Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. tebrúar 1992 Timinn 11 mj Þjóðhátíðarárið 1874 fædd- ist Einar Jónsson mynd- höggvari að Galtafelli í Árnessýslu. Umhverfi á íslandi var ekki hvetjandi fyrir listamannsefni í þann tíma, sem sýnir að það eðli, sem beindi Einari án nokk- urrar handleiðslu inn á listamannsbraut, hefur ver- ið sterkt. Við höfum hér valið kafla úr endurminn- ingum hans, sem sýnir hvemig listamannssálin bauð erfíðum kringum- stæðum birginn, efnaleysi og vantrú margra og fylgdi köllun sinni. Hann rekur hér fyrstu tilraunir sínar til myndsköpunar, er síðan verða að þeim ásetningi að sigla og helga líf sitt högg- myndalist. Við söguna koma nokkrir meriár ís- lendingar á síðustu árum fyrri aldar, sem fróðlegt og merkilegt er að kynnast í frásögn Einars. Hann sigldi utan til listnáms í Kaup- mannahöfn hjá Norðmann- inum Stephan Sinding Lífsstarf mitt ákveðið Ég var nú orðinn svo úr grasi vax- inn, að ekki mátti dragast miklu leng- ur, að eitthvert ráð yrði séð fyrir fram- tíð minni og ákvarðanir teknar um það, hvert lífsstarf mitt skyldi verða. Nauðsyn þess var sem brennandi spuming í huga mínum og ástvina minna, og fleiri létu sig það nokkru skipta, á eina lund eða aðra. Eg vissi sjálfur, hvert þráin stefndi, fann það með sársauka; og leiðsögu- laust hafði ég þegar gengið fyrstu skrefin í þá átt, þótt fálmandi væru. — Ég minnist einkum eins sumars, er ég tók mig verulega til með listina. Teiknaði ég þá mikið og skar út, þótt óánægjan með verk mín væri mér allt- af til kvalar, svo ófullkomið fannst mér það vera, sem ég gerði. — Eitt sinn tálgaði ég í birkilurk nakinn mann, er hélt á tveim trjám, sínu á hvorri öxl. Lurkurinn var þannig í lögun, og vildi ég ekki eyðileggja upphaflega mynd hans, en aðeins hjálpa honum til að fullkomna það form, sem mér fannst, að hann hefði leitast við að ná. En hvemig leit nakinn maður út, með öllum vöðvum sínum? Úr því var þraut að leysa. En lausnina fann ég þó. — Ég fékk ungan dreng, sem hjá okk- ur var, til að klæða sig úr öllum fötun- um, og yngri systkini mín til að halda honum í þeim skefjum, sem verkefni krafðist. Ailt þurfti þetta að fara fram með sem mestri Ieynd, svo að girt væri fyrir, að fólk fengi pata af þessu, — og þar með vissu fyrir því, að ég væri al- veg af göflunum genginn; en við því þóttist ég mega búast, ef upp kæmist, enda hafði ég þá enga hugmynd um það, að nakið fólk væri þannig haft til fyrirmyndar við myndasmíði, og að ég hefði því ekki gjört mig sekan um neina fjarstæðu, heldur hitt óafvitandi naglann á höfuðið. En þótt eðli mitt og hneigð til lista birtist þannig ótvírætt í viðleitni minni, hlaut þó að leika á því mikill vafi í augum foreldra minna, hvort það myndi reynast heilladrjúgt fyrir mig að leggja út á torsótta braut lista- mannsins. í námi hjá séra Magnúsi Helgasyni Einn vetur eftir ferminguna komu þau mér fyrir til náms hjá séra Magn- úsi Helgasyni, að Torfastöðum, frænda mínum, ef vera kynni, að ég fengi löngun til að „fara í skóla". Það mundi mér heldur ekki hafa verið mótfallið, ef mér hefði ekki verið ómögulegt að hugsa mér sjálfan mig sem prest eða annan embættismann. — En að láta foreldra mína kosta mig til margra vetra náms við Latínuskólann, í þeirri von, að ég veldi embættisveginn, en hætta svo og gerast listamaður, — það fannst mér vera svik við þau; og vissi þá ekki, að listnám ætti nokkra sam- suðu með háskólanámi. En það var enginn skaði skeður, þó ég fengi einhverja nasasjón af skóla- náminu, — og svo var ég þá nokkrar vikur hjá séra Magnúsi, frænda mín- um, og konu hans, Steinunni Skúla- dóttur. Og það varð mér dýrmætt að kynnast þeim ágætu hjónum. Þau kynni urðu meiri síðar, og margt gott á ég þeim að þakka báðum. Hjá séra Valdimar Briem Síðar sama vetur, að mig minnir, dvaldi ég svo álíka langan tíma hjá séra Valdimar Briem að Stóranúpi. Þar var fagurlega byggður bær, sem séra Valdimar lét byggja strax eftir að hann kom þangað, árið 1883, frá fyrra heim- ili sínu, Hrepphólum. Tvö herbergi voru mér kærust í þeim bæ, Háaloftið svokallaða og Kvisturinn. Þar vorum við löngum fjórir félagar: Ólafur, son- ur séra Valdimars, Jóhann, sonur Kristjáns bónda að Kárastöðum, og Sigurður Sigurðsson, uppeldissonur Bjöms M. Ólsens rektors. Þó var Kvist- urinn aðallestrarherbergi okkar; en þar var stundum lesið minna en skyldi; oft bar eitthvað á góma, sem ræða þurfti ýtarlega, eða við fengum löngun til að taka lagið eða fara í eina bröndótta. Oft lékum við okkur í snjó- kasti, og var Siggi þar minn versti and- stæðingur, bæði langskeyttur og bein- skeyttur. Sigurður varð síðar skáldið góð- kunna, kenndur við Amarholt. Þóttist ég fljótt verða var listeðlis hans, þótt ungur væri hann þá að árum. Hann var kátur, fjörugur og fyndinn, all- glettinn á stundum, en óvenjulega viðkvæmur og góðhjartaður á hinn Séra Valdimar Briem, Ólöf kona hans og sonurinn Ólafur: „Umhyggja hans reið baggamuninn... “ Einar Jónsson á námsárum sínum: „Ég vissi sjálfur hvert þráin stefndi; fann þaö með sársauka. “ bóginn. Ég var hrifinn af næmleik sál- ar hans og af námsgáfum hans, sem mér þóttu feiknamiklar í samanburði við mínar eigin. Mér fannst það heldur ekki nema eðlilegt, því að ég hafði heyrt föður hans minnst sem sérstaks gáfumanns. En ekki er ólíklegt, að næma eftirtekt sína og skarpan skiln- ing, samfara hinu öra tilfinningalffi, hafi hann erft frá ítalskri móður sinni. Fyrsta hvatningin Þessi dvöl mín á Stóranúpi er mér í fersku minni, en gleggst man éjg sfð- asta daginn, er ég dvaldi þar þá. Eg sat við gluggann frammi á Háalofti og hafði lengi blaðað í einhverjum skræð- um. Frú Olöf Briem sat á rúmi utar og andspænis mér á loftinu og spann á rokk. Hún hafði verið þögul allan tím- ann, sem ég hafði verið þar inni; en allt í einu hóf hún að tala við mig, mjög alvarlega, um framtíð mína á vegum listarinnar. Með alvöruþrungn- um, en mildum og skilningsrfkum orðum, hvatti hún mig til að halda áfram á þeirri braut, og láta nú ekkert aftra mér. Á meðan hún talaði, hélt hún áfram að spinna og hafði ekki eitt augnablik augun af vinnu sinni, en það sem hún sagði gagntók mig svo, að því get ég ekki lýsL Hvatning þess- arar göfugu konu var fyrsta hjálpin, sem mér var veitt á listabraut minni, og uppörvun sú og hughreysting, sem fólst í orðum hennar, hjó bönd af veik- um vængjum. Mér fannst ég geta flog- ið. Ætíð og alls staðar áður hafði ég mætt vantraustinu, og mætti því margoft síðar, og jafnvel mönnum, þó fáir séu, sem af ráðnum huga hafa eytt kröftum sínum og tíma í það að tor- velda mér gönguna á þessari braut; en þá hefur mér verið dýrmætt að minn- ast frú Ólafar Briem og allra þeirra, sem ég á einhverja svipaða skuld að gjalda sem henni. Pabbi gefur sam- þykki sitt Nokkru eftir þessa dvöl mína á Stóranúpi urðu þau hjónin fyrir þeirri þungu sorg, að missa bráðefnilegan son, Jóhann Kristján, sem þá var í Lærða skólanum. Jóhann var á aldri við mig, og hann og Ólafúr bróðir hans, sem var nokkru yngri, voru æskukunningjar mínir og leikbræður, þegar faðir þeirra bjó að Hrepphólum. Hjónin báru harm sinn sem hetjur. Og aldrei mun ég gleyma því, að mitt í sorg þeirra kom séra Valdimar í marg- ar heimsóknir til pabba þess erindis eins, að reyna að fá samþykki hans til þess, að ég mætti fara þeirra ferða, er ég þráði. Og líklegt þykir mér, að þetta, hve séra Valdimar lét sér annt um mig, er hann hafði nýséð sínum eigin syni á bak, hafi riðið baggamun- inn, er loks fékk samþykki pabba. En það jáyrði þykist ég vita að hafi kostað hann mikla innri baráttu og hugar- stríð. Og ekkert var eðlilegra. Eg var sá af bömum hans, er hann mun e.t.v. síst hafa treyst til að heyja harða lífs- baráttu, og einmitt þess vegna hefi ég máske ekki átt minnsta hlutdeild af okkur systkinunum í ástúð hans og umhyggju. Það hlaut því að verða hon- um þungbært, að sjá af mér út í óviss- una. Foreldrar mínir Faðir minn var nokkuð stór vexti og talinn sterkur mjög. Ég held, að ég hafi aldrei séð, að aflraunamönnum undanskildum, svo sterklegan og vöðvamikinn líkama sem hans. Hann var ör í lund og átti til mikið geðríki og strangleik, sem helst kom í ljós, ef honum þótti misboðið málstað þeim, er hann taldi réttan. Hann átti stund- um í hörðu orðakasti við höfðingja, er honum þótti þeir halla rétti einhvers minni máttar, og vægði þá hvergi né hlífði. Það má þó ekki skilja svo, að hann hafi talið fátækt eða vamarleysi réttlæta hæpinn málstað. Hann lét hvorki auð né örbirgð blinda sig þann- ig, en hann átti sér einkunnarorðin: Gerðu aldrei órétt; þoldu aldrei órétt; og afstáða hans til hvers máls mótaðist mjög af þeim. Móðir mín var fremur lítil, svart- hærð. Hún átti mildi þá og ástúð, sem allt vildi græða og úr öllu bæta, og svo mikinn hugarstyrk, að fátt eða ekkert gat komið henni úr jafnvægi né raskað þeirri björtu ró, sem hvíldi yfir fram- komu hennar. Fáir vissu gleði hennar eða sorgir, svo dul var hún að eðlisfari. Faðir minn og hún voru samhent um það, að hjálpa af fremsta megni þeim, sem bágt áttu, enda áttu þau ef til vill mörgum öðrum fremur hægt með það, því að mestallan búskap sinn voru þau vel efnum búin. Þau voru bæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.