mæla
með því að hleypa Spánverjum inn í landhelgina í
skjóli hugmyndar, sem löngu er orðin úrelt sem við-
ræðuefni og menn vita nú að yrði aðeins til að opna
möguleika útlendinga til að stunda veiðiþjófnað, sem
engar skráðar reglur geta komið í veg fyrir og ekkert
veiðieftirlit fær ráðið við.
Samningaþófið um Evrópska efnahagssvæðið er
orðið að þráhyggju sem strandað hefur í klúðri og
kraftaverkatrú sem á ekkert skylt við diplómatískt og
pólitískt raunsæi. Tímabært er að Alþingi verði kallað
saman til þess að ríkisstjórnin verði krafin svara um
stöðu þessara mála í heild. Lúxemborgarklúðrið er
mál út af fyrir sig. Þing og þjóð þarf að fá heildar-
mynd af samningsstöðunni og þeim skyldum og
kvöðum sem aukaaðild að Evrópubandalaginu felur í
sér, hvernig svo sem semst um fiskveiðimálin.
í-r.r.r.T.T.r.r.Y r.r.r v t v v \ v t v v v v v v.v.v.v.’vr. .v