Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 SUZUKIVITARA JLXi - 5 dyra - árgerð 1992 Lipur og öflugur lúxusjeppi Staðalbúnaður í Suzuki Vitara, 5 dyra ' 1.6 I, 96 ha. vél með raf- stýrðri bensfninnsprautun * Snertulaus kveikja ' 5 gíra skiptir m/yfirg(r eða 4 gíra sjálfskipting m/yfirgir og sportstillingu/sparnaðarstill- ingu * Aflstýri * Samlæsing hurða ' Rafmagnsrúðuvindur ' Rafstýrðir speglar ' Höfuðpúðar á fram- og aftur- sætum ' Barnalæsingaráafturhurðum ' Veltistýri ' Halogenökuljós m/dagljósa- búnaði ' Þokuljós að aftan ' Útvarpsstöng ' Gormafjöðrun * Diskahemlar aðframan, skálar að aftan ' Grófmynstraðir hjólbarðar, 195x15 ' Varahjólsfesting ' Snúningshraðamælir * Klukka " Vindlingakveikjari ' Hituð afturrúða ' Afturrúðuþurrka og sprauta ' Kortaljós * Fullkomin mengunarvörn m/efnahvarfa ' Stuðarar, hurðahúnar og speglar I samlit ' Vönduð innrétting ' Litaðar rúður * Hlífðarlistar á hliðum ' Sllsahlífar ' 55 lítra bensíntankur m/hlífð- arpönnu ' Hreinsibúnaður fyrir aðalljós ' Upphituð framsæti ' Framdrifslokur Verð 5 gíra: 1.696.000 Sjálfskiptur: 1.823.000 Til afgreiðslu strax. $ SUZUKI ■ 4M» SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 Vifara er með sjálfstæða burðargrind wm B&mmmmmmmKmmmmmmmuammBmummBBBBnam ÁVINNSLU- HERFS Viðurkennd hlekkjaherfi 2 stærðir fyrirliggjandi Breidd Þyngd 2,90 m 152 kg 3,50 m 179 kg HÓFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000 Guðmundur tekur sæti Guðmundar Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, hefur tek- ið sæti á Alþingi í forföllum Guð- mundar Bjamasonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Guðmundur Stefánsson hefur ekki setið áður á Alþingi. Fyrr í vikunni tók Þuríður Bernód- usdóttir sæti á Alþingi í forföllum Guðna Ágústssonar. Guðný Guð- björnsdóttir uppeldisfræðingur sit- ur nú á þingi í forföllum Kristínar Einarsdóttur. Þá situr Magnús Jóns- son veðurfræðingur á þingi vegna veikinda Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra. Á myndinni má sjá Pál Pétursson, þingflokksformann framsóknar- manna, bjóða Guðmund Stefánsson velkominn í þingflokkinn. Tímamynd Ámi Bjama Tæplega 400 millj. kr. hagnaður hjá Eimskip Eimskipafélag Islands var rekið með 392 milljón kr. hagnaði í fyrra. Hagnaðurinn nam um 4,9% af veltu og arðsemi eigin fjár var tæp 10%. Rekstrartekjur Eimskips og dóttur- félaga þess var í fyrra rétt rúmir 8 milljarðar króna en árið 1990 voru þær um 7,3 milljarðar. Hækkun rekstrartekna milli ára nam því um 10%. Eigið fé Eimskipafélagsins var í árslok 4,4 milljarðar kr. og eiginfjár- hlutfallið var 43%. Heildarflutningar Eimskips og dótturfyrirtækja í fyrra voru 937 þús. tonn en voru árið 1990 993 þús- und tonn, sem er um 6% samdrátt- ur. Samkvæmt tilkynningu frá Eim- skipafélaginu stafar þessi samdrátt- ur fyrst og fremst af minni stórflutn- ingum því í áætlunarsiglingum varð 4% aukning frá árinu á undan. Eimskip og dótturfyrirtæki þess eru nú með 14 skip í föstum rekstri og starfsmenn voru að meðaltali 813 áárinu 1991,þarafstörfuðu aðjafn- aði 129 erlendis. Aðalfundur Eimskips verður hald- inn á fimmtudaginn í næstu viku. Dagskrá í dag í tilefni tímamóta í sögu höfuðborgarinnar: 100 þúsundasta íbúa Reykjavíkur fagnað Reykjavíkurborg gengst fyrir há- tíðahöldum í dag, hlaupársdag, í til- efni af því að Reykvíkingar eru orðn- ir 100 þúsund talsins. Dagskráin hefst kl. 12 á hádegi með „hlaupárs- hlaupi" en að því standa nokkrir hlauparar sem æfa og viðhalda þreki sínu í einni af heilsustöðvum borg- arinnar. Hlaupnar verða tvær vega- lengdir; 4 km og 8,5 km og öllum er heimil þátttaka. Kl. 14.30 opnar Markús Örn An- tonsson borgarstjóri sýningu í Gall- erí Borg við Pósthússtræti um upp- haf bæjarmyndunar í Reykjavík, Innréttingar Skúla fógeta. Sýningin verður opin daglega til 6. mars nk. Skemmtiganga með sögulegu ívafi hefst frá Austurvelli kl 15. I henni munu félagar í Útivist segja frá áhugaverðum sögulegum stöðum. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur létt lög meðan á göngunni stendur. Kl. 16 hefst stutt dagskrá á Lækjar- torgi. Þar leika Lúðrasveit Reykja- víkur og hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar Reykjavíkurlög, borgarstjóri flytur ávarp og tilkynnir um tákn- ræna framkvæmd á vegum borgar- innar í tilefni þess að Reykvíkingar eru orðnir 100 þúsund. Þá flytur fulltrúi eldri Reykvíkinga ávarp. Kl. 17 býður borgarstjóri öllum Reyk- víkingum sem orðnir eru 100 ára til kaffisamsætis í Höfða og kl. 22 mun svo Hjálparsveit skáta skjóta upp 100 flugeldum af Öskjuhlíð í tilefni þess- ara tímamóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.