Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. febrúar 1992 Tíminn 7 „Jú, þetta er alveg hárrétt hjá honum,“ viðurkennir Friðrik Þór. „Ég er farinn að verða sár- móðgaður ef verðlaunin koma ekki óðara upp í fangið á mér hvar sem ég kem. En þó eru nú til „sétteringar“ af þessu. Við fengum til dæmis ekki verð- launin í Gautaborg og þá lætur maður sér bara vel lynda að ein- hverjir „yngri“ eða eitthvað í þá áttina fái verðlaun. Það er ágæt tilfinning líka.“ / ,J3ömum náttúmnar“ er slegið á talsvert aðra strengi en áður í mgndum þínum?“ Já, ég held að hún sé þjóð- legri en aðrar myndir mínar, ef ég má orða það svo. Hún byggir á okkar íslenska þjóðararfi, æv- intýrum og dulúð. Stefnubreyt- ing? Ég mun að minnsta kosti ekki segja skilið við þetta „þema“ að sinni, því það tengist efni kvikmyndar sem ég hyggst gera í samvinnu við Einar Má Guðmundsson rithöfund, von- andi áður en langt um líður.“ Um hvaða efni verður hún? „Hún mun snúast um þá reynslu mína að þegar ég var barn var ég þræll Kanasjón- varpsins, eins og svo mörg börn þá. En svo var ég sendur í sveit að Höfða á Höfðaströnd og hitti þar merkilegan mann sem ég deildi herbergi með. Hann var hafsjór af sögum, sísegjandi sög- ur og það varð til þess að tefla saman tveimur menningar- heimum — þessum heimi Kanasjónvarpsins og sjálfrar þjóðarsálarinnar, þjóðararfsins. Ég hefði viljað snúa mér að þessu verkefni strax, en það voru ekki fyrir hendi peningar til þess. Því er ég farinn að vinna að japanskri kvikmynd, sem á að gerast á íslandi. Hún flallar um mann sem kemur frá Japan til íslands og ferðast hér vítt og breitt um landið. Ég er nú ný- kominn frá Japan og hef verið að sjá mér út tökustaði." Einu sinni sagðir þú að á 1s- landi væri ekkert markvert að mynda nema Hallbjöm og kántrýið? Hefur það breyst? „Þá átti ég við að það væri ekkert annað sem vert væri að „dókúmentera" í samtímanum um þær mundir, því mig langaði til að gera heimildamynd um samtímann. Hitt er allt annað mál að við verðum að gera þjóð- legar myndir. Því þjóðlegri sem myndirnar eru, því alþjóðlegri reynast þær. Þetta held ég að hafi sannast með „Bömum nátt- úrunnar", sem hefur farið víða og fer vonandi miklu víðar. Hún reynist hafa þetta alþjóðlega í sér. Lít ég til fornsagnanna sem kvikmyndaefnis? Já, það geri ég, því ég er mikill aðdándi þessara sagna. Þegar ég verð búinn að vinna úr samtímanum, hef lokið æskuminningamyndinni sem ég gat um, þá er trúlegt að ég leiti þangað. Þjóðlegra efni er heldur ekki til og jafnframt al- þjóðlegra. Lítum á Japani sem tekið hafa bestu verk heimsbók- menntanna og fleygt þeim inn í japanskan miðaldavemleika í myndum sínum. Sýnir það ekki líka hve það þjóðlega, t.d. Shakespeare, er í eðli sínu al- þjóðlegt?" Gætir þú hugsað þér að gefa þig allan að „víkingamyndum eins og Hrafn Gunnlaugsson? „Kurosawa hafði þá aðferð að skipta jafnt og þétt um viðfangs- efni, gerði fyrst „víkingamynd", fór svo inn í daglega lífið og það- an aftur í „víkingamynd". Ég veit ekki hvort ég tek upp þessa aðferð til að forðast að hjakka alltaf í sama farinu. Ég held t.d. að Hrafn hafi haldið sig of þétt við „víkingamyndirnar" og ár- angurinn orðið sá að það kemur fram viss þreyta, bæði í „vík- ingamyndunum“ og myndum úr samtímanum. En kannske dregst það þó alveg uns ég er sextugur að ég geri mína „vík- ingamynd". Hver veit. Mig hefur oft langað til að gera mynd um Grettlu. Það em „senurnar", þetta myndræna í sögunum, sem hlýtur að gera þær freist- andi. Þær eru svo ljóslifandi að einhvern veginn finnst manni að það hljóti að verða auðvelt að endurskapa þær. Og svo er góð- ur húmör í þeim. Það spillir ekki fyrir.“ Nú er ekki vafi á að íslensk kvikmyndagerð er í sókn. Hvaða hjallar hafa verið yfirs- tignir? „Hæsti hjallinn var sá tækni- legi, myndirnar voru tæknilega ekki nógu fullkomnar. Nú emm við komnir yfir það, t.d. er hljóð- ið mikið unnið með tölvum nú og hefur stórbatnað. Áður höfð- um við heldur ekki nóg af fær- um tæknimönnum en nú má segja að við séu búnir að fá mannskapinn í þetta. Þetta er svona eins og í fótbolta. Menn spiluðu ekki fótbolta á vetrum, bara á sumrum, og fyrir vikið fékkst ekki næg þjálfun. Menn tóku hér ekki kvikmyndir á vetr- um heldur. Vandinn var sá að það voru gerðar svo fáar myndir að tækniliðið fékk ónóga þjálf- un. Ein eða tvær myndir árlega duga ekki til þess að þroska fólk í þessu. Menn þurfa að hafa allt- af nóg að gera. Nú hefur reynsla hins vegar safnast í reynslu- bankann, hljóðmenn, aðstoðar- menn og aðrir eru alltaf að tína í sarpinn og verkkunnáttan eykst, sem er undirstaðan á öllum sviðum. Svo má ekki gleyma að leikhúsleikararnir okkar hafa fengið reynslu í kvikmyndaleik og við getum notfært okkur þá óhræddir. Já, ég held að við séum búin að gera okkar mistök. Ekki svo að skilja að það hafi verið nein stór mistök. Þau urðu aðeins vegna þess að hér varð öll þróun að eiga sér stað á svo skömmum tíma." Hvað um gerð handrita? „Handritagerð fer fram á mörgum stigum kvikmynda- gerðar. Fyrst er það frumgerðin, svo er því breytt í upptökunni og loks er það handritsefni sem nýt- ist við klippingu í lokavinnsl- unni. Ef sagan er góð, þá er lengi hægt að rétta af mistök sem kunna að gerast í upptökum. Handrit held ég að aldrei sé mögulegt að hafa pottþétt strax í byrjun. Ég held að menn hafi stundum gert allt of mikið úr því að þau hafi verið veiki hlekkur- inn í kvikmyndum hjá okkur. Það er svo persónubundið hvemig leikstjórinn vinnur úr því efni sem hann hefur í hönd- unum. Langmest byggist á hans eigin úrvinnslu og einmitt það hrífur mig helst hjá góðum leik- stjóra. Stundum hefur hann ekki nema úr litlu efni að vinna en gerir það líka frábærlega, eins og Pólverjinn Kislowsky, sem ég er mjög hrifinn af, en kvikmynd verður að vera mjög góð ef hún á að hrífa mig núorðið." Hvaða leikstjórar hafa orðið þér besti skólinn? „Þeir eru þó nokkrir, því mað- ur er sífellt að læra og veit á endanum ekki með vissu hvað maður lærði af hverjum. Ég minntist á að sem barn horfði ég á Kanasjónvarpið og kúreka- myndirnar, sem byggja á sömu forsendum og íslendingasög- urnar. Ég neita alls ekki að ég lærði ýmislegt af þeim og meist- urum þeirra, eins og John Ford. Kurosawa lærði margt af Ford og svo lærðu ítalirnir af Kurosa- wa, þegar þeir voru að gera sína „vestra“. Loks fór Hrafn Gunn- laugsson að gera „íslenska vestra". Þú sérð að þetta er endalaust hringferli. Ég lærði líka mikið þegar ég sá um Fjala- köttinn hér á árunum, var þar sýningarmaður og sá myndirnar aftur og aftur. Smám saman fór maður að sjá í gegnum galdur- inn. Nei, nei, galdurinn reyndist ekki svo flókinn. Hann var eig- inlega alveg pottþéttur, þegar maður hafði komið auga á hann. En hann hefur horfið gjörsam- lega með „videóinu“. Menn njóta einskis galdurs á „vide- óinu“. Munurinn er svipaður og á nautasteik og hamborgara. Það eru engin áhrif af mynd eins og „Bömum náttúrunnar" í sjónvarpi eða á „videói". Þá er komið þetta gler í milli og svo mikið sem tapast.“ Nú deila kvikmyndagerðar- menn um fjárveitingar? „Við sem að kvikmyndagerð vinnum vitum að það em ekki til peningar handa okkur öllum og verðum að sætta okkur við þá staðreynd. En hitt er annað mál að meðan ekki eru nógir pen- ingar er jafnframt líklegt að það verði áframhald á þessum sand- kassaslag, þessum metingi og ríg eins og var hjá rithöfundun- um í gamla daga, þegar ég var yngri. Það verður erfftt að stjórna úthlutuninni og hætt við að svo líti út sem einhverjir fáir séu útvaldir." Fara menn kannske að fram- leiða fleiri „kassastykki“? „Kassastykki? Já, það er nú svo sem freistandi að framleiða kassastykki og menn hafa reynt það, en kassastykki er ekkert borðleggjandi mál í kvikmynd- um. Menn telja sig vera með rétta efnið, en svo koma áhorf- endur bara ekki. Menn hafa lagt í stóran kostnað og bundið hend- ur sínar um langt skeið. Kvik- myndasagan er full af dæmum um þetta og ég hef lent í svona sjálfur, en sem betur fer með litl- ar og ódýrar myndir. Nei, það eru engar öruggar formúlur fyr- ir kassastykkjum. Það vinna milljón manns við að finna þær upp, t.d. í Ameríku, en þeim er sífellt að skjátlast. Menn gera kannske mynd um stríð í Aust- urlöndum, en svo kemur alvöru- stríð í Austurlöndum á frumsýn- ingardaginn, sem fólk getur séð í beinni útsendingu allan sólar- hringinn. Það fer ekki að sjá leikna mynd um svona stríð.“ En fyrst við minntumst á stríð. — Undirbúningi fyrir Óskarshátíðina fylgir heilmikið auglýsingastríð að sögn? Já, þetta er eins og þegar Bandaríkjamenn fara að kjósa sér forseta, þá eru það bara aug- lýsingastofur sem sjá um dæm- ið. Því þurfum við að kaupa aug- lýsingastofu vestra til að sjá um að fólk kjósi rétt. En sú er þraut- in þyngri að viö eigum enga peninga í slíkt og erum hálf ráðalausir þessa stundina. Þótt við kunnum að ná samningum við fyrirtæki sem kæmi með eitthvað inn í þetta, þá verðum við að leggja nokkuð á móti eftir sem áður. En vonandi finnast einhver ráð. Maður mundi sjá eftir því síðar ef ekki verður gert allt sem hægt er nú til að ná þessum Óskari. Já, þessi útnefning er mjög mikilvæg og vekur athygli á ís- lenskri kvikmyndagerð. Þeir eru margir sem aldrei hafa íslenska kvikmynd séð enn og því verð- um við auðvitað að breyta. Sú eftirtekt sem íslenskir kvik- myndagerðarmenn fá þarna get- ur vel orðið til þess að auðveld- ara veitist að fá peninga annars staðar frá í myndirnar og vitan- lega veitir okkur ekki af því.“ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.