Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. júní 1991
Tíminn 5
Bnn allt óljóst um afdrif EES. Steingrímur Hermannsson:
Heiöursmannasamkomulagiö
heldur hvorki hér né
Enginn árangur varð af fundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna og
embættismanna Evrópubandalagsins í Salzburg annar en sá, að
samningsaðilar lýstu vilja sínum til að ljúka verkinu fyrír sumarfrí
EB í ágúst. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að ef
það takist ekki séu samningarnir í hættu.
Sem fyrr eru fjögur atriði að vefjast
fyrir mönnum: Fríverslun með fisk,
vöruflutningar um Alpana, þróunar-
sjóðurinn og sá tími sem EFTA-ríkin
vilja fá til að laga sig að ýmsum regl-
um EB um frjálst streymi fólks og
fjármagns. Þau eru mismikilvæg, en
ágreiningur um þó ekki væri nema
eitt þeirra gæti orðið til að upp úr
slitnaði.
Þó íslendingar hafi nú þegar fallið frá
því skilyrði sínu að EB láti af ríkis-
styrkjum í sjávarútvegi, skiptir það,
sem eftir er af fríverslun með fisk, þá
öllu. Án hennar hafa íslendingar ekk-
ert á Evrópska efnahagssvæðið aö
gera. Skiljanlega vöktu frásagnir ís-
lenskra ráðherra af Lúxemborgar-
fundinum því miklar vonir með
landsmönnum. Þær voru hins vegar
ekki í samræmi við frásagnir EB-
manna. í þeirra augum er tilboð
Norðmanna og íslendinga um gagn-
kvæmar veiðiheimildir fyrir fríverslun
með fisk ekki grundvöllur samninga.
Eftir fundinn í gær sagði Jacques Po-
os, utanríkisráðherra Lúxemborgar,
að enn væri með öllu ósamið um fisk.
EFTA-ríkin Sviss og Austurríki tak-
marka umferð vöruflutningabifreiða
um Alpana til þess að draga úr meng-
un. EB-ríkin, sem vitaskuld eiga mik-
ið undir þessum flutningum, vilja að
þessar takmarkanir verði afnumdar,
eða hið a.m.k. rýmkaðar mjög. Um
þetta náðist ekkert samkomulag í
Lúxemborg og þá lýstu samninga-
menn EB því yfír að þetta væri úrslita-
atriði. Enn hefur því ekkert orðið til
að auka mönnum bjartsýni um að
saman kunni að ganga í þessu efni.
Þróunarsjóðurinn er til þess hugsað-
ur að styrkja fatækari héruð EB-ríkja í
komandi samkeppni þeirra við hin
ríku EFTA-lönd. Enn hefur ekki náðst
samkomulag um hvert skuli vera
framlag EFTA-ríkjanna. Spánn og
Portúgal leggja skiljanlega mikla
áherslu á að það verði nógu mikið.
EFTA-ríkin eru treg. í því felst vita-
skuld nokkur mótsögn ef ríkisstjóm
íslands leggur fram almannafé til að
styrkja byggð á Spáni, um leið og hún
fordæmir slíka stjómarhætti og „af-
skiptasemi" af atvinnulífinu, á eigin
landsbyggð.
Hið Evrópska efnahagssvæði verður
einn sameiginlegur markaður. Um
hann skal m.a. fólk og fjármagn fá að
streyma óhindrað. Það gengur víða í
berhögg við landslög. M.a. íslensk.
Þau banna útlendingum að setjast hér
að og stunda vinnu nema að uppfyllt-
um ströngum skilyrðum. Þau leggja
og hömlur á hversu stóra hluti út-
lendingar mega eiga í innlendum fyr-
irtækjum. EFTA-ríkin vilja tíma til að
laga sig að frelsinu. Sum þeirra vilja
og setja fyrirvara um frelsið og reyna
aðeins að hefta það. íslendingar vilja
þannig ekki að útlendingar geti með
því að kaupa upp íslensk útgerðarfyr-
irtæki laumað sér bakdyramegin inn í
landhelgina. Með slíkum fyrirvara er
þó gengið þvert á meginmarkmið
samninganna um Evrópska efnahags-
svæðið.
Eftir Lúxemborgarfundinn í síðustu
viku stefndu menn að því að undirrita
pólitíska viljayfirlýsingu í Salzburg í
gær. Af því varð ekki. Menn em sam-
mála um það eitt að reyna að ná
samningum. Samningamir um Evr-
ópska eftiahagssvæðið em enn og aft-
ur komnir í hnúL
Tíminn leitaði álits nokkurra stjóm-
málamanna á tíðindunum. Stein-
grímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir: „Þetta
virðist ætla að verða erfitt Það virðist
ekki ætla að halda þar heiðursmanna-
samkomulagið, fremur en hjá sumum
hér heima. Almennt þá fannst mér
skipti á veiðiheimildum koma til
greina með því að vandlega hefði ver-
ið útfært hvemig við íslendingar ætt-
um að fylgjast með veiðum erlendra
skipa. Það hefur reynst mjög erfitt, t.d.
á Grænlandsmiðum og í Kanada.
í annan stað sýnist mér alveg ófrá-
gengið með fyrirvarana á fólksflutn-
ingum og vinnuleyfum. Þá sýnist mér
enn ótryggt að við getum haldið þess-
um 350 milljón Evrópubúum ffá því
að kaupa upp landið okkar. Það var
alltaf talað um það í síðustu ríkis-
stjóm að um það yrðu sett sérstök
ákvæði, sem kæmu í veg fyrir slíkt. En
ég sé ekkert þvílíkt nú. Að þessu
tryggðu og svo hinu að ekki yrði um
að ræða einhliða veiðiheimildir EB,
eða að það kæmist bakdyramegin inn
í landhelgina, höfum við framsóknar-
menn verið þeirrar skoðunar að ís-
lendingar ættu að semja um og vera
aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu.
En mér sýnist ýmsum af þessum
íslendingum, sem sækja vilja um
aðild að Evrópubandalaginu, hefur
fækkað stórum síðan í fyrra. Að-
eins um fjórðungur þjóðarinnar
(26%) telur nú æskilegt að íslend-
ingar sæki um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Þrátt fyrir það telur
stór meiríhluti (um 61%) að ís-
lendingar verði orðnir aðilar að
bandalaginu innan níu ára, þ.e. fyr-
ir áríð 2000.
Þetta er meðal athyglisverðustu
niðurstaðna úr umfangsmikilli
könnun um afstöðu íslendinga til
Evrópubandalagsins, sem Félags-
vísindastofnun hefur nú gert í 5.
sinn á rúmlega tveim árum. í öllum
þessum könnunum hafa landsmenn
verið spurðir:
„Telur þú æskilegt eða óæskilegt
að ísland sæki um aðild að Evrópu-
bandalaginu?" Segja má að svörin
hafi algerlega snúist við. í könnun-
um í febrúar og maí í fyrra töldu um
og yfir 40% umsókn æskilega en
22-24% voru á móti. Nú telja aðeins
26% umsókn æskilega, en 45%
frekar/mjög óæskilega. Um þriðj-
ungur spurðra hverju sinni segist
hlutlaus eða óviss.
spumingum nú ósvarað og reyndar
eins og horfið hafi verið frá fyrri fyrir-
vörum. Almennur fyrirvari um fjár-
festingar útlendinga kemur ekki í stað
vandlega útfærðs ákvæðis. Enn er því
ansi margt óljóst og frekar byggt á
óskhyggju heldur en raunveruleikan-
um.
Annað er það, sem við íslendingar
verðum að fára að huga að. Nú eru
þær raddir orðnar ansi háværar að
gera EB að ríkjasamsteypu, jafnvel
bandaríkjum Evrópu. Þá vakna ýmsar
spumingar um stöðu okkar. Ég held
við verðum þá að gæta okkar ansi vel
að sogast ekki inn í slíka ríkjasam-
steypu, sem ég held að flestir líti á sem
yfirtöku Þjóðveija, kannski fyrst og
fremsL og Frakka og Breta á Evrópu.
Auk þess vil ég taka undir það, sem
Sigmundur Guðbjamason rektor hef-
ur sagt hvað oftast, að sagan sýnir að
slík ríkjasamtök standa ekki lengi og
þá sitja margir eftir með sárt ennið.
Ég tel því að við eigum að fara mjög
„Telurðu að íslendingar verði
orðnir aðilar að Evrópubandalaginu
um aldamótin 2000, þ.e. eftir 9 ár?“
Athyglisvert er að aðeins 18%
þeirra, sem afstöðu taka, svara þess-
ari spurningu neitandi. Rúmlega
helmingur úrtaksins, og um 61%
þeirra sem svöruöu, kvað hins vegar
„já“ við spurningunni og um 18%
svöruðu „hugsanlega". Enda kemur
í ljós, þegar nánar er spurt, að hátt í
helmingur þeirra, sem telja um-
sókn óæskilega, telur íslendinga
samt verða komna í Evrópubanda-
lagið fyrir aldamót. Það sama á við
um stóran meirihluta þeirra hlut-
lausu. Og þótt aðeins 17% kvenn-
anna telji æskilegt að sækja um að-
ild, álíta 63% þeirra eigi að síður að
ísland verði orðið Evrópubanda-
lagsland fyrir aldamótin. Mjög mik-
ill munur kemur fram á afstöðu
fólks til Evrópubandalagins eftir því
hvaða stjórnmálaflokka það styður.
Aðeins 14-18% stuðningsmanna
stjórnarandstöðuflokkanna þriggja
eru hlynntir umsókn, en 60-62%
eru á móti. Þeir stuðningsmenn
stjórnarflokkanna, sem afstöðu
taka, skiptast hins vegar nokkuð
þar
varlega í þetta og að því miður hafi
hlutimir ekkert skýrst síðustu vikum-
ar.“
Kristín Einarsdóttir hjá Kvennalist-
anum segir: „Þetta er í fullu samræmi
við það sem hingað til hefur gersL Það
er stöðugt undanhald af hálfu ís-
lenskra stjómvalda, og hefur verið ffá
upphafi. Það sýnir sig betur en áður að
við eigum við að etja sterkan aðila,
sem ætlar ekkert að gefá eftir. Síðustu
atburðir þurfa því ekki að koma á
óvart. Ég var reyndar aldrei ánægð
með útspil okkar á fundinum í Lúx-
emborg 19. júní, að hleypa EB-þjóð-
unum inn í landhelgina. Annars hefur
Kvennalistinn lengi verið þeirrar
skoðunar að við ættum að draga okk-
ur út úr þessum viðræðum. Það kem-
ur æ betur í ljós að aðild að EES er
skref inn í EB. Þessi ríkisstjóm ætlar
þangað hugsunarlausL án fyrirvara.
Mér þótti fyrri ríkisstjóm ekki standa
sig vel. Þessi stendur sig enn verr.“
-aá.
jafnt með (38-40%) og á móti (32-
38%). Milli 20% og 30% í hverjum
flokki eru hlutlausir, flestir í Sjálf-
stæðisflokki og utan flokka.
Áberandi munur er einnig milli
kynja. Aðeins 17% kvenna telja um-
sókn æskilega, en 34% karla. Fleiri
konur en karlar eru óvissar/hlut-
lausar, en í kringum 45% beggja
hópa eru á móti umsókn. Stuðning-
ur við bandalagið er einnig talsvert
minni á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu og meðal eldra fólks
en hinna yngri.
í þessari nýjustu könnun var fólk
einnig, í fyrsta sinn, spurt hvort það
teldi umsókn æskilega ef tryggt
væri að íslendingar héldu fullu for-
ræði yfir fiskimiðunum við landið.
Með þeirri tryggingu snúast við
hlutföll þeirra sem eru með og á
móti. Hlutfall þeirra, sem telja
mjög/frekar æskilegt að sækja um
aðild að Evrópubandalaginu, hækk-
ar þá í 51% af öllu úrtakinu og í
55% sem svara. En þeim, er telja
umsókn óæskilega, fækkar í 27%
svarenda. Um sjötti hluti tekur ekki
afstöðu, en um 6% vildu ekki svara.
- HEI
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, afhendir Guðmundi
Ingimarssyni forstöðumanni iyklana að Hyrnu.
AMOR YFIRBUGAÐUR
íslendingar vilja ekki ganga í EB, en búast við að lenda þar samt:
Almenningsálitið
að snúast gegn EB
Ný þjónustumiðstöð opnuð:
Hyrna í Borgarnesi
„Hyma“, þjónustumiðstöð við Brú-
artorg í Borgamesi, var opnuð
föstudaginn 21. júní. Hyma er í
eigu Kaupfélags Borgfírðinga og
Olíufélagsins.
í Hyrnunni er matvöru- og ferða-
mannaverslun, veitingasala, sölu-
turn, ESSO-bensínstöð ásamt versl-
un með bflavörur, upplýsingaþjón-
usta fyrir ferðamenn, góð snyrtiað-
staða og rúmgóð bílastæði. Þá
verður sparisjóður Mýrasýslu með
afgreiðslu í húsinu.
Mikill mannfjöldi var samankom-
inn við opnunina í góðu veðri. Þórir
Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri
flutti ávarp. Vilhjálmur Jónsson, for-
stjóri Olíufélagsins, opnaði þjón-
ustumiðstöðina formlega og afhenti
Guðmundi Ingimarssyni, forstöðu-
manni Hyrnu, lykla að henni.
Lúðrasveit Akraness lék nokkur lög,
karlakórinn Söngbræður tók lagið
og hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar hélt útitónleika við Hyrnu. Þá
var yngri kynslóðinni boðið á hest-
bak og fleira.
-SIS
MEÐ LÖGREGLUVALDI
„Konan kvartaði undan honum og
ég var kallaður á tjaldstæðið hér,
þar sem þau vom. Konan sagði að
hann hefði fylgt sér alveg síðan þau
komu til landsins með Norrænu og
nú vildi hún alls ekki búa við þetta
ástand Iengur,“ sagði Reynir Ragn-
arsson, yfíriögregluþjónn í Vík í
Mýrdal, aðspurður um sérkennileg
kynni svissneskrar konu og ítalsks
manns, sem hafa veríð að ferðast
um landið að undanfömu.
Hinn blóðheiti ítali og svissneska
konan hittust um borð í Norrænu
þar sem þau voru bæði ein síns liðs,
og virðist sem ítalinn hafi látið
heillast af hinni svissnesku alparós.
Eftir að komið var í land veitti hann
konunni samfylgd sína norður með
landinu allt til Víkur í Mýrdal. Þá sá
konan sig tilneydda að kvarta við
lögreglu undan yfirgengilegri ást
mannsins á sér. Lögreglan reyndi
síðan að bjarga konunni á þann hátt
að taka hana úr rútunni frá Vík til
Seyðisfjarðar í grennd við Skaftafell
í þeirri von að maðurinn yrði við-
skila við hana. Konan fór til baka á
tjaldstæðið í Vík þar sem hún ákvað
að vera einum degi lengur, áður en
hún héldi austur til að ná Norrænu.
Á mánudagsmorgun var maðurinn
hins vegar kominn aftur til Víkur og
sat fyrir utan tjaldið hennar.
Að sögn Reynis var að svo komnu
máli reynt að tala um fyrir mannin-
um, en hann tók engum sönsum. Að
ráði útlendingaeftirlitsins var hann
því fluttur og „þeir reyndu að tefja
fyrir honum þar til konan var komin
um borð í Norrænu," segir Reynir.
................... GS.