Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 9

Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 9
Laugardagur 28. desember 1991 Tíminn 9 myndamótagerð Tímans á fyrri árum. Guðjón t.v. ásamt Geir Herbertssyni prentara. aðstoð í sambandi við ljósmynda- vinnu meðan á þessu stóð og fyr- ir vikið áttum við að hafa forgang um myndir. Á ísafirði tók yfirljós- myndari Sun mynd af því er þau hjón kysstust á stund endurfund- anna og þessari mynd varð hann að koma til London eins fljótt og hægt var. Ég tók á móti yfirljós- myndaranum á Reykjavíkurflug- velli og við þutum upp á Tíma, en þar fékk hann mér filmuna í hendur með þeim orðum að nú væri þetta á mína ábyrgð og að ef framköllunin mistækist yrði ékki aðeins hann höfðinu styttri held- ur ég líka. Þarna fékkst þó sem betur fór ágæt mynd af þessum kossi þeirra hjónanna, þótt marg- ar af myndunum hefðu mis- heppnast hjá honum. En þegar hann fékk myndina í hendur sagði hann að raunar hefði hann skilið eftir eina filmu á fsafirði - - ef vélin hefði farist með hann á leiðinni til Reykjavíkur! Þá var mér nú satt að segja nóg boðið, þótt um sjálfa heimspressuna væri að ræða. En nú var komið að því að semja um birtingu á myndinni í Tíman- um. Indriði G. Þorsteinsson rit- Ella Fitzgerald stígur út úr flugvélinni — kolsvört í kola' myrkri. S Rii* KMmm i mteMtr öi betja. nártinte * «>#<*»r narty t.Main toitmi . . hrcrk* W*#i4 Tbc Hwn. ww * t*c»»u --. . . - - ..... i *# Uoaum Uli. riU tewhV Sændur vilja viðræðui Hkisstjórnina um ráðsta 'WJUÍtUrMwban.W iwnrf* 11 Mi tiurði HSr«*<rM*r UOT bú- n»9un#'»t T»Wt JHk „ h', "V”* '1*“* Mykitíton ucu iiaðU@'Sn.in.vs WjWUt •v'w; „AoLitw.'WlttJ' HUHteMitatMb b*W*<\« f Itfcotiatoilfwvú t ..(ebnte 106«. íciut rSiAH, ft »if« » Ík'ítt.Vsn '•Mrwvwrt* á « i teiMti uí Usttkii.iK teif •* tt>r '»• Wit *««.«. IHSSMBI .íötó'»» Aðalfundur miðstjórm Koss Harry og Ritu Eddom, sem Ijósmyndari Sun lagði svo mikið í sölurnar fyrir að ná á filmu. stjóri samdi um þetta atriði sím- leiðis við myndaritstjóra Sun í London og skilmálarnir voru að enginn óviðkomandi mætti fara inn í prentsmiðju Tímans frá því klukkan 11 um kvöldið til klukk- an 6 um morguninn. Ég gætti þess að halda þetta loforð og sá að fram eftir nóttu voru menn á vappi nærri húsinu, líklega frá Sun, sem vildu tryggja að ekkert færi úrskeiðis. Næsta morgun var myndin svo bæði á forsíðu Tím- ans og á forsíðu Sun. í launsátri við Konungs- streng Öðru atviki man ég eftir, en það tengdist komu Filippusar prins hingað til lands í júlí 1964. Þetta var opinber heimsókn og nokkrir ritstjórar og blaðamenn fylgdu prinsinum til Þingvalla og um Borgarfjörð. í þeirri ferð var hon- um meðal annars boðið að renna fyrir lax með forsetanum í Kon- ungsstreng við Laxfoss í Norðurá. Ég man að auk okkar ritstjóra, Indriða G., voru þau þarna Matt- hías Johannessen, Eiður Guðna- son, Gunnar Schram og Elín Pálmadóttir. En lífverðir og fylgdarlið prinsins vildi sem von var ekki að hann yrði truflaður við veiðiskapinn og vísaði okkur frá. Þarna var úr vöndu að ráða og við ákváðum að fara samn- ingaleiðina við lögregluna: Ákveðið var að við ljósmyndar- arnir skyldum liggja í grasinu of- an árinnar uns biti á hjá hátign- inni. Við sáum ekki veiðimenn- ina, en sáum veiðiskálann og merkið skyldi vera að þegar dyrn- ar á skálanum opnuðust, hefði bitið á. Þá skyldum við rísa upp, taka okkar myndir og fara sfðan. Blaðamennirnir og ritstjórarnir urðu hins vegar að halda sig fjarri. Þetta tókst. Við biðum uns hurðin opnaðist og náðum ágæt- um myndum. Það beið eftir mér lítil flugvél, sem strax flutti mig f bæinn og meðferðis hafði ég handrit að frétt eftir Indriða. Klukkan 11 um kvöldið var press- an komin í gang. Maður gleymir ekki atburðum f blaðamennsku þegar unnið er af slíkri ákveðni og skipulagningu. Áföll stór og smá Já, oft hefur útgáfa Tímans verið erfiðleikum bundin þessi 40 ár, en ætíð ræst úr, þrátt fyrir áföll stór og smá. Prentsmiðjan Edda var stofnuð upp úr prentsmiðj- unni Acta og keypt til þess að standa undir útgáfustarfsemi Framsóknarflokksins. Rekstur- inn var síður en svo alltaf léttur og ég man að 1959 var allt að sigla í strand, þótt það yrði ekki jafn opinbert og erfiðleikar blaða hafa stundum orðið síðar. Þó hélt maður að þarna væri endirinn kominn. En það bjargaðist og uppgangstími fór í hönd og nýjar framfarir urðu með nýrri prent- vél 1966. Skömmu eftir 1970 var svo Eddan skilin frá Tímanum með stofnun Blaðaprents og gerð að sérstöku fyrirtæki. Sjálfur álít ég að það hafi verið misráðið, og fleiri en ég eru þeirrar skoðunar. Enn héldu menn að Tíminn væri allur þegar NT var sett á laggirn- ar. Það reyndist óviturleg ráðstöf- un, sem kunnugt er, og um það þarf víst ekki að fara mörgum orðum. Eftir NT stóð glöggt með framhald á útgáfu blaðsins, en Tíminn tók þó að koma út á nýjan leik 1986 og útgefendur voru Framsóknarflokkurinn og Reykjavíkurdeild hans. Þessi ár hafa þó stundum reynst erfið, m.a. af því að arfurinn frá NT-ár- unum var þungur í skauti. Nú blæs enn óbyrlega um útgáfu Tímans. En einhvern veginn á ég bágt með að trúa því að svo verði. Þarna er blað, sem ætti að verða 75 ára í vor og hefur lifað af svo mörg áföll, að mér finnst að því séu gefin níu líf. Þá ættu einhver að vera eftir enn. Eða það finnst mér. En við sjáum hvað setur. Þessi 40 ár, sem ég hef starfað við Tímann, hafa verið skemmti- leg og oft indæl. Blaðið hefur löngum verið vel mannað og ég man þá tíð þegar enginn maður hafði verið skemur en fimm ár í starfi. Blaðið var löngum eins konar skóli í fjölmiðlun og þeir eru ekki fáir ritstjórarnir og fréttastjórarnir, sem fengið hafa uppeldi sitt hér. Ég nefni þá Jón- as Kristjánsson, Kára Jónasson og Helga H. Jónsson og marga fleiri gæti ég talið er seinna komu til sögunnar. Hér hafa líka starfað kunnir bókmenntamenn, eins og þeir Indriði G. Þorsteins- son, Jón Helgason, Jökull Jakobs- son og Ólafur Jónsson. Þá eru þeir ekki orðnir fáir piltarnir, sem ég hef sagt til og skólað sem blaðaljósmyndara. Lengi var ekki rætt um neina aukavinnu á blöðunum. Menn unnu aðeins eins og þurfti, svo blaðið gæti komist út. Ætluðu menn í bíó á kvöldin, þá lá við að stelast yrði til þess. En svo breytt- ist þetta og mátti auðvitað gera það. Ég er nú orðinn 67 ára og hlýt að fara að hætta. Sé útgáfu blaðsins að ljúka, þá munu enda- lokin standast á við starfslokin hjá mér. En auðvitað vildi ég að Tíminn lifði mig og alla þá sem nú standa að honum. Já, það vildi ég helst. Hvað annað?“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.