Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 hraust og sterk til elliára, en þá brast hreysti þeirra beggja. Björn Kristjáns- son réttir hjálpar- hönd Þótt foreldrar mínir hefðu gefið mér jáyrði sitt til listnáms míns, var þó ekki öllum vanda vikið til hliðar með því. Engum hlaut að vera annara ur.i það en þeim, að ég yrði ekki hjálp- arvana í framandi landi, er þar að kæmi. Úr þessu rættist þó furðu vel, þegar til kom. Björn Kristjánsson kaupmaður, vinur þeirra, fór öðru hvoru til útlanda; og eitt vor, er hann kom til foreldra minna, færðu þau þetta í tal við hann. Hann tók því mjög vel. Það var að mig minnir í fyrsta skipti, sem ég sá Björn, en hann varð mér síðar hinn tryggasti vinur og hjálparhella. Að undanskildum Bri- emshjónunum á Stóranúpi var það Björn, sem mestan þátt átti í því, að koma mér á framfæri, og sem ég átti það manna mest aö þakka, að ég komst til útlanda. Álit sveitunganna að vettugi virt Vorið, sem hann fór til útlanda, báð- um við hann fyrir dálítinn kassa, sem var fullur af alls konar útskurðardóti eftir mig. Er hann kom aftur, hafði hann sýnt þetta einhverjum tréskurð- armönnum, og virtist mér hann vera svo vel ánægöur með dóm þeirra, að hann áleit það ómaksins vert, að láta mig verða aðnjótandi meiri listkunn- áttu. Býst ég við, að þetta hafi átt þátt í að vinna bug á efasemdum foreldra minna um framtíð mína, og það skipti mestu máli fyrir mig. Úm álit sveit- unga minna stóð mér á sama; það lá í hlutarins eðli, að flestir litu á þetta sem tóma firru, sem ekki væri til ann- ars en hlæja að, ef hún hefði ekki sínar alvarlegu hliðar. - - Hver sá, er ekki fetaði í fjöldans og vanans spor á þeim dögum, mátti vera við misskilningi búinn; háð og spott vofði yfir honum. Ég þurfti ekki að leita dæmanna langt um slíkt. Afi minn, hagleiksmaður og góður búhöldur, sem undi sér við heimili sitt og bókasafn og kom víst sjaldan eða aldrei nærri opinberum málum, varð að þola það, að um hann væru spunnin rótlaus ósannindi, háð- sögur og níð, — og hafði þó það eitt til saka unnið, að vilja öllum vel, en eng- um illt, og vera meinlaus og fáskiptinn um annarra hagi. — Jafnvel mörgum árum eftir að hann var látinn, mættu mér þessar sögur, og er mér minnis- stætt eitt slíkt atvik, sem ég get hér vegna þess, að þar er um ógeðfellt fyr- Guömundur Guömundsson skólaskáld: Of góöur fyrir þennan heim? Hjá Bifreíðaskoðun íslands leggjum við okk- ar af mörkum til hreinna umhverfis. Allar bifreiðar eru nú mengunarmældar við skoðun, frá og með síðustu áramótum. Það þýðir að við mælum nákvæmlega magn kolsýrlings í út- blæstri þeirra. Sé magnið of mikið má oftast ráða á því bót með einfaldri vélarstillingu. Með því vinnst tvennt: • Eldsneytissparnaður um 2% að meðaltali • Umhverfismengun minnkar Stuðlum öll að hreinna lofti - í umferðinni sem annars staðar! BIFREIÐASKOÐUN irbrigði að ræða, sem er allt of algengt í þjóðlffi voru. Bamafræðari nokkur, sem heima átti skammt frá Reykjavík, heimsótti listasafn mitt, ásamt nemendum sín- um og þekktum heiðursmanni nokkr- um. En hann var ekki fyrr kominn þar inn fyrir dyr en hann fór að segja mér lygasögur þessar um afa minn, svo bömin og gestur hans heyrðu. Mann þenna hafði ég aldrei séð áður, og voru þetta fyrstu kynni mín af honum. Vegna gesta hans gat ég ekki vísað honum á dyr, — og kaus því að fara burt sjálfur.- Fyrsta heimili mitt í Reykjavík Ég lagði af stað að heiman á leið til Reykjavíkur hinn 16. október, minnir mig, árið 1892. Pabbi fylgdi mér nokk- uð á ieið. Hann hafði beðið kunningja sinn í bænum að hýsa mig um vetur- inn og hafa mig í fæði, en er þangað kom, gat þessi maður ekki tekið á móti mér, svo að ég komst strax á vonarvöl. Vinur minn, Samúel Ólafsson, hafði heldur ekki tök á að hýsa mig. Kom mér þá til hugar, að foreldrar mínir ættu vini og frændfólk í bænum, Þor- stein Guðmundsson og konu hans, Kristínu Gestsdóttur, í Þingholts- stræti 13. Þangað fór ég. Og þó þau ættu óhægt með að leysa vanda minn, tóku þau mig á heimili sitt, vegna um- komuleysis míns og einstæðingsskap- ar; og hjá þessu ágætisfólki dvaldi ég allan þenna vetur. Skólinn „Hermes“ Nú var ætlun mín að útvega mér kennslu, bæði í tungumálum og fleiri slíkum fræðum, en þó umfram allt í listinni. Gekk hið íymiefnda greið- lega. Stundaði ég nám um hríð við Verslunarskólann og fékk þar tilsögn í dönsku, ensku og landafræði, — og í mínum gamla erkióvini, reikningn- um. Skólinn, sem kallaður var „Herm- es“, var í suðurenda á húsi Þorláks Ó. Johnsonar kaupmanns. Kenndi hann þar ensku; Þorleifur H. Bjarnason kandídat kenndi dönsku; séra Þórhall- ur Bjamarson, síðar biskup, kenndi landafræði, og reikninginn kenndu þeir cand. theol. Ófeigur Vigfússon, síðar prófastur, og Jón Laxdal, versl- unarmaður og tónskáld. Allir voru þeir hinir bestu kennarar og ágætustu menn, sem ég átti eftir að kynnast meira síðar að öllu hinu besta. Fyrsta kennslan í listnámi En svo var það iistnámið. — Ég hafði heyrt talað um mann, sem kunn- áttu hefði í þeim efnum, dr. Jón Helga- son, síðar biskup. Fór ég til hans, kynnti mig og sagði erindi mitt og það með, að ég ætlaði í Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Kunstakademiet). Hann brosti og þótti ég nokkuð djarf- ur, svona fyrst í stað, að hugsa mér svo hátt, og lét mig skilja, að það væri nú ekki fyrir svona hvern og einn að kom- ast þar inn, — og spurði, hvort ég hefði iðkað teikningu nokkuð áður. Síðan fékk hann mér pappír og blýant og sagði, að ég gæti „teiknað vatns- skálina þarna með könnunni í“ og sýnt svo. hvað ég gæti. Ég teiknaði það, sem mér var fyrir sett, og þótti góður vitnisburður hans að verkinu ioknu, því að hann sagði aðeins þetta, að hann sæi, að ég hefði þó áður haldið á blýanti. Einn þeirra æskilegu eigin- leika. sem ég hef átt erfitt með að ávinna mér, er tryggð við meistara mína. og kom það nú í Ijós í fyrsta sinni, að hana skorti, því þetta varð eina ..listaverkið", sem ég bjó til undir handleiðslu þessa fýrsta kennara míns í teikningu. Ég hafði heyrt getið um konu þama í bænum, sem látið hefði til sín taka í fleiri en einni listgrein; þar var skáld- konan frú Torfhildur Hólm. Ég hafði líka heyrt, að hún væri eitthvað skyld mér í móðurætt, — af Skóga-ættinni undan Eyjafjöllum. Ég leitaði hana uppi. og bjó hún í Skólastræti 5 og hafði alla sína búslóð þar uppi á iofti. Hún hafði lært að mála í Ameríku. og tók hún mig strax í kennslu. bæði í þeirri iðn og ensku, sem hún kunni vel. Þar kynntist ég einni. göfugustu sál. er ég hef fyrir hitt á lífsleið minni. Gudmundur skóla- skáld Ég hafði ávallt í æsku minni þráð sálutelag við einhvem. sem mér væri andlega skyldur. en ekki átt þess kost.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.