Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. júní 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Ragnar Danielsen:
Greining hjartasjúk-
dóma með hjartaómun
Hjartaómun er rannsóknaraðferð sem einkum hefur verið þróuð
undanfarin 15 ár til greiningar og mats á ýmsum hjartasjúkdóm-
um. Rannsóknaraðferðin byggir á bergmálstækni þar sem sendar
eru hátíðnihljóðbylgjur inn til hjartans frá svokölluðum ómbreyti
sem venjulega er settur á brjóstvegg sjúklingsins. Hljóðbylgjumar
endurkastast frá hjartanu og eru numdar af ómbreytinum. Með að-
stoð kröftugs tölvubúnaðar er síðan sköpuð ómmynd af útlitsgerð
hjartans í tvfvídd sem sjá má á sjónvarpsskermi. í grundvallarat-
riðum er um að ræða sams konar bergmálstækni og sjómenn nota
í fiskileitartækjum.
Með sérstakri ómtækni, Doppler-
aðferð, er auk þess hægt að meta
blóðflæði um hjartað. Doppler-
ómun hefur þróast ört frá því að vera
einfaldar hraðamælingar á blóðflæði
um hjartað yfir í lita-ómun þar sem
allt blóðstreymi um hjartahólf og
lokur er kortlagt í litum.
Notkunarsvið
hjartaómunar
Kransæðasjúkdómur og afleiðing
hans er algengasti hjartasjúkdómur-
inn í vestrænum þjóðfélögum í dag.
Við bráða kransæðastíflu verður
skemmd á hjartavöðvanum í mis-
munandi mæli. Með tvívíddarhjarta-
ómun er nákvæmlega hægt að stað-
setja og meta útbreiðslu skemmdar-
innar á hjartavöðvanum og hvemig
hjartað starfer í kjölfar hjartaáfalls-
ins. Kransæðamyndataka með
skuggaefhisinndælingu í kransæðar
er hins vegar nauðsynleg til að stað-
setja þrengsli eða lokun á kransæð-
um eða jafnvel opna lokaða æö. í
öðrum tilfellum er kransæðaaðgerð
besta lausnin. Hjartaómun er ein-
föld og skjót aðferð til þess að meta
árangur fyrir og eftir slík inngrip á
starfsemi hjartavöðvans.
Til að meta lokusjúkdóma þurfti
áður yfirleitt að gera hjartaþræð-
ingu. Hjartaómun hefur stórlega
fækkað eða einfaldað slíkar þræð-
ingar og oft gert þær ónauðsynlegar.
í mörgum tilfellum er hjartaómun
nú talin nákvæmari og betri aðferð
til þess að meta flókna lokugalla og
afleiðingar þeirra á starfsemi hjart-
ans. Stundum geta sýkingar lagst á
hjartalokur og skemmt þær. Hjarta-
ómun er besta aðferðin sem völ er á
til greiningar slíks ástands. Það
sama gildir um flesta meðfædda
hjartasjúkdóma, þar gefur hjarta-
þræðing í dag sjaldnast viðbótarupp-
lýsingar við góða rannsókn meó
hjartaómun.
Kosturinn við hjartaómun er að
hægt að framkvæma hana í skyndi,
jafnvel við rúmstokk sjúklings, þeg-
ar upp koma bráð vandamál, td.
meðan á hjartaaðgerð stendur eða
eftir á. Er þá með skjótum hætti
hægt að meta sjúkdómsástand og
gera viðeigandi ráðstafanir.
Sjúkdómar í hjarta eru oft undir-
liggjandi orsök heilaáfalla, sem í
versta falli geta leitt til lamana eða
dauða sjúklings. Við ýmsa hjarta-
sjúkdóma geta myndast segar í
hjartanu. Hlutar þeirra geta losnað
og rekið með blóðstraumnum til
heila eða annarra líffæra og þannig
valdið skaða. Með hjartaómun er í
mörgum tilfellum hægt að greina
slíka undirliggjandi sjúkdóma og
mæla með viðeigandi meðferð.
Nýjungar
í hjartaómun
Hjá sumum sjúklingum með lang-
vinna lungnasjúkdóma, ofifitu, eða
aðra aflögun á brjóstvegg getur verið
erfitt að S góða ómmynd af hjartanu
gegnum brjóstvegginn. Um miðjan
7. áratuginn var farið að þróa hjaita-
ómunaraðferð þar sem ómbreytirinn
var setur niður í vélindað á útbúnaði
er líkist umbreyttu magaspeglunar-
tæki. Ómbreytirinn liggur þá þétt að
hjartanu aftanverðu og má í flestum
tilfella fé óvenju skýrar myndir. Að-
ferðin opnaði annan glugga að hjart-
anu og bætti stórlega möguleika á
greiningu ýmissa hjartasjúkdóma.
Vélindislæg hjartaómun er einnig
L'.ctuð við stórar aðgerðir til þess að
meta starfsemi hjartans og td. við
flóknar aðgerðir á hjartalokum. Er
þannig hægt að meta árangur að-
gerðar áður en brjóstholi er lokað og
getur það í ýmsum tilfellum sparað
enduraðgerð. Með vélindislægri
ómun má einnig, með því að snúa
ómbreytinum í vélinda 180 gráður,
skoða ósæðina, stærstu slagæð lík-
amans aftanvert í brjóstholinu og
greina sjúkdóma í æðinni.
Þótt hjartaómun sé yfirleitt fram-
kvæmd í hvíld er einnig mögulegt
að meta starfsemi hjartans undir
álagi með þessari aðferð. Hægt er að
auka álag á hjartað með því að láta
sjúkling erfiða, með gjöf lyfja er örva
starfsemi hjartavöðvans, eða með
raförvun. Hafa rannsóknir síðustu
ára leitt í ljós að álagshjartaómun er
í vissum tilfellum nákvæmari aðferð
til að greina þrengsli í kransæðum
en hefðbundin álagshjartarit
Hjartaómun
á Landspítalanum
Hjartaómanir á Landspítalanum
Landssamtök
hjartasjúklinga efna
nú til happdrættis í
fýrsta skipti og er
ætlunin að stuðla
að kaupum á
hjartaómsjá fyrir
hjartadeild Land-
spítalans. - Hér á
myndinni er
hjartaómtæki af
nýjustu gerð.
hófúst þegar 1979 með tilkomu tæk-
is þar sem hægt var að fa einföld
hreyfiómrit Vegna örrar þróunar
gáfu Landssamtök hjartasjúklinga
hjartadeildinni nýtt hjartaómunar-
tæki 1983 er gaf möguleika á tví-
víddarhjartaómun og vissum hraða-
mælingum í hjarta með Doppler-
ómun. Var það gott tæki á sínum
tíma, en vegna örrar tækniþróunar
stenst það ekki nútímakröfur; hefur
það til að mynda ekki möguleika á
litaómun. Notkun hjartaómunar á
hjartadeild Landspítalans hefúr farið
hratt vaxandi. Gerðar voru um 200
rannsóknir fyrstu 2 árin, en á síðasta
ári var rannsóknafjöldi um 1500 og
stefnir í um 2000 á þessu ári. Ljóst er
að núverandi tækjakostur spítalans
stendur ekki undir slíkum rann-
sóknafjölda né þeim gæðakröfum
sem gerðar eru til hjartaómunar í
dag. Benda má á, að með tilkomu
hjartaskurðlækninga á Landspítal-
anum hafa kröfur til hjartarann-
sókna með ómtækni aukist enn
frekar. Auk þess hefur fjöldi þeirra
sjúklinga, er gengist hafa undir
hjartaaðgerð vegna kransæða-
þrengsla, hjartalokusjúkdóms eða
meðfæddra hjartagalla, aukist með
árunum. Margir þessara sjúklinga
þarfnast reglulegs eftirlits þar sem
hjartaómun er mikilvægt hjálpar-
tekl Lokaorð
Þegar er ljóst að þörf er á nýju tæki
til hjartadeildar Landspítalans svo
hún standi undir auknum kröfum
um þjónustu á sviði hjartaómunar,
en deildin hefur verið vanbúin til
þess undanfarið. Þarf átak til að bæta
úr því ef Landspítalinn á ekki að
dragast aftur úr þróuninni. Nýju
tæki þarf jafnframt að fylgja búnað-
ur til vélindislægrar hjartaómunar.
Eingöngu með því að fylgjast með í
tækniþróun á sviði hjartaómunar
getur hjartadeild Landspítalans tek-
ist á við verkefni framtíðarinnar í
hjartalækningum.
Höfundur er sérfrœðingur í almennum
lyflœkningum og hjartasjúkdómum og
starfar á fyartadeild Landspítalans.
Gylfi Guðjónsson:
Hrafna-Flóki
Mér er til efs að þeir frumbyggjar,
sem komu til íslands í öndverðu,
hafi átt von á að hömlur yrðu sett-
ar upp gagnvart öflun hvals, fisks
og fugls. Það hefði enginn tekið
sér bólfestu á eyjunni, hefði sú
staða komið upp.
Þannig hagar málum í dag að íbú-
ar þessa lands eru undir hæl sömu
örlaga og knúðu forfeður okkar til
að flýja ofríki í sínum heimahéruð-
um.
Ef svo heldur áfram, legg ég til að
allt fólk á íslandi verði flutt brott
og yfir til Jótlands. Slík tillaga
kom upp vegna örbirgðar íslend-
inga og ég endurflyt hana hér með
til öryggis barnabarna minna.
Ég hefi ekki í huga að deyja hérna
með allt í kaldakoli og óvissu með
mína afkomendur.
Flóki h.f. á Brjánslæk á Barða-
strönd var stöndugt fyrirtæki á
sínum tíma og veitti fjölda fólks
vinnu. Hrefnan var veidd og seld
út í heim. Hrefnuleyfinu var kippt
af stöðinni og þar með afkomu
fólksins.
Unninn var skelfiskur og farið var
í rækju. Nú er hún verðlaus. Þjóð-
félagið skuldar öllu því fólki, sem
vann að hrefnuvinnslu um landið,
stórfé í dag.
Ég legg til að þráskákin verði rof-
in. í ísafjarðarhöfn verður hrefnu-
veiðiskipið Halldór Sigurðsson
mannað vönum hvalveiðimönn-
um, byssa fægð og skutull, skyttan
sett í starf sitt á ný. Sýslumanni
ísafjarðarsýslu tilkynnt um áhöfn
og ferðir skipsins.
Sýslumanni Barðastrandarsýslu
tilkynnt um komu skipsins á
Breiðafjörð. Skipið er tekið úr
dragnótarveiði og missir afla.
Eg ákalla sjávarútvegsfýrirtæki
um allt ísland til að bæta skipi og
útgerð þess tapið. Ég kalla til fólks
um allt ísland til að leggja fram
Iitlar upphæðir í laun fyrir áhöfn
og fjölskyldur þeirra.
Útgerð hrefnuveiðibátsins setur
honum ekki mark í upphafi. Hann
siglir af stað á hrefnumiðin fullbú-
inn í könnunarleiðangur.
TVúlega verður ekki leyft að
fréttamenn komi í skipið, en þá
hafa þeir aðgang að Landhelgis-
gæslunni og öðrum farartækjum í
lofti og legi.
Óheimilt er að taka Halldór Sig-
urðsson meðan hann lónar um
Breiðafjörðinn.
Skyndilega tekur skipstjórinn
ákvörðun um að hrefna verði skot-
in. Skyttan fer á byssuna í stafni
skipsins og skutullinn fer út.
Hrefnan er hífð inn á skipið aftan-
vert og síðan er hún skorin.
Fiskbúðir Kaupfélags Kjalarnes-
þings og fleiri búðir bíða eftir nýju
hrefnukjöti á matborð sinna við-
skiptavina.
Eg vil alvarlega vara við því, að
okkar eigið fólk hjá Landhelgis-
gæslunni hafi afskipti af hvalveiði-
skipinu.