Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 26. júní 1991
UTLOND
Öryggi Kúrda í N-lrak tryggt með varanlegri hernaðarógn:
SVÆÐISBUNDNAR HER-
SVEITIR BANDAMANNA
Forsætisráðherra Bretlands, John Major, sagði aðspurður á breska
þinginu í gær að Bretar ætli sér ekki að hafa herlið í N-frak til fram-
búðar, en hersveitimar verði þar þangað til Kúrdum stafi ekki leng-
ur ógn af íraksher. Major sagði hins vegar að bandamenn verði að
hafa hersveitir í þessum heimshluta til að fylgja eftir hótunum sín-
um um að írökum veröi refsað ef þeir ráðast á Kúrda.
Major, sem var aðalhvatamaður-
inn að myndun griðasvæðanna fyrir
Kúrda í Norður-írak undir vernd
fjölþjóðaliðsins, sagði að það væri
fernt, sem yrði að tryggja áður en
fjölþjóðaliðið færi frá Irak. í fyrsta
lagi yrði að tryggja að komið verði á
fót föstu herliði Sameinuðu þjóð-
anna í Norður-írak. í öðru lagi að
íröskum stjórnvöldum verði gerð
skýr grein fyrir því að þeim verði
refsað grimmilega ef þau ráðast á
Kúrdana. í þriðja lagi yrði að tryggja
að írökum verði áfram ógnað með
hervaldi til að mark verði tekið á
hótununum og í fjórða lagi yrði að
tryggja að viðskiptaþvingununum
gegn írak verði haldið áfram. „Ef
þetta er ekki tryggt, þá förum við
ekki,“ sagði Major.
Major tilgreindi ekki hvernig írök-
um yrði ógnað hernaðarlega þegar
fjölþjóðaliðið færi frá svæðinu.
Embættismenn sögðu á mánudag
að bandamenn úr Persaflóastríðinu
væru að ræða ýmsa möguleika, þ.á
m. þann að mynda her sem yrði
staðsettur í Norður-írak og Tyrk-
landi. Nokkrir hershöfðingjar fjöl-
þjóðaliðsins í Norður-írak hafa sagt
að verið sé að ræða um hraðliða-
sveitir, sem staðsettar yrðu í suð-
austurhluta Tyrklands.
Embættismenn sögðu í gær að
stefnt væri að því að fjölþjóðaliðið
færi að lokum frá írak, en rætt væri
um að gera eitthvað til að tryggja ör-
yggi Kúrda til bráðabirgða, kannski
ekki lengur en þangað til samningar
hefðu tekist á milli Kúrda og stjórn-
valda í Bagdad um einhverja sjálfs-
stjórn Kúrda í Norður-írak.
Reuter-SÞJ
John Major, fbrsætisráðherra
Bretiands.
Fréttayfirlit
SOWETO - Aö minnsta kosö sex
manns voru skotnir til bana þegar
byssumenn róðust á lest ( Soweto-
hverfinu (útjaðri Jóhannesartxjrgar I
Suöur-Afriku f gær. Samtals hafa þá
28 manns fátiö lífið í átökum blökku-
manna, sem biossuðu upp á sunnu-
dag eftir að leiðtogar hinna strföandi
lylkinga, Afríska þjóðarráðshs og
Inkatahreyfingarinnar, höfðu, ásamt
ríkisst|óm hvfta minnihlutans, gert
samkomulag um að reyna að binda
enda á átökin (sameiningu.
PRAQ - Sögulegur samningur var
undimtaður i Prag í Tékkóslóvaklu f
gær. Samnlngurinn, sem undirritað-
ur var af sovéskum og tékkneskum
hershöföingjum, battformlegan endi
á veru sovésks hers (landinu, en
sovéskir hermenn hafa verið nær
samfellt f 23 ár I Tékkóslóvakfu.
NÝJA DELHÍ - Nýskipaður fjár-
málaráðherra Indlands, Manmohan
Singh, sagðist I gær ætia að hrinda
af stað róttækum breytingum til að
reyna að bæta elhahagsástandið I
landinu, en það er mjðg bágborið.
BRÚSSEL - Evrópskum her mundi
ekki verða beitt utan Evrópu ef
bandarisk stjómvöld væru þvf mót-
fallín, að sögn framkvæmdastjóra
Vestur- Evrópubandalagsins
(WEU), Willem van Eekelen, f gær.
BRÚSSEL - Forseti framkvæmda-
stjómar Evrópubandalagsins,
Jacques Delors, hefur ákveðið að
sækjast ekki eftir endurkjöri þegar
kjörtímabili hans lýkur f árslok 1992.
Deiors, sem er 65 ára að aldri, hefur
veriö forseti framkvæmdastjómar
EB f átta ár, helmingi lengur en venja
hefur verið. Hann er talinn koma til
greina sem frambjóðandi við for-
setakjör I Frakklandi árið 1995.
ALQEIRSBORQ - Til harðra átaka
kom milli öryggislögreglu og öfga-
sínnaðra múslima í Algeirsborg i
gær. Atökin I gær voru þau alvarieg-
ustu, sem orðiö hafa í Aisir síðan
neyðarástandi var iýst yfir (landinu
fyrir um þremur vikum. Otvarpið (Al-
sir skýrði frá þvi að margir hefðu
særst I skotbardögum. Atökin hófúst
þegar öfgatrúarmennimir reyndu að
hindra lögregluna í að taka niöur
merki Islömsku frelsisiylkingarinnar
(FIS), sem sett hafði verið upp á op-
inberri byggingu.
BAHRAIN - Aðeins eru eftir um
fimmtíu þúsund bandariskir her-
menn á Persaflóasvæðinu af nærri
hálfri milijón hermanna, sem sendir
voru til svæöisins til að frelsa Kúveit
úr höndum (raka, að sögn Ibmnæl-
anda bandariská hersins I gær.
Hann sagði að bandarfskir hermenn
yrðu llklega viö Persaftöa út þetta ár,
þar sem enn ætti eftir aö ganga frá
ýmsum búnaði og vopnum úr
Persaflóasfrlöinu. ReutepSÞJ
Kúveit:
HERLOGUM
AFLÉTT í DAG
Herlögunum, sem sett voru í
Kúveit við lok Persaflóastríðs-
ins, verður aflétt í dag. Jafn-
framt verða dómsmálin gegn
Kampútsea:
MIKILL ARANGUR I
FRIÐARVIÐRÆÐUNUM
Mfldll árangur náðist í gær í
friðarviðræðunum milli
Phnom Penh-stjómarinnar og
þríggja helstu skæruliðasam-
taka Kampútseu, sem haldnar
eru í ferðamannabænum
Pattaya í Tælandi. Phnom
Penh- stjórnin slakaði á kröf-
um sínum varðandi Samein-
uðu þjóðirnar og vill nú leyfa
fríðargæslusveitum samtak-
anna að fylgjast með að vopna-
hlésbanninu verði framfylgt
og að innflutningur á vopnum
til iandsins verði stöðvaður.
Þjóðarráð Kampútseu (SNC), sem
skipað er fulltrúum Phnom Penh-
stjómarinnar og þriggja helstu
skæruliðasamtakanna í landinu,
samþykkti vopnahlé á mánudag-
inn og að vopnainnflutningi yrði
hætt.
Rauðu khmerarnir, stærstu
skæruliðasamtökin í SNC, komu
til móts við Phnom Penh-stjórnina
og samþykktu að höfuðstöðvar
Þjóðarráðs Kampútseu, sem sam-
kvæmt friðaráætlun S.Þ. eiga að
gegna æðsta hlutverki í málefnum
landsins meðan verið er að koma á
friði í landinu, yrðu í höfuðborg-
inni, Phnom Penh.
Friðarviðræðunum er stjórnað af
SNC, en ráðið var stofnað í sept-
ember á síðasta ári og var það liður
í friðaráætlun S.Þ., sem gerð var
fyrir landið af ríkjunum fimm, sem
eiga fast sæti í Öryggisráöi S.Þ., en
þau eru: Bretland, Bandaríkin,
Sovétríkin, Kína og Frakkland.
Samkvæmt þeim tillögum, sem
komu fram í gær, er gert ráð fyrir
takmarkaðri hluttekningu Sam-
einuðu þjóðanna. Fulltrúi S.Þ. á
friðarráðstefnunni sagði í gær að
það væri hugsanlegt að ríkin
fimm, sem eiga fast sæti í Öryggis-
ráðinu, samþykktu að farið yrði að
hluta eftir friðaráætluninni sem
þau höfðu sett fram. Hann taldi að
samkomulag hefði náðst um meira
en 80% af áætluninni, en hins veg-
ar væru þau atriði, sem enn væri
ágreiningur um, mjög mikilvæg.
Friðarviðræðurnar lágu niðri
mestan hluta dagsins í gær, en
fulltrúar Rauðu khmeranna báðu
um hlé. Ráðherra í Phnom Penh-
stjórninni taldi mögulegt að þeir
þyrftu að ráðfæra sig við fyrrum
leiðtoga samtakanna, hinn ill-
ræmda og leyndardómsfulla Pol
Pot. Opinberlega hefur Pol Pot lát-
ið af embætti sem leiðtogi samtak-
anna, en vestrænir stjórnarerind-
rekar telja að hann hafi enn mikil
ítök í þeim. Pol Pot var leiðtogi
samtakanna þegar Rauðu khmer-
arnir stjórnuðu Kampútseu árin
1975-1979 og er talið að undir
hans stjórn hafi um milljón Kamp-
útsear verið drepnir.
Reuter-SÞJ
þeim mönnum, sem grunaðir
eru um samstarf við íraska her-
inn þegar hann hafði Kúveit á
valdi sínu, færð frá herdómstól-
unum til borgaralegra dómstóla.
Herlögin veita hinum 5 þúsund
manna kúveiska her mikil völd til að
grennslast fyrir um hin ýmsu mál og
til að handtaka menn. Rúmlega tvö
hundruð menn hafa verið ákærðir
fyrir að veita íraska hernum liðsinni
þegar hann hafði Kúveit á valdi sínu
og frá því í maí hafa herdómstólarn-
ir í Kúveit dæmt tuttugu og níu ein-
staklinga til dauða og marga til 25
ára fangelsisvistar eða meira. Flestir
þeirra, sem ákærðir hafa verið, eru
Palestínuarabar eða frakar. Engum
dauðadómi hefur enn verið fram-
fylgt. Mannréttindasamtök og
nokkrar vestrænar rfkisstjórnir hafa
lýst yfir áhyggjum sínum með fram-
kvæmdina á réttarhöldunum.
Þá hafa fjöldasamkomur og stjórn-
málafundir verið bannaðir og tak-
markanir hafa verið á prentfreisi.
Að sögn formælenda ríkisstjórnar-
innar hafa herlögin ekki haldið aftur
af ofbeldinu eins mikið og þeim var
ætlað að gera. Flest fangelsi væru
full af afbrotamönnum og sífellt
fleiri væru meðhöndlaðir á sjúkra-
húsum vegna sára af völdum skot-
vopna. Þegar landið var frelsað í
febrúar upphófst mikil alda hefndar-
morða gegn þeim sem grunaðir voru
um að svíkja land og þjóð. Nú fjór-
um mánuðum síðar má enn heyra
skothvelli á næturnar í Kúveitborg.
Reuter-SÞJ