Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 19 Eftir að Kristín hætti búskap sjálf, gerðist hún ráðskona hjá Sigurjóni syni sínum og gegndi því þar til nú eftir áramótin, að hún varð að fara á sjúkrahús. Það má því segja að hún hafi allt sitt líf verið á sama staðn- um, það er á Tindum. Ekki fór hún í mikil ferðalög um dagana frekar en aðrar alþýðukonur þess tíma; samt sem áður var alveg ótrúleg þekking hennar á staðháttum víðs vegar um landið. Þessarar þekkingar aflaði hún sér m.a. með lestri og því að hafa afburða minni alveg fram á síð- ustu daga. Það eru margir unglingamir, sem hafa verið í dvöl á Tindum um dag- ana, bæði skyldir og óskyldir. Allir bera hlýhug til þessara dvala og margir hafa bundist Tindaheimilinu viðvarandi vinarböndum .eftir dvöl- ina. Sérstök vom þau tengsl, sem alla tíð voru milli þeirra systkina Krist- ínar við Tindaheimilið. Einkum vom tengsl foreldra minna við Tindaheimilið mikil. Síðustu árin dvöldu þau oft langdvölum á Tind- um. Kristín var ekki mikið fyrir að troða sér fram meðal almennings, en þar sem hún gerði, það var með skömngsskap og festu. Hún kom skoðunum sínum þannig fram að enginn var í vafa þar um. Mjög vom Kristínu ræktunarmál hugleikin og hafði hún yndi af að sýsla við garðrækt. Á Tindum vom til hljóðfæri frá gamalli tíð, m.a. orgel og síðan for- láta píanó. Á þessi hljóðfæri lék Kristín oft, þó aðallega fyrir sjálfa sig, eins og hún sagði oft. Veit ég til þess að hún samdi bæði lög og texta, ef svo bar undir, án þess þó að mér sé kunnugt um að þeir hafi verið varðveittir. Hún var organisti í Svínavatnskirkju ámm saman. Okkur frænd- og vinafólkinu hér fyrir sunnan er söknuður í huga, þegar við sendum henni bestu kveðjur með þakklæti fyrir góða við- kynningu. Um leið og við vottum bömum hennar, tengdasyni og barnabömum okkar innilegustu samúð, biðjum við Guð að fylgja henni á leið til ljóssins. Blessuð sé minning hennar. Gísli Erlendsson, Jónína Hjartardóttir og fjölskylda í dag verður jarðsungin frá Blöndu- óskirkju föðursystir mín Kristín Sigurjónsdóttir frá Tindum í Svína- vatnshreppi. Kristín var fædd 22. apríl árið 1915, en þann dag bar þá upp á sumardaginn fyrsta. Hún hélt æ síðan upp á afmælið sitt sumar- daginn fyrsta, þó svo að þann dag bæri víst sjaldnast upp á hinn raun- vemlega afmælisdag. Þetta var tákn- rænt fyrir Kristínu, þar sem hún beið komu vorsins þegar sól hækkar á lofti og gróðurinn fer að taka við sér. Kristín var þriðja barn af sjö börn- um hjónanna frá Tindum, þeirra Guðrúnar Erlendssonar og Sigur- jóns Þorkelssonar, en systkini Krist- ínar vom: Ástríður sem býr á Sel- fossi; Erlendur, sem einnig bjó á Selfossi en er nú látinn; Þorlákur, faðir minn, sem býr í Reykjavík; Sig- rún, sem féll frá aðeins 18 ára göm- ul; Ingibjörg, sem nú er látin, en hún bjó á Drangsnesi; og yngst er Guðrún, sem býr í Reykjavík. Skólaganga Kristínar var ekki löng, ekki frekar en annarra barna á þeim tíma sem hún ólst upp á. Auk venjulegrar barnafræðslu í formi farkennslu stundaði hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi í bók- legum og verklegum fræðum. Um fermingaraldur hóf hún nám í orgelleik. Kristín var um nokkur árabil organisti við Svínavatnskirkju og fórst henni það vel úr hendi, eins og hennar var von og vísa, enda var hún músíkölsk. Kristín hafði þá náðargáfu til að bera að geta samið lög og texta og vom lögin hennar oft sungin þegar systkinin frá Tindum komu saman á góðum stundum. Kristín giftist 5. febrúar 1937 Lár- usi Sigurðssyni frá Vöglum í Vatns- dal. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau að Hamri í Svínavatnshreppi, en árið 1944, þegar Sigurjón, faðir Kristínar, fellur frá, flytja þau á æskuheimili Kristínar að Tindum og búa þar allan sinn búskap. Láms fellur frá 14. október 1983, en hann var fæddur 21. apríl 1906. Þeim varð 3ja barna auðið. Elstur er Sigurjón, fæddur 1937, en hann býr nú að Tindum og er oddviti sinnar sveitar. Annar í röðinni var Gunnar, fæddur 1942, en hann lést aðeins 6 ára gam- all og var hann þeim hjónum, svo og öllum ættingjum, mikill harm- dauði. Yngst er Gunnhildur, fædd 1951, og er hún gift Sigurði Ing- þórssyni og búa þau á Blönduósi og eiga þrjú börn, Lárus, Sigurjón og Kristínu Rós. Barnabörnin vom þeim hjónum Kristínu og Lámsi einkar kær og voru börnin hjá þeim öllum stundum, enda er stutt og greiðfær leið frá Blönduósi að Tind- um. Það var gaman að koma heim að Tindum, enda tóku Kristín og Láms vel á móti öllum gestum og gang- andi. Bar Kristín jafnan mikla um- hyggju fyrir systkinum sínum og af- komendum þeirra. Þau em nú orðin mörg börnin, sem vom sumarlangt hjá þeim hjónum Kristínu og Lár- usi, og víst er að í dag hvarflar hug- ur þeirra heim að Tindum á utfarar- degi Stínu, eins og hún var ávallt kölluð. Ég og foreldrar mínir og systkini kveðjum Kristínu Sigurjónsdóttur frá Tindum með virðingu og þökk. Ég sendi Sigurjóni og Gunnhildi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Farþú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér ný fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigrún Þorláksdóttir Látin er Kristín Sigurjónsdóttir á Tindum í Svínavatnshreppi. Hún var húsfreyja á Tindum í hálfa öld og að henni er mikill sjónarsviptir í litlu samfélagi. Kristín var fædd á Tindum, dóttir hjónanna Sigurjóns Þorlákssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Guð- rún var dóttir Erlendar Eysteinsson- ar á Beinakeldu, bróður Björns Ey- steinssonar. Meðal systkina Guðrún- ar vom Giljárbræður, Sigurður og Jóhannes, Éysteinn á Beinakeldu, Ragnhildur í Syðra-Vallholti, Sól- veig á Reykjum og Jósefína Hansen á Sauðárkróki. Kristín ólst upp í stómm systk- inahópi á Tindum. Þar var rómaður rausnargarður og myndarheimili. Sigurjón lét sér ekki nægja að taka vel á móti gestum. Hann var orð- lagður fyrir það hve vel hann gerði við hesta ferðamanna. Kristín var bráðvel gefin og fróð. Hún nam við Kvennaskólann á Blönduósi. Einnig lærði hún orgel- leik og var um langt skeið organisti í Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveiraur dögura fyrir bírtingardag. Þœrþurfa að vera vélrítaðar. sóknarkirkju sinni á Svínavatni-Árið 1937 giftist Kristín Lárusi Sigurðar- syni, sem þá var bóndi á Gmnd. Lár- us var merkilegur maður, alinn upp í fátækt, en braust til góðra efna með útsjónarsemi og dúgnaði. Stór- vel gefinn og slyngur baráttumaður og hlífði sér aldrei við átökum, stóð á rétti sínum hvarvetna. Kristín og Láms hófu búskap á Hamri, en fluttu í Tinda 1944 og bjuggu þar síðan þar til Láms lést 1983. Eftir það var Kristín bústýra hjá syni sínum Sigurjóni allt til endadægurs. Hún hélt háttum for- eldra sinna með gestrisni og mynd- arskap alla tíð. Hún var búhyggin, fjölhæf, skapföst og dugleg. Metnað- arfull var hún og mjög sterkur per- sónuleiki. Kristín og Láms eignuðust þrjú börn: Sigurjón oddvita á Tindum; Margréti Gunnhildi húsfreyju á Blönduósi, gifta Sigurði Ingþórs- syni; og Gunnar Ómar, hann lést á barnsaldri og var þeim hjónum það mjög þungbær sorg alla tíð. Þau Sigurjón og Gunnhildur eru mikið greindar- og ágætisfólk, svo sem vænta mátti. Með Kristínu er horfin stórbrotin kona og minnisverð. Bam að aldri dvaldi ég nokkrar vikur á heimili hennar á farskóla og á um þá daga bjartar minningar. Eg færi börnum hennar og aðstandendum öðmm hlýjar kveðjur frá Höllustaðafólki. „Sumir bera byrðar sínar létt, og brosa jafrwel móti stríðsins degi, þótt aðrir þreytist eftir stuttan sprett, og örmagnist á miðjum sléttum vegi.“ (Helgi Valtýsson) Kristínu auðnaðist að halda reisn sinni til hinstu stundar. F.h. Ríkisspítala og annarra stofnana eróskað eftir tilboðum I eft- irtalda einnota vöruflokka. 1. Útboð 3790/2. Opnun 16/3/92 kl. 11.00. Plasthlífðarhanskar, plastdýnuhlífar og plasthlífðarskór. 2. Útboð 3791/2. Opnun 13/3/92 kl. 11.00 Sterila nýrnabakka (Emesis Bows) 3. Útboð 3792/2. Opnun 18/3/92 kl. 11.00. Sterila handþvottabursta fyrir skurðstofuborð. Útboðsgögn eru seld á kr. 500,- fyrir hvert útboð á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Sýslumaðurinn í Reykjavík Skógarhlíð 6 Tilboð óskast I endurinnréttingu á 360 m2 skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í Skógarhlíð 6 í Reykjavík. Verktími ertil 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með mánudegi 9. mars gegn 10.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, miðvikudaginn 11. mars 1992 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Páll Pétursson, Höllustöðum JSTOXíÐK) $tTRIMA MOKSTURSTÆKI DRÁITARVÉLAR Fljóttengd tæki. Á allar geröir. Tvívirkt á lyftu og skóflu. Mjög öflug. 1 stjórnstöng. HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-67000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.