Tíminn - 28.12.1991, Síða 6

Tíminn - 28.12.1991, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 28. desember 1991 Tímiiin MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð í lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fallið innsiglað Undanfarnar vikur hefur legið ljóst fyrir að hrun sov- éska alríkisins yrði ekki umflúið. Fall þess hefur nú verið innsiglað. Tilraunir Mikaels Gorbatsjovs, bæði fyrir og eftir mis- heppnað valdarán harðlfnumanna í ágúst, til þess að við- halda Sovétríkjunum með nýjum stjórnlögum, hafa með öllu mistekist. Forsetinn sagði af sér á jóladag. Aðdragandinn að hruni alríkisins er í sjálfum sér lang- ur, en stjórnmálaþróun í Úkraínu að undanförnu tók þar steininn úr. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Úkra- ínu í byrjun þessa mánaðar var túlkuð sem krafa um rót- tæka aðskilnaðarstefnu frá Sovétríkjunum og höfnun á aðild Úkraínu að því endurreista ríkjabandalagi, sem Gorbatsjov hugðist stofna og hafði allvíðtækan stuðning um, m.a. Jeltsíns Rússlandsforseta. Kosningaúrslitin í Úkraínu og einbeitt afstaða ríkis- stjórnar landsins gegn ríkjahugmynd Gorbatsjovs hafði þau áhrif að Jeltsín brá trúnaði við Gorbatsjov, gekk til íiðs við ráðamenn Úkraínu og Hvíta-Rússlands um að lýsa Iýðveldi sín algerlega sjálfstæð gagnvart Sovétríkj- unum og beitast fyrir upplausn þeirra með stofnun laus- tengds bandalags sín á milli, sem opið yrði öðrum lýð- veldum. Þótt hið nýja bandalag sé e.t.v. ekki fullmótað, standa þegar að því 11 hinna 12 sovétlýðvelda sem eftir voru í Sovétríkjunum, öll nema Georgía. Hitt er víst að Sovét- ríkin eru ekki lengur til, Gorbatsjov er fallinn leiðtogi sovétveldisins eftir söguríkan feril frá því að hann kom til valda í mars 1985. Vafalaust verður mörgum fyrir að hugsa til þess hvaða framtíð bíði Mikaels Gorbatsjovs sem stjórnmálamanns þegar málum er svo komið sem raun ber vitni. Þeirri spurningu er erfitt að svara, en þeim mun ljósara er að enginn einstaklingur hefur valdið jafnmiklu um þróun sovéskra málefna síðustu ár sem hann, þótt á hinn bóg- inn fari því fjarri að hann hafi „ráðið“ þróuninni í eigin- legum skilningi orðsins. Þvert á móti má sýnt vera, að sagan tók í höfuðatriðum allt aðra stefnu en umbóta- menn sovéska Kommúnistaflokksins undir forystu Gor- batsjovs hugsuðu sér í upphafi. í innsta eðli sínu átti um- bótastefnan að miða að efnahagsframförum og bættum lífskjörum. Hún fólst einnig í breyttri utanríkisstefnu og umbótum á sviði málfrelsis og annarra mannréttinda. Má raunar segja að málfrelsisbyltingin hafi tekið ráðin af Gorbatsjov og hinum kommúnisku umbótamönnum og stefnt þróuninni inn á braut lýðræðis og þjóðfrelsis, þjóðlegrar vakningar um allt hið víðlenda fjölþjóðaríki gegn ofurvaldi Moskvuveldisins og miðríkisins. Óafvit- andi hleypti Gorbatsjov af stað þjóðernis- og sjálfstæðis- baráttu, sem olli hruni Kommúnistaflokksins og þegar hefur valdið hruni Sovétríkjanna sjálfra sem risaveldis — í rauninni bundið enda á sögu Rússaveldis, sem verið hefur að þenjast út í 3-4 aldir undir einvöldum keisurum og arftökum þeirra, alráðum leiðtogum Kommúnista- flokksins. Þótt í sjálfu sér hljóti allir sem unna lýðræði og þjóðfrelsi að fagna þessum pólitísku umskiptum, ríkir eigi að síður óvissa um friðsamlega framtíð nýs skipu- Iags, því að enn er margt óuppgert í sambúðarmálum þessara mörgu þjóða og þjóðarbrota. Leiðrétting: Þar sem vísað er til ljóðlínu eftir Matthías Jochumsson í leiðara á aðfangadag á að sjálfsögðu að standa: „Hvar er frelsarinn?" Er beðist velvirðingar á meinlegri prentvillu. BOKMENNTIR Meiri og meiri gauragangur MEIRI GAURAGANGUR Höf.: Ólafur Haukur Símonarson Útg.: Forlagið, 1991 Bók þessi er afar frjálslega rituð. Götumálið fær að njóta sín og hef- ur það efalaust verið eitt helsta markmið höfundar. Samlíkingarn- ar eru oft skemmtilegar og ágæt- lega langsóttar um leið. Þegar Lísa hafði barnið sitt á brjósti, fituboll- una, „var engu líkar en hún hefði stolist út úr kaþólskri altaristöflu". Ameríkanar voru „Karlar með hamborgararassa í alltof stuttum buxum og kerlingar í kjólum sem hefðu gert hverja meðalæðar- varpsfuglahræðu á Breiðafirði af- brýðisama." Ágætis rugli er blandað saman við þennan hristing og eru samtölin oft á tíðum óskiljanleg. Er það vel, því að nauðsynlegt er að skáldsaga sé ekki eins og berastur raunveru- leikinn. Þá er engin upplyfting fólgin í því að lesa skáldverk. Plán- etan Hló er ísland og segir það meira í sögunni og samskiptum persónanna, en langar lýsingar og gamlar tuggur um sérstöðu landa okkar erlendis. Haganleg meðferð á þessu fyrirbæri í sögunni er höf- undi til sóma og undirstrikar að hér er ekki viðvaningslega haldið um sjálfblekunginn. Persónurnar eru oftast mjög hrjúfar eða hjákát- lega fíngerðar. Einstaka fólk er eðlilegt og það er alveg á hreinu að ekki er verið að lýsa venjulegri Kaupmannahafnarferð. Lengi vel er ekki ljóst hvað á að Ólafur Haukur Símonarson. gerast í sögunni annað en að skemmta lesandanum og tekst það reyndar ágætlega. Fléttan gerist æ skrautlegri, en þegar nær dregur lokum, kemur það betur og betur fram hver verður ofaná, Ranúr eða Ormur; það er að segja hvor þeirra lærir meira af ferðinni. Kristján Björasson TIL UMHUGSUNAR ÁHJÓLUM Höf.: Páll Pálsson. Útg: Forlagiö 1991. Það er tvennt ólíkt að ætla að skrifa skáldsögu eða frásögn. Hér er á ferðinni einhvers konar blanda af þessu þrátt fyrir allt, en því mið- ur er hin skáldlega reisn heldur of lág fyrir minn smekk. Á köflum er greinilegt að höfundur kann vel til verka og hefur skáldlega tilburði. Á það einkum við um fýrsta þriðjung bókarinnar og sérstaklega hvað varðar fyrstu síðurnar. Inn á milli eru stutt skáldlega ort minningar- stef úr óráði Nonna, að því er virð- ist, en þar fyrir utan er sagan aðal- lega í frásagnarformi. Á köflum er frásögnin allt að því klaufaleg. Þannig gleymir höfundur til dæm- is öllum kynlífsþanka hjá aðalper- sónunni í langan tíma meðan hann er að velta sér ítrekað upp úr sama vandamálinu. Það kemur síðan eins og skrattinn úr sauðar- leggnum að hann hafi oft verið með stúlkum að loknum dans- leikjum, þrátt fyrir að í köflunum á undan hafi ballferðum hans verið lýst næsta náið og ekkert komið þar fram um samskipti hans við þessar stúlkur. Þrátt fýrir þessa augljósu galla er greinilegt að Páll Pálsson hefur lagt á sig mikla vinnu við að setja sig inn í líf og lífsviðhorf sem og væntingar og vonbrigði þeirra sem lenda í alvarlegum umferðaró- höppum og slasast illa eins og að- alpersónan. Hún er allt að því óþægilega raunveruleg og þar af leiðandi koma leiðindi sjúkdóms- legunnar afar skilmerkilega fram við lesturinn. Þunglyndi og von- leysi eru alla bókina til staðar og ljóst er að bæði hin skáldaða per- sóna og höfundur hennar hafa mátt leggja verulega hart að sér til að gleyma ekki glaðværðinni. Viðfangsefni sögunnar er vissu- lega erfitt og sýnir að höfundurinn er kjarkaður maður. Þegar fengist er við kaldhæðni og alvöru lífsins í sögubók, er nauðsynlegt að höf- undur kunni að gæta sín á endur- tekningum eins og því miður koma nokkrum sinnum fyrir. Eftir lestur bókarinnar tel ég að mark- mið höfundar hljóti fýrst og fremst að hafa verið að vekja lesendur sína til umhugsunar um þá ægi- legu reynslu, sem slasaður maður getur orðið fyrir. Sé það rétt til getið, má segja að takmarki höf- undar hafi verið náð. Kristján Björasson Jólaplata Kórs Langholtskirkju Kór Langholtskirkju gaf nýverið út geisladisk með 20 lögum í tilefni tilefni jólanna. Auk hins víðfræga kórs Jóns Stefánssonar syngja þama einsöngvarar og hljóðfæraleikarar spila. Lögin eru frá ýmsum tímum og ýmsum löndum, allt frá „fomkirkju- legum messuinngangi á jóladag" í útsetningu Róberts A. Ottóssonar, sem er fyrsta lagið, til hins síðasta sem er Heims um ból í útsetningu Anders Öhrwall. Öhrwall þessi er, ásamt Gunnlaugi V. Snævarr, mest áberandi á disknum, því hann hefur útsett þrettán hinna 20 söngva, en Cunnlaugur þýtt átta sálma, því allir textar em sungnir á íslensku, og prentaðir í meðfylgjandi pésa. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur ein- söng í tveimur lögum, Ragnar Dav- íðsson í fjórum en Dagbjört Nanna Jónsdóttir í einu, auk þess sem Hall- dór Torfason er „forsöngvari" í einu. Þrjú hin síðastnefndu munu vera úr röðum kórfélaga. Það er mál manna, að hinn lút- herski kristnidómur sé heldur í drungalegra lagi, með langdregnum erindaflutningi prestanna, þung- lamalegum sálmatextum og sorgar- fullum sönglögum. Kringum þetta verður auðvitað ekki komist í söngvasafni sem þessu, nema farið sé út á hálan ís hins „glaða kristin- dóms", sem ekki er reynt hér. Og með því tuttugu fagnaðarsnauðir söngvar í bunu væru líklegir til að reyna mjög á þolrifin, enda þótt fag- urlega sé sungið, er sett undir þann leka með nokkrum frönskum og enskum jólalögum, og með breyti- leika í útsetningum. Fyrstu lögin, sem öll eru íslensk, fom og ný, eru sungin án hljóðfæra og óþarfa tilþrifa í raddsetningu, og þykja mér þau best — þeirra á meðal er hið bráðfal- lega og stórvel sungna Kom Imma- núel, sem Róbert A. Ottósson útsetti. Síðan taka við tilþrifameiri útsetn- ingar Anders Öhrwall með margvís- legum raddhlaupum og ýmsum hljóðfæraútsetningum — orgel, harpa, flautur, óbó, kontrabassi. Heldur þykja mér þessar upplífgun- artilraunir í útsetningu þó til bölvun- ar, og því ffemur sem lögin standa hjartanu nær, eins og Fögur er foldin og Heims um ból. Kannski sum þess- ara laga séu líka léttvægari en svo að þau henti stórum kór og tilþrifamikl- um útsetningum. Skáldið segir, að mönnunum muni annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, og ekki dugar oss að staðnæmast við gömlu góðu lögin. Og það gerir sá ekki sem hlustar á þennan nýja geisladisk, því ég a.m.k. þekkti ekki nema þriðjung af lögun- um — hér er því tilvalið tækifæri til að fremja andlega útvíkkun og hlusta á fallegan söng í leiðinni. Sig.St

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.