Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn 15 áramótin. Núna finnst mér að það hafi verið mikils virði, bæði fyrir hann og okkur. En dagarnir heima voru ekki margir, því að 4. janúar fór hann aft- ur á sjúicrahúsið. Daginn eftir heim- sóttum við hann á leið okkar suður og var hann þá mjög hress og ánægður með sjálfan sig og sagðist fara á Kristnes daginn eftir. Af því að afi var svo frísklegur, sagði ég við hann þegar ég kvaddi: „Góða skemmtun á Kristnesi." Það var það síðasta sem ég sagði við afa. Daginn eftir fór hann ekki á Kristnes, held- ur aðra ferð. Ég veit að þar hefur verið tekið vel á móti honum. Ég þakka afa fyrir samveruna. Anna Valdís Þrettándi dagur jóla. Jóialjósin og sú birta sem þeim fylgir og lýsir svo fallega upp skammdegið slokkna um leið og jólin kveðja. Þennan sama dag kvaddi afi minn, Sverrir Guðmundsson á Lómatjörn, og minnist ég þá orða sem einn sveitungi okkar sagði að þó Sverrir á Lómatjörn kveðji lifir hann samt. Þegar ég sit og hugsa hvað eigi að segja um afa, þá koma upp orð eins og jákvæðni, léttleiki, skapgóður, hlátur, blístur og söngur. Ég man aldrei eftir honum öðruvísi en blístrandi með staf. Ég sá hann aldrei eldast. Hann var alltaf andlega hress. Kvartaði ekki, var nægjusam- ur, lífsglaður og hallmælti aldrei neinum. Þó lfkaminn væri farinn að gefa sig og hvað virtist reka annað síðustu mánuðina þá trúði hann því fram á síðustu stundu að hann næði sér upp úr þessu. Hann leitaði skýringa á því sem var að, trúði á læknana og það sem þeir voru að gera, en vissi þó sjálfur hvað var honum fyrir bestu. Eitt sinn var eitt súkkulaði- hólf svefhmeðalið hans, eitt staup læknaði magaverkinn, hann minnk- aði töfluskammtinn upp á sitt ein- dæmi. Það var eitt sem var honum sérlega mikilvægt og hann spurði oft um upp á síðkastið, það var hvort hann væri nokkuð farinn að rugla. Hann var maður sem vildi fræðast og fræða og tók oft tíma í að kanna íslensku-, landafræði- og íslands- sögukunnáttu okkar. Hann las mik- ið og nú f seinni tíð sat hann í stóln- um sínum með hrúgu af blöðum í kringum sig, tók ástfóstri við ákveðnar greinar og skoðaði þær of- an í kjölinn. Pólitík og þjóðfélagsmál voru allt- af ofarlega í huga hans. Þegar hann hringdi í mig ræddi hann gjarnan það sem efst var á baugi í það skipt- ið. Eitt sinn held ég að honum hafi blöskrað fáfræði mín, ráðlagði mér að skunda út í búð og kaupa ákveðna bók, hann myndi svo hlýða mér yfir í næsta frii. Hann var frakkur og ófeiminn og er mér minnisstætt er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið í sumar. í miðj- um heimsóknartímanum reis hann upp og sagðist þurfa að skreppa fram, tók hækjuna sína og haltraði blístrandi á nærklæðunum út af stofunni. Kvaðst ekki þurfa slopp, hann hefði aldrei venð feiminn. Hann taldi fáa betri bílstjóra en sig, sagðist batna með aldrinum. Ef maður sá Lödu nálgast, rétt skína í hvítan koll undir stýri, þá var það víst að hér fór afi. Það var þó núna síðasta árið að hann lét okkur keyra ef hann þurfti að fara lengri vega- lengdir. Byrjaði hann þá gjarnan á því að kenna mér á gripinn. Það skyldi sett á fullt innsog og það ekki teitið af fyrr en komið var suður á Grundarskriðu. Ef leiðin lá til Akur- eyrar þá hlýddi hann mér gjarnan yfir bæina á leiðinni og söng eða blístraði. Hann var líka aðeins grobbinn og sagði sögur af sjálfum sér, það var allt í lagi því hann hafði efni á því. Hann ákvað að læra ensku, varð sér úti um enska vasaorðabók og byrjaði á byrjuninni. Svo spurði hann gjarnan, jæja, Jórlaug mín, hvað þýðir þetta ^kveðna orð, ef ég stóð á gati, þá hló hann, sagði mér þýðinguna, en jafnframt að fletta upp á blaðsíðu 62 og athuga hvort það væri ekki örugglega rétt hjá sér. Hann notaði svo tækifærið þegar ég dvaldi í Bretlandi og skrifaði mér á ensku. Hann sagðist lítið kunna í þýsku annað en Lorelei og er ég var í Þýskalandi sagðist hann nú ekki geta skrifað á þýsku, en byrjaði þó bréfin á mein liebes Mádchen og endaði dein Grosvater. Hann hafði gaman af að hitta fólk og á ferðum sínum tók hann alltaf upp í puttalinga. Hann kvaðst ætla að tala við þá á ensku eða skandina- vísku. Ef þetta voru Þjóðverjar þá sagðist hann fara með Lorelei, þá yrði fólk yfir sig hrifið og héldi hann altalandi á þýsku. Eitt var einkennandi fyrir afa, þeg- ar hann talaði í sfma þá náðist yfir- leitt ekki að kveðja hann. Hann hafði nefnilega vísifingur ævinlega á takkanum sem slítur sambandið og þegar honum fannst nóg komið, sagði hann jæja, kvaddi og svo kom sónn. Hann sagði þetta sparnaðar- ráðstöfun, skrefatalning héldi áfram og það væri víst ástæðulaust að borga eftir að fólk væri hætt að tala saman. Á Lómatjörn átti hann heima og gat aldrei hugsað sér að fara þaðan. I mínum huga eru því Lómatjöm og afi eitthvað sem fer saman. Það verður því skrýtið að koma heim og enginn afi verður til að heimsækja. Guli stóllinn hans er þar, hnakkafar- ið hans er máð á strigann á veggn- um. Hann situr þar í hásæti og held- ur áfram að fylgjast með. Með þessum orðum vil ég kveðja hann afa minn og er ég sannfærð um að þó verði til þúsund afar á Lómatjörn þá verður aldrei til nema einn afi á „Lómó". Jórlaug Guðrún Heimisdóttir Nú er afi á Lómatjörn dáinn. Það er gott að vita til þess að afi hélt and- legri heilsu alveg fram á síðustu stundu. Þótt að líkaminn hafi á margan hátt verið farinn að gefa sig, þá virt- ist hugurinn alltaf jafnheilbrigður og ákveðinn í að yfirstíga veikindin. Já, það verður tómlegt að sjá afa ekki lengur í gula stólnum sfnum, blístrandi eða raulandi lagbút. Afi vildi alltaf fylgjast með og var maður vart kominn með fótinn inn fyrir þröskuldinn þegar hann fór að spyrja frétta. Þá rigndi líka oft yfir mann spurn- ingum úr íslensku, landafræði, ensku og fleiru sem reyndust oft þrautin þyngri. Fannst afa við menntafóíkið vera betur að okkur í ýmsu og var það örugglega rétt hjá honum. Honum tókst allavega margoft að rekja mig á gat, þó að mér tækist það aldrei með hann. Afi vildi alltaf taka þátt í öllu sem var að gerast í kringum hann. Við vorum yfirleitt varla byrjuð að hirða af túnunum þegar græna Ladan sást bruna á milii bagganna, svo rétt á eftir skaust hvíti kollurinn í hlöðu- gatið og spurði um gang mála. Svona var afi alveg fram á síðustu stundu, hann lifði sig inn í og tók þátt í sveitastörfunum með okkur. Ég held að afi hafi alveg átt jafn- mikla samleið með unga fólkinu og þeim sem eldri eru. Það var allavega alveg sama hverjir komu til hans, alltaf fann hann eitthvað til að ræða og gat komið manni til að hlæja með sínum sérstaka hlátri. í gegnum árin, sem ég hef verið með afa á Lomatjörn, þá hef ég aldr- ei séð hann geðvondan, reiðan eða í fýlu, hann hafði Iíklega aldrei kynnst því hvað fýla er. Mér fannst hann alltaf vera í góðu skapi og hreint ótrúlega lífsglaður. Afi var einstakur, og það verður mikið sem vantar á Lómatjörn núna þegar hann er farinn. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að vera með honum og kynnast honum. Þótt ég eigi erfitt með að átta mig á hvað tekur við á eftir þessu lífi, þá veit ég það að afi er í góðum hönd- um. Eitt er víst að minningin um afa á „Lómó", lífsglaðan og nægjusaman, lifir alltaf í brjósti mínu. Bára Eyfjöro Heimisdóttir Margrét Stefánsdóttir Fæddl7.janúarl918 Dáin 1. janúar 1992 í dag, laugardaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Voðmúlastaðakapellu Margrét Stefánsdóttir, húsfreyja í Stóru- Hildisey í A-Landeyjum. Hún lést á nýársdag f Landspftaianum f Reykjavfk. Þessarar frænku minnar og góða vinar ætla ég nú að minnast með nokkrum orðum. Margrét Stefánsdóttir var fædd þann 17. janúar 1918 í Ysta-Kotí í V.-Land- eyjum. Hún var skírð í höfuðið á Margréti móðurömmu sinni. Margrétamafnið er mjög gamalt í ættinni. Auðvelt er að rekja það til Margrétar Guðmundsdóttur (1768- 1843), húsfreyju á Efri-Hól undir Eyja- fjöllum árið 1816, eða til Margrétar Jónsdóttur (1778-1857), húsfreyju í Krosshjáleigu í A-Landeyjum árið 1816, en sfðar á Lambafelli undir Eyja- fjöllum. Foreldrar Margrétar voru hjónin Stef- án Jónsson (1875-1923) frá Butru í A- Landeyjum, bóndi í Ysta-Koti frá 1917 til dauðadags, og Sigurbjörg Gísladótt- ir (1887-1973), húsfreyja íYsta-Koti. Systkini Margrétar eru Gísli Júlíus (f. 1915), bóndi í Ysta-Koti, og Marta (f. 1921), ráðskona á sama stað, fyrst hjá móður sinni en síðan bróður. Marta missti heilsuna fyrir aldur frarn árið 1983 og hefur verið undanfarin ár sjúklingur á Ljósheimum á Selfossi. Stefán Jónsson var fæddur í A- Land- eyjum, sonur hjónanna í Butru, Jóns Þorleifssonar (1845-1906) og Margrét- ar Hjaltadóttur (1841-1895). Jón var ættaður úr Rangárvallasýslu, en Margrét úr V.-Skaftafellssýslu. Systir Stefáns var Jóhanna Sigríður Jóns- dóttir (1878-1967) lausakona. Húnvar í áratugi tíl heimilis hjá Sigurbjörgu mágkonu sinni í Ysta- Kotí. Sigurbjörg Gísladóttir var fædd á Seljavöllum undir A-Eyjafjöllum, dóttír hjónanna þar, Gísla Guðmunds- sonar (1852-1890) frá Seljavöllum og Margrétar Sigurðardóttur (1857- 1949) frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Gísli fórst í lendingu við Austurfjallas- and vorið 1890. Margrét bjó nokkur ár eftír það áfram á Seljavöllum með seinni manni sínum, Hjörleifi Jóns- syni (1872-1931), en frá 1901 tíl 1919 í Stóru-Hildisey. Hjörleifur var fæddur í Eyvindarhóla- sókn, sonur Jóns Jónssonar (1837- 1908), bónda á Lambafelli, og Salvarar Hjörleifsdóttur (1836-1920) vinnu- konu. Margrét og Hjörleifur voru barnlaus, en tóku í fóstur, eftír jarð- skjálftann á Suðurlandi árið 1896, hálfsysturdóttur Hjörleifs, Guðrúnu Pálsdóttur (1894-1967) frá Bakkakoti á Rangárvöllum. Guðrún var lengi húsmóðir í Reykjavík, gift dr. Birni Karel Þórólfssyni (1893-1973), skjala- verði á Þjóðskjalasafninu. Systkini Sigurbjargar voru þessi: Guðmundur Gíslason (1883-1969), lengi útvegsbóndi á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum en síðast símamaður í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Elínu Jónasdóttur af Álftanesi. Dýrfinna Gísladóttir (1884-1958), húsfreyja f Ytri-Hól í V.-Landeyjum, gift Magnúsi Andréssyni frá Hemlu. Gissur Gíslason (1888-1964), lengi bóndi í Litlu-Hild- isey í A-Landeyjum, kvæntur Ámýju Sigurðardóttur (1889-1988) frá sama stað. Sigurbjörg bjó ekkja í Ysta-Kotí í hálfa öld með bömum sínum, kunn að dugnaði og hjartahlýju. Heimili henn- ar var rómað fyrir hreinlæti og mynd- arskap. Umhyggja hennar fyrir gestum og gangandi var einstök. Það vissu all- ir að þaðan fór enginn svangur. And- rúmsloft heimilisins þannig að öllum leið vel. Snúningastrákar og aðrir krakkar, sem dvöldu þar meira eða minna á sumrin, reyndu að komast austur á vorin strax eftir skóla og helst ekki fara suður til Reykjavíkur fyrr en daginn sem skólinn byrjaði. Margrét vann búi móður sinnar í Ysta-Koti ásamt systkinum sínum al- veg til ársins 1959, þegar hún hóf bú- skap með Guðmundi Péturssyni (1915-1982), bónda í Stóru-Hildisey í húsfreyja í Stóru-Hildisey A-Landeyjum. Margrét og Guðmund- ur gengu f hjónaband þann 18. desem- beráriðl960. Stóra-Hildisey er vel meðalstór jörð. Guðmundur hafði tekið við búi þar að fullu árið 1957. í búskapartfð Guð- rnundar og Margrétar var unnið sleitu- Iaust að uppbyggingu á jörðinni, tún ræktuð og stækkuð og nýjar byggingar reistar og allar helstu vélar keyptar sem nauðsynlegar eru í nútíma bú- skap. Sonur Margrétar og Guðmundar er Pétur Guðmundsson (f. 1960), bóndi í Stóru-Hildisey. Sambýliskona Péturs er Else-Gunn Graff frá Noregi. Synir þeirra eru Guðmundur Atli og Andrés. Margrét eignaðist einn son, Stefán, fyrir hjónaband með Kristjáni Péturs- syni (f. 1921) frá Stðru-Hildisey. Stefarí Kristjánsson (1949-1991) var síðast bóndi í Ysta- Koti. Hann fórst í vinnu- slysi í Hvolsvelli á miðju síðastliðnu sumri. Stefán lét eftír sig sex böm, þar af tvö fósturbörn, og sambýliskonu. Þeir Guðmundur og Kristján Péturs- synir voru bræður, synir Péturs Guð- mundssonar (1893-1959) og Soffíu Guðmundsdóttur (1892-1976). Pétur og Soffía voru lengi búandi í A-Land- eyjum, fyrst í Selshjáleigu en frá árinu 1936 í Stóru-Hildisey. Þau voru bæði ættuð úr A- Landeyjum. Minningar mínar um Margrétí eru margar og kærar. Fyrst frá þeim árum þegar ég var smástrákur með foreldr- um mínum í heimsókn í Ysta- Kotí. Strax þá tókust sérlega góð kynni með okkur Stefáni heitnum syni hennar. Það var fastur siður foreldra minna að heimsækja flest sumur skyldfólk föður míns austur í Rangárvallasýslu. En Sigurbjörg í Ysta-Kotí var afasystír mín. Það var venja í Ysta-Koti að þar væri í það minnsta einn snúningastrákur. Mörg sumur voru þeir tveir og a.m.k. eitt sumar voru þrír strákar. Ég var svo heppinn að fá að vera þar mörg sumur sem snúningastrákur. Þá voru Margrét og Stefán flutt til Guðmundar í Stóru- Hildisey. En mikill samgangur var á milli heimilanna og auðvitað þurftum við Stefán oft að hittasL • Umhyggja hennar og hlýtt viðmót við snúningastrákana í Stóru-Hildisey var ætíð hið sama þar og íYsta-Koti, enda sóttust þeir eftir því að vera sumar eft- ir sumar. Margrét var frá unga aldri áhugasöm um menningar- og félagslíf, og sjálfri sér samkvæm góður félagi í kvenfélag- inu Bergþóru í V.-Landeyjum. Þegar kvenfélagið hélt upp á fimmtíu ára af- mælið árið 1985, var Margrét gerð að heiðursfélaga þess. Ég fann fljótt að Margrét var lík í ytra útlití Jóhönnu Sigríði, fóðursystur sinni, en hafði þetta stóra, hlýja hjarta Sigurbjargar móður sinnar; samt heldur glaðari í daglegu fasi. Vinnu- söm og ósérhlífin með afbrigðum, eins og þær báðar, hvort sem var útí eða inni. Ég held að hvorki hún né Guð- mundur maður hennar hafi hreinlega skilið orðin hangs og letí eða að þetta og hitt mætti gera á morgun, svo kappsöm sem þau voru við búskapinn í Stóru-Hildisey. Guðmundur var harðduglegur og vel Hðinn heiðursmaður. Hann veiktíst sfðla hausts 1982 og var allur um miðj- an desember sama ár. Við lát Guð- mundar tók Pétur sonur þeirra við bú- skapnum f Stóru-Hildisey. Margrét var lengst af heilsuhraust en var fyrir löngu orðin slitín manneskja af mikilli vinnu. Fyrir fjórum árum veiktíst hún af erfiðum sjúkdómi sem nú hefur dregið hana til dauða. Óbil- andi kjarkur og meðfædd seigla henn- ar hafa örugglega hjálpað henni f bar- áttunni við sjúkdóminn. Hún kunni ekki annað en að duga á meðan stætt var. Hér er komið á framfærí þakklæti til lækna og starfsfólks á deild 11E á Landspftalanum fyrir hjúkrun f veik- indum hennar. Fjölskylda mín sendir öllum afkom- endum og vandamönnum Margrétar innilegar samúðarkveðjur, sömuleiðis öldruð móðir mfn sem þakkar áratuga kynni við systkinin frá Ysta-Kotí. Guð bíessi minningu Margrétar í Stóru- Hildisey. Þorgils Jónasson Með fáeinum orðum langar mig að kveðja góðan kunningja, Margrétí Stefánsdóttur, fyrrum húsfreyju í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Margrét var af þeirri kynsióð sem mestar breytingar hefur lifað á þessu landi. Kynslóð sem var alin upp við að gjömýta allt sem þurftí tíl að komast af, kynslóð sem kunni að neita sér um óþarfa, en upplifir á ævikvöldi alls- nægtaþjóðfélagið og sífellt hraðari dans þess í kringum „gullkálfinn". Vegamesti hennar út í lífið var því nægjusemi og dugnaður. Hún vann öll sín verk, hvort sem það var við bústörf eða innan veggja heimilisins, af mikl- um myndarskap, hljótt og örugglega. Aldrei sáust óunnin verkefni sem biðu, né heldur að kastað hefði verið til höndum við vinnuna. Þá kunni hún ekki heldur að eyða í óþarfa, jafhvel þó að efhin væru ekki síður fyrir hendi en annarsstaðar. Hvergi var of, en ekki heldurvan. Það, sem mér finnst hafa einkennt Margréti að öðru leyti, var æðruleysi hennar og jafnaðargeð. Tilfinningar sínar bar hún ekki á torg, né ræddi persónuleg málefhi. Þetta getur víst kallast að vera lokaður, en hún virtist búa yfir nægum innri styrk til að hreinsa sig af erfiðum málum hjálpar- laust Fjasaði ekki um Hðna tíð, heídur leit skjótt fram á veg og leitaði leiða út úr erfiðleikum. Þetta sást vel þegar hún missti eiginmann sinn, Guðmund Pétursson, árið 1982, 67 ára að aldri, og einnig síðastliðið sumar er eldri sonur hennar, Stefán, lést af slysför- um. Ekki minnist ég þess að hafa séð hana skipta skapi, en þó gat hún verið mjög ákveðin og föst fyrir. Hinsvegar var stutt f gamansemi hjá henni og þarf ekki að grafa djúpt í minningarnar til að heyra hlátur hennar í eldhúsinu f Stóru-Hildisey. Það var alltaf gott að koma í eldhúsið til hennar, hún var gestrisin og hafði mjög gaman af að fá gestí. Tók hún öll- um jafn vel, var skrafhreifm og var óð- ara búin að bera fram kaffi og með því. Þá hafði hún gaman af að sitía í hópi kunningja, ekki síður þeirra yngri en hinna eldri, taka þátt í spjalli og fylgj- ast með umræðum. Gat hún þá á góðri stund þegið staup, sem hún notaði af hófsemi, eins og hennar var von og vísa. Hin síðustu ár átti hún við erfiðan sjúkdóm að stríða, en ekki held ég að henni hafi nokkumtíma dottið í hug að gefa sig gagnvart honum og aldrei heyrði ég hana vorkenna sér eða kvarta. Bar hún sig hins vegar ætíð vel og fylgdist af áhuga með buskapnum og því fólki sem hún þekktí. Hún dvaldist í Stóru-Hildisey tíl dauðadags, hjá Pétri syni sínum og fjölskyldu hans, í góðu yfirlæti og um- önnun. Með þessu þakka ég og fjölskylda mín Margréti fyrir samfylgdina. Fari hún í Guðs friði. Pétri, Gunnu og ömmubörnunum hennar sendum við okkar bestu sam- úðarkveðjur. Etvar Eyvindsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.