Tíminn - 06.07.1991, Page 10
22 Tíminn
Laugardagur 6. júlíl 991
L' HÍ minning
Jakob Jónsson
skipstjóri, Akureyri
Fæddur 17. febrúar 1900
Dáinn 3. janúar 1991
Þann 15. janúar s.l. var gerð frá Ak-
ureyrarkirkju útför föðurbróður
míns, Jakobs Jónssonar, Eiðsvalla-
götu 1 þar í bæ.
Jakob fæddist í Ytritungu á Tjörn-
esi aldamótaárið 1900. Foreldrar
hans voru Jón Jakobsson frá Hring-
veri á Tjömesi og kona hans, Sigur-
laug Jóhannesdóttir frá Fellsseli í
Ljósavatnshreppi.
Árið 1902 stofnuðu þau, ásamt öðr-
um, býlið Árbæ í landi Ytritungu og
bjuggu þar til ársins 1912. Þau eign-
uðust 4 börn og var Jakob elstur, en
systkini hans þrjú eru öll á lífi. Ár-
bær var byggður á háum sjávar-
bakka og er þaðan útsýni yfir strönd
Tjörness sunnanverða. Þegar gengið
er fram á bakkabrún blasir við 70
metrum neðar flötur Skjálfandafló-
ans frá Tjörnesfjörum til Kinnar-
fjalla snækrýndra í vestri, en mið-
svæðis að sjá rís Lundey úr Flóan-
um. Varla er frá öðrum bæ í sveit-
inni gleggra eða fegurra útsýni yfir
þetta svið.
Löngum hafa flutninga- og fiski-
skip rist þennan hafflöt úfinn eða
sléttan á leið sinni til og frá Húsavík
og bátar af ýmsum gerðum stundað
þar veiðar. Á þessum árum gegndu
skipin ennþá aðalhlutverki í sam-
göngum milli landshluta. Án skipa
urðu ekki önnur lönd augum litin
né afurðir þeirra fengnar.
Árbær var ekki landmikið býli. Þar
voru öngull og ár mikilvæg tæki
eins og orf og hrífa. Lífsbjörg hafa
Tjömesingar löngum sótt í Flóann.
Hann brást þeim varla til lengdar, ef
fast var eftir leitað.
Einar Benediktsson skáld ólst upp
á Tjörnesi einni kynslóð fyrr en Jak-
ob. Hafinu tileinkaði hann eitt af
stórbrotnustu kvæðum sínum, Út-
sæ, og „sviðsetti" bað ekki síst á
æskustöðvunum. „Eg sé þig hvíla í
hamrafanginu víðu. / Ég heyri þig
anda djúpt yfir útskaga grynning."
Þannig meðal annars lýsir skáldið
skynjun þess, sem þráfaldlega hefir
átt sitt undir duttlungum hafsins.
Einnig segir í Útsæ: „Missýnir
skuggar, mókandi ey og drangi, /
myndaskipti þín öll, þau skulu mér
fylgja ... allt það sem hjúpur þíns
hafborðs gjörir að einu, / hnígur að
minni sál eins og ógrynnisbylgja."
Svo er sagt um Jakob, að snemma
beindist hugur hans að sjónum, sem
var svo stór hluti af bernskusviðinu
á Tjörnesi. Frá Árbæ fór hann án efa
sínar fyrstu sjóferðir út á miðin með
föður sínum eða nágrönnum.
Þegar hann var 12 ára fluttist fjöl-
skyldan að Mýrarkoti á Tjörnesi, en
þremur ámm síðar féll faðir hans
frá, dó úr lungnabólgu aðeins fer-
tugur að aldri. Ekkjan flutti með
börn sín í Hallbjarnarstaði og síðan
í Ytritungu, þar sem skyldfólk henn-
ar bjó. Munu sveitungar hafa reynst
henni vel í þessum erfiðleikum.
Ekki kom til þess að heimilið leyst-
ist upp, sem þó var algengt við slík-
ar aðstæður.
Varla þarf að draga í efa, að mikið
hefur reynt á Jakob, elsta barnið, til
starfa og úrræða eftir föðurmissinn.
Hann fór að vinna utan heimilis
bæði við sjóróðra og einnig um
skeið í kolanámu sem starfrækt var í
Tungufjöru á stríðsárunum fyrri.
Snemma varð Ijóst, að hann stefhdi
að skipstjórnarnámi, þrátt fyrir fá-
tækt og litla hefð í þeim efnum á
heimaslóðum. Til undirbúnings
sótti hann námskeið bæði á Húsavík
og á Akureyri. Síðar, eða árið 1931,
lauk hann prófi frá Stýrimannaskól-
anum.
Mig brestur þekkingu til að rekja
sjómannsferil Jakobs, einkum fram-
an af. Hann starfaði á fjölda skipa,
erlendra og íslenskra, við fiskveiðar
og flutninga og gegndi þar ýmsum
störfum. Var þó oftast skipstjóri eða
stýrimaður eftir að hann fékk rétt-
indi til þess.
Um langt árabil var hann skipstjóri
á sfidveiðum fyrir Norðurlandi.
Sjálfur átti hann tvö þessara skipa.
Fyrst 30 tonna bát er hann keypti
erlendis og reyndist honum svo vel,
að hann gat fest kaup á stærra sfid-
arveiðiskipi í félagi við annan út-
gerðarmann. Þótt vel gengi, var út-
gerð þeirra hætt að fáum árum liðn-
um. Eftir það var Jakob skipstjóri á
mörgum sfidarvertíðum, en veiði
var þá orðin misjöfn.
Á stríðsárunum síðari sigldi hann
oft fiskflutningaskipum til Eng-
lands, en dvaldi einnig á tímabili
heima hjá fjölskyldu sinni á Akur-
eyri og starfaði þá sem túlkur hjá
hernámsliðinu. Gott vald hafði
hann á enskri tungu eftir dvöl sína á
erlendum skipum.
Þegar á leið hvarf hann meira að
störfum í landi. Hann starfaði hjá
fiskmati ríkisins 1962-73, en eftir
það hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.
Ég hygg að síðasta skipið, sem hann
stjórnaði, hafi verið flóabáturinn
Drangur.
Ekki var Jakob þó afhuga sjónum
og átti um skeið trillu eftir þetta og
sótti sjó í ígripum, m.a. frá Húsavík
eitt sinn um sumartíma, þá kominn
á æskuslóðir. Lengi hélt Jakob
starfskröftum og hætti ekki störfum
hjá Útgerðarfélaginu fyrr en á ní-
ræðisaldri.
Hann kvæntist árið 1941 Kristínu
Jóhannesdóttur frá Þverá í Blöndu-
hlíð. Þau keyptu íbúðarhæð að Eiðs-
vallagötu 1 og bjuggu þar alla tíð
síðan í því hlýlega umhverfi sem Ak-
ureyringar hafa skapað sér. Raunar
hafði Jakob lengst af búið á Akureyri
frá því hann fluttist af heimili móð-
ur sinnar.
Jakob og Kristín eignuðust tvo
syni. Þeir eru: Jón f. 1942, nú bfla-
sali á Akureyri, kvæntur Sigurveigu
Tryggvadóttur frá Þórshöfn og eiga
þau einn son. Gunnar f. 1943, flug-
afgreiðslumaður, Akureyri. Kona
hans er Guðrún Helgadóttir frá
Stafni í Reykjadal og eiga þau tvö
börn.
ií
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
Guðmundar Jónssonar
Syðra-Velll
Vandamenn
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa
að berast a.m.k. tveimur dögum (yrir birtingardag.
Þœrþurfa að vera vélritaðar.
TRAUST
VARAHLUTAÞJÚNUSTA
Varahlutaverslun okkar að Höfðabakka 9 í Reykjavík
er opin frá klukkan 8-18.
Sumaropnun á laugardðgum frá klukkan 10-14.
JKSnRyJÍRDÍftO
Mlésúd-fy
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -686500
Heimili sitt bjuggu Kristín og Jak-
ob sérlega vönduðum munum.
Kristín var dugmikil kona og um-
hyggjusöm, þau hjónin voru sam-
hent varðandi hag heimilisins og
sambúð þeirra farsæl. Bæði voru
þau gestrisin með afbrigðum, enda
varð gestkvæmt á heimilinu.
Kristín er nú látin fyrir þremur ár-
um eftir langvinna baráttu við erfið-
an sjúkdóm. Eftir lát hennar bjó
Jakob áfram á heimili þeirra svo
lengi sem heilsa hans leyfði, en
dvaldi síðustu árin á elliheimilinu
Skjaldarvík. Synir þeirra hjóna
sýndu þeim báðir mikla umhyggju,
þegar vanheilsa fór að síðustu árin.
Kynni mín af Jakob hófust
snemma. Frá því ég man fyrst, kom
hann oft í heimsókn á heimili for-
eldra minna á æskustöðvum sínum,
þar sem móðir hans dvaldist öldruð.
Oft kom hann alfaraleið. Einnig gat
skeð, að hann kæmi gangandi neðan
frá sjó um sfldveiðitímann. Hafði þá
lagt skipi sínu framan við bakkann,
sem Árbær stendur á, og skroppið í
land á skipsbátnum. Þetta þótti mér
ævintýri líkast. Stundum færði
hann okkur úr siglingum hluti sem
fáséðir voru, svo sem ávexti eða leik-
föng keypt í Englandi, upptrekkt
skip eða bfl. Slíkt var ekki á hverju
strái meðal íslenskra barna. í minni
vitund eiga þessir gripir sína sögu,
sem ekki verður sögð hér. Síðar kom
ég oft á heimili Jakobs og var þar
tíður gestur, er ég var í skóla á Akur-
eyri. Alltaf var mér tekið af sömu
velvild og umhyggju.
Jakob var bókamaður, las mikið og
eignaðist gott safn bóka. Hann lét
sér annt um sína nánustu. Studdi
ungur móður sína og systkini eftir
megni. Kunningjum sínum var
hann tryggur, spurði oft um hagi
gamalla sveitunga og heimsótti þá,
þegar færi gafst. Ætíð lá honum gott
orð til samferðarmanna.
Að jafnaði var hann hæglátur í fasi,
en ákveðinn og fastur fyrir og skjót-
ur til starfa, sagður vel látinn af
stéttarbræðrum. Á löngum sjó-
mannsferli skilaði Jakob öllum skip-
um, sem hann stjórnaði, farsællega
til hafnar úr hverri ferð, og áhöfn
allri. í starfi skeikaði honum ekki í
því sem mestu varðaði. Aldrei náðu
„missýnir" hafsins að villa um fyrir
honum, þegar á reyndi.
Gæfumaður var hann á landi sem á
sjó. Sjómannadagsráð Akureyrar
heiðraði hann fyrir unnin störf.
Líklega hefi ég sett þessi fátæklegu
kveðjuorð á blað, sem eins konar
viðurkenningu á þakkarskuld, sem
mér finnst ég vera í við frænda minn
nú þegar hann er genginn. Þau
segja aðeins fátt eitt af löngum ferli
hans. Hitt er fleira og meira um
vert, sem geymst hefir í huga þeirra,
er voru honum nákomnir.
Megi sú minning enn um ókomin
ár vera leiðarljós sonum hans og
fjölskyldum þeirra og öðrum sem
eiga.
Jón Jóhannesson
KVEÐJA
Ungurþú axla hlaust byrðar
erfiðar flestum drengjum
foðurmissi og fátœkt.
Fljótt varstu styrkur í starfi
stilltur og hlífðir þér eigi
sjálfum á sjó né landi,
heill eins og klettur í hafi
hjálpsamur tryggur þínum
vildir hið besta veita.
Fast jafhan sjóinn þú sóttir
sóttir í greipar ægis
öruggur stóðst við stjóm.
Nú er hafin sjóferð síðust
siglir fley að ströndum nýjum
önnur höf en áður fyrr.
Hjartans þakkir okkar allra
er eftir stöndum móðu hulin.
Guð þér ávallt gefi byr.
Hulda Jóhannesdóttir
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apótaka I
Reykjavfk 5. júll 61 11. Júlf er I Lyfjabúöinnl
Iðunni og Garösapótoki. Þaö apótek sem fyrr
er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldl öl kl. 9.00 að morgni vlrka daga en Id.
22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls-
og lyfjaþjónustu eru gefnar I síma 18888.
NeyðarvaktTannlæknafélags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm-
svari 681041.
Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norö-
urbæjar apótek em opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó-
tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja-
fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótak Koflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfbss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garöabæn Apótekið er opið rúmhelga daga ki.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmisvandlna Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styöja smitaða og sjúka
og aðstandendur þeina, simi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavlk, Settjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla
virka daga frá kl. 17.00 tll 08.00 og á laugandög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Sefljamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 oglaugard. Id. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiönir, slmaráðleggingar og tímapant-
anir í slma 21230. Botgatspftalnn vakt frá kl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyflabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm-
svara18888.
Ónæmisaögerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heflsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskfrteini.
Garöabær Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I
sfma 51100.
Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarijarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga Id. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Simi 40400.
Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamáf: Sálffæðistööin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeldln: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartlmi fyrirfeður kl. 19.30-20.30.
Bamaspftall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunarfæknlngadeild Landspftalans Hátúnl
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotssprtall: AJIa virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlml
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspftalinn f Fossvogl: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúöln Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15 30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla
daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknar-
tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL
Jósepsspitali Hafnarfiröl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30._______________________________
Sunnuhllö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heirrv
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavfkurfæknishéraös og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarog á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyrf- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Settjamarrres: Lögreglan slmi
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogur Lögreglan slmi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 11100.
HafnarQötður Lögreglan simi 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og
sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið slmi
11955.
Akureyrf: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222.
Isal|öiður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið slmi
3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.