Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 1

Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 1
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tucji ára lAGUR 28. DE! Ríkisstjórnin ákveður að íslendingar skuli ekki lengur eiga samleið með unnendum sjávarspendýra: Blásiö til brottfarar úr Hvalveiðiráðinu Á fundi í ríkisstjórninni í gær var samþykkt samhljóða að íslending- ar segðu sig úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu. Uppsögnin mun taka gildi 30. júní 1992. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að úr- sögnin þýði þó ekki að hvalveiðar hefjist á næstunni. Meginástæða fyrir því að þetta skref er nú stigið sé að Hvalveiðiráðið hafi ekki sinnt þeim skyldum sem því ber sam- kvæmt stofnsamningi þess en í honum er með skýrum hætti kveðið á um að ráðið eigi að vinna að verndun og nýtingu hvalastofn- anna. Ráðið hafi hins vegar verið að breytast í hreinræktuð verndun- arsamtök og í samræmi við það neitað ítrekað að fjalla um eða taka tillit til vísindalegra rannsóknanið- urstaðna á viðkomu og veiðihæfni hvalastofna. Ekkert liggur enn fyrir um stofnun nýrra samtaka hval- veiðiþjóða við N-Atlantshaf en samkvæmt hafréttarsáttmála SÞ er aðild að samtökum um nýtingu hvala skilyrði þess að þær þjóðir sem eru aðilar að hafréttarsáttmál- anum veiði yfirliöfuð þá hvali sem undir Alþjóða hvalveiðiráðið heyra. • Blaösíða 5 Stórbruni varö á Þorláksmessu er Harrastaðir við Fáfnisnes í Skerjafirði brann. Húsið sjálft, sem er timburhús, stórskemmdist og innbú allt eyðilagðist, þar á meðal verð- mætt bókasafn. • Blaðsíða 2 Rætt við elsta starfsmanns blaðsins: Tíminn hélt bara áfram að koma út Helgarviðtalið blaðsíðu 8-9 (v/hliðina á mynd) Aramótaflugeldasalan er hafin. Jafnvlrði stórverðmæta SJO EINBYLISHUSUM SKOTIÐ UPP í LOFT? • Blaðsíða 4

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.