Tíminn - 07.08.1991, Page 14

Tíminn - 07.08.1991, Page 14
14 T íminn Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Amnesty International: Samviskufangar í júlí 1991 Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli al- mennings á máli þessara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem beijast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér er sagt frá. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940. Saúdí-Arabía Sheikh Samir ‘Ali al-Ribeh, fræði- maður á þrítugsaldri, var handtek- inn í október 1990 og er nú í haldi án dóms og laga í al-Mabahith al- ’Amma-fangelsinu í Dammam. Sheikh Samir ‘Ali al-Ribeh v*r handtekinn á flugvellinum í K.yadh ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkonu hans og tveimur dætrum var sleppt fljótlega. ‘Ali al-Ribeh er grunaður um að vera stuðningsmaður Sam- taka um islamska byltingu á Arabíu- skaganum (OIRAP), en samtökin eru bönnuð í Saúdí-Arabíu. OIRAP-samtökin voru stofnuð 1975 og eru þau í hópi stærstu skipulögðu andspymusamtaka Shi’a-múslíma í landinu. Megin- hlutverk OIRAP er að „mennta og upplýsa almenning" og rit, sem samtökin hafa gefið út, gefa ekki til kynna að þau hvetji til ofbeldis- eða hemaðaraðgerða. Samtökin segja að brotið sé á rétti Shi’a-múslíma og hafa því hvatt til réttlætis þeim til handa. Allt frá árinu 1979 hafa hundmð manna verið fangelsaðir án dóms og laga vegna gmns um stuðning við samtökin. Amnesty Intemational telur að Sheikh Samir ‘Ali al-Ribeh sé í haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna og rkwxrvua i Mnr Egilsstaðir Fundarferðir formanns Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og Halldór Ásgrímsson halda fund með trúnaðarmönnum flokksins á Egilsstöðum föstudaginn 9. ágúst kl. 17.00. Framsóknarflokkurinn Halldór Bændur - Álaveiðimenn Viljum kaupa ál. Frekari upplýsingar í síma 98-33548 kl. 9.00 til 12.00 virka daga. Fiskiðjan Ver, Þorlákshöfn Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Eiríks Þorsteinssonar Glltstöðum Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi, fyrir góða umönnun í veikindum hans. Katrín Jónsdóttir, dætur og fjölskyldur þeirra. ----------------------------------------------------------. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Pétur Jónsson bóndi, Egilsstööum verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Elín Stephensen Jón Pétursson Hulda Matthíasdóttir Margrét Pétursdóttir Jónas Gunnlaugsson Áslaug Pétursdóttir Viðar Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. hefur haft samband við yfirvöld í Saúdí-Arabíu vegna þessa máls, en engin svör hafa borist. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði látinn Iaus tafarlaust og án nokk- urra skilyrða. Skrifið til: The Custodian of the two holy Shri- nes King Fahd bin ‘Abd al-’Aziz Office of the Custodian of the two holy Shrines Riyadh Saudi Arabia Kenía Raila Odinga, 48 ára kaupsýslu- maður og vísindamaður og sonur Oginga Odinga, varaforseta Kenía árin 1964-1966, var handtekinn 5. júlí 1990 í Naíróbí og settur í fang- elsi samkvæmt öryggislögum ríks- ins. Lögin leyfa að einstaklingar, sem teljast hættulegir öryggi ríkis- ins, séu hnepptir í varðhald, án ákæru og réttarhalda. Raila Odinga hefur áður verið sam- viskufangi. Á meðal þeirra sem handteknir voru um leið og Odinga voru Kenneth Matiba, fýrrum ráð- herra, sem enn er í haldi, og Charles Rubia, sem var sleppt í apríl á þessu ári. Félagarnir þrír voru í hópi kaup- sýslumanna, stjómmálamanna, lög- fræðinga og trúarleiðtoga sem stofna vildu fjölflokkalýðræði, en í Kenía hefur einn flokkur verið við völd allt frá árinu 1982. Raila Od- inga hefur ekki haldið opinber er- indi um stjórnmál, en virðist hafa verið handtekinn í þeim tilgangi að þagga niður í föður hans, sem brást við handtöku sonar síns með því að stofna nýjan andspyrnuflokk í febrú- ar 1991. Yfirvöld neituðu að skrá hinn nýja flokk og var Oginga Od- inga hafður í haldi í skamman tíma hinn 7. maí sl. Raila Odinga er í einangrun í Nai- vasha-öryggisfangelsinu, 80 kíló- metra frá Naíróbí. Hann er kvæntur og á þrjú börn og hefur aðeins feng- ið að hitta eiginkonu sína sex sinn- um frá því hann var fangelsaður. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus og án skilyrða. Skrifið til: His Excellency President Daniel ar- ap Moi President of the Republic of Kenya Office of the President P.O. Box 30510 Nairobi Kenya Víetnam To Thuy Yen er rithöfundur og skáld á sextugsaldri. Hann var hand- tekinn 13. nóvember 1990 á heimili sínu í Ho Chi Minh-borg, sakaður um að hafa skrifað Ijóð andsnúin ríkisstjórn landsins. Hann var einn- ig sakaður um að hafa samband við erlend samtök, sem ríkisstjóm landsins telur „íjandsamleg“. To Thuy Yen var íyrst handtekinn í október 1975 og var þá haldið í „endurmenntunarbúðum" í 5 ár. Ár- ið 1980 var hann dæmdur í 11 ára erfiðisvinnu, en var sleppt árið 1985. Fregnir herma að þegar To Thuy Yen var handtekinn í fyrra, hafi lög- reglan gert upptæk ýmis skrif hans, auk kvittana sem sýndu að hann hefði þegið greiðslur frá „fjandsam- legum“ samtökum. Yen var handtekinn þegar yfirvöld skám upp herör gegn gagnrýnend- um ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma vom fræðimaðurinn Doan Viet Hoat og blaðamaðurinn Le Van Tien handteknir. Amnesty International telur að To Thuy Yen hafi verið handtekinn fyr- ir að nota rétt sinn til skoðana- og tjáningafrelsis. Hann situr í fang- elsi í Ho Chi Minh-borg og A.I. veit ekki til þess að mál hans hafi verið dómtekið. Hermt er að eiginkona hans fái að færa honum mat, en hún hefur ekki fengið leyfi til að hitta hann. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafar- laust látinn laus og án skilyrða. Skrifið til: D1 Muoi Chairperson of the Council of Min- isters Hoi Dong Bo TYuong Ha Noi Socialist Republic of Viet Nam FRÍMERKI PÓSTURINN STYRKIR öll þekkjum við til þess að póst- málastofnanir vítt of veröld veita fé og stuðning til samtaka frímerkja- safnara til þess að þau megi halda frímerkjasýningar. Þá eru þetta oft- ast innlendar landasýningar en einnig sræöasýningar eins og NORDIA sýningamar. Svo veitir Pósturinn einni ^íyrk við að halda heimssýningar. Nú em póstmálastofnanir að færa út kvíarnar heldur betur og taka að sér að styrkja ekki minna en sjálfa Ólympíuleikana. Við skulum ekki láta okkur detta í hug að meiningin sé aðeins sú að gefa svo og svo mikla peninga til þess að halda næstu Ólympíuleika. Það á einnig að gefa út mikið af frímerkjum og selja þau bæði söfnumm frímerkja og ferða- mönnum. Svo á líka að auglýsa þetta kirfilega. Belgíska póstmálastofnun- in hefur látið gera ný bréfsefni fyrir sig, þar sem nafnið er ýmist á frönsku eða flæmsku efst í vinstra horni umslagsins. Þar fyrir neðan stendur svo í auglýsingaskyni „SPONSOR OLYMPIQUE OFFICI- EL". Sem sagt opinber stuðningsað- ili Ólympíuleikanna. Þá em ýmiss konar auglýsingastimplar gerðir til að nota á almennan póst á hinum ýmsu pósthúsum, beggja vegna hafsins. Hefur undirritaður þegar séð slíka stimpla frá Bandaríkjun- um, auk þess sem ýmiss konar merki önnur en frímerki eru notið posten Merki póstsins á norsku. F 323 SERVICE DES POSTES PAR AVION Umslag meö nýjum haus frá belgísku póstmálastofnuninni. til að líma á almenn bréf og auglýsa það að pósturinn sé stuðningsaðili leikanna. Það sem ég var strax var við hjá ein- um kunningja mínum var að hann fór að brjóta heilann um hvernig að- ili, sem væri tegundasafnari og safn- aði þemanu „Ólympíuleikar", ætti að tryggja sér alla þessa stimpla og merki. Við gátum verið sammála um að það yrði varla hægt nema því aðeins að stóru fyrirtækin sem sérhæfa sig í að safna svona hlutum saman og selja þá í áskrift sæju um það og seldu svo einstaklingum dýrum dómum. Því gátum við orðið sam- mála um að innan nokkurra ára myndu slík ósköp venjuleg umslög með auglýsingarstimpli Ólympíu- leikanna orðin nokkuð verðmæt ef þau væru bara venjuleg póstflutt bréf, það er að segja ekki safnað saman af slíkum áskriftarseljendum og seld á okurverði. Því skyldu allir þeir sem fá póst frá útlöndum hafa augun hjá sér og fylgjast með þess- um stimplum, þó ekki væri nema til þess að gefa þeim fáu íslendingum sem safna þemanu „Ólympíuleikar". Þegar við vinur minn vorum að ræða þessi mál fórum við brátt að ræða starfsemi áskriftarseljenda á frímerkjamarkaðnum. í dag er ekki nokkur vandi að eignast t.d. Sam- einuðu þjóðirnar í heilu safni fyrir um 35.000 krónur á uppboðum. Hafi viðkomandi keypt þær smám saman frá áskriftarsölu er hins veg- ar verðið orðið rúmar 60.000 krón- ur. Svona tókum við fjölda dæma. Bamaárið, baráttu gegn hinu og þessu, þar sem fjölþjóðafrímerkja- útgáfur hafa átt sér stað. Séu upp- boðslistar skoðaðir má oft sannfæra sig um að nú eru flokkar slíkra út- gáfa, jafnvel í albúmum í heild boðnir fyrir um það bil 10% af upp- runalegu áskriftarverði. Einhver situr eftir með sárt ennið. Það er ekki svo lítið svona vonbrigði og viðskipti sem hafa orsakað að fjöldi manns hefur á undanförnum tveim áratugum hefur lagt frímerkjasöfn- un á hilluna. Auk þess er mun meira fjölval í dag að eyða frítíman- um í. En það er ein tegund frímerkja- safnara sem lifir þetta allt af og held- ur áfram að safna sér til ánægju. Það em frímerkjasafnaramir sem aldrei safna frímerkjum peninganna vegna. Þeir safna frímerkjunum vegna ánægjunnar sem söfnunin veitir þeim. Þess vegna em peningar ekki aðalmálið. Þeir þuría ekki endi- lega að eiga heil eða komplet söfn. Þá er ekki eftir að eignast neitt. Svo mundu þeir líka ætíð setja spurn- ingarmerki við hvað eiginlega er heilt safn. En þeir munu, hvemig sem allt veltist, una glaðir við sitt og láta sér nægja auglýsingastmpla á venjulegu bréfi. Meira að segja þeir geta orðið verðmæti. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.