Tíminn - 28.12.1991, Page 14

Tíminn - 28.12.1991, Page 14
14 Tíminn Kvöld-, rtætur- og helgidagavarsta apóteka f Roykjavfk 27. desember tfl 2. Janúar er f Vesturtræjarapóteki og Háaleltisapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýslngar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórtiátíöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin vlrka daga á opnunartima búöa. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. A helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavfkur Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna frfdaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kf. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarfns er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið eropið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Scltjamarnes og Kópavog er f Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Scltjamamcsi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapant- anir i sima 21230. Borgarspftalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um iyfjabrið.r og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Soltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kf. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garöabær Heilsugæslustöðin Garöafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i sima 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8 00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræðilegum efnum. Sími 687075. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafóiks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, sími 28586. Sjúkrahús Landspítalinn: AJIa daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarfoúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jóscpsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 oq 19-19.30. _____________________ Sunnuhlíö hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Koflavíkurlæknishéraös og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsiö: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum. Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavfk: Neyðarsimi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrablfreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvflið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000,11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö sfmi 11955. Akureyrl: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. IsaQörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið slmi 3300, bmnasimi og sjúkrabrfreiö slmi 3333. Laugardagur 28. desember 1991 Frosti F. Jóhannsson. Norrænt gigtarár 1992 Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verður á næsta ári, 1992, efnt til norræns gigtarárs. Megintilgangur þess er að bæta möguleika gigtsjúkra til daglegs lífs þannig að þeir geti lifað sem eðlileg- ustu lífi þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Til að annast þau verkefni, sem vinna þarf végna norræns gigtarárs 1992, hefur Gigtarfélag íslands ráðið Frosta F. Jó- hannsson þjóðháttafræðing í hálft starf og hefur hann þegar tekið til starfa. Verkefni hans felst í því að skipuleggja og stjóma þeim framkvæmdum sem ráð- ist verður f á gigtarárinu hérlendis. Meg- ináhersla verður lögð á að taka saman sem víðtækastar upplýsingar um gigt og gigtarsjúklinga og koma á framfæri við hina ýmsu aðila. Jafnframt er ætlunin að leggja áherslu á að fá aukin fjárframlög frá hinu opinbera og beint frá almenn- ingi til að vinna gegn gigtarsjúkdómum. Brýnasta verkefnið í þeim efnum er efl- ing og stækkun Gigtlækningastöðvar Gigtarfélags íslands. Tölvuhúsiö — stærsta tölvu- leikjaverslun landsins Tölvuhúsið var stofnað í maí 1991 og rekur nú tvær verslanir, eina í Kringl- unni og aðra við Laugaveg. Hjá Töivu- húsinu vinna 9 manns sem hafa sérhæft sig á hinum ýmsu sviðum. Reksturinn hefur vaxið jafnt og þétt og er fyrirtækið nú stærsta tölvuleikjaversl- un landsins. Tölvuhúsið er viðurkenndur umboðs- aðili fýrir SEGA á íslandi og býður meðal annars hinar geysiöflugu 16-bita „Mega Drive“ sjónvarpsleikjatölvur sem nú fara sigurför um heiminn ásamt „Master System" og „Game Gear". Þá má nefna að Tölvuhúsið verslar beint við framleið- endur SIERRA tölvuleikja sem vinsæl- astir eru um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Tölvuhússins er Hilmar Binder. Helstu starfsmenn eru Bragi Haraldsson söiustjóri, Pétur Ein- arsson tónlistardeild, Guðjón Guðjóns- son þjónustudeild, Hjörleifur Hannes- son verslunarstjóri, Kristján Brooks verslunarstjóri/Kringlunni. Kvenfélag Óháöa safnaöarins Jólatrésskemmtun barna verður í dag, laugardag, kl. 3 í Kirkjubæ. Lög Oddgeirs Kristjánssonar: Undurfagra ævintýr Undurfagra ævintýr, útgáfa á hljómplöt- um, diskum og tónböndum með lögum Oddgeirs Kristjánssonar er komin út, en alls eru á tveimur plötum í umslagi eða tveimur plötum og einu tónbandi, 26 lög Oddgeirs í um 40 útsetningum. Mörg laga Oddgeirs Kristjánssonar hafa verið sívinsæl hjá þjóðinni síðan 1930, en sum laga Oddgeirs er verið að flytja í fyrsta sinn á þessari útgáfu sem tengd er 80 ára afmælisári Oddgeirs, sem lést aðeins 54 ára gamall. Mjög var vandað til útgáfunnar, enda syngja m.a. einsöngvarar, kórar, sérstök lúðrasveit og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Jón Sigurðsson tónlistarmaður hefur útsett 9 lög fyrir útgáfuna og Ellert Karlsson fyrir lúðrasveiL Sjö einsöngv- arar syngja á plötunni, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Jóhann Sigurðarson, Guðmundur Jónsson, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þorgeir Andrésson. Þá syngja Dómkórinn, Karlakór Reykjavík- ur, Fóstbræður, stórsveit lúðrasveita og Sinfóníuhljómsveit fslands. Ég veit þú kemur, Blítt og létt, Bjartar vonir, Ágústnótt og fleiri lög Oddgeirs eru í nýjum búningi. Til fjáröflunar fyrir útgáfuna er m.a. safnað hjá velunnurum laga Oddgeirs í Eyjum og á fastalandinu og með sölu hljómplötunnar sem Skífan dreifir. Einnig er platan boðin til sölu í hverju húsi í Vestmannaeyjum. Á kápu umslags útgáfunnar er mynd sem Sverrir Har- aldsson listmálari teiknaði á sínum tíma fyrir forsíðu nótnaheftis Oddgeirs, Vor við sæinn. Oddgeirslögin eru löngu alþjóðareign, lög sem höfða til allra aldurshópa, en nú eru þau í fyrsta skipti til í heildarútgáfu og sérlega vandaðri útgáfu. Gjöf til sjúkraþjálfunar á Grensás Nýlega afhenti Lionsklúbburinn Freyr Endurhæfinga- og taugadeild Borgar- spítalans nýtt tæki til sjúkraþjálfunar. Um er að ræða rafknúna göngubraut sem kemur að mjög góðum notum fyrir marga sjúklinga á Grensásdeild. Tækið gegnir mikilvægu hlutverki við göngu- þjálfun, en er einnig mikilvægt hjálpar- tæki við göngugreiningu. Helstu kostir þessarar göngubrautar eru, að hraði hennar er stillanlegur frá 0 upp í 9 km hraða á klst. og halli brautarinnar er stillanlegur upp í 20 gráður, þannig að hægt er að auka álag við hæfi hvers og eins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lions- klúbburinn Freyr hefur sýnt deildinni velvilja, en síðastliðin 14 ár hafa þeir fé- lagar í klúbbnum komið færandi hendi. Jólaball Kvenfélagsins Seltjarnar verður í félagsheimilinu kl. 3 laugardag- inn 28. des. Hljómdiskur meö tónlist eftir Lárus H. Grímsson: Portrait Út er kominn hjá íslenskri tónverka- miðstöð hljómdiskur með tónlist eftir Lárus H. Grímsson og er hann sá þriðji í röð diska sem nefndir hafa verið „Portr- ait“ og dregur hver um sig upp mynd af einu tónskáldi með verkum sem það sjálft velur. Diskur þessi er gefinn út í samvinnu við tónskáldið sjálft og Ás- mund Jónsson. Á diski Lárusar eru 7 raftónverk frá tímabilinu 1986-1990 og eru 5 þeirra samin fyrir leikhús eða kvikmyndir. Verkin á diskinum eru þessi: Amalgam frá 1986, samið við samnefndan ballett Hlífar Svavarsdóttur, sem fluttur var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma; The Tem- pest, samið fyrir sýningu Þjóðleikhúss- ins á leikriti Shakespeares árið 1989; Kiss of the Spiderwoman var samið fyrir sýningu Alþýðuleikhússins á Köngulóar- konunni árið 1988. By the Skin of My Te- eth fyrir sembal, tóngervil og segulband er eina verkið á diskinum þar sem hefð- bundið hljóðfæri kemur við sögu. Það er frá árinu 1987 og var samið sérstaklega fyrir semballeikarann Þóru Johansen. Verkið var frumflutt af Þóru í júní 1987 á Festival of Modem Music f Middelburg. Le Voeu eða Galdurinn er samið fyrir franska uppfærslu á Galdra-Lofti eftir Jó- hann Sigurjónsson og Hótel Þingvellir er nokkurskonar forleikur að samnefndu leikriti Sigurðar Pálssonar, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 1990. Vetrar- rómantík frá árunum 1982-83 er það sem kalla má hefðbundið raftónverk, þar sem hljóðin em unnin án aðstoðar tölvu eða tölvustýringar. Það er tiieinkað bemskuslóðum höfundar norður í landi, en einnig „kulda og stórhríðum, skaf- renningi, harðfenni og hláku; skuggum, myrkri og draugum..." eins og segir í bæklingi. Hljómdiskinum fýlgir bæklingur á þremur tungumálum: íslensku, ensku og þýsku. Textinn í bæklingnum er skrif- aður af Ríkarði Erni Pálssyni. Myndverk á forsíðu gerði Erlingur Páll Ingvarsson myndlistarmaður. Akureyri: Stofnfundur Gilfélagsins Gilfélagið, félag um uppbyggingu lista- starfsemi í Grófargili, sem stofnað var 30. nóvember s.l., hélt sinn fýrsta stjóm- arfund sunnudaginn 8. desember og skipti með sér verkum. Formaður er Guðmundur Ármann Sigurjónsson, rit- ari Ragnheiður Þórsdóttir, gjaldkeri Helgi Vilberg, meðstjómendur Jón Hlöðver Áskelsson og Hlynur Hallsson. Stjómin telur rétt að hraða fram- kvæmdum við húsin í Giiinu og setur sér það takmark að hafa sem mest tilbúið fyrir vinabæjamótið á Akureyri í júní á næsta ári. Þeir, sem vilja gerast stofnfélagar, geta haft samband við ritara félagsins, Ragn- heiði Þórsdóttur, Hamarsstíg 4, Akur- eyri, sími 96-24389. ARNAÐ HEILLA 70 ára: Guðmundur Þorvaldsson Það, sem sagt verður, á ekki að vera neinn bautasteinn á ferli og störfum Guðmundar; fremur örfá orð í tilefni þessara tímamóta. Enda ekki vitað hvort bóndi beri hýra há og þó, yfir því að hans sé getið á op- inberum vettvangi. Guðmundur fæddist 27. desember 1921 og ólst upp hjá foreldrum sín- um á Deplum í Stíflu norður. í fyll- ingu tímans fór hann í skóla að Hól- um í Hjaltadal og síðan á íþrótta- skólann í Haukadal. í um það bil 16 ár gegndi hann löggæslu í lögreglu Reykjavíkur. Um vorið 1961 keyptu þau hjón Laugabakka í Ölfusi og hafa búið þar síðan við góðan orð- stír. í orðsins fyllstu merkingu er hann barn náttúrunnar, heill í andanum og hreinskiptinn og talar enga tæpi- tungu. Hann getur verið góðlátlega kíminn og spaugsamur og traustur vinur. Guðmundur hefur ekki gert víð- reist um dagana á þá vísu sem tíðk- ast nú á tímum, en hann fylgist hins vegar vel með heimsfréttum og ekki síður okkar eigin þjóðmálum. Það sannast á honum hið fornkveðna að „bóndi er bústólpi og bú er land- stólpi og því skal hann virður vel“. bóndi, Laugabökkum Hann ólst upp við landið og landið hefur verið hans brauðstrit iengst af, utan þau ár sem hann gegndi rétt- vísinni eins og áður segir. Hann hef- ur verið gætinn, athugull og farsæll í öllu sínu lífi og borið ríka ábyrgð fyrir sínu heimili. Guðmundur ber ekki tilfinningar sínar á torg. Sagt var um langafa hans að hann hefði verið nokkuð fastheldinn í forna siði og kerfis- bundinn í störfum. Þó mennirnir breytist og mennirnir með þá hefur Guðmundur fengið þann eiginleika í arf að vilja hafa regiu á hlutunum. Hér að framan hefur verið fylgt hinum björtu hliðum, en ef grannt er Ieitað þá finnst sjáifsagt sumum hverjum hann eiga tvær hliðar sem aðrir. Mundi ég þar fyrst til nefna að hann er óvæginn við sjálfan sig og hefur slitið sér um aldur fram, þrátt fyrir að hann var vel byggður og hraustmenni. Hann er reglumaður á öllum sviðum og ætlast til þess hins sama af öðrum. Vafasamt er hvort hann eigi marga sér líka í stundvísinni, því það mun vera máli sannast að árið um kring mun vart skeika mörgum mínútum að hann sinni ekki fjórfætlingunum á sama tíma jafnt að morgni sem kveldi, enda munu gripir þeir, sem afurð- um skila, sýna það í verki. Ekki mun vera mörg ár síðan M.B.F. fór að veita viðurkenningu fyrir gæðavöru, að hún (þ.e. viðurkenningin) færi framhjá Laugabakkaheimilinu. Kona Guðmundar er Gunnhildur Davíðsdóttir. Börn þeirra eru: Davíð, Kristjana, Þorvaldur og Hrafnhild- ur. Lifðu heill um langa framtíð. Skál fyrir þér og þínum á þessum tímamótum. Guðmundur íslensk frímerki 1991 Nú eru öll frímerki ársins 1991 komin út, og eins og áður bjóðum við viðskipta- vinum okkar sérstaka gjafamöppu, sem hefur að geyma allar útgáfur ársins. Gjaf- amappa þessi er tilvalin gjöf til viðskipta- vina heima og erlendis, og ekki síður til starfsmanna fyrirtækis yðar. Verð möppunnar í almennri sölu er kr. 1300, en séu keyptar 50 möppur eða fleiri, býður Frímerkjasala Pósts og síma ásamt öllum pósthúsum landsins, möpp- una á kostnaðarverði kr. 1197. Allar nánari upplýsingar gefur Frí- merkjasalcm Ármúla 25 og Markaðsdeild Pósthússtræti 5. Nyr hljómdiskur: Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri Þetta er í fyrsta sinn sem upptaka af leik sveitarinnar er gefin úb en hún er tutt- ugu ára um þessar mundir. Á hljómdiskinum eru verk eftir J. Han- sen, Ravel, Lennon og McCartney, Khat- sjaturian, Pál Pampichler Páisson, A. Re- ed og T.J. Ford. Hljómdiskurinn fæst í verslunum Skíf- unnar í Reykjavík og á skrifstofu Tónlist- arskólans á Ákureyri. 6424. Lárétt 1) Blóm. 6) Happ. 8) Afsvar. 10) Við- kvæm. 12) Kvikmynd. 13) Féll. 14) Op. 16) Ambátt. 17) Ókyrrð. 19) Lít- ið. Lóðrétt 2) Maður. 3) Leit. 4) Fijót. 5) Hrossamál. 7) Óvirða. 9) Snæða. 11) Spýja. 15) Auð. 16) Fundur. 18) Þverslá. Ráðning á gátu no. 6423 Lárétt 1) Letur. 6) Rás. 8) Lón. 10) Sæl. 12) Og. 13) VI. 14) Kný. 16) Vik. 17) Sái. 19) Katta. Lóðrétt 2) Ern. 3) Tá. 4) Uss. 5) Flokk. 7) Bliki. 9) Ógn. 11) Ævi. 15) Ýsa. 16) Vit. 18) Át. Ef bllar rafmagn, hitavoita eða vatnsvelta má hringja I þessi símanúmer: Rafmagn: [ Reykjavik, Kópavogi og Seltjarn- arnesi er slmi 686230. Akureyri 24414, Kefia- vík 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjarnar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar i sfma 41575, Akureyri 23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn- arfjöröur 53445. Sími: Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum til- kynnist I sima 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er I síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Gengisskráning ÍflfiÉl 27. desember 1991 kl. 9.15 Kaup Saia Bandaríkjadollar 55,330 55,490 Sterlingspund ...104,352 104,654 Kanadadollar 47,698 47,836 Dönsk króna 9,4179 9,4451 Norsk króna 9,3070 9,3339 Sænsk króna ...10,0463 10,0754 Finnskt mark ...13,4296 13,4684 Franskur franki ...10,7385 10,7695 Belgiskur franki 1,7808 1,7860 Svissneskur franki. ...41,2756 41,3950 Hollenskt gyilini ...32,5490 32,6431 Þýskt mark ...36,6837 36,7898 ...0,04844 0,04850 5,2406 Austurrískur sch.... 5,2255 Portúg. escudo 0,4137 0,4149 Spánskur peseti 0,5755 0,5772 Japanskt yen ...0,44053 0,44180 írskt pund 97,713 97,995 Sérst. dráttarr. ....79,3388 79,5682 ECU-Evrópum ....74,4742 74,6895

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.