Tíminn - 28.12.1991, Page 13

Tíminn - 28.12.1991, Page 13
Laugardagur 28. desember 1991 Tíminn 13 Einfaldasti hnúturinn 1. Takið A, sem á að vera lengri og breið- ari en B og leggið í kross yfir B. Sveipið A í kring um og undir B. Færið nú A á ný yfir B. 4. Dragið A upp og i gegn um „gjörðina“ sem hefur myndast um hálsinn. 5. Dragið nú A niður ( gegn um sveiginn sem rétt í þessu var myndaður með A. Þéttu hnútinn og not- aðu til þess báðar hendur, uns hnýtuinn tekur á sig V-laga 6.; Dragið hnútinn upp að’' hálsinum og herðið hann og gangið úr skugga um að B sé styttri en A. Endinn á A skal nema við spenn- una á buxnabeltinu. V Nýi hnúturinn eða „Shelby“- hnúturinn 1. Látiö bakhliöina á bindinu snúa út og leggið A undir B. 2. Flytjið A yfir og síð- an undir B. 3. Þéttið nú nokkuð hnútinn 4. Fytjið A yfir til vinstri. 5. Dragið A upp í gegn um „gjörðina" er myndast hefur um hálsinn. 6. Dragið A niður í gegn um hnútinn og herðið að. Kanntu að hnýta áþig bindi - eða slaufu? Nokkrar hagnýtar leið- beiningar handa „séntil- mönnum" af yngri kyn- slóðinni Hversu margir ætli þeir séu ungu mennirnir, sem ekki kunna að hnýta á sig bindi — hvað þá slaufii. Það er að vísu í tísku í stórum hópum að nota hvorugt og vera með allt opið í hálsinn. En fyrr eða síðar koma þau tilefni að menn verða að „búa sig uppá“, og ekki endilega vegna af- mæla eða jarðarfara. Það færist nefnilega í vöxt að einmitt ungir menn vilja vera „flott í tauinu" upp á gamla móðinn. Þá er hálf vandræða- legt að þurfa að leita til pabba eða afa gamla, sem kannske eru ekkert of sleipir í listinni heldur. Hér eru því sýndar aðferðir við bindishnýtingar handa ungum mönnum, sem vilja geta klætt sig með virkilegum „stæl“ þegar svo ber undir, og kennt hvem- ig hnýta skal þrjár tegundir af bind- ishnútum og slaufu — ef þér verður boðin innganga í Oddfellow eða Frí- múrararegluna. Góða skemmtun! Umhirða hálsbinda Þegar þú færð þér nýtt bindi er það undir þér sjálfum komið hvað það endist, og það er talsvert atriði, því sum bindi eru orðin skolli dýr, svo sem silkibindi. Ef þú vilt ekki að bindið krumpist: 1. Láttu tvo eða þrjá daga líða í milli þess er þú notar hvert bindi. 2. Dragðu bindi aldrei af þér þannig að þú hafir það hnýtt uns þú notar það næst. 3. Hengið bindið upp og flest brot munu hverfa úr því. Ath.! Komi blettur í bindi, skal reyna að hreinsa það strax með rök- um klút og láta þorna. Þetta er þó aðeins hægt ef bindið má þvo, eins og Wemblon-bindi. Annars verður að láta það í þurrhreinsun. Bindi í ferðalagið Til em sérstakar töskur ætlaðar fyr- ir hálsbindi, en séu menn ekki svo fínir á því, ætti að brjóta bindin f femt og leggja svo sem tvö á milli skyrtna eða buxna í töskunni. Látið bindin aldrei Iiggja neðst í töskunni. í klæðaskáp skal hengja þau yfir slá og það á við um bindi eins og allan annan klæðnað að vilji menn að þau kmmpist sem allra minnst, ætti að hafa þau í plastpoka. Windsor- hnúturinn Leggið A yfir B. Flytjið A I kring um og bak við B. Lyftið A upp eins og á myndinni. Stingið A niður I gegn um „gjörð- ina“ um hálsinn. Leggið nú A yfir B. Enn einu sinni flyst A upp I gegn um „gjörð- ina . 7. Stingið nú A niður I gegn um fremsta vafninginn á hnútn- um. Þéttið hnútinn og notið til þess báöar hendur. Slaufa heldrimannsins Þá er komið að því að finýta slaufu- - þ.e. al- vöru slaufu en ekki slaufu með jámkrókum og teygjum, sem alvöm „séntelmenn“ nota auðvit- að aldrei! Fyrsta skrefið er einfalt. Smeygið slaufunni undir kragann og takið eftir að A skal vera síöari en B. Leggið A yfir B. (Með tlmanum læra menn að taka tillit til þess við hnýt- inguna að menn hafa mis- jafnlega gildan háls.) 3. Smeygið nú A upp og undir „gjörðina", sem þegar hefur myndast um hálsinn. Þéttið hnútinn ögn og brjótið sam- an neðri endann. 5. Leggið A yfir samanbrotna end- ann, þ.e. B- endann. 6. Nú hefst galdurinn! Skoðið mynd- ina vel. Brjótið A saman svo brotið vísi að miðju bijóstinu og þröngvið A I gegn um sveiginn þar sem punktalínan og örin sýna. 7. Lagið nú slaufuna til með þvi aö kippa I brúnirnar á henni. 77/ hamingu! Þér tókst það.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.