Tíminn - 28.11.1991, Page 7
Fimmtudagur 28. nóvember 1991
Tíminn 7
Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans:
EES og undanþágurnar
í Tímanum laugardaginn 23. nóvember sl. birti ritstjóri Tímans,
Ingvar Gíslason, bréf til Eggerts í Laxárdal, sem hann skrifar
sem svar við ýmsum spumingum Eggerts um Evrópskt efna-
hagssvæði. Það er ánægjuiegt að lesa svo greinargóð skrif eins
og þar birtast Ritstjórinn ráðleggur vinum sínum að vara sig á
mælsku þeirra sem segja að EES-samningurinn sé sakiaus við-
skiptasamningur. Þvert á móti sé hann stórpólitískt mál. Þessu
er ég alveg sammála.
Allt íyrir ekkert
’folsmenn ríkisstjómarinnar og
þá sérstaklega Jón utanríkisráð-
herra hafa ferðast um landið og
reynt að telja mönnum trú um að
íslendingar hafi fengið allt fyrir
ekkert í samningunum. Það hefur
mátt skilja það á talsmönnum rík-
isstjómarinnar að orkugeirinn sé
undanskilinn eignarhaldi og
rekstrarrétti útlendinga. Sama á
að vera með Iönd og jarðir, ár og
vötn. Á þetta er m.a. minnst í
Tímabréfinu. Þetta er á misskiln-
ingi byggt. Engar undanþágur eru
um þessi atriði í samningnum.
Engar
undanþágur
í 4. grein samningsins um EES
segir: „Hvers konar mismunun á
grundvelli ríkisfangs er bönnuð á
gildissviði samnings þessa nema
annað leiði af einstökum ákvæð-
um hans.“ Engar undanþágur
fengust frá þessu ákvæði fyrir ís-
land nema vegna fjárfestinga í fisk-
veiðum og frumvinnslu sjávaraf-
urða.
Þess vegna er ekki rétt, eins og
talsmenn ríkisstjómarinnar hafa
gefið í skyn, að fengist hafi undan-
þága á fleiri sviðum frá almennu
reglunni um jafnan rétt allra
þeirra, sem búa á EES-svæðinu, til
fjárfestinga.
Orkufyrirtækin
Ef orkufyrirtækin verða einka-
vædd, eins og er stefna núverandi
ríkisstjórnar, og hlutabréfin sett á
almennan markað, hafa allir þegn-
ar EES sama rétt til að kaupa
hlutabréfin.
Sama gildir um kaup á landi.
Engar undanþágur eru um slíkt í
samningnum, en utanríkisráð-
herra hefur sagt að setja eigi í ís-
lensk lög ákvæði, sem komi í veg
fyrir að útlendingar kaupi hér „óð-
ul feðranna", eins og hann hefur
orðað það. Helst hefúr hann talað
um að setja í lög að menn þurfi að
búa á jörðinni, sem þeir eiga, og að
forkaupsréttur ríkis og sveitarfé-
laga verði styrktur. Einnig heldur
hann því fram að hægt verði að
krefjast þess að menn þurfi að hafa
búið á íslandi í ákveðinn árafjölda
til að geta keypt jarðnæði með til-
heyrandi hlunnindum.
Mun íslensk laga-
setning standast?
Ekkert liggur fyrir um hvernig
slík lög muni líta út, en ríkis-
stjórnin verður auðvitað að leggja
allt slíkt fram áður en Alþingi er
ætlað að taka endanlega afstöðu til
samningsins. í þessu sambandi er
rétt að benda á að margir efast
stórlega um að slfk lagasetning
muni standast fyrir EES- dómstóli,
sem hefur úrskurðarvald í þessu
efni. Dómar, sem EB- dómstóllinn
hefur fellt og hafa fordæmisgildi
fyrir EES-dómstólinn, benda til að
mjög erfitt verði að setja upp þær
girðingar í íslensk lög, sem menn
tala um að verði gert. Það er ljóst
að ekki má mismuna eftir þjóðemi
og mjög vafasamt að hægt verði að
krefjast þess að fólk hafi búið í
landinu f ákveðinn árafjölda til að
mega festa kaup á Iandi með til-
heyrandi hlunnindum og réttind-
um.
Það er því ekki rétt, sem haldið
hefur verið fram, að fjárfesting í ís-
lensku landi og jörðum, ám og
vötnum séu undanskilin í samn-
ingi um Evrópskt efnahagssvæði.
UR VIÐSKIPTALIFINU
Stingur Bretland viö
fæti í Maastricht?
Frá undirbúningi Maastricht-fundar æðstu ráðamanna aðildar-
landa Efnahagsbandalags Evrópu, sem nú nefnist Evrópska sam-
félagið, sagði Economist 9. nóvember 1991: „Nema eitt eða ann-
að fari úrskeiðis, munu evrópskir leiðtogar undirrita samning
um efnahagslega og peningalega samfellingu (EMU) í Maastricht
9.-10. desember 1991.
Áður þarf hins vegar að greiða úr
sjö málum, til að samkomulag
verði um pólitíska samfellingu. í
þeim efnum er leiðtogunum sá
vandi mestur á höndum, þar sem
er tregða Bretlands til að framselja
ffekar af fullveldi sínu til Evrópska
samfélagsins. — Bretland þráast
við. Breskir ráðherrar láta þau orð
falla, að betur fari á, að enginn
samningur verði gerður en léleg-
ur. Það heldur uppi harðnandi
gagnrýni á „Brussel" og á þá við
framkvæmdastjóm Evrópska sam-
félagsins. Breski utanríkisráðherr-
ann segir hana nú „vera með nefið
ofan í öllum hlutum". Þrátt fyrir
ólíkindalæti sín mun Bretland
verða með tilslakanir, sem leiða
kunna til samkomulags, ef vel
tekst til.
Tillaga forsætislands (Evrópu-
ráðsins), Hollands, um aukin völd
til handa Evrópuþinginu nýtur
stuðnings nær allra (aðildarlanda)
nema Bretlands, sem telur hana
færa þinginu of mikil völd, og
Þýskalands, sem telur hana ganga
of skammt. Til lögð ný meðferð
mála, sem í raun réttri veldur litl-
um ágreiningi, nefnist á evrópsku
slettimáli „sam-ráð“. Hún er á
þessa leið: Ef ráðherraráðið og
þingið greinir á um afgreiðslu
frumvarps, leitar „sáttanefnd"
málamiðlunar. Tákist hún ekki,
verður frumvarpið, eins og frá ráð-
herrunum kom, endursent þing-
inu, sem getur varpað því fyrir
róða, ef því sýnist svo.
Enn hefur ekki verið afráðið, hve
víðtækt „sam-ráð“ þetta skuli vera.
Ríkisstjómir flestra aðildarlanda
álíta, að það skuli ná til umhverfis-
mála, vemdunar neytenda, rann-
sókna og nýtingar þeirra og sam-
markaðarins. Þegar til ákvörðunar
kemur, fellst Bretland væntanlega
á samráð í fáeinum slíkum málum.
Til að koma til móts við Þýskaland
kann það að fallast á, að fleiri mál-
um verði við bætt svo sem að fimm
ámm liðnum.
Þegar sameiginleg utanríkis-
stefna er annars vegar, er Bretland
sveigjanlegra. Um utanríkismál,
sem lúta að Evrópska samfélaginu,
ræða utanríkisráðherramir tólf í
ráðherraráðinu. í aðrar stellingar,
þótt ekki stóla, setja þeir sig, er
þeir fjalla um utanríkismál, sem
ekki lúta að því, og em þeir þá
sagðir hafa með sér „pólitískt sam-
ráð“. Gagnvart þeim málum hafa
þeir ekki sameiginlega stefnu né
binda samþykktir þeirra hendur
aðildarlanda.
Aðildarlönd, önnur en Bretland,
vilja að ráðherraráðið sjálft taki ut-
anríkisstefnuna upp á sína arma.
Með samhljóða atkvæðum gætu þá
utanríkisráðherrarnir í ráðinu lát-
ið nær öll utanríkismál til þess
taka og kveðið á um sameiginlega
stefnu aðildarlanda. Ef (ráðherr-
amir) allir fallast á það, kann að-
eins að þurfa meirihluta (atkvæða)
þeirra til framfylgdar hennar. Að-
ildarlöndum væri áskilið að hlíta
(meirihluta-)ákvörðunum, en þau
sættu ekki lögsókn, þótt þau gerðu
það ekki. Um utanríkismál, sem
★ * ★
★ ★
★ ★
★ ★
★ * ★
Evrópuráðiö
(aðildarlöndin) teldu sér ekki sam-
eiginleg, yrði samráð þeirra á
milli.
Að settum tveimur fyrirvömm
kann Bretland að ljá samþykki sitt
til alls þessa. Þótt aðeins einu landi
snúist hugur um utanríkismál, vill
það samkomulag um, að aðildar-
löndin tólf láti það þá að nýju að-
eins óformlega til sín taka og sem
mál (einstakra) Ianda, en ekki mál
Evrópska samfélagsins. Og Bret-
land er á móti því, að í öndverðu
verði dreginn upp langur listi sam-
eiginlegra utanríkismála, eins og
sum (aðildar)landanna æskja.
Um landvamarmál eru líka horf-
ur á málamiðlun. Umræðurnar
snúast um Bandalag Vestur-Evr-
ópu (WEU), sem að standa aðildar-
löndin nema Danmörk, Grikkland
og írland. Bretland óttast, að
Frakkland stefni að því, að WEU
leysi að lokum NATO af hólmi. Svo
fremi, að WEU verði sniðinn
þröngur stakkur, mun Bretland
fallast á, að það heyri undir Evr-
ópska samfélagið.
Upp (í stofnsamninginn) verða
sennilega teknir nýir greinakaflar
um heilbrigðismál, fræðslumál,
neytendaverndun, menningarmál,
ferðamál og orkumál. Þótt hátt
hljómi, búa þeir ekki fram-
kvæmdastjóminni í Bmssel mikl-
ar nýjar skyldur. Bretland telur
flestar þessar viðbætur óþarfar. En
svo fferni, að aðildarlönd haldi
neitunarvaldi sínu og ekki verði
um ný fjárútlát að ræða, fellst
Bretland sennilega á þau.
Um innri öryggismál
urðu uppi deildar mein-
ingar 4. nóvember (1991)
á meðal utanríkisráð-
herra Evrópska samfé-
lagsins, þann viðamikla
málaflokk, sem spannar
vegabréfsáritanir, land-
vistarleyfi, landamæra-
gæslu, fíkniefni og
hryðjuverk. (Breski) ut-
anríkisráðherrann Hurd
æskti að um þau verði
aukið samráð aðildar-
landa á milli, en þeim
verði haldið utan for-
sagnar (Evrópska samfé-
lagsins), en undir það
vildi Þýskaland fella þau
öll. — Holland leggur til,
að Evrópska samfélagið
kveði á um landvistar-
leyfi ferðamanna (tou-
rists), en færist síðar
meira í fang, svo sem ör-
yggismál, ef því líst svo á.
Bretland eitt hefur snúist
gegn þessum tillögum
Hollands, en það kann að fallast á
þær síðar, ef það fær því ráðið, að
aðildarlöndin haldi neitunarvaldi
sínu í þessum efnum.
í umræðunum um félagsmál
hafði Hurd sérstöðu. Bretland eitt
vill engu bæta við ákvæði um rétt-
indi verkafólks. Mætast stálin
stinn. En breski forsætisráðherr-
ann, John Major, kann að komast
hjá tilslökunum eða beitingu neit-
unarvalds. Þýska ríkiskanslaran-
um, Helmut Kohl, eru réttindi
verkafólks heldur ekki hugleikin.
En náist ekki samkomulag um, að
sem minnstar breytingar verði
gerðar (í þessum efnum), kann
Bretland að verða undanþegið
ákvæðum sumra þátta evrópskrar
félagsmálalöggjafar.