Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 28. desember 1991 Tíminn 7 Dr. Benjamín H.J. Eiríksson: Um tvær greinar í Morgunblaðinu hinn 30. október voru 2 greinar á sömu síðu, að nokkru um sama efnið, efni sem varðar mig, þótt ég sé aðeins nefndur á nafn í annarri. Báðir hafa höfundamir starfað við blaðið. FVrri greinin er eftir Björn Bjamason alþingismann og fjallar um kosningu formanns utanríkis- málanefndar. Ég er þeirrar skoð- unar að hörundsárir menn eigi ekki að vasast í pólitík. Þeir menn sem það geri þurfi að hafa stál- taugar og hárkarlsskráp. Bjöm er þarna að sleikja sár sín, nokkuð sem skynsamir menn gera í ein- rúmi, en dregur mig og bók mína Hér Og Nú inn í þetta mál sitt og kallar greinina „Harðsótt glíma dr. Benjamíns". Ég held að flestir, sem lesi greinina, fari að brosa, þegar þeir sjá að hún fjallar fyrst og fremst um „pólitfskar vindm- yllur" í landslagi Alþingis, og að þar muni harðsóknin. Nafn grein- arinnar sé því ekki alveg rétt valið. Þrátt fyrir hið framansagða, þá er það nú svo, að ég er rétt ánægður með titilinn, svona útaffyrirsig. En það er líka allt og sumt. Bjöm er frjáls að skrifum sínum og vinnubrögðum. Segi aðeins, að þegar tímar líða muni greinin eiga eftir að verða fræg. Það er „glíman“ sem ég er ánægður með. Guð sagði við Jak- ob: „Eigi skalt þú því lengur Jakob heita heldur ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur." Ég hefi sýnt fram á það í skrifum mínum um guðfræði, að Jesús hafi verið — og sé — per- sónugervingur ísraels á táknmáli Guðs. Hinn 29. október var viðtal í Rík- isútvarpinu við íslending nýkom- inn frá ísrael. Ég heyrði kafla úr viðtalinu. Hann talaði á þá leið, að í ísrael væm sumir mjög ánægðir með útkomuna á Flóabardaga hinum nýja. Á ísrael hefði verið skotið 39 flugskeytum, en að hendur ísraels hefðu verið bundn- ar, skeytunum því ekki verið svar- að. Menn minntust þess að Jesús hefði verið húðstrýktur fyrir krossfestinguna og hann þá feng- ið hin venjulegu 39 högg. Hendur hans bundnar. Grein Ingimars Skáldið ber saman 2 „perlur": Perl- una á Öskjuhlíðarhæð og hirðisbréf Sigurbjarnar Einarssonar biskups: Ljós yfir land, sem út kom fyrir rúmlega 30 ámm. Þessi perla, segir Ingimar, sé guðfræðilegt rit, sem skýrir með lifandi hætti „dýrlegar leyndir kristindóms". Hún sé byggð á bjargi, Biblíubjargi. Ég hefi sjald- an lesið fáránlegra. Biskupinn er efnishyggjumaður. Þannig er „orð Guðs“ ekki orð frá Guði. Reynsla Gyðinganna varð þeim að „orði frá Guði“. „Orð frá Guði“ er aðeins túlkun atburða. Spámenn spá ekki. Eilífa lífið er hvorki líf né eilíft, heldur eigind. Ég hefi birt gagnrýni á guðfræði Sigurbjarnar biskups í tveimur bók- um. Ég mun ekki endurtaka hana hér, en kemst þó ekki hjá því að segja fáein orð um þetta efni. Guð- fræði biskupsins, og því einnig „perlan", þótt þar sé hann ekki enn farinn að tefla öllu fram, er róttæk höfnun flestra undirstöðuatriða kristinnar trúar, svo sem hún er boðuð í Biblíunni, fagnaðarerindis- ins. Það blæs furðulegur og ókenni- legur andi í kenningum hans. Um fagnaðarerindið segir hann: „Og hvert er svo hið eiginlega er- indi, sem kirkjunni er ætlað að flytja? ... Fyrirgefning syndanna, ekki vegna vorra verðleika, heldur vegna Krists. Þetta er fagnaðarer- indið...“ Ljós yfir land (bls. 96). Hér sem annarsstaðar notar bisk- upinn það sem ég hefi kallað yfir- breiðslumálfar. Þetta gerir hann vegna embættisins. Hann kallar endurfæðinguna, sem Jesús boðar, endurholdgun. Þessi málnotkun mglar fólk. „Og hvert mun tákn komu þinnar?" spurðu lærisvein- amir. Biskupinn forðast að nefha kjama málsins. Og ég held helzt að í hirðisbréfinu minnist hann hvergi á syndina, nema hér. í 53. kapítula spádómsbókar Jesaja er hinn frægi spádómur um fæð- ingu Messíasar: „En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fómaði sjálfúm sér í sektar- fórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.... Hann bar syndir margra..." (Jes. 53; 10., 12. v.) Orðið sektarfóm hefi ég hverki rekið mig á í skrifum biskups, og ég held helzt að orðið fóm komi ekki fyrir í hirðisbréfinu, nema kannski á einum stað. En hvað er sektar- fóm? Um það má fræðast í 3. Móse- bók, 7. kapítula. í musterinu í Jerúsalem fóm fram fórnfæringar, úthelling blóðs til fyr- irgefningar syndanna, og ekki að- eins þess sem vér í dag köllum syndir, heldur einnig óviljaverka. í þúsund ár flaut blóð dýranna í stríð- um straumum í musterinu. Fómir vom af ýmsu tagi, sektarfórain að- eins ein tegundin. Hún var ekki að- eins heilög heldur háheilög. Aðeins prestamir máttu neyta hennar. Þess vegna verða hinir heilögu, kirkjan, að vera heilagt prestafélag. Þaðan kemur hinn almenni prestdómur. Þeir, sem ganga til altaris, verða að vera „prestar". í Eden bar Kain fram fóm úr gróð- urríkinu. Hún naut ekki velþókn- unar Guðs. Abel bar fram fóm úr dýraríkinu, það er að segja með út- hellingu blóðs. Hún hlaut velþókn- un Guðs. Um var að ræða kennslu í táknmáli Guðs. Kennslan með fórnfæringum stóð í 1000 ár og átti að búa Gyðingana undir hina miklu fóm sem koma skyldi, sektarfóra Jesú, úthellingu blóðs Jesú til fyrirgefningar synd- anna. En þá úthellingu blóðs hefi ég ekki fundið í guðfræði né boðskap Af freistingasögu Jesú vitum vér aö „bráðræði“ trúar- íeiðtoga ísraels kom á engan hátt í veg fyrir örtagaríkar af- ieiðingar fyrir þá. biskupsins. Dauði Jesú á krossi er honum aðeins sýnikennsla, kennsla til eftirbreytni. Ég hefi tekið þetta atriði, dauða Jesú á krossi, sem dæmi um yfirbreiðslumálfar og villukenningar biskupsins. En ann- arsstaðar kallar hann sum undir- stöðuatriði trúarinnar frumstæð gyðingleg viðhorf. Það heyrir til undantekninganna að fagnaðarerindið heyrist í kirkj- unum. En í því er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, vegna þess að það nær líka til til- finninganna. Fólkið er því löngu farið að leita sér hugsvölunar ann- arsstaðar, og þá oft þar sem sízt skyldi. En hvaðan kemur hinn ókennilegi andi, sem blæs í boðskap Sigur- bjamar biskups, grunntónninn? í „perlunni" kallar hann trúarjátn- ingar kirkjunnar, þessar sem hún hefur boðað í bráðum 2000 ár, fom- kirkjulegar og fomeskjulegar, að- eins lítúrgíur, messuatriði. Hann hafnar skýrt og skorinort endur- komu Jesú (Mbl. 27.11. 1988) og upprisu holdsins. En Aþaníusar- játningin orðar þetta svo, að menn rísi upp „með líkömum sínum". En boðskapur biskupsins er róttæk höfnun grundvallaratriða trúar- játninganna. Já, hvaðan kemur þessi ókennilegi andi? Um það hefir hann sjálfur gefið þýðingarmiklar upplýsingar. Þær eru í ævisögu hans eftir Sigurð A. Magnússon: „í hugsunarlausu bráðræði beraskunnar afréð hann að eignast hlutdeild í þessari fágætu reynslu og seidi sig djöfiinum með hátíð- legri yfirlýsingu, sem að vísu eng- inn heyrði nema hann sjálfur.“ (Bls. 28) Af freistingasögu Jesú vitum vér að „bráðræði" trúarleiðtoga ísraels kom á engan hátt í veg fyrir örlaga- ríkar afleiðingar fyrir þá. Sanhedrin í frásögninni af ummyndun Jesú á fjallinu segir frá því, að þeir Móse og Elía koma og ræða við hann um þátttöku hans í dreifingu (exodus) Gyðinga, útlegð þeirra, og sem hann muni fullna í Jerúsalem (Lúk- as 9; 28-31). Jesús er því í útlegð- inni með kynbræðmm sínum og snýr aftur með leifunum til Jerúsal- em í fyllingu tímans. Þama er hann hulinn eins og svo margt í verkum Guðs, þar með Sanhedrin, ráðið. í dag mætti vel gera ráð fyrir því, að einhverjar leifar Sanhedrins þingi um mál er varði Gyðingana, og þá undir þeirri hulu, sem Guð hefir dregið yfir alla hluti. í endurtekningunni myndi þessi Sanhedrin stundum eiga erfitt með að gera einróma ályktanir, ég meina, til dæmis gegn trésmiði úti í bæ, sem hefði kallað þessa stólpa mustersins og þjóðarinnar böm Helvítis (Matteus 23;15), og syni Djöfulsins (Jóhannes 8;44), og hrópað út yfir mannfjöldann vei yfir þá. Skiljanlega myndi leiðtogunum finnast þetta móðgandi og vinimir slá skjaldborg um þá. Einhver hjáróma rödd myndi sjálf- sagt heyrast þar inni, svosem eins og í Gamalíel í gamla daga, og myndi koma í veg fyrir einróma ályktun. Þá mætti einnig búast við því, að forseti þessa Sanhedrins þætti sig ekki þurfa að ganga til spuminga hjá páfanum, jafnvel þótt það kost- aði hann viðbárur hlægilegar í aug- um mannanna. 1. nóvember 1991 Gamlir kommar ráða efnahags- stefnu Sjálfstæðisflokksins Spjall við Ólaf Björnsson, fv. pró- fessor, í sjónvarpi 15. des. sl., var bágborið í meira lagi. Verður varla sagt, að viðmælanda hafi verið greiði gerður með því. Þetta mun hafa verið framtak Hannesar H. Gissurarsonar, sem hefir sérhæft sig í lofsöng um frjálshyggjumenn. Er það hans aðferð við að pota sjálf- um sér upp á við til einhvers frama. Áður hafði hann kynnt Jónas Har- alz íviðtalsþætti, en Benjamín H.J. Eiríksson í ótalmörgum blaðaskrif- um. Þeir tveir, Jónas og Benjamín, eru gamlir kommúnistar. Nú kom í ljós það, sem ekki var áður vitað, að Ólafur Björnsson er líka gamall kommúnisti. Sú yfirlýsing hans var það eina, sem markvert má teljast í öllu spjallinu. Ólafur kvaðst hafa snúið frá kommúnisma til_ kapítalisma við lestur bókar eftir Hayek. Meira þurfti ekki til. Ef til vill hyrfi hann jafn skyndilega til kommúnisma á ný ef hann læsi Das Kapital eftir Marx. Þjóðin þarf að leggja þessa stað- reynd á minnið: Þrír leiðandi menn í Sjálfstæðisflokknum, sem ráðið hafa stefnu flokksins í efna- hagsmálum, eru fyrrum kommún- istar. Það hefir þótt við brenna að öfgasinnar haldi auðkennum sín- um þótt þeir skipti um flokk. Svo hefir reynst í þessu tilviki. Allir þrír, Ólafur, Benjamín og Jónas, hafa farið frá öfgastefnu til vinstri yfir í öfgastefnu til hægri. Þeir standa til hliðar við hófsama og víðsýna íhaldsmenn og skipa sér í sveit svonefndra „frjálshyggju- manna", sem boða óheftan mark- aðsbúskap. Ólafur orðaði þetta þannig að í stað hafta komi gengislækkun krónunnar. Með öðrum orðum: ef harðnar í ári, eigum við ekki að skerða neyslu og lifa af því, sem við öflum, heldur fella gengi krónunn- ar, sem hækkar vöruverð og dregur úr kaupgetu almennings. Gengis- lækkun þeirra félaga, Ólafs og Benjamíns, sem voru ráðgjafar rík- isstjómar 1950, var nál. 43%. Verð- bólga það ár tífaldaðist frá árinu áður. Brátt þuríi nýja gengislækk- un, og vart verður lengur komið tölu á allar gengislækkanirnar, sem gerðar hafa verið síðan. Sterlings- pundið kostaði gamlar krónur 26,22 árið 1949, þ.e. 26 aura í ný- krónum, og hafði svo verið í fullan áratug. Pundið kostar í dag ný- krónur 104,40. Var þessi bruni krónunnar á báli gengislækkan- anna sýndur í sjónvarpsspjallinu. Áhorfendur máttu sjá seðlana skíð- loga. Nú loks eru þessir sömu menn búnir að sjá sitt óvænna og heimta fast gengi með tengingu krónunn- ar við ECU. Það er nokkuð seint, þegar atvinnuvegirnir, heimilin og ríkið sjálft eru komin á heljarþröm vegna verðbólgu, vaxtaokurs og skuldasöfnunar. Einmitt þessa vegna hamast þess- ir þremenningar í fjölmiðlum. Þeir reyna að réttlæta sig og umrita söguna, eins og kommúnistum einum er lagið. Nota þeir Hannes Hólmstein sem kynni. Hann vill gera Jónas Haralz að prófessor í viðskiptadeild H.Í., enda þótt hann sé kominn yfir aldursmörk og fluttur vestur um haf með sinni amerísku konu. Getur Jónas þó ekki stillt sig um að koma upp hingað og gjamma í umræðunni. Hans mesta áhugamál virðist vera að láta einkavæða sinn gamla banka. Ólafur Bjömsson kvaðst í spjall- inu hafa spáð falli kommúnismans í Sovétríkjunum. Benjamín H.J. Eiríksson er líka spámaður. Ætli Ólafur geti sagt fyrir um fall kommúnismans í Kína? Maó var talinn hafa útrýmt hungurdauða í sínu víðlenda landi, og enn hafa allir að sögn nægilegt að borða þar. Verður slíkt að teljast afrek út af fyrir sig. Ólafur lýsti kapítalisman- um þannig: „Við róum til fiskjar og kaupum kaffi fyrir afurðina." Þetta heita frjáls milliríkjaviðskipti. En gera Sovétríkin ekki hið sama? Þeir vinna olíu og kaupa fyrir hana kom frá Vesturlöndum. Ögn fróðlegt var að heyra Ólaf segja að sér hafi verið boðið fé til að komast inn á Alþingi, en hann hafnað því. Eftir stendur, að fjár- magnið ræður í herbúðum íhalds- ins. Ekki er fleira hafandi eftir úr þessu sjónvarpsspjalli. Ólafur er kominn af léttasta skeiði og illa gert að ýta honum fyrir skerminn. Aumast alls í þættinum var þó inn- antómt skjall Guðmundar Magn- ússonar. Hann er sagður keppa við Jón Sigurðsson sósíalista um emb- ætti seðlabankastjóra. Samvinnumaður

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.