Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 13 + Líkamlegur og andlegur skyldleiki er sitt hvað, þótt hvort tveggja geti auð- vitað fylgst að, og sé auðvitað svo best. En ef ekki er því að heilsa, fer oftast svo, er bemskunni lýkur og ólfkar hneigðir og þrár fara að bærast í brjóstum þeirra, sem blóðböndum voru tengdir og samvista, að leiðir þeirra skiljast og hver leitar sinnar eigin hafnar, leynt eða Ijóst. — Með mig var því svo farið, að ég fetaði furðu ungur mínar eigin leiðir og sneiddi jafnvel oft hjá félagsskap og nærveru annarra, sem mér fannst ég ekki eiga samleið með. En svo var það á sól- björtum sunnudegi undir messu í Hrepphólakirkju, að ég kom auga á ungan, ókunnan mann, er mér virtist mundi vera á aldri við mig. Hann stóð í einni neðstu tröppu stigans upp á loftið og horfði yfir kirkjuna, þéttskip- aða fólki. Hann var bjartur yfirlitum og hafði mikið, ljóst hár, og lífsgleði og ástúð skein af andlitinu. Hann var í nærri skósíðum „havelock"; og svo starsýnt varð mér á þenna framandi fugl, að ég hafði víst ekki augun af honum messuna á enda. Þótti mér hann harla listamannslegur og þóttist strax sjá, að þama myndi ég loks finna mann af svipuðu sauðahúsi og ég var sjálfúr. Og staðfestist sá grunur, er ég í messulok fékk að vita, að þarna væri ungt skáld austan úr Rangárþingi, — bláfjallageimnum með hvítu tindana. Eg herti nú upp hugann, þótt feim- inn væri, og ruddi mér braut í áttina til hans, all-krókótta að vísu; og er flestir höfðu tínst út úr kirkjunni, gekk ég til hans, rétti honum höndina og stamaði einhverju fram um það, hver ég væri. En hann beygði sig yfir mig brosandi og ástúðlegur, til þess að heyra betur, hvað þessi ókunni piltur hefði við hann að tala. — Og eftir augnablik vorum við orðnir góðir vin- ir, — eins og við hefðum þekkst alla ævi, — og kynni okkar héldust um mörg ár, þar til tími og rúm skildu leiðir að miklu leyti. Hann varð mjög kærkominn gestur á æskuheimili mínu upp frá þessum degi okkar fyrstu funda, og ég, sem þama hafði fundið þjáningabróður, — mér „jafnvitlaus- an“ og einráðan um eigin leiðir, — fann nú ekki eins sárt til einstæðings- skapar míns og labbakútslegrar sér- stöðu og áður. Hugðarefni okkar voru mjög lík á þessum árum. Rómantíkin var efst á baugi hjá okkur báðum; og léttu ljóð- in hans, sem spegluðu fagra og ljós- eiska listsál, urðu mér hvöt til drauma og dáða. Hann átti litla kvæðasyrpu, er að mínum dómi geymdi sum af hans bestu ljóðum, og ég ágirntist hana mjög. Og þó hún væri honum dýr- mæt, gaf hann mér hana loks. En mér skildist síðar, að hún hefði orðið mín eign vegna erfiðleika skáldsins á að neita. Tugum ára seinna gaf ég þessa syrpu ekkju hans, henni, sem mér fannst ég alltaf geta kallað hans jarð- neska hjálpar- og vemdarengil. Guð- mundur var einn þeirra manna, sem sumir kalla of góða fyrir þennan heim. Ég er þeim, er þannig taka til orða, að vísu ekki samdóma, því svo góður get- ur enginn verið. Og þó hinum tilfinn- inganæmu draumsjónamönnum blæði oft út í sorg og söknuði, eru þeir heiminum ómissandi; og sá blettur, er þeir störfuðu og stríddu á, ljómar æ síðan af lífi þeirra. Ástin truflar rósemina Þennan vetur, sem ég dvaldi fyrstan í Reykjavík, var ég langmest með Guð- mundi Guðmundssyni; og oft var Guð- mundur Þorsteinsson, sonur hjón- anna, sem ég bjó hjá, í félagsskap okk- ar. Hann varð seinna læknir á Húsa- vík. Skemmtanir voru ekki miklar í Reykjavík á þeim árum, og líf mitt þar leið að mestu leyti í ró og friði. — Þó ekki alveg! — Ég varð ástfanginn af ungri stúlku, svo heríilega. að engin tilfinning slík hafði áður bærst svo sterk í brjósti mínu. Ég hafði séð þessa ungu stúlku fyrst, er ég kom til Reykjavíkur einu eða tveim árum áð- ur, og ekki gleymt henni síðan. En ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast henni; enda þurfti þess ekki; allt var þar vonlaust. — En þá, og ávallt síðan, er tilfinningar mínar hafa viljað þvinga mig meir en góðu hófi gegndi, gerði eitthvað uppreist í sál minni á móti böndunum og þverneitaði öllu utanaðkomandi valdi og harðstjórn — jafnvel ljúfsárri harðstjóm ástarinnar. Listabækurnar í Landsbókasafninu Ég fann, að ég varð að verða mér úti um einhverja andlega fæðu aðra en þá, sem mér veittist á Hermes. Gekk ég þvf einn dag niður í Landsbókasafn, sem þá var í Þinghúsinu; fann þar bókavörðinn, Hallgrím Melsteð, og kynnti mig honum. Varð hann „inter- esseraður", er hann fékk að vita, hvers ég óskaði; sagði, að ég skyldi koma svo oft sem ég vildi, og skyldi hann veita mér þá aðstoð, er í hans valdi stæði. Ég notaði mér þetta. En ekki voru þær margar eða mikilfenglegar listabæk- urnar, er ég fékk þar þá. Þær voru þó tvær. Ekki man ég, hvað önnur hét; en þar sá ég í fyrsta sinn mynd af mál- verki Guido Renis, „Auroru"; og hefur mér jafnan síðan þótt vænt um þá mynd. Svipaður árroði og yfir henni hvíldi fannst mér síðar mæta augum mínum, er ég heimsótti föðurland þessa málara. — Hin bókin var ekki annað en sýningarskrár frá listsýning- um í Charlottenborg í Höfn. En þær urðu mér samt til hinnar mestu ánægju, því svo mikla mergð af lista- verkum hafði ég aldrei séð fyrr i einni bók. Fæst af þeim megnuðu þó að hrffa sál mína. Langbest þóttu mér verk norska myndhöggvarans, Steph- an Sindings, því að ég fann, að honum lá eitthvað á hjarta, sem hann reyndi að láta í ljós í list sinni. Mér er þessi vetur minnisstæður fyrir margra hluta sakir. Margt bar fyr- ir augu mín og eyru í borginni, sem mér þótti nýstárlegt. Oft var ég úti á Tjörn á kvöldin með öðru ungu fólki, og hlustaði þar á homablástur lítils flokks, sem Helgi Helgason tónskáld stjórnaði. - Helgi lifði af verslun, því að enginn gat þá lifað af listinni einni hér heima, hvorki skáldin né aðrir. Það var óhugsandi. Heimferð um jólin Leið nú tíminn fram að jólum, og var ég farinn að hlakka mikið til að koma heim og sjá aftur foreldra mína og systkini, þó ég ætti þá að vísu að kveðja þau í síðasta sinni, áður en ég færi af landi burt. Ég lagði svo af stað einn góðan veðurdag við þriðja mann austur til átthaganna.- Svo lifði ég síðustu jólin mín í for- eldrahúsum — og síðustu jól mín í sveit. Síðan hef ég ekki séð fjöllin heima í vetrarskrúði. Mörg jól hef ég lifað síðan í framandi löndum, þar sem nóg hefur verið af skrauti, viðhöfn og veisluföngum, en árangurslaust hef ég leitað þar þeirrar unaðslegu gleði og sælu, sem sú hátíð veitti mér á fátæk- lega bemskuheimilinu mínu. Skilnaðarstundin Svo kom skilnaðarstundin. Snemma morguns, áður en albjart var orðið, bjóst ég til ferðar. Nú kvaddi ég mömmu mína, hana, sem mér frá barnæsku hafði fundist, að ég mætti síst allra án vera. Ég kvaddi hana heima og litlu systur, sem ekki var komin á fætur, en grúfði sig niður í rúmið og grét. Bræður mínir, Jakob og Bjami iitli, vildu fylgja mér eitt- hvað áleiðis, — Bjarni fram að Hrepp- hólum og Jakob nokkru lengra. Vegna þess að ég hafði ekki jafnað mig í fót- unum eftir kalið á leiðinni austur, var ég ríðandi; en pabbi gekk með hestin- um, þögull og þungstígur, og braut stundum niður ísinn, sem leyndist á milli þúfnanna. Hann hálf-datt öðm hvoru, og var sem hann sæi illa. — Ég varð gagntekinn af hryggð. Ég hafði aldrei fyrr séð föður minn gráta. — Hann fylgdi mér fram að Stekkjarlæk; þar kvaddi hann mig, og ég hélt áfram í humátt á eftir bræðrum mínum. En svo heyrði ég kallað hátt að baki mér. — Það var faðir minn, sem hafði snúið við og vildi kveðja mig enn einu sinni. Hann tók mig aftur í faðm sinn með heitri bæn um vemd Guðs og blessun. Elsku litli bróðir kvaddi mig á Hóla- stöðli og var mjög sorgbitinn. Ég horfði lengi á eftir honum og upp að dökku þústinni, sem geymdi margra ára ávöxt af striti iðjusamra handa dyggðugra foreldra minna. Á eftir þrem börnum sínum ungum höfðu þau séð í gröfina. Og nú var eitt af þeim fjórum, er á legg komust, að yfir- gefa þau — og hafði nú á samvisku sinni sorg þá, er nú ríkti í blessuðum gamla bænum, er nú smá-hvarf í móðu fjarska og fanna. MITSUBISHI BÍLLINN SEM ALLIR VILJA ElGA □ Öryggisbitar í fiurðum □ Bensín/Diesel breyfill □ Prívirk stilling á höggdeyfum □ Sjálfskiptur/fiandskiptur □ Læsivörn á fiemlum (fáanleg) □ 100% læsing á afturdrifi □ Hvarfakútur (mengunarvörn) □ Priggja ára ábyrgð 1. Hágír - Afturdrif virkt, framdrifsbúnaður óvirkur. 2. Hágír - Aldrif sítengt gegnum mismunadrif og seigjutengsli. 3. Hágír - Aldrif sítengt með millilæsingu. 4. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu. 5. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu og 100% læsingu á afturdrifi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.