Tíminn - 29.02.1992, Side 17

Tíminn - 29.02.1992, Side 17
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 17 Carol Ann Pierce kvaöst ekkert vita um mennina sem maöur hennar fór meö á veiöar. var síbrotamaður sem gat átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Inn- brotsþjófurinn sagði að um væri að ræða mann, sem lengi hefði verið týndur. Lögreglunni datt Preston Pierce strax í hug og ákvað að ganga til samninga við West. West skýrði frá því að hann hefði lent á fylliríi með tveimur mönn- um. Á tali þeirra hefði mátt skilja að þeir hefðu verið ráðnir til að drepa mann og ætluðu með fórnar- lambið á veiðar til að sinna verk- inu. „Hver eru nöfn þeirra og hver réð þá?“ vildi Iögreglan fá að vita. West hristi höfuðið. „Ef ég lendi í steininum og er talinn sögusmetta, hvað heldurðu að verði þá um mig?“ En lögreglan útskýrði fyrir honum að án nánari upplýsinga væri saga hans einskis virði. West sá að þetta var rétt og nefndi nöfnin Ronald Kellams og Tommy Rowland. Hann kvaðst ekki vita hver hefði ráðið þá til að fremja morðið, né heldur hvað þeir hefðu gert við líkið. „Þetta er einskis vert. Þar til við höfum eitthvað um hver réð þá eða hvað þeir gerðu við líkið er bara um drykkjuröfl að ræða,“ sagði lög- reglumaðurinn sem var að yfir- heyra West. Og því var ákveðið að hljóðnemi yrði settur á West og að hann færi til fundar við mennina tvo og reyndi að afla nánari upplýs- inga. West var þó ekki allt of hrifinn af hugmyndinni. Hann sagði að ef mennina grunaði að hann væri að afla upplýsinga fyrir lögregluna, myndu þeir ekki hika við að drepa hann. En hann lét þó tilleiðast. Allt fyrir frelsið. KROSSGÁTA Ronald Kellams talaöi af sér við „kjaftaskúm" með segulband inn- an klæöa. Tommy Rowland var til leigu, ef drepa þurfti mann. Með segulband innan klæða Á meðan verið var að undirbúa West fyrir fundinn fór lögreglan á stúfana til að afla sér upplýsinga um þá Kellams og Rowland. Lögreglumennirnir komust fljótt að því að ekki var vitað til að þeir hefðu þekkt Pierce. Samt hafði Pi- erce sagt að hann væri að fara á veiðar með vinum sínum. En nán- ari rannsókn leiddi í ljós að þeir kumpánar voru í mikíu vinfengi við frænda Caroi Ann. „Jæja, hvað finnst ykkur um það,“ hugsaði einn lögreglumannanna upphátt. „Maðurinn átti 90.000 dollara í banka, fékk greidda 1.000 dollara á mánuði og hafði umráð yfir þrem- ur milljónum dollara, sem áttu að fara syni hans til framfærslu. Það hefur margur verið myrtur fyrir minna,“ var svarið sem hann fékk. Þegar West kom til baka var hann skjálfandi á beinunum. „Þeir höfðu frétt af því að verið var að spyrjast fyrir um þá. Ég þurfti að hafa mik- ið fyrir því að sannfæra þá um að það hafi ekki verið af mínum völd- um. En hér er snældan og vonandi getið þið notað það sem á henni er.“ Upptakan var ekki mjög skýr, þar sem mikill hávaði var í bakgrunn- inum. Þó var þar að finna upplýs- ingar, sem bentu til þess að Carol Ann hefði ráðið þá til að ganga af eiginmanni sínum dauðum. Þeir hreyktu sér af því að það væri sama hvað lögreglan væri að snuðra, hún myndi aldrei finna lík- ið. Einnig kom í ljós að þeir höfðu gabbað Pierce með sér í ferðina, ekið með hann út í skóg, skotið hann og grafið, og ekið síðan bíln- um þangað sem hann fannst. Lík í grunnri gröf Lögreglumennirnir vissu að þeir hefðu nóg í höndunum til að hand- taka þá, en þyrftu að fínna líkið til þess að málið stæðist fyrir dómi. Miklu liði var safnað saman og leit hafin á þeim slóðum, sem nefndar höfðu verið á segulbandinu. Á meðan voru Kellams og Row- land handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Báðir harðneituðu að vita nokkuð um hvarf Pierces, hvað þá að þeir bæru á því nokkra ábyrgð. Líkið fannst tveimur dögum síðar, í grunnri gröf dágóðan spöl frá veginum. Líkið var mjög rotið, en auðvelt var samt að bera kennsl á Pierce með skýrslum frá tannlækni hans. Við krufningu kom í ljós að hann hafði verið skotinn sex skot- um og hafði eitt þeirra orðið hon- um að bana. Næsta skref var að handtaka Carol Ann Pierce. Hún harðneitaði að þekkja Kellams og Rowland og hefði alls ekki ráðið þá til að drepa Preston Pierce. Segulbandsupptakan var nánast það eina sem lögreglan hafði í höndunum gegn þremenningun- um. Þannig að ef svo færi að rétt- urinn hafnaði henni sem sönnun- argagni, gat orðið erfitt að fá þau dæmd. „Þeir áttu bara að berja hann duglega“ En málin snerust við þegar Ron- ald Kellams ákvað að játa sig sekan um manndráp og vitna gegn Carol Ann, gegn því að saksóknari færi ekki fram á dauðarefsingu. Það var samþykkt og málið var í höfn. Þegar Carol Ann frétti af sam- komulaginu, var hún snögg að breyta sögu sinni. Hún sagði að þegar hún hefði frétt að maður hennar ætlaði á veiðar með Kell- ams og Rowland, hefði hún beðið þá um að berja hann duglega, vegna þess að hann hefði gengið í skrokk á henni. Hún kvaðst alls ekki hafa ætlast til að þeir dræpu hann. Morðið hlyti að eiga sér or- sakir í einhverju, sem þeim þremur hefði farið í milli í ferðinni. Þegar Carol Ann kom fyrir rétt þann 9. september 1991, hélt hún enn fram sakleysi sínu og hélt sig við sömu söguna. En saksóknari leiddi fram vitni að því að enginn vissi til að Pierce hefði lagt hendur á ungu konuna sína, og hélt því fram að hún hefði gifst honum til fjár, síðan orðið græðginni að bráð og látið drepa hann til að sitja ein að fjármununum. Það tók kviðdóm ekki langan tíma að ákveða að hún væri sek um morð að yfirlögðu ráði. Hún var dæmd í ævilangt fangelsi og leigu- morðingjar hennar fengu sama dóm. Opin samkeppni um HÖNNUN Á MERKI fyrir íslenskan landbúnað Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur ákveðið að gangast fyrir opinni sam- keppni, í samráði við FÍT og skv. sam- keppnisreglum þess, um hönnun merkis fyrir íslenskan landbúnað. Öllum er heimil þátttaka, jafnt félögum innan FÍT sem öðr- um. Verklýsing og hlutverk 1. Merkið skal vera stílhreint og gjaman með alþjóðlegum auðkennum. 2. Merkinu er m.a. ætlað að minna á hreinleika og gæði íslenskra landbún- aðarafurða. 3. Heimilt er að notast við allt að 4 liti við hönnun merkisins en jafnframt skal það geta staðið í einum lit á hvítum grunni án þess að tapa stíl eða táknrænum skilaboðum. Merkjunum skal skilað í tveimur stærðum (ca. 2 cm og 15 cm í þvermál), bæði í lit og svarthvítu. 4. Hugmyndin er að merki íslensks land- búnaðar verði notað til auðkenningar í auglýsingum og á annað kynningar- og fræðsluefni, með sérstaka áherslu á samkeppni við innfluttar landbúnaðar- afurðir. Hafa ber í huga að til greina kemur að heimila notkun þess á um- búðir. Frágangur og skilafrestur 5. Tillögum skal skilað til Markaðsnefnd- ar landbúnaðarins, landbúnaðarráðu- neytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykja- vík. Tillögurnar sjálfar skulu merktar „leyninami" höfundar, en raunverulegt nam, ásamt heimilisfangi og símanúm- eri viðkomandi, skal fylgja með í lok- uðu umslagi, merktu „leyninafninu". 6. Skilafrestur er til 30. mars nk. Dómnefnd og verðlaun 7. Sérstök dómnefnd, sem í eiga sæti tveir fulltrúar úr Markaðsnefnd landbúnað- arins, tveir frá FÍT og myndmenntaður oddamaður, mun skera úr um endan- legt val á því merki sem verður notað og hlýtur verðlaun. 8. Þegar endanlegt val á merki liggur fyr- ir, vérða viðkomandi umslög opnuð, vinningshafa tilkynnt úrslit og verð- laun afhent við hátíðlegt tækifæri, þar sem öll þau merki sem berast í sam- keppnina munu verða til sýnis. 9. Veitt verða ein verðlaun, 350.000,- krónur, fyrir besta merkið, ásamt eðli- legri greiðslu til höfundar fyrir hönnun og frágang. Réttindi og skyldur 10. Markaðsnefnd landbúnaðarins áskilur sér ótímabundinn fullkominn notkun- ar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem hlýtur verðlaun í samkeppninni án ^ess að aukagreiðslur komi til umfram Dað sem getio er um í lið 9. Dómnefnd- inni er heimilt að hafna öllum tillögum ef þátttaka og gæði þeirra merkja, sem send verða í keppnina telst að mati dómnefndar vera ófullnægjandi. Markadsnefnd landbúnaðarins

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.