Tíminn - 28.12.1991, Blaðsíða 5
laugardagur 28. desember 1991
Tíminn 5
íslendingar hafa sagt
sig úr Hvalveiðiráðinu
Ríldsstjórn íslands tók í gær þá ákvöróun aö segja sig úr Alþjóðahvalveiði-
ráðinu. Úrsögnin tekur gildi 30. júní á næsta ári, á miðjum ársfundi ráðs-
ins. Ekkert liggur fyrir um stofnun nýrra samtaka hvalveiðiþjóða á Norður-
Atlantshafi og því er óvíst hvort eða hvenær íslendingar hefja hvalveiðar að
nýju. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði ljóst að hvalveiðar
myndu ekki hefjast næsta sumar. Þorsteinn sagðist jafnframt ekki sjá að
þessi ákvörðun kallaði á neinar aðgerðir af hálfu hvalfriðunarsinna þar sem
ekki væri verið að taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar.
„Meginástæðan fyrir því að þetta
skref er tekið er sú að ráðið hefur að
okkar mati ekki sinnt þeim skyldum
sem á því hvíla samkvæmt stofh-
samningnum. Þar er með skýrum
hætti kveðið á um að ráðið eigi að
vinna að vemdun og nýtingu hvala-
stofnanna. Á undanfömum árum hef-
ur ráðið smám saman verið að breyt-
ast í hreinræktuð vemdunarsamtök
og við lítum svo á að það stríði gegn
megintilgangi alþjóðahvalveiðisátt-
málans og sé þar af leiðandi ekki í
samræmi við stefnu íslands og ís-
lenska hagsmuni.
Við teljum fullreynt að breyta starfs-
háttum ráðsins. Við höfum hvað eftir
annað á undanfömum árum lagt tíl-
lögur fyrir vísindanefndina og hval-
veiðiráðið. Síðast á þessu ári voru
lagðar fyrir vísindanefndina tillögur
um veiðar sem voru viðurkenndar í
nefndinni en fengust ekki ræddar í
hvalveiðiráðinu. Við höfum á undan-
fömum árum varað ráðið við því að ef
ekki yrðu breytingar á starfsháttum
þess þá kynni að koma að því að ís-
land sæi sér ekki fært að sitja lengur
innan ráðsins. Slík viðvörun var gefin
fyrir síðasta ársfund," sagði Þor-
steinn.
Ákvörðun íslendinga um að segja sig
úr hvalveiðiráðinu hefur legið í loft-
inu um nokkurt skeið. Á undanföm-
um árum hafa íslensk stjómvöld
margoft gefíð í skyn að svo kynni að
fara að ísland tæki þessa ákvörðun ef
ekki yrði breytíng á starfsháttum
hvalveiðiráðsins. Eftir ársfund ráðs-
ins í sumar Iagði íslenska sendinefnd-
in til að við segðum okkur úr ráðinu.
Sjávarútvegsráðherra skipaði síðan
nefnd til að kanna úrsögn og lagði
hún eindregið til að við segðum okk-
ur úr því. Eftir að þetta nefndarálit lá
fyrir lagði sjávarútvegsráðherra tíl við
ríkisstjómina að við segðum okkur úr
hvalveiðiráðinu og nú hefur ríkis-
stjómin samþykkt þessa tillögu.
Þorsteinn sagði að samstaða hefði
verið í ríkisstjóminni um þessa
ákvörðun en viðurkenndi jafnframt
að uppi hafi verið ýmis sjónarmið í
henni. Hann sagði að stjómin hefði
farið ítarlega yfir allar hliðar málsins
áður en ákvörðun var tekinn. Þess má
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra.
geta að blaðamannafundur þar sem
kynna átti niðurstöðu ríkisstjómar-
innar tafðist um einn og hálfan
klukkutíma vegna þessa að lengri
tíma tók fyrir ríkisstjómina að kom-
ast að endanlegri niðurstöðu en búist
var við.
Þorsteinn Pálsson tók skýrt fram að
ekkert lægi fyrir um stofnun nýrra
samtaka hvalveiðiþjóða, en sam-
kvæmt hafréttarsáttmálanum mega
aðildarþjóðir hans ekki veiða hvali
nema að vera í samtökum um nýtingu
hvala. Þorsteinn sagði ljóst að langan
tíma tæki að stofna slík samtök, en
það væri vilji íslenskra stjómvalda að
hafa samstarf við ríki á Norður-Atl-
antshafi um vemd og nýtingu hvala.
Tfmamynd: Aml Bjama.
Þorsteinn sagði að umræður um slíkt
samstarf hefðu farið ffam en ekkert
lægi fyrir um stofnun samtaka. Hann
sagði hugsanlegt að íslendingar
myndu í samvinnu við Norðmenn eða
aðrar þjóðir hefja nýtingu smáhvala
sem ekki heyra undir hvalveiðiráðið.
Þorsteinn sagði að ísland hefði sem
aðili að hvalveiðiráðinu verið að ein-
angrast í þessu máli. Hann sagði að
með úrsögn fengi ísland meira lými.
Staðan yrði hins vegar áffam þröng og
óvíst væri hvort eða hvenær við hæf-
um hvalveiðar að nýju. Þorsteinn
sagði vel koma tíl greina að íslending-
ar endurskoðuðu ákvörðun sína ef
hvalveiðiráðið breyttí starfsháttum
sínum. Hann sagðist ekki telja að með
þessari ákvörðun værum íslendingar
að kalla yfir sig aðgerðir af hálfu hval-
friðunarsinna þar sem með henni
væri ekki verið að taka ákvörðun um
hvalveiðar. - EÓ
Ríkisstjórn íslands:
Sendir Gorbatsjov kveðjur
í tílefni þess að Mikhail S. Gorbatsjov
hefúr sagt af sér embættí forseta Sovét-
ríkjanna, hefur forsætísráðherra, Dav-
íð Oddsson, ritað honum bréf fyrir
hönd íslensku ríkisstjómarinnar og
þakkað honum hans þátt í þeim miklu
og jákvæðu umskiptum sem átt hafa
sér stað í A- Evrópu og í samskiptum
Austurs og Vesturs á undanfömum ár-
um. Sendiherra íslands í Moskvu, Ólaf-
ur Egilsson, afhentí Gorbatsjov bréfið í
gærmorgun og hljóðar það svo orðrétt:
„Fyrir hönd ríkisstjómar íslands vil ég
nota tækifærið og senda yður bestu
kveðjur jafnframt því sem ég vil votta
yður virðingu fyrir það hugrekki og
þolgæði, sem þér hafið sýnt í embætt-
istíð yðar sem forseti Sovétríkjanna. ís-
lenska þjóðin minnist með hlýjum
huga heimsóknar yðar tíl íslands í tíl-
efni hins sögulega fúndar yðar með
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta fyrir
fimm árum. Þáttar yðar tíl að tryggja
ffiðsamleg umskiptí í löndum Austur-
Evrópu, sem og þýðingarmikils hlut-
verks við að koma á fækkun bæði
kjamavopna og hefðbundinna vopna,
mun lengi verða minnst sem mikils-
verðs ffamlags til heimsffiðarins. í tíl-
efni af því, að þér látíð nú af embætti,
óskar íslenska þjóðin yður og fjöl-
skyldu yðar heilla og alls velfamaðar
um ókomna tíð.“
íþróttamaður ársins:
Fimmtudaginn 2.janúar verður lýst
kjöri íþróttamanns ársins, sem
kjörinn er af Samtökum fþrótta-
fréttamanna. Það verður gert í hófí
sem haldið verður að Hótel Loft-
leiðum og hefst það klukkan 20.30.
íþróttamaður ársins á síðasta ári
var kjörinn Bjami Friðriksson. Til-
kynnt hafa verið nöfn þeirra tíu
sem til greina koma sem íþrótta-
menn ársins í ár og eru þau hér að
neðan í stafrófsröð:
Alfreð Gíslason handknattleikur,
Bjami Friðriksson júdó, Einar Vil-
hjálmsson spjótkast, Eyjólfur Sverr-
isson knattspyrna, Ragnheiður Run-
ólfsdóttir sund, Sigurbjörn Bárðar-
son hestaíþróttir, Sigurður Einars-
son spjótkast, Sigurður Grétarsson
knattspyrna, Teitur Örlygsson
körfuknattleikur, Valdimar Gríms-
son handknattleikur.
Alls fengu 38 íþróttamenn atkvæði.
—PS
Vísindaverðlaun úr sjóði Asu Guðmundsdóttur - Wright:
Háskólarektor
verðlaunahafi
Sveinbjörn Björnsson jarðeðlis-
fræðingur og núverandi rektor Há-
skóla íslands hlaut í gær viðurkenn-
ingu úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur
- Wright fyrir vísindastörf sín og
rannsóknir í jarðeðlisfræði íslands.
Formaður sjóðsins, dr. Sturla Frið-
riksson afhendir hér Sveinbirni við-
urkenninguna.
Tlmamynd: Ámi Bjama.
Jólahappdrætti
Sjálfsbjargar 1991
Dregið hefurverið í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar 1991.
Vinningar og útdregin númer eru sem hér segir.
1. vinningur.
Bifreið: Audi 100 eða Mitsubishi Pajero að
verðmæti kr. 3.000.000,00
Vinningsnúmer: 150232
2. -108. Vinningur.
Heimilistæki frá Siemens eða tækjabúnaður frá Japis
hver að verðmæti kr. 250.000,00
Vinningsnúmer:
506 85534 167278 227321
3249 86397 169511 229172
3955 88403 172102 229592
9875 92761 173126 229987
10732 95828 175708 233990
13859 101674 176084 234217
14375 104420 177236 235966
15417 105129 177421 237528
16805 107281 178597 239424
18886 113864 183620
20356 116304 183969
26402 119794 185844
30488 120482 186035
31429 124348 187289
32973 124581 187523
33207 126357 191803
35571 127006 193984
37106 128368 194884
38281 128739 1?5304
51053 139601 195908
53087 140123 198847
55045 141643 203749
56422 141736 204236
59077 146234 205100
62772 148655 206238
64033 148860 209508
66327 150942 211924
72826 153880 212175
78816 153954 216541
79947 154453 220653
81395 155115 225187
84341 158345 225C69
85444 167151 227268
Vinningsnúmer birt án ábyrgðar.
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á skrif-
stofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími
29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuðning nú sem fýrr.