Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.06.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 26. júní 1991 MINNING Hjörleifur Magnússon Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk 21.-27. júní er I Reykjavfkur-apótekl og Borgarapóteki. Þaó apóteksemfyrrer nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldl til Id. 9.00 aö morgni virka daga en Id. 22.00 á sunnudögum. Upptýsingar um læknis- og lyQa- þjónustu eru gefnar f sfma 18888. fógetafulltrúi, Siglufirði Fæddur 28. mars 1906 Dáinn 8. júm 1991 Móðurbróðir minn, Hjörleifur Magnússon, lést í Reykjavík 8. júní eftir skamma legu. Hjörleifur var fæddur á Súðavík, eða nánar tiltekið á Saurum við Súðavík. Hann var yngstur 11 systkina, sonur Magnús- ar Guðmundssonar, sjómanns í Súðavík, og konu hans Herdísar Ei- ríksdóttur. Magnús var sonur Guð- mundar Arasonar ríka í Eyrardal. Móðir Magnúsar var Guðrún Magn- úsdóttir, prests í Ögri Þórðarsonar. Kona Eiríks, föður Herdfsar, var Feldís Felixdóttir frá Neðri-Brunná í Dalasýslu. Hjörleifur ólst upp í foreldrahúsum í Súðavík, en rúmlega tvítugur fer hann til náms í Samvinnuskólanum og lýkur þaðan prófi 1933. Frá ung- lingsárum hafði Hjörleifur stundað sjóinn og þannig vann hann fyrir sér á skólaárunum. Hann eins og fleiri heillaðist af sfldinni og til Sigiu- fjarðar flyst hann 1933 og tekur við starfi fulltrúa bæjarfógeta 1936 og starfaði á skrifstofu fógeta þar til hann lét af störfum aldurs vegna. Árið 1938 var mikið gæfuár í lífi Hjörleifs. Þann 23. júní gekk hann að eiga Elenoru Þorkelsdóttur hjúkrunarkonu. Elenora var Sigl- firðingur, fædd 5. aprfl 1911. Fljót- lega eftir stofnun hjónabandsins reistu þau sér íbúðarhús að Hóla- vegi 25 og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Þau eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Hjörleifi kynntist ég fyrst er hann kom með konu sína í heimsókn til móður minnar. Guðrúnu móður minni þótti afskaplega vænt um þennan yngsta bróður sinn og höfðu þau mikið samband sín á milli. Hann var eina skyldmenni móður minnar sem ég kynntist sem barn og okkur fannst alltaf mikið til koma þegar Hjörleifur og Ella komu í heimsókn með krakkana. Þó ekki sé ýkja langt frá Siglufirði til Húsa- víkur var þetta mikið ferðalag fyrir 40 árum. Þessar ferðir voru því lengi vel ekki árlegur viðburður, enda hafði hvorug fjölskyldan yfir bfl að ráða. Það var ýmist farið með rútu- bflum eða farið sjóleiðina. En bréfa- skriftir voru það sem hélt samband- inu og síðar síminn þegar hann varð almenningseign, ég tala nú ekki um eftir að hann varð sjálfvirkur. Það var þessi einlæga ástúð og gleði sem fýlgdi komu Hjörleifs og Ellu sem festist svo ríkt í minni. Ella var einstaklega hláturmild og hlátur hennar svo smitandi að hann lét engan ósnortinn. Hjörleifur var hægari í framkomu, hljóðlátur húmoristi og afskaplega hógvær og vandaður í allri framkomu. Af eðli- legum ástæðum þekkti ég lítið til embættisverka hans, en hlýt þó að álykta að hann hafi verið farsæll embættismaður, svo vandaður sem hann var og jafnframt laginn við að koma málum fram. Ég held einnig að hann hafi verið mikill manna- sættir. Hann hafði líka þann eigin- leika að setja sig vel inn í öll þau verk sem hann tók að sér. Það kom oft í hans hlut að taka að sér emb- ætti fógeta í forföllum. Þó að hann væri ekki löglærður bar enginn brigður á gerðir hans. Allir vissu hve nákvæmur og samviskusamur hann var. Hjörleifur var Vestfirðingur, eins og áður er minnst á. Hann hafði sterkar taugar til ísafjarðardjúpsins. Það var gaman að hlusta á þau systk- inin ræða um fólk sitt og kunningja frá bernsku- og æskuárum. Ég fann það oft á móður minni hve fast hún var bundin Djúpinu sínu og svo Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Suður Mjódd Hjá Borgarskipulagi eru nú til kynningar teikning- ar að íbúðum aldraðra í Suður Mjódd, dags. júní '91, sem lagðar hafa verið fyrir skipulagsnefnd og byggingarnefnd. í tillögunum er gert ráð fyrir tveimur 13 hæða há- um húsum með alls 102 íbúðum ásamt 600 m2 þjónustumiðstöð (í beinum tengslum við fyrir- hugað hjúkrunarheimili) nyrst á svæðinu. Uppdrættir og líkan verða til sýnis á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 9.00-13.00 alla virka daga frá miðvikudeginum 26. júní til 24. júlí 1991. hygg ég að einnig hafi verið með Hjörleif. En þó var hann Siglfirðing- ur umfram allt. Þar var ævistarfið og þar lifði hann sín bestu ár. Hjörleif- ur var enda þeirrar gerðar að annað var óhugsandi en að hann tæki þátt í því samfélagi sem hann þjónaði og fjölskylda hans dvaldi í. Svo fast var hann bundinn þessum stað að þegar hann hafði misst konuna, börnin voru öll flutt burtu og hann hættur að vinna, gat hann samt ekki hugsað sér að yfirgefa Siglufjörð. TVygg- lyndið var ríkur þáttur í fari þeirra systkinanna. Þegar ég varð fullorðinn kynntist ég frænda mínum betur. Eitt sumar var ég í sfldarvinnu á Siglufirði og var þá heimagangur á Hólaveginum. Nokkur sumur komu þeir frændur mínir Hjörleifssynir til Húsavíkur og dvöldu um tíma hjá móður minni og heimsóknir þeirra systkina urðu tíðari með batnandi samgöng- um. Þó systkini Hjörleifs væru mörg komust aðeins fimm af ellefu til full- orðins ára. Sum þeirra þekkti Hjör- leifur aldrei. Þannig flutti t.d. Ari bróðir hans til Vesturheims áður en Hjörleifur fæddist. Enginn var þó duglegri að halda sambandi við þennan bróður sinn en einmitt Hjörleifur, þótt þeir sæjust aldrei. Þessi mikli systkinamissir hefur ef- laust orðið til þess að skerpa vináttu og samheldni þeirra systkinanna, Hjörleifs og móður minnar. Hún var eina systirin sem komst til fullorð- insára og þau urðu bæði Norðlend- ingar. I þessum fáu og fátæklegu minn- ingarorðum mínum fjalla ég ekki mikið um störf Hjörleifs. Það munu aðrir gera sem betur þekkja til. En mér er afskaplega Ijúft að minnast þessa frænda míns, enda kemur hann mér jafnan í hug er ég heyri góðs manns getið. Af honum var hægt að læra svo mikið, af hógværð hans og samviskusemi, á hvern hátt hann beitti sinni góðu greind og af þeirri farsæld sem fylgdi honum í mannlegum samskiptum. Hann varð fyrir áföllum í lífinu sem marg- ir aðrir, en hann tók þeim af æðru- leysi. Hann bar ekki áhyggjur sínar á borð annarra. Það varð honum mikill missir þeg- ar hann missti konuna sína. Hún lést 1976. Þau höfðu lifað í innilegu hjónabandi, þó ólík væru, og vinátta þeirra var mikil. Árið eftir lést Gylfi, þriðja elsta barnið. Eins og áður segir eru öll bömin löngu farin að heiman og búin að stofna sínar eig- in Qölskyldur. Böm Hjörleifs og Ele- nom em: Herdís, búsett í Keflavík, gift Stefáni Ólafssyni, Magnús, bú- settur í New York, kvæntur Giovani Nom, Gylfi lést 1977, Jóhanna, bú- sett í Svíþjóð, gift Geir Péturssyni, Þorkell, búsettur í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Vigfúsdóttur, Edda, búsett á Akureyri, gift Viktori Má Gestssyni, Guðrún, búsett í Keflavík, gift Bergþóri Atlasyni, þau slitu samvistum, og Kristín búsett í Svíþjóð, gift Páli E. Ingvarssyni. Barnabörnin og barnabarnabörnin em nú orðin 39 talsins. Þau veittu Hjörleifi mikla gleði, enda held ég að hann hljóti að hafa verið yndis- legur afi. Þau hafa mikils að sakna. Þegar Hjörleifur veiktist var hann í heimsókn hjá Þorkeli syni sínum og var við brúðkaup dótturdóttur sinn- ar. Hann verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag. Fyrir hönd systkina minna færi ég börnum Hjörleifs og Qölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Far þú í Guðs friði, elsku frændi minn. Kári Amórsson Móðir okkar Þorgerður Jónsdóttir andaðist aö Hrafnistu laugardaginn 22. júní. Kveðjuathöfn ferfram í Áskirkju föstudaginn 28. júni kl. 15.00. Útförin verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00. Erlendur Einarsson Margrét Helgadóttir Steinunn Einarsdóttir Fink Albert Fink Erla Einarsdóttir Gísli Felixson og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem glöddu okkur með skeytum, blómum og á annan hátt í tilefni af gullbrúðkaupi okkar þann 15. maí s.l. Aslaug S. Jensdóttir Valdimar Kristinsson NúpL Rakstrarvél til sölu Til sölu SPRINGMASTER rakstrarvél árgerð 1985. Upplýsingar í síma 98-76570. NeyðarvaktTannlæknafélags Islands er starfraekt um helgar og á stórtiátíöum. Slm- svari 681041. Hafnarijöröun Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbaejar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akursyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lytja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavtkur Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfbss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. AJnæmjsvandnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, slmi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Selljamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tlmapant- anir I sima 21230. Borgarspftallnn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar i slm- svara 18888 Ónæmisaögefölr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heisuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garöabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Laeknavakt er I síma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogts: Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhrirrginn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000. Sáiræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fraeðilegum efnum. Simi 687075. Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00 Kvennadeldm: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrirfeður kl. 19.30-20.30. Bamaspítall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariæknlngadeild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotssprtali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspftallnn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bancSð, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla dagakl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæfiö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspftall: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30.___________________________ Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurtæknishéraös og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akuneyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Sdtjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjöröun Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. bafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.