Tíminn - 18.09.1991, Síða 6
6 Tímirtn
Miðvikudagur 18. september 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjóran Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gfslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfmi: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskríft og dreiflng 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Vígbúnaður í Evrópu
Skæð borgarastyrjöld hefur staðið í Júgóslavíu allt
þetta ár að heita má og sífellt breiðst út. Um það er
naumast deilt að styrjöld þessi er skýr vísbending um
að sambandsríkið Júgóslavía er að leysast upp að
formi og hefur þegar gert það í raun. Stjómskipun
sambandsríkis þeirra sex lýðvelda, sem knýtt voru
saman á einræðistímabili Títós, er með öllu óvirk.
Ákvarðanir alríkisstjórnar eru marklausar vegna þess
að bak við þær stendur ekkert vald.
Júgóslavía varð að vísu til upp úr fyrri heimsstyrj-
öld sem konungsríki Serba, Króata og Slóvena, en
samheldni þessara þjóða og allra hinna þjóðanna í
ríkinu var aldrei nein, þótt fyrst syði upp úr fyrir al-
vöm á styrjaldarárunum síðari þegar harðvítugur
innanlandsófriður var ekki síður orsök ógnarástands
og fáheyrðra manndrápa en styrjöldin við Þjóðverja.
Nú standa sakir þannig að Slóvenía hefur nánast
fengið sjálfstæðisyfírlýsingu sína viðurkennda eftir
vopnuð átök fyrr á þessu ári. Króatía stendur í styrj-
öld út af sjálfstæðisyfirlýsingu sinni, enda í þeirri
flóknu stöðu að þar búa 600 þúsund Serbar, sem
halda uppi eins konar skæruliðastarfsemi, sem síðan
nýtur stuðnings stjómar Serbíu og alríkishersins
sem lýtur yfirráðum Serba í raun og tekur ekki við
fyrirskipunum frá forseta alríkisins sem þessa stund-
ina er Króati. Óreiða stjórnskipulagsins er alger.
Ekki bætir úr skák að þriðja lýðveldi júgóslavneska
sambandsríkisins, Makedónía, hefur nýlega lýst yfír
sjálfstæði. Makedónía er fornt þrætuland Grikkja og
Búlgara, sem hafa hvorir um sig nánar gætur á því
sem þarna er að gerast, enda þarf ekki langt að leita
styrjalda út af Makedóníu fyrr á öldinni, sem gæti allt
eins endurtekið sig nú með einum eða öðrum hætti.
Þetta ástand er sem fleinn í holdi Evrópubanda-
lagsins. Eftir síðustu fréttum er greinilegt að banda-
lagið er byrjað að vígbúast vegna styrjaldarinnar í
Júgóslavíu. Hvað úr slíkum vígbúnaði verður, er að
vísu ekki ljóst á þessari stundu, en á eftir að sýna sig
áður en langt um líður.
Athyglisvert er að styrjaldaraðilar í Júgóslavíu
hafa lítilsvirt friðsamlega meðalgöngu Evrópubanda-
lagsins eins og síendurtekin brot á vopnahléssam-
komulagi eru til vitnis um. Útnefning Carringtons
lávarðar sem aðalsáttasemjara af Evrópubandalags-
ins hálfu hefur engan árangur borið, þótt vonir hafi
aðeins glæðst síðasta sólarhringinn.
Raunar er alls óvíst að Evrópubandalagið ráði við
það verkefni að friða Balkanskagann, svo að til fram-
búðar verði, m.a. vegna þess að ríkisstjórnir EB-ríkja
hafa ekki aðeins verið ósammála um viðbrögð við
sjálfstæðishreyfingu suður-slavnesku þjóðanna,
heldur hafa ýmsar ríkisstjómir Vesturveldanna verið
tvísaga um hver afstaðan ætti að vera. Þær byrjuðu á
því að fordæma sjálfstæðishreyfinguna og kröfðust
þess af Slóvenum og Króötum að þeir virtu alríkið,
en síðan hafa þær snúið við blaðinu. Skilningur á
sjálfstæðisvilja smáþjóða er raunar ekki það sem for-
ysturíkjum Evrópubandalagsins er best gefið.
GARRI
íslendingar hafe gaman af því að
halda htnu og þessu fram um sjáUa
sig og leggja í mikinn kostnað við
að búa til nýjar og nýjar kenningar
um skapgeröareinkenni sín, eðlis-
fer, hugsunarhátt og gáfnastíg. Fé-
þessa naflaskoðun í seinni tíð eins
og fréttir og fréttaaukar herma. Er
helst svo að skilja að íslenska þjðð-
in sé afar ánægð með sig. En ætB
það sé ekki sannara sem góður
maður sagði í sjónvarpinu að ís-
lendingar ,jialdi“ að þeir séu
lukkulegir með sig og sitt
TUvistarkreppa
lendinga, sjálfsánægju og sælu
með tÖveru sfea er nær lagi að
halda að á isiandi ríki tövlstar-
kreppa. Margt bendir til að meðal
þjóðarinnar sé útbreidd vantrú á
iandið (alveg sérstaklega!) og haria
lítil trú á menninguna og móður-
málið. Fiestir áh'ta að öii lönd séu
betri en í sland og finnst þjóómenn-
ingin frumstæð og fátæfcieg, enda
etótó á ððru von hjá fóHd sem hírist
á útskerí á mörkum hins byggilega
heims ýmlst í afdölum eða krumm-
askuðum við sjó. Hafi einhverjum
oröið það á á fyrri hluta þessarar
aldar að vera svoittíð hástemmdur
af ættjarðarást (,Jsian
og árallt þú geyntír ...“ og þess
háttar boðskapurl), þá fer ekU mik-
ið fyrir slíku á síðari árum nema f
spumingaleikjum Félagsvísinda-
stofnunar.
íslendingar hafe raunar alltaf ver-
ið óánægðir með tihreru sína og sí-
fellt að ieife ieiða til þess að losna
úr viðjum þessa kalda lands og
frumstæðrar menningar. íslend-
ingar hafa löngum veríð með hug-
ann við eitthvað annað en vendeik-
ann sjálfan. Um langan aldur
bjuggu þeir öðrum þræði í álfheim-
um, einu sinni datt fólki í hug að
gott væri að búa á Jótlandsheiðum,
svo dreymdi það um Ameríku og
trúði öfiu sem í það var logið um
sæluna á Elgsheiðum þar vestra.
Og nú trúir helftín af mannskapn-
um því að skárra $é að gerast út-
kjálki í Bandarfiqum Evrópu en að
einangra sig frá siðuðum heimi
með sjálfstæðisvellu og ung-
mennaféiagsrómantík um tnann-
sæmandi tfiveru á útskeri sem ým-
ist er örfoka eða á kafi í siýó.
rramreiKningur
k pyrir u.þJb.^ 120 árum vitraðist
tfivistarkreppu þjóðar sinnar að
hún flyttist sem fiölmennust til Al-
aska, sem þá var ónumið land af
hvttum mönnum. Þessi maður
hafití á þeirri tíð megna vantrú á ís-
séu afbragð annarra,
bara ef þeir byggju annars staðar en
á fslandi —- og mlnnir svolítíð á ná-
ar Heimisson nú á dogum. Á einum
stað í rití sínu um Alaska, þar sem
hann talar um hversu vænlegt land
þar að, segir hann (og vantar ekki
framreikningshæfilefiomn):
„Ef íslendingar næmu nú land í
Alaska — segjum 10 þúsundir á 15
árum og fiöldi þefrra tvöfaldaðist
þar, t.d. á hvetjum 25 árum, sem
vel mættí verða og ugglaust yrðl í
svo hagfelidu landi, þá væru þeir
efthr þrjár tfl fiórar alitír orðnir 100
mifijónir og mundu þá þekja allt
meginlandið frá Hudsonflúa tfi
Kyrrahafs. Þeir gætu geymt tungu
aukið hana og auðgað af
hennar eigin óþrjótandi rótum og,
hver veit, ef tfi vfil sem erfingjar
hins ntílda fends, tyrir sunnan og
smátt og smátt útbreht hana með
sér yfir þessa átíú [Ameríku] og
endurfætt hina afskræmdu ensku
lliilil
reyndar von á því að einhverjum
kynni að þykja þessi útþensluáætl-
un „raöleysisragi". Því svarar hann
fyrirfram þannig: „Hugmyndin um
þennan möguleika á sigri ísiensk-
unnar er ekki ntíh, heldur heyrír til
ameriskum vúindamamtí, er
stundað hefúr bæði engilsaxnesku
og norrænu, þótt eigi sé tnáifræðl
aðaliðn hans.“
Alaska eða Evrópa
Nú er það fengsótt eftir 120 ár að
ætfe að karpa við Jón Ólafsson um
att af augum hans,
þroskaðist tneira. Hann var aðeins
24 ára þegar hann setti fram kenn-
ingu sína og ektó búinn að hlaupa
af sér horain. Eins og hver maður
sér var þessi hugmynd hans — (
stóru og smáu — dæmalaust „ráð-
Ieysisnigl“ eins og fleira sem enn
er veriö að halda að fsiendingum
um hvað þetm sé fýrir hestu í til-
vistarkreppu situtí og þeirri nauð-
hyggju í alþjóðamáhtm (nú er það
EVRÓPA) sem af henni leiðir og á
að vera lausnarorðið.
Enhvað veldur því að þjóð í tfivist-
arkreppu dylst bak við þessi glað-
belttu svör um hamingjuna og
sjálfsánægjuna sem könnun Fé-
lagsvísindastofnunar bendir til?
Mun það ekki vera verkefni fýrir
Sáfvísindastofnun að svara því?
VÍTT OG BREITT
Hinir ósnertanlegu
Ökulag einkabfistjóra Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra hefur verið mikið fréttaefni
heima og erlendis allt síðan hann
ók húsbónda sínum á ólöglegum
hraða suður í Flugstöð. Síðustu
fregnir herma að máli bflstjórans
sé lokið með dómssátt og missir
hann ökuréttindi og er gert að
borga sekt.
Jón Baldvin var eitthvað seinn
fyrir á ráðherrarútunni Reykjavík-
Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar
árvakrir löggæslumenn gómuðu
bfistjóra hans á 130 km hraða á
veginum meðfram flugvallargirð-
ingunni ofan við Keflavík. Þarna er
70 km hámarkshraði, en meðal-
hraðinn rúmlega 100 km, eins og á
Reykjanesbrautinni.
Svo háttar til að vegurinn þarna
er fjarri allri byggð og umsvifum
og á báðar hendur er ekkert annað
en hrjóstur Reykjanessins á löngu
svæði og víðsýnt til allra átta og
vegurinn breiður og auðfarinn.
Þarna á auðninni bíður lögreglan
að ökumenn brjóti ákvæðin um
hámarkshraða og eru þeir, sem það
gera, ekki teknir neinum vett-
lingatökum. Lögreglumenn sinna
skyldum sínum og framfylgja lög-
um, hver sem í hlut á og sama
hversu lítil rök eru fýrir því að
þarna séu lög að aka hægt og ró-
lega.
Verk að vinna
Við Hringbrautina í Reykjavík er
þétt íbúðabyggð á kafianum frá
Melatorgi að Ánanaustum. Þar eru
stór fjölbýlishús sem aðeins gang-
stéttin skilur frá akbrautum. Þarna
er eitt fjölmennasta elliheimili
landsins og við götuna er barna-
skóli, auk annarra skóla í nágrenn-
inu, og eiga hundruð barna erindi
yfir fjórar mjóar akreinar Hring-
brautarinnar. Bfiastæðum er kom-
ið fýrir milli akreinanna til þess að
allt sé nú í stfi.
Á þessari leið er meðalhraði bfi-
stjóranna nálægt 70 km. Mjög al-
gengur hraði er 80-90 km, enda
gengur umferðin alltaf greiðlega
þar sem eng-
inn seinagang-
ur er á henni.
Á svæðinu
sést aldrei lög-
gæsla, nema
þeir sem koma
til að skrifa
skýrslur þegar
stórárekstrarnir verða í ljósadýrð-
inni á mótum Hringbrautar og
Hofsvallagötu.
Nú er lag fýrir lögreglustjórann í
Reykjavík, borgarstjórann, um-
ferðarnefnd, íbúasamtök Vestur-
bæjar og yfirleitt alla þá, sem eiga
að láta sig öryggi borgarbúa ein-
hvers varða, að friða þennan kafla
fyrir ökuníðingunum sem nú og
alla tíð geysast þar um á ofurhraða
miðað við aðstæður.
Það væri dýrmætt ef hægt væri að
ráða lögreglumennina á Suður-
nesjum, sem eru svo samvisku-
samir að handtaka ökuþóra á
auðnunum suður þar, til að koma
lögum á hraðakstursbrautum í
þröngu þéttbýli.
Vel mætti bjóða þessum dugnað-
armönnum hærri laun og fríar
íbúðir, eins og t.d. kennarar og
fjölmargir aðrir opinberir starfs-
menn fá sem eftirsóttir eru til að
starfa á tilteknum stöðum.
Menn, sem hafa skilning á að ut-
anríkisráðherrar eiga að láta bfi-
stjóra sína aka samkvæmt lögum
hvernig svo sem aðsæður eru,
hljóta að vera dýrmætir til að
koma lögum yfir marg-margbrot-
lega ökuníðinga þéttbýlisins.
Glæpur og refsing
Því miður er langt frá því að kafl-
inn á Hringbrautinni, sem hér er
minnst á, sé nein undantekning
hvað varðar brjálæðislegan akstur.
Hann er aðeins tekinn sem dæmi
vegna nálægðar mikillar íbúðar-
byggðar, elliheimilis og barnaskóla
við hraðbrautina, og sýnir betur en
flest annað hve gjörsamlega rugl-
aður og dómgreindarlaus þorri bfi-
stjóra er, að láta sér detta í hug að
geysast þarna um á ofsahraða mið-
að við allar aðstæður. Þessi kafli er
Iíka gott dæmi um sinnuleysi lög-
gæslunnar, sem satt best að segja
virðist álíka rugluð og bfistjórarnir
á fínu, hraðskreiðu ökutækjunum
sínum.
Ef til vill er handtaka og refsing
bfistjóra utanríkisráðherra aðeins
lélegur brandari, sem blásinn er
upp í fjölmiðlum, ráðherranum til
háðungar. Kannski á hann líka að
sýna að í augum varða laganna sé
enginn munur á Jóni og séra Jóni.
En hvers vegna að gera þá flesta
aðra ökuníðinga að einhverjum
ósnertanlegum séra Jónum?