Tíminn - 06.07.1991, Síða 6
6 Tíminn
Laugardagur 6. júlí 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
SkrifstxrfurLyngháls 9,110 Reykjavík. Stml: 686300.
Auglýslngasfml: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Viðskiptastríð Evrópu
og Ameríku
Aróðursmenn fyrir sameiningu Evrópu í víðlent, landa-
mæralaust markaðssvæði með sterku miðstjórnarvaldi í
Iöggjöf og dómsmálum, segja þetta stórátak í sameining-
armálum ríkja og þjóða gert til þess að auka rekstrarhag-
kvæmni á grundvelli samkeppni og athafnafrelsis sem
aftur leiði til bættra lífskjara launafólks og tryggi um-
fram allt viðskipta- og verslunarfrelsi.
Um ágæti Evrópubandalagsins og hliðargreinar þess,
Evrópska efnahagssvæðisins, er það einnig sagt að ríkis-
styrktir atvinnuvegir skuli heyra sögunni til, sérstaklega
iðnaður hvers konar og þjónustustarfsemi.
En er þetta hin rétta mynd af Evrópubandalaginu og
efnahags- og atvinnumálastefnu þess? Er það rétt að
styrkjapólitík hafi verið gerð útlæg í Evrópubandalaginu
og iðnaðarríkjum meginlands Evrópu yfirleitt? Er
styrkjastefnan kannske á útleið, ef hún er enn við lýði,
eða á hún eftir að verða viðvarandi enn um langa hríð?
Einn helsti greinahöfundur hjá fréttaritinu Newsweek,
Robert J. Samuelson, gerir þessi mál að umræðuefni nú
í vikunni. Hann fjallar um það hvernig Evrópuveldin
beita styrkjum og ívilnunum til þess að undirbjóða
Bandaríkjamenn á flugvélamarkaði. Niðurstaða hans er
sú að styrkjapólitík Evrópuríkja við flugvélasmíðar Air-
bus-hringsins (sem er evrópskt fjölþjóðafyrirtæki) sé
fullt tilefni þess að Bandaríkjamenn segi evrópska auð-
hringavaldinu viðskiptastríð á hendur.
Samuelson upplýsir að á síðustu 20 árum hafi Airbus-
hringurinn tekið við sem svarar 20 milljörðum dollara í
ríkisstyrkjum til þess að smíða farþegaþotur. Með þessu
móti eykur Airbus markaðshlutdeild sína á kostnað am-
erísku fyrirtækjanna Boeing og McDonnell-Douglas svo
miklu munar. Beinum orðum segir þessi bandaríski
greinahöfundur að með tímanum gæti Airbus lagt Bo-
eing undir sig. Hann kveðst reyndar viðurkenna að
Bandaríkin hafi ekki heilagan einokunarrétt á að smíða
flugvélar handa öllum heiminum, en viðskiptahættir
Evrópuauðhringanna séu svo fyrir neðan allar hellur, að
það sé ekkert nema geðleysi ef ríkisstjórn Bandaríkjanna
lætur slíkt á sig ganga. Hann vill þó ekki horfa framhjá
því að viðskiptastríð sé ekki alveg einfalt mál af öðrum
ástæðum.
Þessi grein Bandaríkjamannsins er upplýsandi um það
hversu lítið er á bak við fögur fyrirheit og orðskrúð áróð-
ursmanna Evrópubandalagsins um hreinleika sam-
keppnis- og markaðshyggjunnar. Það verður lítið úr
drengilegri keppni þegar á völlinn er komið. Evrópu-
bandalagið er afkvæmi auðhringanna. Hversu stór sem
markaðurinn kann að þykja innan Stór-Evrópu, er hann
eigi að síður girtur tollmúrum gagnvart öðrum við-
skiptasvæðum heimsins og heimsheildinni.
Þetta orðar Robert J. Samuelson þannig:
„Evrópumenn hugsa bara um þrönga eiginhagsmuni.
Þeir skeyta engu um að halda uppi hnattrænu viðskipta-
kerfi. Þeir halda að Bandaríkjamenn hreyfi hvorki legg né
lið ... en þessu ættu þeir [Evrópumennj ekki að treysta!"
Spurningin er: Er viðskiptastríð í uppsiglingu milli Evr-
ópu og Ameríku?
HÖFUNDUR þessa Tíma-
bréfs hefúr með stuttu
millibili sótt tvo fyrirlestra
í salarkynnum Háskólabíós í
Reykjavík, þar sem aðsókninni má
lýsa með því að í 500 manna sal
bafi verið fúllt út úr dyrum og eru
það engar ýkjur. Af sjónhendingu
má fúllyrða að álíka margir áheyr-
endur hafi komið að hlusta á Þór-
hall prófessor Vilmundarson flytja
fyrirlestur um dulheima ömefha
og Willy Brandt, aldinn stjóm-
málamann, halda erindi um
leyndardóma Evrópustjómmála.
Af því að efni þessara fyrirlestra er
ósambærilegt verður ekki gripið
til annarra samlíkinga um fram-
göngu fyrirlesaranna og viðtökur
áheyrenda en að segja að þar var
jafnt á komið með þeim Þórhalli
og Willy Brandt. Þeir em fyrirles-
arar af guðs náð og viðtökur
áheyrenda eftir því. Kannske
mætti bæta því við að slíkt fjöl-
menni á fræðilegum og pólitísk-
um fyrirlestrum bendir ekki til
annars en að enn sé rúm fyrir slík-
ar samkomur í afþreyingarmenn-
ingunni, þar sem fæmm mönn-
um er gert kleift að gera yfírgrips-
miklum málum skil í samfelldri
ræðu en ekki þeim stumpum og
stikkorðum, sem tíðkast í frétta-
og viðtalsþáttum áhrifamestu fjöl-
miðlanna.
Yfirlætisleysi
Svo að vikið sé að erindi Willys
Brandts þá mun þægileg fram-
koma hans og yfirlætisleysi verða
fullt eins minnisstætt eins og það
sem hann flutti eínislega. Yfirlæt-
isleysi hans fólst að vísu ekki í
svipbrigðalausum uppstillingum
og hátíðleika bak við ræðupúltið,
því að Willy Brandt beitir svip-
brigðum, bandahreyfingum og
áherslum raddar og orða sem
breyta skrifuðum texta í Iifandi
ræðu og gera efnið jafnvel stærra
og meira en það er. Yfirlætisleysi
hans birtist í því að hann lætur
ekki bera á sjálfum sér nema til
þess að fylgja eftir orðum sínum.
Honum er málefnið meira virði en
sín eigin persóna. Hann talar um
málefni en ekki sjálfan sig.
í fyrirlestri hans kom að vísu lít-
ið nýtt fram um þær hugmyndir
sem ráða stefnu Evrópumála um
þessar mundir. Hins vegar fólst í
ræðu hans ágætt yfirlit yfir þróun
þessara mála og hvers konar
markmið það eru sem samruna-
sinnar á meginlandinu hafa í
huga, þegar þeir tala svo ákaft um
nýtt miðríki fyrir Evrópu með allt
að því ótæmandi útvíkkunar- og
stækkunarmöguleikum.
Málsvari stórríkis
_________Evrópu_____________
Þótt ekki fari milli mála að Willy
Brandt talaði úr hópi þeirra for-
ystumanna Evrópuríkja, sem trú-
aðir eru á stórríkishugmynd Evr-
ópu, þar sem allar þjóðir, stórar og
smáar, og þjóðríkin sem enn við-
halda sjálfum sér, eiga að lúta einu
miðríkisvaldi um allt nema það
sem rúmast í þrengsta hring eigin
mála, — þrátt fyrir það að hann sé
talsmaður þessarar stefnu stærstu
meginlandsþjóðanna, ýjaði hann
varla að því í fyrirlestri sínum að
íslendingum væri ekki undan-
komu auðið að ganga í slík sam-
tök.
Nokkuð hefúr borið á því að
fréttamenn hafi reynt að fiska upp
úr Brandt skoðun hans á því hver
ætti að vera afstaða íslendinga í
slíku máli. Hafi það auk þess verið
tilgangur einhverra sem stóðu að
því að bjóða Willy Brandt til fyrir-
lestrahalds á íslandi að gera hann
að beinum áróðursmanni fyrir
inngöngu íslands í Evrópusamfé-
lagið og útibú þess, þá vék hann
sér fimlega undan slíkum gildrum
og sagði blátt áfram að því yrðu fs-
lendingar að ráða sjálfir. Hins veg-
ar fannst honum að Norðmönn-
um ætti ekki að vera neitt að van-
búnaði.
Bráðþroska stjóm-
málamaður
Willy Brandt hefur sjaldan átt er-
indi til íslands. Hann er hinsvegar
svo þekktur af fféttum um ára-
tugaskeið, að íslendingar eru eng-
in undantekning um það að þykj-
ast þekkja manninn meira en af
afspum. Flestir geta tekið nafn
hans sér í munn án þess að vita að
það er eins konar dulnefni sem
hann tók sér nítján ára unglingur
árið 1933 þegar hann ákvað að
flýja nasismann og setjast að í
Noregi og sjá hverju fram yndi um
þýsk stjórnmál eftir að Adolf Hitl-
er var kominn til valda.
Löngu seinna, þegar Willy
Brandt var farinn að sinna þýsk-
um stjómmálum, fékk hann það á
sig að hann hefði flúið land sitt og
lifað í vellystingum sem Norð-
maður allan Hitlerstímann og
komist yfir styrjaldarógnimar í
því öryggi sem búið var landflótta
Norðmönnum í Svíþjóð.
Auðvitað dylst ekki nokkmm
manni hversu auðvirðilegt slíkt
tal er og verður því augljósara sem
menn kynnast betur ævi og störf-
um háns á Noregs- og Svíþjóðar-
ámm hans 1933-1946. Rit bans og
ræður frá þessum tíma bera því
vitni að hann hefur verið óvenju-
bráðþroska með mótaða. hugsun
og skapgerð Iangt um fram það
sem hægt er að búast við af svo
ungum manni.
Norsku lærði hann til hlítar og
naut mikils álits í Noregi sem
fréttaskýrandi um alþjóðamál.
Fyrstu sjö ár sín þar var bann rík-
isfangslaus, en þá hlaut hann
norskan ríkisborgararétt sem
hann hélt þar til hann ákvað að
snúa heim til Þýskalands og taka
þar til sem hann hafði horfið frá
sem unglingur að starfa að stjóm-
málum, vera virkur í flokki sósíal-
demókrata að byggja upp land í
rústum. Þá fyrst er hægt að tala
um að saga stjómmálamannsins
Willys Brandts hafi byrjað. Hann
er þá rétt liðlega þrítugur maður,
en átti eigi að síður að baki mikla
reynslu sem honum hafði nýst
óvenjuvei vegna vitmuna og skap-
gerðarþroska.
r
I skugga Schumachers
Flokksbræður hans margir sáu
ekki aðeins í honum góðan liðs-
mann, heldur efni í forystumann.
Þrátt fyrir það átti hann ýmiss
konar andstöðu að mæta, m.a. af
hálfú flokksformannsins, Kurts
Schumachers, sem tortryggði
hann, trúði ósannindum sem í
hann vom borin um heilindi hans
og hollustu við málstaðinn. Einn
ófrægjendahópurinn bar það á
Brandt að hann væri laumu-
kommi og vildi að sósíaldemó-
kratar og kommúnistar samein-
uðust, þ.e. styddi þann sameining-
arflokk sem síðar réð öllu í Aust-
ur-Þýskalandi.
Brandt átti ekki erfitt með að
bera slíkar sakir af sér. Hins vegar
áttu þeir Schumacher aldrei skap
saman. Schumacher var duttl-
ungafullur og trúgjam og þoldi
ekki nema jámenn í kringum sig.
Auk þess sem hann var þverlyndur
að upplagi og í umgengni við
menn var hann fullur af kreddum
og heift gagnvart pólitískum and-
stæðingum, ekki síst Adenauer,
sem Willy Brandt hafði mætur á.
Sagt hefur verið að Willy Brandt
hafi sýnt skapstillingu sína og
framsýni hvað best í því að leitast
við að lifa af duttlungastjóm
Schumachers eins og menn bíða
þess að storminn lægi, og vænta
betri tíðar með nýjum forystu-
mönnum. Vafalaust er mikið satt í
þessu. Frami Brandts kom hægt
og sígandi, ef litið er til hans sem
foringjaefnis flokksins. Hann
sinnti borgarmálefnum í Berlín
sem hver annar borgarfulltrúi
hátt í áratug áður en hann varð
þar borgarstjóri. Þar naut hann
fulls trausts Reuters borgarstjóra,
sem var einn af meiriháttar
mönnum þýskra sósíaldemókrata.
En eftir að Willy Brandt var orð-
inn borgarstjóri Berlínar varð
frami hans ekki stöðvaður. Frægð
hans jókst um allan helming eftir
að Berlínarmúrinn kom til sögu.
Um miðjan sjöunda áratuginn er
hann kominn í fremstu forystu-
sveit flokksins, varð utanríkisráð-
herra og varakanslari í þriggja-
flokka stjóm 1966 og kanslari í
stjóm sósíaldemókrata og frjálsra
demókrata 1969.
Tímamótamaður
Þótt óvænt klandur væri látið
binda enda á kanslaraferil hans
1974, þegar upp komst að náinn
aðstoðarmaður hans var austur-
þýskur njósnari, hélt hann for-
mannsstöðu í flokknum næstu 14
ár og fullum heiðri sem mikilhæf-
ur kanslari þau fimm ár sem það
stóð. Hann hafði á þessum tíma
sýnt skapandi foringjahæfileika
sem gerðu hvorttveggja að þvo
verstu kreddumar af krataflokkn-
um þýska og móta nýja utanríkis-
stefnu, sem var eins og mildur
þeyr í gjósti kalda stríðsins. Það er
fyrir þetta tvennt sem Willy
Brandt verður talinn tímamóta-
maður í stjómmáium síns tíma.
Fjölmiðlafrægð hans er kannske
borin uppi af ýmsu öðm, en í
þessu sýndi hann sköpunargáfu
sína. Á síðari ámm hefur hann
auk þess lagt lið þeirri stefnu að í
heimsmálum verði lögð aukin
áhersla á að jafna þann mismun
sem er milli velmegunarlanda og
þriðja heimsins. Willy Brandt hef-
ur verið merkisberi Norður-Suð-
ur-stefnunnar sem svo hefur verið
kölluð og borið það starf uppi um
langa hríð.